Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1981 Hvað ætlar ríkis- stiórnin að gera? Davíð Scheving Thorsteinsson skrifar um aðlögunargjaldið Um hvað er deilt? Því rita ég þessar línur, að ég hef orðið var við að það virðist vefjast fyrir mörgum um hvað deila mín og þeirra Tómasar Árnasonar, viðskiptaráðherra, og Þórhallar Ásgeirssonar, ráðuneyt- isstjóra snýst. AðlöKun stjórn- valda að fríverslun Deila stjórnvalda og iðnaðar hefur staðið í mörg ár og deiluefn- ið er hvernig bregðast ber við þeirri staðreynd, að íslensk stjórn- völd hafa enn ekki áttað sig á því hvað gerðist árið 1970 þegar ís- , land gerðist aðili að EFTA. Deilan snýst þannig um atvinnuöryggi og kjör þeirra þúsunda manna og kvenna, sem við iðnað starfa, svo og hvort þær þúsundir ungmenna, sem á vinnumarkaðinn koma á næstu árum, fái vinnu hér á íslandi, eða hvort þeir neyðast til að flytja úr landi til að fá vinnu við sitt hæfi. Blaðamannafundur Tóm- asar Árnasonar 19. júní Tilefni þess, að þessi deila blossaði upp að nýju nú, var blaðamannafundur sá, sem Tómas Árnason hélt fyrir rúmri viku er hann skýrði frá för sinni til Brussel, en þá för kvaðst hann hafa farið til að reyna að fá samþykki Efnahagsbandalags Evrópu til að leggja á að nýju svokallað aðlögunargjald, enda þótt hann væri sjálfur andvígur gjaldinu, samanber ummæli hans í Morgunblaðinu 20. júní sl. Hlýt ég að dást að þeirri fórnfýsi ráðherrans, að leggja á sig langa ferð til að mæla fyrir máli, sem hann er sjálfur mótfallinn. Þau ummæli mín, að raunveru- lega andstöðu við aðlögunargjald- ið sé að finna í viðskiptaráðuneyt- inu í Reykjavík, en hvorki í Brussel né Genf, hafa svo hleypt öllu í bál og brand. Gengisskráning Til að skýra hvað býr að baki þessari skoðun minni er nauðsyn- legt að huga að forsögu málsins. Allir vita, að gengi íslensku krón- unnar er skráð eftir hag sjávar- útvegsins og að iðnaðurinn verður að búa við þau kjör. Vegna þess er algjör nauðsyn á því að starfsskil- yrði sjávarútvegs og iðnaðar séu sambærileg, en svo er ekki því sjávarútvegurinn býr við mun hagstæðari rekstrarskilyrði en iðnaðurinn. Röng gengisskráning Þessi mismunandi rekstrarskil- yrði valda gengisskekkingu gagn- vart iðnaði, og var reiknað út í febrúar 1979 að sú skekkja næmi 3,6%. Um áramótin 1978/1979 kom fram sú hugmynd að leggja sér- stakt gjald á nokkurn hluta inn- fluttra iðnaðarvara til bráða- birgða, til að gefa stjórnvöldum tíma til að lagfæra starfsskilyrði iðnaðarins. Þessi hugmynd mætti mikilli andstöðu ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins, og lagðist hann eindregið gegn því að slíkt yrði reynt. Sendinefndirnar 1979 Þrátt fyrir þessa andstöðu ráðu- neytisstjóra síns, sendi þáverandi viðskiptaráðherra, Svavar Gests- son, tvær sendinefndir til Evrópu til að vinna málinu fylgi. Fór svo að EFTA samþykkti formlega aðlögunargjaldið, en Efnahags- bandalagið mótmælti, en lét kyrrt liggja, en það er