Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 142. tbl. 68. árg. ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Heittrúaðir i Teheran áfellast Bandarikjamenn Beirut. V\ ashinjíton. ftameinuðu þjoounum. 25). júní. AI\ Ilua Kuo-feng Kína: Hua sett- ur af Pekinif. 29. júni. AP. Kínverska fréttastoían stað- festi i kvöld fréttir sem hafa verið áieitnar upp á siðkastið, að Hua Kuo-feng, formaður fiokksins, hefði sagt af sér formennsku. Sagði i fréttum að afsagnarbeiðni hans hefði verið samþykkt samhljóða <>k siðan hefði Hu Yaobang, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins og náinn samstarfsmaður Hvnn Xiaoping. verið kjörinn for- maður. I fréttum frá Peking segir einnig, að Hua hafi að svo búnu verið kosinn einn af varafor- mönnum flokksins, en hann missti einnig formennskuna í hermálanefnd flokksins sem er talin valdastaða og var Deng kosinn í hans stað. Hu Yaobang er 67 ára og hann hefur í reynd gegnt formennsk- unni í flokknum síðan í nóvem- ber er Hua féll í ónáð og hvarf aftur af hinu pólitíska sjónar- sviði. Það er mál manna að afsögn Hua sé liður í þeirri ákveðnu viðleitni Deng, sem er án efa mestur valdamaður í Kína nú, að hreinsa burt síðustu leifar persónudýrkunarinnar á Mao og færa Kína nær Vestur- löndum. Það var Mao Tse-tung, sem hafði lagt á ráðin með það á sínum tíma að Hua yrði eftir- maður sinn, en fljótlega kom í ljós eftir að hann tók við, að hann yrði varla langlífur í embættinu. ENGINN hefur enn tekið á sig ábyrgð á sprengingunni, sem varð í aðalstöðvum Islamska lýðveldisflokksins í Teheran á sunnudag og 69 manns létust í. Útvarpið í Teheran kenndi „málaliðum í tengslum við Bandaríkin" um. Mikill aragrúi fólks fór um götur Teheran á mánudag og hrópaði ókvæðisorð gegn Bandaríkja- mönnum. Hinn „hljóðláti meirihluti" í Teheran er sagður óttast, að herskáir vinstrisinnar hafi komið sprengjunni fyrir. í yfirlýsingu frá Islamska lýðveldisflokknum, sem hann sendi frá sér í dag, segir, að nýr kafli sé hafinn í baráttu þjóðar- innar gegn Bandaríkjunum. „Bandaríkin og ísrael verða að skilja, að þau geta ekki spillt fyrir írönsku byltingunni með því að drepa leiðtoga hennar," segir í yfirlýsingu flokksins. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins neitaði í dag að tjá sig nokkuð um áburð írana. „Ég hlusta einfaldlega ekki á slíkt," sagði hann. Kurt Waldheim, aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði, að sprengingin hefði ver- ið áfall fyrir sig. Khomeini erkiklerkur skipaði Seyyed Abdolkarim Musavi- Ardabili eftirmann Beheshtis erkiklerks í hæstarétti á mánu- dag. Beheshti lézt í sprenging- unni. Khomeini skipaði Rabb- ani Amlashi í stöðu yfirsak- sóknara í stað Musavi-Ardabili. Khomeini átti fund með Moh- ammad Rajai, forsætisráð- herra, og Rafsanjani erkiklerk, forseta þingsins, á mánudag. Hann sagði, að „andstæðingar byltingarinnar, sem beina spjótum sínum gegn beztu son- um byltingarinnar" hefðu stað- ið fyrir sprengingunni. Rafsanj- ani lofaði Khomeini, að störf þingsins myndu halda áfram óbreitt á fimmtudag, að al- mennum sorgardögum til heið- urs fórnarlömbum sprengingar- innar afstöðnum. Rajai lofaði að fá góða menn í ríkisstjórnina í stað ráðherranna fjögurra, sem fórust í sprengingunni. Behzad Nabavi, talsmaður ríkisstjórnarinnar, reyndi að gera lítið úr áhrifum Bani-Sadr, fv. forseta, á fundi