Morgunblaðið - 11.06.1981, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JUNl 1981
35
VAKTPOST
• »-«■>— •» 4H Vlktlc * bmn
i nora ssz?—-'
ISLAND
hMMI
Fjallað um Island
í riti norskra nem-
enda i blaðamennsku
NEMENDUR við norska hlaða-
mannaháskólann i Osló voru hór
á landi i hyrjun maímánaóar ok
söfnuðu efni í rit, sem var þáttur
í lokaprófi þeirra frá skólanum.
Blað þetta hefur nú litið da«sins
Ijós o({ er víða komið við í
umfjöllun ncmendanna.
Varnarmál Islands, Atlants-
hafsbandalagið og bandríska
varnarliðið á Keflavíkurflugvelli
fá mikið rúm í blaðinu. Sömu sögu
er að segja um Jan Mayen-samn-
inga íslendinga og Norðmanna.
Fjallað er um möguleika á olíu á
íslenzka landgrunninu, fiskveiðar
og verðbólgu, eldgos og jarðhita.
Rætt er við listamenn og fjallað
um íslenzka menningu, svo dæmi
séu nefnd. Óhætt er að segja að
þessi norski hópur hafi víða komið
við í efnissöfnuninni hér á landi og
birtist hluti þess efnis í þessu 20
síðna riti. Hluti efnisins hefur
hins vegar og á eftir að birtast í
norskum dagblöðum og tímarit-
um.
Bændaferðir í sumar:
Farið til Irlands, Græn
lands og Norðurlanda
„AÐAL FERÐIN verður til ír-
lands og hún verður farin á
sunnudaginn." sagði Agnar Guð-
nason blaðaíulitrúi bændasam-
takanna i samtali við Mbi., er
hann var spurður um utanlands-
ferðir á vegum bænda í sumar.
-Dað fara um 130 manns I
þessa ferð og þar af eru um 90
manns úr sveit og verða þeir sér.
Ferðin er skipulögð af irsku
bændasamtökunum og verða m.a.
heimsóttar tilraunastöðvar og
farið verður á landbúnaðarsýn-
ingu sem haldin verður i Cork á
Suður-írlandi.
Við fljúgum til Dublin á sunnu-
dag og verður ekið þaðan yfir á
vesturströndina og verða bændur
og mjólkurframleiðendur heim-
sóttir og einnig verður tilrauna-
stöð í sauðfjárrækt heimsótt,"
sagði Agnar.
Þá kom það fram hjá Agnari að
ferðin væri blanda af venjulegu
ferða- og skemmtiprógrammi og
heimsóknum. Agnar sagði að ferð
þessi stæði í 10 daga. Þá sagði
Agnar að 29 manna hópur færi í
ferð til Norðurlanda og yrði farið
laugardaginn 13. júní og komið
aftur þann 24. júní, og Grænlands-
ferð yrði farin þann 21. júní, en
hún væri farin á vegum búnaðar-
félagsins og færu 28 manns i þá
ferð. Hins vegar væru ferðirnar til
írlands og Norðurlanda farnar á
vegum Upplýsingaþjónustu land-
búnaðarins.
Efnir tii samkeppni
um gerð veggmyndar
LANDSVIRKJUN hefur ákveðið
að efna til samkeppni meðal
íslcnzkra listamanna um gerð
veggmyndar við stöðvarhús Sig-
ölduvirkjunar. Verðlaun eru sam-
tals allt að kr. 50.000,00, þar af
verða 1. verðlaun kr. 20.000,00.
Öllum íslenzkum listamönnum er
heimil þátttaka.
í dómnefnd eru dr. Jóhannes
Nordal, stjórnarformaður Lands-
virkjunar, Guðmundur Kr. Krist-
insson arkitekt og Hörður Ág-
ústsson listmálari.
