Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1981 ) Eyjamenn sækja að marki UBK. Ljósm. Sigurifeir. mjög sterkur, þó með einni undan- tekningu og það kostaði jöfnun- armark UBK. Það var á 25. mínútu og Breiðablik í sókn. Varnarmenn ÍBV náðu að brjóta þá sókn á bak aftur, en fyrir einhver óskiljanleg atvik barst knötturinn út til Helga Helgason- ar bakvarðar UBK, sem var einn og óvaldaður fyrir utan vítateigs- hornið. Átti Helgi í engu „basli“ með að skora. Eftir því sem lengra leið á hálfleikinn náðu Blikarnir betri tökum á miðjunni og voru þeir mun meira með knöttinn, en varnarmenn ÍBV gáfu þeim aldrei frið. Staðan því jöfn í hálfleik, 1-1. I síðari hálfleiknum voru Breiðabliksmenn mun meira af- gerandi í öllum sínum aðgerðum, ákveðnir í alla bolta og sókn þeirra mun beittari. Eyjamenn á hinn bóginn náðu sér ekki á strik og misstu öll tök á miðjunni. Það kom því engum á óvart, þegar UBK tók forystuna í leiknum á 55. mínútu. Snögg stungusending kom fram á Helga Bentsson, sem varn- Blikarnir unnu sanngjarnan BLIKARNIR gefa ekkert eftir í toppharáttunni í 1. deild og á sunnudaginn naddu þeir sér í tvö dýrmæt stig. er þeir sigruðu ÍBV 2—1 í Eyjum. Blikarnir eru því enn taplausir í deildinni og fylgja fast á hæla Víkinga, ákveðnir að hleypa Ilaðargarðs- liðinu ekki um of fram úr. Sigur Breiðabliks í Eyjum á sunnudag- inn var verðskuldaður, en liðið þurfti að hafa fyrir því að innbyrða sigurinn. Mörk þeirra voru ekki í besta gæðaflokki, eins og Blikarnir hafi svo sem nokkuð við það að athuga þegar stigin tvö komu á annað borð þeim til tekna á töflunni. Eyjamenn byrjuðu vel í leikn- um, fengu sannkallaða óskabyrj- un, þegar Ómar Jóhannsson skor- aði hreinasta gull af marki strax á 12. mínútu leiksins. Sókn Eyja- manna var skemmtilega upp byggð, boltinn gekk mann af manni fram vinstri kantinn, Gúst- af Baldvinsson gaf fyrir markið á Jóhann Georgsson, sem síðan renndi knettinum út fyrir teiginn til Ómars sem skaut viðstöðulaust, ÍBV:UBK 1;2 boltinn þeyttist í markið án þess að Guðmundur markvörður kæmi við nokkrum vörnum. Fyrri hálf- leikurinn einkenndist annars af miklum hraða og oft og tíðum skemmtilegri spilamennsku beggja liða úti á vellinum, en verulega góð marktækifæri var varla um að ræða við hvorugt markið. Varnarleikur liðanna var armenn ÍBV höfðu gefið eftir dálítið athafnapláss, þá var ekki að því að spyrja, Helgi geystist í gegn og skoraði fram hjá Páli í markinu. Breiðablik hafði þar með náð forystunni og var það í fullu samræmi við gang leiksins. Hélt liðið þessum tökmum á leiknum þar til að um stundarfjórðungur var eftir til leiksloka, þá fóru Eyjamenn að sækja í sig veðrið án þess þó að þeim tækist að jafna metin. Sigur UBK var þvi í höfn. Lið UBK vann vel fyrir þessum stigum, og verður áreiðanlega með í toppbaráttunni í sumar. Það er virkilega gaman að sjá til liðsins, leikgleðin og viljinn til þess að gera vel geislar af hverjum ein- asta leikmanni. Þeir létu ekki bugast við mótlæti, heldur hertu á sér og unnu sigur. Liðið var mjög