Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1981 29 taf lækna við afhendingu prófskirteina. Háskólakórinn sonjf við þetta tækifæri. Lúðvik Kristjánsson rithöfundur tekur við heiðursdoktorsskjali frá forseta heimspekideildar. Lúðvik er til vinstri á myndinni. þyrfti að halda þessu til haga. Það dró heldur ekki úr áhuganum að ég var ritstjóri Ægis, tímarits Fiskifélagsins, í ein 17 ár, frá ’37—’54. A þessum fyrstu árum var ég með mörg önnur verk á prjónun- um. Þá skrifaði ég Vestlendinga, þrjú bindi, Úr bæ í borg og Við fjörð og vík. Einnig bókina A slóðum Jóns Sigurðssonar, sem kom út á 150 ára afmæli hans, Ævisögu Þorláks Jónssonar og Úr heimsborg í grjótaþorp. Annað bindi af Islenskum sjáv- arháttum kemur sennilega út á næsta ári. Eg held að það verði fjölbreyttara. I því verður meira myndaefni, og er það ekki síður mikið verk en hið fyrra." Hvað þykir þér merkilegast af því sem þú hefur safnað í íslenska sjávarhætti? „Ég held að það sé ekki hægt að taka eitthvað eitt úr og segja að það sé merkilegra en annað. Þetta Fékk áður ekki að taka próf nú gerður að heiðursdoktor MORGUNBLAÐIÐ náði tali af nýkjörnum heiðursdoktorum skömmu eftir afhendinguna i Iláskólabíói á laugardag. „Ég bjóst aldrei við þessum heiðri og varð mjög undrandi þegar ég fékk tilkynninguna um daginn," sagði Lúðvík Kristjáns- son rithöfundur. „Maður tekur þessu með mestu hógværð, en ég er þakklátur og gleðst yfir að hafa fengið þessa viðurkenningu." Hvenær byrjaðir þú að safna heimildum í Islenska sjávarhætti? „Ætli það hafi ekki verið kring- um 1936. I fyrstu var þetta nú bara gert í ígripum og lengi framan af, en svo hefur það verið ’64 sem maður byrjaði á þessu verki fyrir alvöru. Ég held að það hafi verið ómetanlegt fyrir verkið að byrja að safna í það svona snemma. Maður ferðaðist meira um landið í þá daga og hitti fólk sem var löngu dáið þegar maður fór að vinna að þessu fyrir alvöru. A þessum ferðalögum mínum hef ég hitt margt af ágætu fólki og án þess hefði ritið aldrei orðið eins og það er og mun verða. Flestir af mínum heimildarmönnum, sem eru í kringum 300 af öllum landsfjórðungum, eru nú fallnir í valinn. Þeir elstu hafa verið fædd- ir á árunum 1950 til 1960 og margir voru fæddir fyrir 1880. Þess vegna væri ekki hægt að gera annað eins í dag. Geysilega mikil vinna fer einnig í að kanna handrit og prentaðar bækur. Helga Proppé, konan mín, hefur hjálpað mér mikið í mínu starfi. Islenskir sjávarhættir eru fyrst og fremst uppsláttarrit og vona ég að fólk geti haft gagn af því. Maður hefur reynt að skýra þetta bæði í máli og myndum. Ætli það hafi' ekki verið Þjóð- hættir Jónasar Jónssonar sem höfðu einhver áhrif á mig þegar ég fór út í þetta. í þeirri bók er allt um landbúnað en það vantaði alveg sjóinn hjá honum. Svo voru menn að ýja því að mér að það er allt jafn merkilegt. Það hefur ekki áður verið skrifað um svona lagað í heild hér á íslandi og hliðstæð rit er hvergi að finna á Norðurlöndunum eða í Norður- Evrópu." Hvað með ævisögu? „Hef aldrei haft hug á að skrifa ævisögu mína og ég held að J)að komi aldrei til að ég geri það. Eg á svo mikið eftir að skrifa um sjávarhættina, en það hefur geng- ur ljómandi vel með það verk. Eg hugsa að bindin verði þrjú í allt.“ Nú fékkst þú ekki að taka próf í Háskólanum á sínum tíma vegna þess að þú hafðir ekki stúdents- próf. „Já, það er rétt. Þá var Háskól- inn í Alþingishúsinu og kennar- arnir voru ekki nema þrír í þeirri deild sem ég var í. Þó ég fengi ekki að taka próf, þá hafði ég mjög gott af því að stunda þarna nám. En það kom ekki til greina að taka prófið, enda fór ég ekki í þetta með það sérstaklega í huga.