Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1981 V Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið. „Tilboð“ Sovétmanna Fyrstu viðbrögð ýmissa fjölmiðla á Vesturlöndum við því, þegar fregnir berast frá Moskvu um að Kremlverjar hafi látið í ljós áhuga á að ræða „frið“ einhvers staðar í veröldinni, eru oft á þann veg eins og þar með sé öllu borgið. Jafnvel reyndir stjórnmálamenn bregðast stundum við með sama hætti. I viðtali við finnska blaðið Suomen Sosiali Demokratti í síðustu viku fór Leonid Brezhnev forseti Sovétríkjanna óljósum orðum um kjarnorkuvopnalaust svæði í Norður-Evrópu og hafa þau strax verið túlkuð á þann veg, að Sovétmenn séu fúsir til að draga úr kjarnorkuvígbúnaði í nágrenni Norðurlanda, lýsi þau sig einhliða kjarnörkuvopnalaust svæði. Þessi túlkun á orðum Brezhnevs einkennist því miður af hreinni óskhyggju. Sé hún sótt í ummæli sovéskra „fréttaskýrenda", er hún dæmigerð fyrir þau villuljós, sem áróðursmeistarar Moskvuvaldsins reyna að kveikja til að blekkja Vesturlandabúa og leyna hernaðarbrölti Sovétmanna. Ef til vill þykja þetta stór orð sett fram að óathugðu máli, og einhverjir kunna að segja, að auðvitað eigi að fagna því, ef Brezhnev sé að fikra sig inn á nýjar og „friðsamlegri" brautir gagnvart Norðurlöndunum. Minnast menn þess, þegar Leonid Brezhnev forseti Sovétríkjanna fór í opinbera heimsókn til Indlands fyrir skömmu? Þá vildi hann auðvitað ekkert ræða um innrásina í Afganistan eða blóðuga bardaga þar, þess í stað notaði hann ræðustól indverska þingsins til að setja fram „friðartillögur" um Persaflóa og Indlandshaf. Raunar hafa Sovétmenn verið að tala um „frið“ við Indverja og aðrar þjóðir þar um kring frá því löngu áður en þeir réðust inn í Afganistan. Hvers vegna sýna þeir ekki „friðarást" sína í verki og kalla her sinn frá Afganistan? Nú hefur verið tilkynnt, að skömmu fyrir flokksþing pólskra kommúnista eigi Andrei Gromyko hinn gamalreyndi utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna að fara til Póllands. Er ferð hans af ýmsum skýrð sem síðasta tilraun Kremlverja til að „koma vitinu fyrir“ forystumenn pólska kommúnistaflokksins. Jafn- framt óttast margir, að Sovétmenn séu nú farnir að þreytast á viðræðum við Pólverja og telji ekki önnur úrræði vænleg til árangurs en að sýna vígtennurnar. „Friðartilboð" Sovétmanna um Norður-Evrópu er vonandi ekki sett fram til að dreifa athygli manna hér um slóðir, á meðan Pólverjum er sýnt í tvo heimana. Það eru engin kjarnorkuvopn á Norðurlöndunum, hins vegar er Kola-skaginn mesta víghreiður veraldar í næsta nágrenni þeirra og þar hafa Sovétmenn komið fyrir ógrynni af kjarnorkuvopnum, meðfram landamærum Finnlands allt suður tii Leníngrad eru skotpallar fyrir sovéskar kjarnorkueldflaugar og um Eystrasaltið sigla sovéskir kafbátar búnir kjarnorku- eldflaugum. Það væri algjör kúvending í utanríkis- og hermálastefnu Sovétmanna, ef þeir færu að fækka þessum ógnarvopnum eitthvað, kúvending, sem kæmi fram með öðrum hætti en viðtali við blað í Finnlandi. Leonid Brezhnev hvatti til þess fyrr í vetur, að meðaldrægar kjarnorkueldflaugar í Evrópu yrðu settar í „frysti", ef þannig má að orði komast. I þessari tillögu fólst, að ríkisstjórnir Vesturlanda féllust á, að Sovétmenn héldu sínum 675 kjarnorkusprengjum í SS-20-eld- flaugunum, en NATO-ríkin hættu við þau áform sín að koma upp varnareldflaugakerfi gegn SS-20-eldflaugunum. „Tilboð" Sovétríkjanna eru venjulega á þennan veg: „Við verðum að halda okkar, en erum tilbúnir til að semja um það, sem ykkur tilheyrir." Það er ástæðulaust að taka þakföll yfir slíkum „tilboðum". Þess í stað á að krefjast raunverulegra friðaraðgerða af hálfu Kremlverja til dæmis gagnvart Afgönum og Pólverjum. Of væg refsing Stórfelldur eggjastuldur útlendinga hefur beint athygli manna að því, hve refsiákvæði fuglafriðunarlaga eru væg. Fyrir að spilla náttúrunni og eyðileggja hreiður tuga ef ekki hundraða fugla eru hinir útlendu skemmdarvargar aðeins dæmdir í 100 króna sekt. íslendingar gegna ábyrgðarmiklu náttúruverndarhlutverki vegna búsetu sinnar í okkar fagra og sérstæða landi. Við megum ekki bregðast þessu hlutverki heldur verðum að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að halda náttúruníðingum sem lengst í burtu og refsa þeim stranglega, þegar þeir eru staðnir að verki. 