Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1981 33 Kristján Aðalsteins- son skipstjóri, 75 ára í dag 30. júní, eru sjötíu og fimm ár liðin frá því sæmdarhjón- unum Kristínu Kristjánsdóttur frá Vattarnesi og Aðalsteini Aðal- steinssyni frá Hrauni í Dýrafirði fæddist sonur, sem í skírninni hlaut nafnið Kristján Sigurður. Heimahagarnir, Haukadalur við hinn náttúrufagra Dýrafjörð urðu til að móta lífsviðhorf drengsins, sem sumhverf fylgja honum enn ásamt þeim þroska er hann sem ungmenni nam af þátttöku í almennum störfum við sjó og sveit. En sjómennskan var sterk ættarfylgja og sagði til sín, svo hún varð ekki hamin, og fimmtán vetra var Kristján kominn á sjóinn. Hafið varð síðan starfs- vettvangur hans í fimm tugi ára, að frátalinni námsdvöl í héraðs- skólanum að Núpi og síðar sérfræðinámi í farmennsku við Stýrimannaskólann í Reykjavík. En frá árinu 1973 hefur Kristján verið starfsmaður Alþingis. Sjómennskan í hálfa öld, frá 1920 og fram um 1970, sem hefst með því að fimmtán ára unglingur ræðst á kútter Pilot frá Bíldudal, verður síðar þátttakandi í að skapa mesta framfaratímabil í allri siglingasögu þjóðarinnar og lýkur ferli sínum með því að hann hættir sjómennsku 67 ára og siðustu fimmtán árin verið skip- stjóri á m.s. Gullfossi. Það lætur því að líkum að sjóferðarsaga Kristjáns Aðal- steinssonar er viðburðarrík og stórmerk, þótt ekki verði hún rakin hér. Þess skal aðeins getið að við sem þekkjum vel til þeirrar sögu m.a. vegna samstarfs okkar við Kristján í meira en tvo tugi ára, vitum að störf hans á sjónum voru gifturík og farsæl. Þótt liðinn sé nærri tugur ára frá því m.s. Gullfoss var seldur úr landi og samfylgd okkar með Kristjáni skipstjóra á sjónum því liðin tíð, viljum við nota þetta tækifæri jafnframt því að óska honum hjartanlega til hamingju með af- mælið að þakka honum það sem hér hefur verið nefnt gifturík og farsæl sjómannsstörf. Æðsti yfir- maður á hverju skipi hefur allan rétt til að gera miklar kröfur til skipshafnar sinnar, en það er gifta skipshafnarinnar að finna að skip- stjórinn gerir mestar kröfur til eigin persónu, að skyldurækni og ábyrgðartilfinning hans gagnvart skipi og skipshöfn er honum allt. Þetta var ekki einvörðungu bundið skyldustörfunum á hafi úti eða annarsstaðar. Kynntust skip- verjarnir svo sannarlega um- hyggjusemi skipstjórans, sérstak- lega ef eitthvað bar út af, lasleiki eða annað — bæði heima og heiman. Það er gifta hverrar skipshafnar að finna á hvern veg skipstjórinn metur störfin, þegar mat hans er eins og Kristjáns, að öll störf eru mikilvæg og göfug séu þau framkvæmd af virðingu, alúð og vandvirkni og vegsemdartitlar réttlæta aldrei hyskni eða óvand- virkni. Við sem hér árnum afmælis- barninu heilla í dag, höfum einnig ærna ástæðu til að þakka hve vel Kristjáni fórst að vera gestgjafi og hve vel hann sat sitt öndvegi. Jafnan var þar allt á einn veg, þannig að skip, skipshöfn og skipseigendur hlutu sæmd af. Og lengi mun minnisstætt hve skjót- ur Kristján 'var til ákvarðana og fljótur að átta sig á hverjum vanda. Fyrirmæli hans voru því jafnan skýr og ákveðin. Hann var hamhleypa til allrar vinnu, virti öll heiðarleg störf og mat mikils hvern þann sem lagði rækt og trúmennsku í verk sín. Kristjáni hefur hlotnast marg- víslegur verðskuldaður frami og viðurkenning. En í dag munu honum berast óskráðar kveðjur frá þeim mörgu er átt hafa með honum samleið, lengri eða skemmri, allt síðan hann sleit barnsskónum vestur í Haukadal og flutti með sér til starfs og leiks þá heiðu fegurð fjarðarins sem svo farsæl reynist þeim er einhvers metur tign sköpunarverksins. Lifðu heill, blessað sé heimili þitt og skyldulið. Samferðamenn FRETTIR UR DJUPINU • • Skírt og fermt í Ogri ANNAN DAG hvítasunnu var messað í Ögurkirkju við Isafjarð- ardjúp. Var þar bæði skírt og fermt. Á annað hundrað manns var við guðsþjónustuna og kirkju- bekkir þéttsetnir, enda fegursta veður. Sóknarprestur, séra Baldur Vil- helmsson í Vatnsfirði, skýrði frá því í messulok að kirkjunni hefði borist gjöf, fagurlega saumaður altarisdúkur, frá Ragnheiði Bald- ursdóttur í Vigur. Dúkinn saum- aði hún sjálf og gaf til minningar um afa sinn og ömmu, Bjarna Sigurðsson og Björgu Björnsdótt- ur í Vigur. Að lokinni guðsþjónustu buðu hjónin í Ögri, Halldór Hafliðason og María Guðröðsdóttir, öllum kirkjugestum til veglegrar skírn- ar- og fermingarveislu í Ung- mennafélagshúsinu. Konur þinga á Tálknafirði Fundur Sambands vestfirskra kvenna var haldinn á Tálknafirði dagana 29.—30. maí sl. Mættir voru fulltrúr frá öllum aðildarfélögunum, 16 að tölu. Kvenfélagið Björk í Ögursveit sótti um inngöngu í sambandið. I SVK eru nú 660 konur auk heið- ursfélaga. Erindi á fundinum hélt Hildi- gunnur Högnadóttir frá Isafirði. Talaði hún um málefni vangefinna á Vestfjörðum og sýndi líkan af fyrirhuguðu dvalarheimili fyrir vangefna, sem valinn hefur verið staður á Isafirði. Urðu umræður að loknu erindinu og var ýmsum fyrirspurnum beint til Hildi- gunnar. Voru konurnar einhuga um að reyna eftir fremsta megni að styðja þetta nauðsynlega mál- efni. Ymiss önnur mál voru rædd á fundinum, s.s. ræktunar- og^heil- brigðismál o.fl. Formaður Sam- bandsins er Þorbjörg Bjarnadóttir skólastjóri. Kvenfélagið Harpa á Tálkna- firði sá um mat og gistingu fundargesta af miklum myndar- skap. SUMAKDÚSTAÐUK DKEGINH ÚT O.JÚUf\þS Fullfrágenginn sumarbústaður að Hraunborgum í Grímsnesi með öllum búnaði, að verðmæti kr. 350.000.- verður dreginn út 3. júlí. Auk þess bifreiðavinningar eftir vali hver kr. 30.000.- Utanlandsferðir eftir vali kr. 10.000.- Húsbúnaður eftir vali kr. 2.000,- Húsbúnaður eftir vali kr. 700,- Miði er möguleiki •RHÆKKUN VINNINGA Þriggjavi • • Góð hótel og íbúðir, með eða án fæðis. íslenskt leiguflug alla leið í sólnaog sjóinn. oppun i FERÐAMIÐSTOÐini AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133 11255 > i 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.