Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 mmm TEKXIRPU þA GÖMLU uPPl' " Með morgunkaffinu Láttu sem þú sjáir hann ekki. — Hann er alltaf með einhverja stæla! HÖGNI HREKKVÍSI „Ífþú f>EblRt\>Á MUNtb EINNIÍ7 6ÍRA þAÐ/* Þeir gætu unnið þessa refskák Árni IleÍKason. Stykkishólmi, skrifar 4. júní: „Kæri Velvakandi. Þetta er einkennilegur heimur. Já, og þjóðfélagið. Það selur börnum sínum eitur „í massavís" fyrir mikla fjármuni. Bðrnin kaupa þetta og breyta með því sínum eðlilegheitum, og nú á tímum endar þessi hringrás með því að fórnað er manndómi og því sem til framtíðar horfir á gæfu- leið, og síðast taka svo stofnanir við sem eru rándýrar í rekstri en eiga að lappa upp á alla vitleys- una og þetta kostar svo ríkið og þjóðfélagið sem verður að fórna í þetta orku og starfstíma fólks sem annars gæti haft nóg að gera í uppbyggingu lands og þjóðar. Aldeilis lærdómur það Já, það er ekki öll vitleysan eins, sagði kerlingin. Það eru ekki mörg árin síðan ekki þekktist eitt einasta drykkjuhæli á Islandi. Hve mörg eru þau nú? og svo tala menn um framfarir. Kannske þetta sé mælikvarðinn. Það er ekki nóg að hugsa um föt og fæði ef andinn er krossfestur og hugs- unin úr lagi færð. Og svo er verið að tala um fræðslu og að læra af reynslunni. Aldeilis lærdómur það. Léleg speki að drekka frá sér heilsuna Menn eru nú orðnir sammála um að drykkuskapur sé böl og eiga ekki nógu sterk orð til að lýsa áhyggjum sínum og klykkja út með að eitthvað þurfi að gera og síðan ekki söguna meir. Og svo eru aðrir sem afneita því en drekka samt. Hugsa ef til vill sem svo: Ef ég hefði ekki drukkið þetta þá hefði það bara farið ofan í einhvern annan. Menn tala um þetta allt sem sjúkdóm, við skul- um ekki draga úr því en þeir eru nú ekki hyggnir að mínum dómi sem vita sýkilinn í námunda og keppast þangað í stað þess að forðast hann. Þetta þættu lítil vísindi ef um annan sjúkdóm væri að ræða. Landið græðir mest á mér, sagði Páll Ólafsson. Sér er nú hver gróðinn. Það er léleg speki að drekka frá sér heilsuna til að hjálpa landi og þjóð. Þetta þætti ekki góð latína þegar mönnum óar við venjulegri vinnu í snjó og kulda. Árni Helgason. Hvers vegna eigum við að líða svona óskapnað? Já, gróðinn, allir vilja græða og eru að græða en mikið af þeim gróða er eins og prédikarinn segir: Eftirsókn eftir vindi. Heil- brigt líf og sönn hamingja kemur aldrei nálægt eiturnautnum, menn græða ekki sár með því að setja salt í þau. Hvernig stendur á því að menn ala þennan snák við brjóst sér. Hvers vegna þurfa menn að drekka sig fulia og afskræma sína guðsmynd? Og hver eru uppgrip- in? Það sjá menn allsstaðar, hvert sem auga er iitið þar er virkjun „fallvatnanna" í fullum krafti. Hvers vegna eigum við að líða svona óskapnað, sem gerir góða menn að sjúkiingum og eins og í þá daga var sagt, „að ræflum“ sem eyðileggja heimili sín, traust vina sinna og annarra? Allir vita þetta en enginn sér það Er þetta sú veröld sem við keppum að og óskum afkomend- um okkar? Nei, síður en svo. Allir eru á móti þessu í orði. En svona gengur það og svona er það. Allir vita þetta en enginn sér það. Það er hægt að gerbreyta þessu ástandi til batnaðar en það verður bara ekki gert meðan valdhafarn- ir halda þessu við og gráta þurrum tárum yfir ófarnaði þegn- anna. Þeirra er leikurinn og þeir gætu unnið þessa refskák. En hvenær ætla þeir að hætta að ganga framhjá? Samviska þjóðar- innar getur ekki horft á þetta lengur." Séra Dalla Þórðardóttir Útvarpshlustandi hringdi og sagði: — Ég heyrði er þulurinn kynnti flytjanda Morgunorða í morgun (miðvikudag), að hann sagði einungis að Dalla Þórðar- dóttir talaði. Nú er það aikunna að kona þessi hefur nýverið tekið prestsvígslu og á þannig fyllsta rétt á því að vera titiuð séra Dalla — þótt hún sé kona. Þá tók ég einnig eftir því, að þulurinn talaði um að klukkuna vantaði tuttugu og sjö mínútur í níu. Það er ekki samkvæmt íslenskri málhefð að taka svo til orða. Þarna átti að segja að klukkan væri þrjár mínútur yfir hálfníu. Og einum, Guði sorgir mínar fel E. St. hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Mig langar til að þakka þér, Velvakandi minn, fyrir þá fróðleiksmola sem þú flytur okkur lesendum þinum, ekki síst í sambandi við að greiða úr spurningum um kvæði og höfunda. Það er ein- mitt hjálp af því tagi sem ég er nú að leita eftir. Fyrir u.þ.b. fimmtíu árum lærði ég kvæði sem fjallar um drykkjumannskonuna. Þá var drykkjusýki nær óþekkt meðal Þessir hringdu . . . kvenna, og ber kvæðið þess nokkur merki, en nú er að nást jafnrétti á því sviði einnig. Það er orðið ansi smátt og ótraust sem ég man af kvæðinu — eða aðeins glefsur. Þó er það e.t.v. nóg til að koma öðrum á sporið, sem betur kann: Ó. mW> vilja hrf én haminKju tapað en hvað éK Ket sjálf mér orlojc skapaA; aAeins mýkt þau. ef é« ber þau vel ok einum. Guði, sorjdr minar fel. Ilann sem flýtti fyrir hennar dauða íær ei umhreytt þvi sem komið er. Kitt andvarp: Drottinn miskunna þú mér KeKnum Keiminn auða. Hugraun að koma í kirkju- garðinn Guðný Pálsdóttir hringdi og sagði: — Ég vil aðeins taka undir aðfinnslur um umhirðu eða réttara sagt hirðuleysi í kirkjugarðinum í Hafnarfirði. Það er hugraun að koma þang- að fyrir þá sem eru að vitja um leið sinnar nánustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.