70 ára afmælis Háskóla íslands minnst 14 prósent aukning nemenda á síðustu tveimur árum Kandídatar læknadeildar undirrita eiðsl Háskólabió var fullt út að dyrum á laugardaginn var þegar Háskóli íslands útskrifaði kandí- data og minntist um leið 70 ára afmælis skólans. Athöfnin hófst á því að málm- blásarakvintett úr Sinfóníuhljóm- sveit Islands lék nokkur lög en að því búnu hélt Guðmundur Magn- ússon ræðu þar sem hann rakti nokkuð upphaf og sögu Háskóla ísiands og hélt tölu um starfsemi skólans á liðnu ári. Þar kom fram m.a. að í skólanum stunduðu 3357 nemendur nám sl. vetur en það er 14 prósent aukning á tveimur árum. Sagði Guðmundur að stöðu stundakennara þyrfti að bæta og hefði Háskóiaráð skorað á stjórn- völd að veita háskólanum 12 ný stöðugildi á ári næstu 8 árin, þannig að hlutur stundakennslu minnki um þriðjung frá því sem nú er. Kom einnig fram í ræðu rektors að háskólinn hefði keypt lyfjasölu- leyfi Reykjavíkurapóteks af Sig- urði Ólafssyni og væri sú ráðstöf- un til eflingar kennslu og rann- sókna í lyfjafræði lyfsala. Á eftir ræðu Guðmundar söng Háskólakórinn nokkur lög undir stjórn Hjálmars Ragnarssonar. Þá var doktorskjöri lýst. í þetta sinn voru þeir Lúðvík Kristjáns- son rithöfundur og Steindór Steindórsson frá Hlöðum lýstir heiðursdoktorar, Lúðvík í heim- spekideild og Steindór í verk- fræði- og raunvísindadeild. Forseti heimspekideildar, Alan Boucher, afhenti Lúðvíki heiðurs- doktorsskjalið og sagði að Lúðvík væri dugmikill sagnfræðingur og hefði lagt fram mikilvægan skerf til sögu Islands. Prófessor Ragnar Ingimarsson forseti verkfræði- og raunvísindadeildar afhenti Steindóri Steindórssyni frá Hlöð- um heiðursdoktorsskjalið. Sagði hann við afhendinguna að rann- sóknir Steindórs á íslensku gróð- ursamfélagi væri eina heildaryf- irlit, sem til væri. Heimildir um útbreiðslu hálendisgróðurs og Aldur og innflutningur ísl. fjól- unnar væru og öndvegisverk. Eftir að doktorskjöri hafði verið lýst, ávarpaði Háskólarektor kandídata og svo afhentu deildar- forsetar prófskírteini. Var afhent eftir aldursröð deildar og byrjað á guðfræðideild en forseti þeirrar deildar er séra Einar Sigur- björnsson. Þá afhenti prófessor Víkingur H. Arnórsson forseti læknadeildar prófskírteini en um leið undirrituðu kandídatar læknadeildarinnar eiðstaf lækna en það er venja við þetta tækifæri. Áð þessu sinni útskrifuðust 232 kandídatar frá Háskóla íslands og skiptist það þannig á milli deilda: Embættispróf í guðfræði 8, emb- ættispróf í læknisfræði 6, BS-próf í hjúkrunarfræði 6, BS-próf í sjúkraþjálfun 16, embættispróf í lögfræði 20, kandídatspróf í við- skiptafræðum 25, kandídatspróf í íslenskum bókmenntum 1, kandí- datspróf í íslenskri málfræði 1, kandídatspróf í sagnfræði 1, BA- próf í heimspekideild 30, próf í íslensku fyrir erlenda stúdenta 3, lokapróf í byggingarverkfræði 11, lokapróf í vélaverkfræði 9, loka- próf í rafmagnsverkfræði 8, BS- próf í raungreinum 37, kandí- datspróf í tannlækningum 6, BA- próf í félagsvísindadeild 14. Að afhendingu prófskírteina lokinni söng Háskólakórinn og að því búnu sleit Guðmundur Magn- ússon háskólarektor athöfninni. Guðmundur Magnússon háskólarektor heldur ræðu. m mgím Éí ~ 118- » | Háskólahíó var fullt út að dyrum. Meðal gesta voru forseti íslands, Vigdís Fii Gíslason, borgarstjórinn í Reykjavík, Egill Skúli Ingibergsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.