jafnt og það var liðsheildin sem vann til þessara stiga. Helgi Bentsson var sannkallaður „terr- or“ varnarmanna ÍBV og Valde- mar Valdemarsson var mjög góð- ur í vörninni. Eyjamenn mættu hér ofjörlum sínum og það verður að segjast að liðið hefur ekki leikið vel upp á síðkastið. Liðið náði engum tökum á miðjuspilinu og sóknarmenn liðsins þurftu að glíma við sífelld- ar kýlingar fram miðjuna. Tengi- liðirnir komu seint og illa upp kantana svo sóknarleikur liðsins var mjög bitlaus. Hins vegar var varnarleikur liðsins ágætur og bestu menn liðsins á sunnudaginn voru Valþór Sigþórsson og Þórður Hallgrímsson. Dómari var Óli Ólsen og fannst mér gæta nokkurs ósamræmis hjá honum. Þórður Hallgrímsson var til dæmis bókaður fyrir brot þegar sigur aðrir sluppu við slíkt í svipuðum tilfellum. I stuttu máli: Hásteinsvöllur 28. júní. 1. deild: ÍBV:UBK 1—2 (1—1). Mark ÍBV: Ómar Jóhannsson á 12. mín. Mörk UBK: Helgi Helgason á 25. mín. og Helgi Bentsson á 55. mín. Áminningar: Þórður Hall- grímsson ÍBV og Vignir Baldurs- sonUBK. Dómari: Óli Ólsen. hkj. „Bjóst ekki við að ná tveim stigum“ — sagði Marteinn Geirsson „ÉG IIELD bara að þessi sigur og sú barátta sem var í leiknum,“ hélt Marteinn áfram, „komi of steint, því við erum þegar búnir að tapa mjög dýrmætum stigum i fyrri hluta mótsins og held ég að þeirra dýrmætust séu stigin sem við töpuðum til Þórs,“ sagði hann, og var að vonum kampakátur eftir að lið hans Fram, hafði unnið sigur á liði KA, 1—0, á sunnudagskvöldið. Úrslit leiksins, sem var mjög jafn, voru ekki mjög sanngjörn en eftir gangi hans hefði verið fyllilega sanngjarnt að liðin hefðu deilt með sér stigum. Það eru ekki sterkar minningar sem tengjast fyrri hálfleik en hann var mjög þófkenndur og fátt sem gladdi augað. Leikurinn fór að mestu fram á milli vítateig- anna og komust liðin örsjaldan inn í teigana. Færin í hálfleiknum Lið KA: Aðalsteinn Jóhannsson 6 Steinþór Þórarinsson 5 Guðjón Guðjónsson 5 Ilaraldur Haraldsson 6 Erlingur Kristjánsson G Gunnar Gíslason 5 Jónas Haljgrimsson 5 Eyjólfur Ágústsson 5 Hinrik Þórhallsson 6 Jóhann Jakobsson 7 Gunnar Blöndal 6 Ásbjörn Björnsson (vm) 4 Lið Fram: Guðmundur Baldursson 6 Hafþór Sveinjónsson 5 Þorsteinn Þorsteinsson 5 Sighvatur Bjarnason 5 Marteinn Geirsson 6 Ársæll Kristjánsson 7 [lalldór Arason 4 jíuðmundur Torfason 6 Pétur Ormslev 6 \gúst Hauksson 5 Albert Jónsson 5 voru mjög svo af skornum skammti og má eiginlega segja að hvort liðið um sig hafi einu sinni verið nálægt því að skora, og skeði það undir lok hálfleiksins. Fyrra færið kom á markamínútunni frægu (43. mín.) og féll það í skaut Lið ÍBV: Páll Pálmason 6 Guðmundur Erlingsson G Snorri Rútsson G Inirður Hallgrímsson 7 Valþór Sigþórsson 7 Ómar Jóhannsson 5 Jóhann Georgsson 5 Viðar Elíasson 5 Gústaf Baldvinsson 5 Sigurlás Þorleifsson 5 Kári Þorleifsson 6 Hlynur Stefánsson vm. 4 Lið UBK: Guðmundur Ásgeirsson 6 Ilelgi Helgason 6 Tómas Tómasson 6 Valdemar Valdemarsson 7 Ólafur Björnsson G Vignir Baldursson G Hákon Gunnarsson 6 Jóhann Grétarsson G Jón Einarsson 