Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JUNI1981 13 Veggteppið sem Guðrún sýnir í Noregi er í þremur hlutum og eru þær allar frá sjávarútvegi, sem er einn helzti atvinnuvegur á ísafirði. Guðrún Vigfúsdóttir tekur þátt í norrænni listiðnaðarsýningu GUÐRÚN Vigfúsdóttir vefnað- arkennari á fsafirði verður þátttakandi í norrænni listiðn- aðarsýningu, sem opnar í Lille- hammer föstudaginn 3. júlí nk. og stendur til ágústloka. Norska félagið Landsforbundet Norsk Brukskunst stendur að sýningunni og býður árlega einum listamanni frá hverju Norðurlandanna þátttöku og mun þetta í fyrsta sinn, sem íslendingar eiga fulltrúa sinn. Þeir listamenn sem taka þátt í sýningunni eru Grethe Meyer, Danmörku, sem sýnir gler, postulín og keramik, Bruno Mat- hisson Svíþjóð, en hann sýnir innréttingar og húsgögn, Oiva Toikka frá Finnlandi, sem sýnir glerlist, Dagny og Finn Hald frá Noregi, sem sýna keramikverk, og Guðrún Vigfúsdóttir, en hún sýnir fatnað, framleiddan af Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdótt- ur, textíl og veggteppi, sem hún hefur unnið að nú eftir áramót. Eru það þrjár myndir frá aðal- atvinnuvegi ísfirðinga, sjávar- útvegi. Guðrún Vigfúsdóttir verður við opnun sýningarinnar og kvaðst hún hlakka til að hitta þá erlendu listamenn, sem þarna ættu muni og vonast til að Islendingar muni framvegis eiga fulltrúa á þessari árlegu sýn- ingu. Síðar í sumar verður sýn- ingin sett upp.í Þrándheimi. Guðrún Vigfúsdóttir Greiðslur til Hafnar- fjarðarbæjar í fullu samræmi við lög — segir Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra „VIÐ TELJUM að staðið hafi verið að greiðslum til Hafnar- fjarðarbæjar i samræmi við lög og í raun og veru hafi lagheimild ekki verið til annars en gert hefur verið. Ég tel einnig hættu á því að með tíð og tima geti það farið svo að allt álgjaldið fari til Hafnfirðinga, verði gengið að kröfum þeirra," sagði Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, i samtali við Mbl. er blaðið innti hann álits á ummælum Árna Grétars Finnssonar, bæjar- fulltrúa í Hafnarfirði, um að erfiðlega gengi að innheimta framleiðslugjald frá ríkinu vegna álversins i Straumsvik., Ragnar sagði ennfremur að samningaviðræður vegna þessa máls hefðu staðið yfir í nokkra mánuði án árangurs og sér kæmi það ekki á óvart að Hafnarfjarð- arbær ætlaði sér að sækja málið fyrir dómstólum. Ráðamenn þar teldu sig hafa rétt fyrir sér og því væru þetta eðlileg viðbrögð. Með því að málið færi fyrir dómstóla fengist úr því skorið hver réttur þeirra væri, en einnig væri sú lausn hugsanleg að láta Alþingi ákveða þessar greiðslur. Júní mánuður kald- ari en í meðalári JÚNÍMÁNUÐUR, sem nú er senn liðinn, verður í heild nokkru kaldari en i meðalári, að því er Adda Bára Sigfúsdóttir, veður- fræðingur hjá Veðurstofu íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Tölur liggja að vísu ekki fyrir í endanlegu formi enn sem komið er, en af tölum i Reykjavik nefndi Adda, að aðeins 10 dagar mánaðar- ins hefðu verið hlýrri en í meðalári, hinir kaldari. Frost var við jörðu þrisv- ar eða fjórum sinnum, en í tveggja metra hæð hefur hitastigið lægst mælst tveggja gráðu hiti. Sólríkt var fram til 8. júní, en síðan þá sólarlítið, ef tveir dagar eru undanskildir. Úr- koma hefur verið líkt og í meðallagi, og í rauninni sagði Adda Bára að mánuð- urinn, þótt fremur svalur væri, væri eins og júní væri alla jafna, hægur og róleg- ur, og ekki mikið um frávik frá því sem nefnt er í meðalárferði. 85 ára í dag: Sigurður H. Jónsson forstjóri ÁTTATÍU og fimm ára er í dag Siguröur Hólmsteinn Jónsson, forstjóri Blikksmiðju Reykjavíkur, Mímisvegi 6, Reykjavík. Hann verður að heiman í dag. Lionshreyfingin og Hjálparstofnun kirkjunnar Gangast f yrir stof nun Styrktarsjóðs f atlaðra Söfnunarherferð 3.-6. júli HJÁLPARSTOFNUN kirkjunn- ar og Lionshreyfingin i samvinnu við Umferðarráð gangast um næstu helgi fyrir stofnun Styrkt- arsjóðs Sjálfsbjargar og er i ráði að ná til sem fíestra landsmanna til að þeir geti gerst stofnendur sjóðsins. Er sjóði þessum ætlað að aðstoða fatlaða, einstaklinga og hópa, til að létta þeim veginn til sjálfsbjargar segir m.a. i skipu- lagsskrá sjóðsins. Helgina 3. til 5. júli verða Lionsmenn á ferð og þar sem þetta er ein fyrsta stóra ferðahelgi ársins verður mönnum gefinn kostur á að gerast stofnfélagar og leggja fram framlög sín á benz- ínstöðvum eða öðrum fjölförnum stöðum. Afhentir verða frá Um- ferðarráði bæklingar um heilræði í umferðinni og er hér um tvíþætt framtak að ræða, áminningar í umferðinni auk þess sem mönnum er gefinn kostur á að styrkja fatlaða. Á þá bíla, sem stöðvaðir hafa verið, verður settur sérstakur límmiði, en með honum á að fyrirbyggja að menn verði stöðv- aðir oftar en einu sinni. Höndin, fréttabréf Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, er nú komin út og verður henni dreift til landsmanna, en þar greinir frá stofnun þessa styrktarsjóðs og viðtöl eru við fulltrúa Sjálfsbjarg- ar, landssambands fatlaðra. Hjálparstofnun kirkjunnar og Lionshreyfingin hafa áður starfað saman að söfnun fyrir fatlaða þegar þessir aðilar gengust árið 1979 fyrir söfnun vegna sundlaug- ar í Sjálfsbjargarhúsinu, sem tek- in hefur verið í notkun. Að þessu sinni hefur verið ákveðið að gang- ast fyrir stofnun þessa sjóðs, sem ráðgert er að hlaupa undir bagga þar sem aðrir sjóðir eða trygg- ingar ná ekki til. SPiNNUM Éf*> Bfl"H SPt NNUM ÁW*/ **mH k FR AMIAG Ttl ÍATIAMIA ^ * -h, * # Guðmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri Hjálparstofn- unar og Jenný Ásmundsdótt- ir með sofnunarfötur, sem dreift verður um landið og mönnum gefinn kostur á að leggja í framlog sin. Ljásm. (iuðjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.