Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ1981 27 Reynir eina tap- lausa 2. deildar REYNIR Sandgerði lagaði stoðu sina í 2. deildinni i knattspyrnu á Sandgerðisvelli á laugardaginn. 1—0 urðu lokatölur leiksins gegn Haukum eftir að staðan i hálfleik haíði verið 0—0. Eru Reynis- menn þar með kumnir að hlið Keflvfkinga í efsta sæti deildar- innar og jafnframt eru þeir eina taplausa liðið i deildinni það sem af er sumri. Mark Reynis skoraði Ómar Björnsson á 10 mín s.h. eftir að Sigurjón Sveinsson hafði brotist upp vinstri kantinn og skotið föstu skoti á Haukamarkið. Ágætur markvörður Hauka hafði hendur á knettinum, en hélt honum ekki. Hann barst þá fyrir fætur Ómars og hann ýtti honum yfir marklín- una. Bæði liðin sýndu á köflum allskemmtilega knattspyrnu á köflum, léku þokkalega vel saman, en helsti munurinn var þó sá, að framlínumönnum Reynis gekk betur að skapa sér færi, þótt illa gengi að nýta þau. Til dæmis undir lok fyrri hálfleiksins fóru þrjú gullin tækifæri forgörðum og sama gerðist einnig á 13. og 15. mínútu seinni hálfleiksins. All nokkuð eftir að markið var skorað var eins og Reynismenn slökuðu á og Haukarnir sóttu í sig veðrið. Voru þeir nánast alls ráðandi á miðju vallarins í tíu til tuttugu mínútur. En Reynisvörnin stóð af sér öil áhlaupi þó litlu munaöi í tvígang, er þeir sluppu með skrekkinn. Undir lokin jafn- aðist leikurinn síðan aftur og lyktir hans urðu sem áður segir 1—0 fyrir Reyni, sanngjarnt mið- að við gang leiksins og marktæki- færi. Góður dómari var Rafn Hjaltalín, rólegur ákveðinn og sannfærandi. Jón. Mikið af mörkum I>AÐ MÁ með sanni segja að leikmenn Leifturs frá Ólafsfirði hafi vcrið á skotskónum þegar þeir sóttu USAII heim á laugar- daginn. Leiknum lauk með yfir- hurðasigri Leifturs, 6—0. Mörk Leifturs í leiknum gerðu: Stefán Jakobsson 3, Friðgeir Sigurðsson 1, Geirharður Ágústsson 1 og Helgi Jóhannsson 1. En lítum nú á úrslit helgarinn- ar. D-riðill: Tindastóll — Reynir 3—0 USAH - Leiftur 0-6 E-riðill: Árroðinn — Dagsbrún 4—0 HSÞb - Magni 4—1 í leik Tindastóls og Reynis skoruðu þeir Þröstur Gunnarsson, Óskar Björnsson og Sigurjón Magnússon eitt mark hver fyrir Tindastól. í E-riðli héldu Árroðamenn sínu striki en þeir hafa unnið alla sína leiki í riðiinum til þessa. Þegar þeir lögðu lið Dagsbrúnar að velli voru það þeir Örn Tryggvason 2, Hafberg Svansson 1 og Garðar Hallgrímsson 1 sem gerðu mörkin. I leik HSÞb og Magna gerðu Þorlákur Jónsson 2, Ari Skúlason 1 og Jónas Skúlason 1 fyrir HSÞb en fyrir Magna svaraði Heimir Hreinsson. - jor • Helgi Ben virðist ekki stór á þessari mynd, en Þróttarinn gnæfir yfir hann og skallar frá marki sínu. l.joMD Emilia. Völsungar seigluðust gegn seinheppnum Þrótturum LEIK Þróttar, Reykjavik, og Völsungs á Laugardalsvellinum á laugardag lauk með jafntefli, ekkert mark var skorað i leikn- um. Þróttarar réðu gangi lciks- ins allan timann og hefðu átt að sigra örugglega. Þeir voru þó cinstaklega skipulagslausir i sóknarlcik sínum og þvi tiltölu- lega auðvelt fyrir Völsunga að verjast þungri sókn þeirra. Völsungarnir komu með eitt stig með sér suður og voru ákveðn- ir að halda því. Án þess að leika stífan varnarleik hugsuðu þeir mun meira um að verjast heldur en að sækja og uppskáru í sam- ræmi við það. Þeir héldu marki sínu hreinu, en áttu heldur ekkert marktækifæri, sem hægt er að nefna því nafni. Þróttur R: Völsungur 0:0 Hér verður ekki fjallað um góð tækifæri Þróttar í leiknum, og kannski voru þau ekki góð, a.m.k. tókst Þrótturum ekki að skora úr þeim. Þróttarar misstu þarna dýrmætt stig og þeir verða enn að taka sig á ef þeir ætla sér sæti í 1. deild að sumri. Að þessu sinni sóttu þeir ekki nóg upp kantana, alltof oft voru gefnar