Trúnaðarmaður dómnefndar er
Ólafur Jensson, framkvæmda-
stjóri Byggingaþjónustunnar,
Hallveigarstíg 1, Reykjavík og
afhendir hann keppnisgögn og
veitir frekari upplýsingar um
keppnina. Skila skal tillögum til
hans eigi síðar en 15. september
1981.
Einbýlishús í Suðurhlíðum og Fossvogi:
Gatnagerðar- og tengd gjöld
allt upp í 102.458 krónur
GATNÁGERÐARGJÖLD ásamt
svokölluðum tengdum gjöldum,
en það er gjald sem borgin
innheimtir samhliða gatnagerð-
argjaldi að þremur fjórðu hlut-
um. nema af einbýlishúsum i
Fossvogshverfi kr. 100.610. Af
einbýlishúsum í Suðurhlíðum.
nýja hverfinu í Öskjuhlið, eru
greidd tvennskonar gjöld. fyrir
minni og stærri hús. Fyrir minni
húsin eru gatnagerðargjöld og
tengd gjöld að upphæð kr. 81.190.
en fyrir stærri húsin er upphæðin
102.458 kr., samkvæmt upplýs-
ingum sem Morgunblaðið fékk
hjá Iljörleifi Kvaran hjá borgar-
verkfræðingi í gær.
1 Fossvogshverfi eru gatnagerð-
ar- og tengd gjöld af raðhúsum að
upphæð 76.830, en nokkuð er þessi
upphæð mismunandi í raðhúsum í
Suður-hlíðum, allt frá 61.510 kr.
og upp í 101.158 krónur.
Hjörleifur sagði að þessi gjöld
greiddust þannig að þriðjungur
IIITAVEITA Suðurnesja hefur
tryggt sér jarðnæði i landi Húsa-
tófta. skammt vestan við Grinda-
vík. í landi þessu er svæði, sem
Eldvörp nefnist. og er talið að
jarðhiti sé þar ekki minni en i þvi
landi. sem hitaveitan hefur yfir að
ráða í Svartsengi.
Þetta kom fram í máli Finnboga
Biörnssonar stiórnarformanns á að-
ætti að greiðast mánuði eftir
úthlutun, þriðjungur þann 15.
september og þriðjungur þann 15.
desember.
alfundi Hitaveitunnar, sem haldinn
var nýlega.
Þar kom einnig fram, að eignir
Hitaveitu Suðurnesja eru nú metnar
á 330 milljónir króna en skuldir eru
220 milljónir króna. Ennfremur
kom fram að rafmagnsframleiðsla
hefur gengið mjög vel hjá Hitaveitu
Suðurnesja, en hún hófst í vetur.
Hitaveita Suðurnesja:
Hef ur tryggt sér land
með miklum jarðhita
VICONCORD
Amerískur lúxusbill
meðöllu
6 cyl 258 cid vól. Sjálfskipting,
vökvastýri, aflhemlar, hiti í aftur-
rúöu, hallanleg sætabök, pluss-
áklæði, viöarklætt mælaborö, vinyl-
toppur, teppalögð geymsla, hliöar-
listar, krómlistar á brettaköntum,
síls og kringum glugga, klukka D/L
hjólkoppar, D78x14 hjólbaröar meö
hvítum kanti, gúmmíræmur á
höggvörum og vönduö hljóöein-
angrun.
CONCORDINN er meðal sparneytnustu bíla, um og
undir 12 I. á 100 km.
Verö: Station kr. 163.734 -
4ra dyra (Sedan) kr. 159.851.-
Allt á sama Stað Sýningarsalur Smiðjuvegi 4, sími 77200.
EGILL VILHJÁLMSSON HF
Samkeppni í gerð minjagripa
Framlengd til 22. júní n.k.
Við vekjum athygli á því, að samkeppnin hefur verið framlengd til mánudagsins 22. júní
n.k.
Muniö aö minjagripunum skal skila til Feröamálaráös íslands, Laugavegi 3.
Ferðamálaráð íslands
Iðntæknistofnun íslands.