“ ínbogadóttir, menntamálaráðherra, Ingvar „Mér þykir vænt um þennan Steindór Steindórsson frá Hlöðum tekur við heiðursdoktorsskjali frá deildarforseta verkfra>ði- og raunvísindadeildar. sem er í ræðustóli. „Á ÞESSU átti ég alls ekki von. en það er gaman að fá svona viður- kenningu þegar aldurinn færist yfir mann. Mér þykir vænt um þetta,“ sagði Steindór Steindórs- son frá Hlöðum. Hvernig gengur með ævisögu þína? „Hún kemur nú ekki út á þessu ári en kannski því næsta. Hún er mikil saga og merkileg og eiga sumir eftir að verða vondir og aðrir hneykslaðir, en ætli flestum muni ekki þykja hún leiðinleg. Núna er ég að ganga frá þýðingu á riti Daniel Bruuns, Fortidsminder og Nutidshjem, en það er stærsta rit hans um ísland. Einnig hef ég verið að vinna að ritgerð um Daniel. En þetta er ákaflega merkileg bók og er ómetanleg heimild um húsa- byggingu og bæja- um síðustu aldamót fyrir utan nú hvað þetta er skemmtileg þjóðlífslýsing. Það var margt merkilegt sem hann gerði hér á landi. Gróf upp hoftóftir og skipulagði fyrstu landmælingaferð- ir hér á íslandi. Hann vann enn- fremur að því að varðaðir voru Kjölur og Sprengisandur, jafnframt því sem hann skrifaði fyrstu leið- arlýsingar um mesta hluta lands- ins.“ Hefur þú ekki lent í neinum ævintýrum á þínum ferðalögum um landið? „Öll voru þessi ferðalðg skemmti- leg, en ég lenti aldrei í neinum ævintýrum. Á fyrstu rannsóknarár- um mínum ferðaðist ég um á hestum eða var bara gangandi. Nú seinni árin fer maður ekkert nema á jeppum og mikið afskaplega var ég feginn að vera laus við hestana, því hestamaður hef ég aldrei verið. En það er ekki bara ferðamátinn sem hefur breyst heldur allur ferðaútbúnaður. Það er ekkert líkt. Mér þótti alltaf vænt um gömlu leitarmannakofana. Við Pálmi Hannesson ferðuðumst saman í nokkur sumur og okkur datf aldrei í hug að tjalda ef eitthvert kofa- ræksni var fyrir hendi. Maður er farinn að ferðast og skrifa minna nú þegar búið er að setja mann í ruslafötuna fyrir aldurssakir. Árið 1925 varð ég stúdent hér í Reykjavík. Þá fór ég út til Dan- merkur og las náttúrufræði. Á þeim árum sem ég var úti í Danmörku var Menntaskólinn á Akureyri stofnaður. Jónas frá Hriflu var þá menntamálaráðherra og vildi ekki láta viðgangast að það vantaði náttúrufræðikennara við skólann og var ég því settur í það með góðu eða illu. Það fór alltaf vel á með okkur Jónasi. Ég tók að mér að rannsaka heiður“ gróðursamfélög, sem var mitt höf- uðviðfangsefni, og skiptist það að- allega í tvo þætti, hálendisgróður og mýragróður. í miðjum þessum rannsóknum fór ég að athuga hvað hafði lifað af jökultímann og hvað hafði komið síðan. Úr því varð ritgerð ’62 er bar nafnið Aidur og innflutningur íslensku fjólunnar." Skólameistaraárin? „Það var skemmtilegt ævintýri á gamalsaldri að stjórna svona stór- um skóla sem M.A. er. Ég hef alltaf haft gaman af skólastarfi. Maður ferðaðist mikið með nemendum. Það var þessi lögbundna fimmta bekkjarferð sem maður fór í á hverju ári. Svo byrjaði það síðustu árin að farið var í utanlandsferðir. Það byrjaði eiginlega á því að vinabær Akureyrar í Svíþjóð, Vest- erás, skrifaði til Akureyrar og bað okkur að taka við 20 til 30 manna hljómsveit þaðan. Það var gert. Nema hvað þeir buðu okkur að koma með fimmta bekk og ég og Þórarinn Björnsson skólameistari fórum með. Svo hætti ég öllum ferðum þegar ég tók við skólameist- arastöðunni." Hvers vegna bættir þú við nafnið þitt frá Hlöðum? „Það var nú mest til að aðgreina mig frá öðrum Steindórum og svo tók ég þetta líka upp sem höfund- arnafn. Líka er það að mér þykir afskaplega vænt um æskustöðvar mínar, og finnst ég halda betri tengsl við þær með þessum nafn- auka.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.