Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 22
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 30. JÚNÍ 1981 21 Jón með nýtt glæsilegt Islandsmet * *+.*».**.**. iii m hindr. 8:49,58 mín JÓN Diðriksson UMSB setti nýtt glæsilegt ís- landsmet i 3000 m hindrun- arhlaupi í Remscheid i Þýskalandi á sunnudag. Tími Jóns var 8:49,58 mín. Númer 9 VIÐTAL var við Hermann Gunn- arsson i leikskrá Fram á dögun- um er Framarar léku gegn Val i 1. deildinni. Hermann var þá titlaður fyrrverandi knatt- spyrnumaður, en á laugardaginn birtist útvarpsíréttamaðurinn góðkunni þó inni á vellinum i leik Vals gegn Þór. Að sjálfsögðu i sinni góðu gontlu peysu númer 9. Hermann lék fyrri hálfleikinn, en var tekinn út af að honum loknum. Ekki gerði kappinn stóra hluti þann tíma, sem hann var inn á, en það má Hermann eiga, að allan tímann reyndi hann að spila. Hraðinn og snerpan er ekki sú sama og áður, en knattleiknin er enn til staðar. Hermann hefur aöeins mætt á tvær eða þrjár æfingar með Val í sumar, en eigi að síður var hann valinn í liðið á laugardaginn. Hermann sat um stund í tjaldi Númer níu. íþróttafréttamanna í seinni hálf- leiknum og fylgdist þaðan með félögum sínum, sem skoruðu hvert markið af öðru gegn Akureyring- unum. Höfðu menn þá á orði, að með mikilli yfirferð sinni í fyrri hálfleiknum, hefði Hermann þreytt Þórsara svo mjög, að eftir- leikurinn hafi verið Valsliðinu auðveldur! Bætti hann þar met Ágústs Ásgeirssonar úr ÍR um rúmar fimm sek., en það setti Ágúst á Ólympíu- leikunum í Montreal árið 1976 og var það 8:53,96 mín. Jón sigraði i hlaupinu eftir að hafa leitt mestallan tímann, og má því segja að Jón hafi hlaupið þetta hlaup á eigin spýtur. Jón átti best áður 8:59,0 mín. og má segja að hann sé til alls líklegur það sem eftir er af keppnistímabilinu. Með þessu meti á Jón Diðriksson öll metin í milli- vegalengdum nema 1 og 2 mílna hlaupum, eða sex talsins. Þau eru 1:49,32 mín. í 800 m, 2:21,1 mín. í 1000 m, 3:41,77 mín. í 1500 m, 5:22,8 mín. í 200 m, 8:09,2 mín. í 3000 m og síðan 8:49,58 í 3000 m hindrunarhlaupi. Stórgóð frammistaða borgfirskra ungmenna HÓPUR borgfirskra ungmenna, sem dvalið hafa i æfingabúðum i Danmörku að undanförnu, stóð sig afar vel á dönsku meistara- móti i frjálsum iþróttum sem lauk um helgina. Þar kepptu 18 karlalið og 13 kvennalið viðs vegar að úr Danmörku. UMSB- hópurinn tók þátt i mótinu fyrir hönd UMFÍ og náði kvennaliðið þeim athyglisverða árangri að hafna i öðru sæti eftir harða keppni víð kvennalið Ribe. Ribe fékk 10495 stig en UMSB 10468 stig. Árhus varð i þriðja sæti með 10298 stig. Karlaliðinu gekk heldur verr, enda eru sterkustu félagsmenn UMSB ekki í för með hópnum, þ.e.a.s. Jón Diðriksson og Einar Vilhjálmsson. Engu að síður hafn- aði karlaliðið í 11. sæti. Besta afrekið vann Hafsteinn Þórisson, sem stökk yfir 1,95 í hástökki og setti þar með nýtt Borgarfjarð- armet. Þá var um tvöfaldan ís- lenskan sigur að ræða í 800 metra hlaupi kvenna. Anna Björk Bjarnadóttir sigraði á 2:27,5 mín- útum, en Elín Blöndal hafnaði í öðru sæti á 2:34,4 mínútum. Ýmsir í borgfirska hópnum hafa sýnt gífurlegar framfarir síðustu vikurnar, enda aðstæður í Ábybro allar hinar bestu. Til dæmis má geta þess, að boðhlaupssveit UMSB hefur hlaupið undir ís- landsmeti í telpna-meyja og drengjaflokki í 4x100 metra hlaupi að undanförnu. Á æfingum að vísu, en greinilegt er hvert stefnir. ófeigur/gg Stór dagur h já f yrirliðum Vals Laugardagurinn var merkis dagur i lífi þeirra Grims Sæ- mundsen og Guðmundar Þor- hjórnssonar. (irímur útskrifað ist sem kandidat i læknisfræði og Guðmundur sent bygginga- verkfræðingur. Grimur hefur verið fyrirliði Valsliðsins í sumar. en Guðmundur var fyr- irliði íslandsmeistaranna síð- astliðið sumar. Grímur tók leik Vals og Þðrs fram yfir Háskólahátíðina á laugardaginn, en auk þess að útskrifast frá Háskóla íslands, lék Grímur sinn 200. leik með meistaraflokki Vals. Er ekki að efa, að dagurinn verður Grími eftirminnilegur ýmissa hluta vegna. Guðmundur hefur átt við meiðsli að stríða í sumar, en er óðum að jafna sig og átti að vera á varamannabekknum á laugar- daginn. Hann kaus þó heldur að vera viðstaddur útskriftina í Háskólanum og taka við bréfi sínu úr hendi Guðmundar Magn- ússonar, háskólarektors. Þetta keppnistímabil verður trúlega hið síðasta hjá Guðmundi með Val — um sinn að minnsta kosti, því hann hefur hug á að fara til framhaldsnáms í Seattle í Bandaríkjunum. En það voru fleiri, sem tóku við pappírum úr hendi rektors á iaugardaginn. Þeirra á meðal var Sígurrós Sigurðardóttir, móðir Guðmundar Þorbjðrns- sonar, en hún lauk félagsfræði- prófi i vor. Sannarlega stór dagur i fjölskyldunni. áij. • íiuðmundur Þorbjornsson tekur við prófskirteini sinu úr hendi háskólarektors. (I.jósm. Emilia.) Jón Diðriksson er sterkur um þessar mundir. Golfmeistarar i'etia eru hinir nýbökuðu unglingameistarar Islands i golfi, þrir efstu keppendur i hverjum flokki. Sjá nánar á blaðsiðu 28. Ljósm. Mbl. B. Blovmmlilnfcií* íbróttlr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.