með frétta- mönnum í dag. Hann sagði: „Hann kann að hafa vitað af sprengingunni fyrirfram, en hann hefur ekki nægan styrk að baki sér, til að geta staðið fyrir slíkum aðgerðum." Bænaleiðtog- inn Mohammad Montazeri var meðal þeirra, sem létust. Hann varði á föstudag aftökur, sem hafa átt sér stað, síðan Bani- Sadr var hrakinn úr embætti. Á sunnudag voru átta til viðbótar 53, sem voru teknir af lífi í síðustu viku, leiddir fyrir skot- sveit. Þeir voru dæmdir fyrir „að heyja stríð gegn Allah". Sjá ennfremur grein á bls.46. Fórnardýr sprengingarinnar. lýðveldisflokksins á sunnudag. sem varð í aðalstöðvum Islamska Kosningar i ísrael i dag Niðurstöður skoðanakannana benda til að úrslit verði tvisýn Peres Begin EBE-leiðtogar munu hafa frum- kvæði um frelsun Af ganistan l.uxrmborK. 29. jiini. AP. LEIÐTOGAR ríkja Efna- hagsbandalags Evrópu hófu fund í Luxemborg í dag og eitt helzta markmið hans er að móta sameiginlega stef nu bandalagsins í þá átt að hafa frumkvæði um að Sovét- menn hverfi á brott með lið sitt frá Afganistan, svo og að móta sameiginlega efna- hagsstefnu EBE-ríkjanna gagnvart Japan og Banda- ríkjunum. Francois Mitterrand, for- seti Frakklands, Spadolini, nýr forsætisráðherra ítalíu, og Mark Eyskens, forsætis- ráðherra Belgíu, sitja nú þessa fundi í fyrsta sinn. Brezkur embættismaður sagði að leiðtogarnir myndu senda frá sér ítarlega yfirlýs- ingu um málsatriði fundarins um það bil sem honum lýkur annað kvöld, en vitað er að leiðtogarnir eru ekki á einu máli um hvort vaxandi at- vinnuleysi og aukin yerðbólga í EBE-ríkjunum ætti að hafa forgang. Tel Aviv. 29. júni. AP. EFTIR síðustu skoðanakönnun i ísrai'l virðist allt benda til. að kosningarnar á morgun. þriðju- dag. verði i meira lagi tvisýnar. Samkvæmt einni skoðanakönnun scm var gerð á vegum Verka- mannaflokksins hafði hann 43 sæti og Likud 40. Niðurstöður i annarri gáfu til kynna að fylgi flokkanna væri nánast hnifjafnt, 42 þing- menn til handa hvorum flokki. og i þeirri þriðju var Verkamanna- flokkurinn með 48 þingmenn og Likud með 43 sæti. Yosef Burg innanríkisráðherra og einn helzti forvígismaður NRP (Þjóðlegi trúarflokkurinn), sem venjulega hefur fengið um 10 pró- sent atkvæða í skoðanakönnunum, sagði í dag að það væri ekki ósennilegt að mjög jöfn útkoma flokkanna leiddi til þess að efna yrði til kosninga á nýjan leik fljótlega. Ef mjótt verður a munum er talið trúlegt að Likudbandalagið muni eiga auðveldara með að biðla til smáflokka og klofningsframboða og mynda ríkisstjórn. Kosningabaráttunni lauk form- lega í gærkvöldi, sunnudag. Begin hélt þá 100 þúsund manna fund í Tel Aviv og Peres var með þrjá útifundi þann dag. Begin var óvenju harðorð- ur, svo að ekki sé sagt orðljótur, í garð Verkamannaflokksins og hét á fólk að kjósa ekki Verkamanna- flokkinn, sem m.a. hefði sýnt að innan hans viðgengist kynþáttamis- rétti. Ástæðan fyrir þessari ásökun er að einn frambjóðandi Verka- mannaflokksins hafði í ræðu hallað á Austurlanda-Gyðinga, þ.e. frá Norður-Afríku og Asíu, og talið að þeir væru lélegir hermenn og dygðu helzt í snatt. Vakti þetta gríðarlega reiði meðal Austurlanda-Gyðinga sem yfirleitt styðja Likud. Var þar með einnig komin upp á yfirborðið sú skipting sem er innan ísrael, milli Gyðinga frá Evrópu og Banda- ríkjunum og Austurlanda-Gyð- inganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.