aðferð til að forðast fordæmi. Lög um 3% aðlögunargjaldið voru samþykkt CTTROÉN ^ VISACUJB [og enn mætum við til leiks.. Aö þessu sinni meö endurhannaöan bíl frá CITROÉN^ VISACLUB II 5 DYRA Nýi VISA bíllinn hefur fengid andlitslyftingu og er nú einkar fallegur og rúmgóður smðbíll með ótrúlega • LOFTKÆLD 652 CC. VÉL MEÐ ELEKTRONÍSKRI KVEIKJU. — ÓTRÚLEG SNERPA. • BENSÍNEYOSLA 5,8 LÍTRAR Á 100 KM. • NÝTÍSKULEGT MÆLABORD. • NIOURFELLANLEG AFTURSÆTI. • HITUÐ AFTURRÚOA. • AUOVITAÐ FRAMHJÓLADRIFINN. Þaö ótrúlega er, aö þessi fallegi bíll kostar aöeins kr. 76.400 ~ (gengi 10/6 ’81) Takmarkaður fjöldi bíla á þessu verði Komið og reynsluakið hinum nýja CTTROÉN ^ VISACLUB n A GlobusF LAGMULI 5. SÍMI81555 ^ CITROÉN^ Á Davíð Scheving Thorsteinsson „Félag íslcnskra iðn- rekenda ritaði núver- andi ríkisstjórn bréf þremur dögum eftir að hún hafði verið mynduð í febrúar 1980. í bréfi þessu bentum við á, að lög um aðlögunargjald myndu renna út um áramótin og því væri nauðsynlegt að hef j- ast þegar handa um að bæta starfsskilyrði iðnaðarins, en ef það væri ekki gert yrði að framlengja lög um að- lögunargjald.44 vorið 1979 og skyldu þau gilda út árið 1980. Bréf FÍI til ríkisstjórnarinnar 11. febrúar 1980 Félag íslenskra iðnrekenda rit- aði núverandi ríkisstjórn bréf þremur dögum eftir að hún hafði verið mynduð í febrúar 1980. í bréfi þessu bentum við á, að lög um aðlögunargjald myndu renna út um áramótin og því væri nauðsynlegt að hefjast þegar handa um að bæta starfsskilyrði iðnaðarins, en ef það væri ekki gert yrði að framlengja lög um aðlögunargjald. Þessar aðvaranir félagsins voru látlaust ítrekaðar allt árið 1980 en allt kom fyrir ekki, því ríkisstjórnin gerði hvor- ugt, — hún leiðrétti ekki starfs- skilyrðin og hún framlengdi ekki lögin um aðlögunargjald. Alþingi samþykkti hins vegar í desember heimild til ríkisstjórn- arinnar til að leggja á aðlögun- argjald að nýju, en áhugi Tómasar Árnasonar á málinu reyndist ekki meiri en svo, að það var ekki fyrr en í júní, tæplega hálfu ári síðar, að hann fór til Brussel til að ræða málið við Efnahagsbandalagið. Enda varð árangurinn eftir því. Ríkisstjórnin skerðir starfsaðstöðu iðnaðar um 6,5% I einu vetfangi var samkeppnis- staða iðnaðarins því skert um 3% og til að bæta gráu ofan á svart var gengið skekkt um 3,5% til viðbótar í febrúar síðastliðnum með því að ríkisstjórnin tók ábyrgð á tómum verðjöfnunar- sjóði hraðfrystiiðnaðarins. För 17 íslendinga til Genf og Brussel 18.—20. maí 1981 Hvort Tómas Árnason og dag- blaðið Tíminn kjósa að trúa orðum deildarstjóra iðnaðarráðuneytis- ins, blaðamanni Morgunblaðsins og mínum, um það sem kom fram á fundinum í Brussel, er þeirra mál, en ég á enn eftir að fá viðunandi skýringu á því hvernig á því stendur, að jákvætt viðhorf þessa embættismanns gagnvart aðlögunargjaldi á fundi með 17 Islendingum hinn 19. maí breytt- ist skyndilega í neikvæða afstöðu hinn 27. mái, en þá var