Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. JUNI1981 23 Sigurrós vann til gullverðlauna —13 fleiri verðlaunasæti til Islands á "~~ vel heppnuðu Norðurlandamóti í sundi SIGURRÓS Karlsdóttir vann til gullverðlauna á Norðurlanda- móti fatlaðra í sundi sem haldið var í Vestmannaeyjum um helg- ina. Keppendur voru um 70 talsins frá öllum Norðuriöndun- um, þar á meðal frá Færeyjum i fyrsta skipti. Sviar hðfðu tals- verða yfirburði i flestum grein- um, en auk þess sem Sigurrós vann i sinni grein, féllu 13 verðlaunasæti önnur íslandi i skaut og má landinn þvi vel við árangurinn una. Sigurrós sigraði annars i 100 metra bringusundi, synti á 2:29,4 minútum. Jónas Óskarsson var farinn að þekkja verðlaunapallinn áður en yfir lauk, því hann hreykti sér þar fjórum sinnum. Jónas varð annar í 100 metra bringusundi, þriðji í 100 metra skriðsundi, þriðji í 200 metra fjórsundi og loks annar í 100 metra baksundi. Rúnar Björnsson og Reynir P. Ingvason hrepptu báðir tvenn verðlaun, Reynir varð þriðji í 100 metra fjórsundi og þriðji í 100 metra baksundi. Rúnar varð hinn bóginn þriðji í 100 metra bringusundi og þriðji í 100 metra baksundi. Aðrir Islendingar sem komust á verðlaunapall voru Snæbjörn Þórðarson, sem varð annar í 100 metra flugsundi, Guðríður Ólafs- dóttir, sem varð þriðja i 100 metra baksundi, Edda Bergman sem varð þriðja í 100 metra baksundi (ath. keppt í ýmsum flokkum), Aðalheiður Indriðadóttir sem varð þriðja í 100 metra bringusundi og Gunnar Guðmundsson, sem varð þriðji í 100 metra bringusundi. Mótið þótti heppnast í alla staði afar vel, sérstaklega þegar að er gáð hversu erfitt er að skipuleggja mót sem þetta, þar sem keppt er í ótrúlega mörgum flokkum, allt eftir fötiun viðkomandi keppenda. En Eyjamönnum fórst verkefnið vel úr hendi og keppendur létu sitt ekki eftir liggja og keppnisgleðin var augljós og ætti að sjást á meðfylgjandi myndum. Þegar mótið, sem spannaði tvo daga, var búið, var slegið upp mikilli hátíð, keppendur allir og aðstandendur mótsins komu sam- an og gerðu sér glaðan dag. Fóru fram ræðuhöld, góður matur var snæddur og síðan var dansað fram á rauða nótt og létu menn þá ekki „smámuni" eins og hjólastóla aftra sér frá þátttöku í skemmt- uninni. Mátti að sögn ekki milli sjá hverjir voru harðastir úti á dansgólfinu, peir fötluðu eða ófötl- uðu ... Urslit þessa móts eru afar viðamikil og var ógerningur að koma þeim fyrir í blaðinu að þessu sinni. Reynt verður að bæta úr því síðar í vikunni. og siðan var dansað . • Oft þurfti að taka til hendi við verðlaunaafhendingu. i.josm. siKuru.'ir. 0 Sigurrós Karlsdóttir ásamt tveimur Eyjarósum. mP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.