háar send- ingar inn í vítateig Þróttara þar sem Jón Gunnlaugsson gnæfði eins og strompur Sementsverk- smiðjunnar upp úr mannfjöldan- um. Þá voru Þróttarar oft of lengi að koma sér að efninu í sókninni, sem hafði þær afleiðingar, að leikmenn Völsungs náðu að kom- ast aftur og skipuleggja vörn sína. Beztu menn Þróttar að þessu sinni voru Sverrir Brynjólfsson, meðan þrekið entist, Ásgeir Elí- asson og Kristján bakvörður vakti athygli. Jón Gunnlaugsson var eins og kóngur í ríki sínu í vörn Völsungs, markvörður liðsins gerði vel það sem á hann reyndi og allir eiga Húsvíkingarnir hrós skilið fyrir góða baráttu. Flautuglaður dómari var Helgi Kristjánsson og bókaði hann 2 leikmenn, 1 úr hvoru liði. -áij. 25-1 hjá „Country" HV, knattspyrnulið þeirra suð- ur-Borgfirðinga scm gengur und- ir nafninu „Country United" í daglegu tali hcldur sigurgöngu sinni áfram. Liðið hefur unnið alla leiki sína til þessa í C-riðli íslandsmóts þriðju deildar, og á laugardag unnu þeir Rcyni frá Hellissandi 4—0 á Akranesvelli. Markahlutfallið verður að teljast allgott 25—1. já. þcir hafa skorað 25 mörk i 6 lcikjum sem cr meira cn 4 mörk að meðaltali i leik, en fengið aðeins á sig 1 mark i allt i jafn mörgum leikjum. geri aðrir bctur. Mikið af mörkum liðsins hefur hinn marksækni Sæmundur Víg- lundsson skorað. I leiknum á laugardag skoraði hann enn 3 mörk og bætti því enn einu „hat-trick" í safn sitt. Sæmundur er vafalaust markakóngur ís- landsmótsins til þessa. HV-menn óðu í færum allan leikinn en tókst ekki að nýta nema fjögur þeirra en fjórða markið skoraði Guðjón Böðvarsson. Leikurinn var frekar slakur en sigur HV öruggur allan tímann, staðan í hálfleik var 1—0. HV hefur ekki tapað stigi til þessa en næstu lið hafa tapað 3 stigum og hafa leikið mun færri leiki, þannig að margt virðist benda til þess að HV verði í úrslitum úr C-riðli 3. deildarinnar, þó of snemmt sé að spá þeim sæti í 2. deild. „Country"-liðið hefur fleiri járn í eldinum um þessar mundir því þeir fara á Landsmót UMFÍ sem verður haldið á Akureyri dagana 10.—12. júlí nk. og keppa þeir þar fyrir hönd Borgfirðinga (UMSB). Með sama áframhaldi eru þeir til alls líklegir og geta komið þar verulega á óvart. HBj. Gott hjá ÍBÍ llii VANN mikilvægan sigur gegn Fylki í 2. deild ís- landsmótsins i knattspyrnu um helgina, er liðin mættust á ísafirði. Leikurinn var lengst af fremur jafn, en heimaliðið bcittara i sóknarleiknum og því fór sem fór. Einn Ieik- manna Fylkis var rekinn af lcikvelli, en leikurinn var þá þcgar tapaður. Lokatölur urðu 3-1 fyrir ÍBÍ, eftir að staðan i háífleik hafði verið 1-1. Jón Björnsson skoraði mark ÍBÍ í fyrri hálfleik, en það féll í hlut Lofts Ólafssonar að jafna metin áður en blásið var til hlés. I síðari hálfleik var ÍBÍ sterkari aðilinn og tryggði sér þá verðskuldaðan sigur, Haraldur Leifsson náði foryst- unni og Jóhann Torfason inn- siglaði síðan sigurinn. Þá má geta þess að á Nes- kaupstað skildu heimamenn jafnir við Skallagrím frá Borg- arnesi. Ekkert var skorað. STADAN ¦ STADAN Staðan cr nú þannig: Víkingur Breiðablik Valur Akranes Fram ÍBV KA KR FH Þór 1 14-5 15 Keflavík Staðan er nú þannig: 7 5 11 14-5 11 0 11-4 13 19-8 11 8-5 7-9 10-9 7-8 5-12 5 10-19 5 4-15 5 10 9 8 5 Reynir ísafjörður Þróttur R. Völsungur Skallagrimur Fylkir Þróttur N. Haukar Selfoss 8-2 12-7 7-2 11-8 5-6 6-9 6-9 11 10 9 8 6 6 4 4-13 4 7 0 16 1-13 0 Markahæstu leikmenn eru nú: Lárus Guðmundsson Viking, 8 Þorstcinn Sigurðsson Val 7 KYLFINGAR *&& NEW COLOR CODED IROIMS TO HIT STRAIGHTER Erum nýbúin aö fá nokkur Ping golfsett, puttera, poka og kúlur. WEEWÁ , Gottveröog cJ4 nx&rÍAna..? greiösluskilmálar. TunguhéM 11, thni 82700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.