ráðuneyt- isstjóri viðskiptaráðuneytisins kominn til Brussel. Yfirlýsing hagsmunasamtaka í sjávarútvegi 27. júní Yfirlýsing hagsmunasamtaka í sjávarútvegi hinn 27. júní verður ekki skilin öðruvísi en sem þakk- læti þeirra til ráðuneytisstjórans fyrir andstöðu hans við aðlögun- argjald. En renna ekki viðbrögð þeirra einmitt stoðum undir þá fullyrðingu mína, að hina raun- verulegu andstöðu við aðlögunar- gjaldið sé að finna í Reykjavík, en ekki í Genf og Brussel? Af þessu tilefni þykir mér rétt að rifja upp að iðnrekendur sam- þykktu með yfirgnæfandi meiri- hluta 1969 að styðja inngönguna í EFTA, en inngangan var nauðsyn- legur undanfari samningsins við Efnahagsbandalagið. Menn verða að gera sér ljóst, að þessi samningur var gerður vegna þess að Efnahagsbandalagið taldi sér hag í því að fá að fiytja iðnaðarvörur tollfrjálst til Is- lands. Það er því iðnaðurinn á íslandi sem greiðir aðgangseyrinn að toll- frjálsum útflutningi til megin- landsins. Má af þessu sjá, að dæmisaga Esóps er enn í fullu gildi, því enn getur músin hjálpað ljóninu með því að naga sundur viðjarnar sem Ijónið var njörvað í. Hitt þykir mér öllu lakara þegar þeir væna mig um að ég geri kröfu til þess að „við brjótum gerða samninga við aðrar þjóðir, sem eru Islendingum jafn mikilvægir og raun ber vitni". Standa ber við gerða samninga Ég vil enga samninga brjóta og skiptir mikilvægi þeirra ekki máli. Einmitt þess vegna vildi ég að viðbrögð bæði EFTA og Efnahags- bandalagsins við álagningu aðlög- unargjalds yrðu könnuð nú, eins og gert var árið 1979, en ég vildi að sú könnun yrði framkvæmd með jafn jákvæðu hugarfari sendi- manna okkar nú og þá. Lýst eftir stefnu ríkisstjórnarinnar Látum þetta nú allt liggja á milli hluta í bili. Aðalatriðið er að megin spurningunni er enn með öllu ósvarað. Hvað ætlar ríkis- stjórnin að gera? Hún nýtti ekki frestinn sem aðlögunargjaldið veitti henni til að leiðrétta starfs- skilyrði iðnaðarins og nú er við- skiptaráðherra kominn heim með nei frá Brussel. Reykjavík, 29. júní 1981 Islendingar voru 229.187 1. desember síðastliðinn IIINN 1. desember síðastliðinn voru íslendingar 229.187 og haíði þá fjölgað um 1,09% frá árinu áður. Karlar voru alls 115.529 og konur 113.658. Mannfjöldinn skiptist þannig, að i Reykjavik bjuggu 83.766, i kaupstöðum öðr- um en Reykjavik voru ibúar alls 88.759 og i sýslum landsins bjuggu alls 56.662. Kópavogur er nú annar stærsti kaupstaður landsins með 13.819 íbúa, Akureyri er næststærstur með 13.420 og í þriðja sæti er Hafnarfjörður með 12.205 íbúa. Af kaupstöðum landsins eru fæstir íbúar á Seyðisfirði eða 998 alls. Af sýslum landsins eru flestir íbúar í Arnessýslu eða alls 6.664, næst- flestir íbúar eru í Suður-Múlasýslu, 4.659 og í Snæfellsnessýslu búa alls 4.597. Fámennustu sýslur landsins eru Austur-Barðastrandarsýsla með 416 íbúa og Norður-ísafjarðar- sýsla með 506 íbúa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.