7 Helgi Bentsson 8 Sigurjón Kristjánsson 6 Gísli Sigurðsson vm. lék I G min„ Gunnlaugur Ilelgason vm. lék i 7 mín. fyrirliði Fram KA:Fram Q>1 Frammara. Þeirra sprækasti mað- ur í leiknum, Ársæll Kristjánsáon, fékk þá boltann rétt inni í vítateig KA en gott skot hans fór rétt framhjá. Aðeins einni mínútu síðar fékk KA aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Fram. Gunnar Gíslason tók hana og varði Guð- mundur fast skot hans en missti knöttinn frá sér til Hinriks Þórhallssonar sem kom aðvífandi en skot hans geigaði. Eftir tilþrifalítinn fyrri hálfleik mættu liðin ákveðin til þess siðari og bauð hann upp á ágætan fótbolta og færi á báða bóga. Þegar ellefu mínútur voru eftir af hálfleiknum átti Pétur Ormslev gott skot rétt fyrir utan vítateig, en Aðalsteinn markvörður KA var vel á verði og varði vel. Á 25. mínútu var komið að KA, Hinrik Þórhallsson fékk boltann inni í vítateig Fram og hugðist skjóta, en ekki tókst betur til en svo að knötturinn barst til Gunnars Blöndal sem var á markteigshorn- inu en skot hans úr þröngri aðstöðu fór yfir. Aðeins þremur mínútum síðar kom svo markið sem reyndist vera sigurmarkið þegar upp var staðið. Guðmundur Torfason fékk send- ingu inn í vítateig KA og var hann út við endalínu, hann lék út í teiginn og í leiðinni á tvo KA- menn. Utarlega í teignum skaut hann svo á markið, skot hans fór í KA-mann og þaðan í hliðarnetið, algjörlega óverjandi fyrir Aðal- stein í markinu. Eftir markið bjuggust flestir við því að KA- menn efldust til muna og sýndu nú klærnar svo um munaði en það varð bið á því, því það voru Frammarar sem gerðust nú ákveðnari næstu mínúturnar. En undir lok leiksins fóru KA-menn að sækja af krafti. Á 39. mínútu fékk Gunnar Gíslason knöttinn rétt fyrir innan vítateigslínu við Frammarkið, eftir horn. Firnafast skot hans fór í Frammara og rétt framhjá stöng marksins. Það sem eftir lifði leiksins var mikið um að vera inni í vítateig Fram og skall hurð nærri hælum oftar en einu sinni við mark Frammara og máttu þeir prísa sig sæla þegar Eysteinn dómari flautaði til leiksloka og sigurinn var þeirra. I þessum leik vantaði einhvern neista í lið KA, en það hefur vafalaust haft sín áhrif að Elmar Geirsson lék ekki með að þessu sinni vegna meiðsla. Vörnin stóð fyrir sínu en miðjan og sömuleiðis framlínan voru með daufara móti í leiknum og þá einkum í fyrri hálfleik. Framliðið virkaði mjög jafnt í þessum leik og var enginn sem skaraði mjög áberandi fram úr en þó má minnast á Ársæl Krist- jánsson sem lék vel. Liðið barðist vel í leiknum og eiga þeir vafa- laust eftir að sýna klærnar í síðari hluta mótsins. Ágætur dómari í þessum leik var Eysteinn Guðmundsson. í stuttu máli: 1. deild sunnudaginn 28.6. 1981, Akureyrarvöllur. KA — Fram 0—1 (0—0). Mark fram: Guðmundur Torfason á 73. mín. Áminning: Hafþór Sveinjónsson Fram og Ágúst Hauksson Fram fengu gula spjaldið. Áhorfendur: 1138. Dómari: Eysteinn Guðmundsson. — sor Guðmundur Torfason skoraði sigurmark Fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.