Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 40
Sími á ritstjórn og skrifstotu: 10*100 Síminn á afgreiöslunni er 83033 |HotjjtmT)X8Íiií> ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1981 Pílagrímaflug frá Nígeríu: Samstarf Flug- leiða og SAS með Júmbó-þotum l'LUGLEIÐIR hafa unniö að því að undanförnu að lcinja oina til tvær Boeing 747-breiðþotur frá SAS til endurlcÍKU í pílagríma- fluK milli NíkcHu <>k Jedda i Saudi-Arabíu, en FluKleiðum hafa borist nokkur tilboð um pílaKrímafluK. en þau miðast öll við að breiðþotur annist þá flutn- inKa. I>að mun lÍKKja íyrir á nastu döKum hvort af þessum samninKum verður en miðað er við að áhafnir frá SAS verði á vélunum en FluKleiðir sjái um reksturinn <>k framkvæmdina i NÍKeríu <>k Jedda. Fyrir skömmu leÍKðu FluKleiðir DC-8-þotu af SAS. cn svo náin samvinna hefur ekki vcrið miili fsIendinKa <>k SAS um lanKt árabil. PílaKrímafluK það sem um ræð- ir önnuðust FluKleiðir á sl. ári, en þar sem FluKleiðir hafa ekki breiðþotur er ekki útlit fyrir að pílaKrímafluK verði á áttum fé- laKsins í haust, a.m.k. ekki fyrr en útséð er um það hvort breiðþotur fást í verkefnin. PílaKrímafluKÍö í haust verður í september ok október. SAS-bumburnar tvær, eins ok BoeinK 747 er stundum kölluð, eru nú með sæti fyrir 390 farþeKa (átturnar hafa 250 sæti), en ef af samningum verður á að fjölKa sætum upp í 460—470. Mest er hægt að hafa 540 sæti í Jumbo-þotunum. Þeir samningar, sem standa yfir, miða við að ein þota fljúgi frá Maidiguri í Nígeríu og önnur frá Kano í Nígeríu. Flugleiðir annast nú leiguflug með farþega á innanlandsleiðum í Nígeríu með Boeing 727-100-vél félagsins og gengur það flug ágæt- lega á aðalleiðinni milli Kano og Lagos kvölds og morgna, en fjöldi farþega er yfirleitt frá 80 og allt upp í fullsetna vél. Að tína fífla handa mömmu Björgunarbúnaður Sig- munds í allan Eyjaflotann 30-40 ungmenni tengjast hassmáli RANNSÓKN stendur yfir á all umfangsmiklu fikniefna- máli hjá fíknicfnadcild lög- reglunnar í Reykjavik. Þrír ungir menn sátu um tíma í gæzluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins en þeim hefur nú verið sleppt úr haldi. Um er að ræða fíkniefnasmygl og neyziu undanfarna mánuði og tengjast 30—40 ungmenni þessu máli. Sigmundspallur í japönsku skuttogarana tíu ÚTVEGSBÆNDUR í Vestmannaeyjum hafa ákveftið aft setja hjörgunarbúnað Sigmunds Jóhannssonar í allan flota Vest- mannaeyinga fyrir næstu vetrarvertíft. en björgunarbúnaður Sigmunds þykir valda byltingu í öryggismálum sjómanna. I>á hafa eigendur allra 10 japönsku skuttogaranna ákveðið að setja björgunarbúnaft Sigmunds í togarana og er þegar búið að setja upp Sigmundspall í skuttogarann Vestmannaey. hafa löngum háft frumkvæði í framkvæmd öryggismála sjó- manna og má t.d. nefna ákvörð- un um notkun gúmmíbjörgun- arbáta. Það er Vélaverkstæðið Þór í Eyjum sem mun smíða björgunarbúnað Sigmunds í Eyjaflotann og japönsku togar- ana, en Eyjaflotinn telur um 60—70 skip. Útvegsbændur í Eyjum tóku undantekningar- laust mjög vel í hugmyndir áhugamanna um að hrinda þessu máli í framkvæmd nú þegar og Lífeyrissjóður Vest- mannaeyja hefur ákveðið að Þau björgunartæki sem um ræðir eru Sigmundsgálginn, Sigmundspallurinn og m.a. búnaður, sem losar gúmmí- björgunarbát sjálfkrafa ef pilla í stýrishúsi blotnar, handföng víða um skip og m.a. á kili ef vill, en Sigmund mun sjálfur leggja á ráðin í sambandi við hvert skip hvaða búnað sé hyggilegast að nota. Áhugamenn í Vestmannaeyj- um um öryggismál sjómanna hafa unnið markvisst að fram- gangi málsins, en Eyjamenn lána 20 þús. kr. (2 millj.gkr.) til hvers báts sem lætur björgun- arbúnað Sigmunds um borð. Sjóslysanefnd hefur mælt mjög eindregið með notkun björgunarbúnaðs Sigmunds, og talsmenn Siglingamálastofnun- ar hafa lýst yfir ánægju sinni með búnaðinn, en málið er til umfjöllunar ennþá hjá Sigl- ingamálastofnun varðandi lögskipun tækjanna. Háskólinn tekur við Reykjavíkurapóteki HÁSKÓLI íslands hefur keypt lyfjasöluleyfi Sigurðar Ólafssonar lyfsala í Reykjavikurapóteki. Kom þetta fram í ræðu Guðmundar Magnússonar háskólarektors er hann flutti við útskrift kandídata frá Háskólanum á laugardaginn var. Sjá miðsíðu Mbl. i dag. Mbl. hafði samband við Sigurð Ólafsson og sagði hann að lyfja- söluleyfi Reykjavíkurapóteks væri eina leyfið sem mætti selja án íhlutunar ráðherra, þar sem apó- tekið væri sett á stofn áður en núverandi lyfsölulög tóku gildi. Hann sagði að hann mætti selja Tveir islenzkir flugmenn í einangrun: Fengu smitandi hitabeltis- sjúkdóma í Libýu og Nígeríu Annar þeirra hugsanlega með blóðkreppusótt TVk:iR flugmenn FluKleiða lÍKKja í einangrun með smitandi hitaheltissjúkdóma, sem þeir fengu. annar i Líbýu en hinn í Nigeriu. en þeir hafa verið þar að störfum í pílagrímaflugi. Annar þeirra kom til íslands frá Nígeríu aðfaranótt sl. föstudags <>k var þá þegar orðinn veikur. Ilann liggur á Landspítalanum <>g er enn þungt haldinn. Hinn flugmaðurinn kom til London frá Líbýu aðfaranótt laugardags og liggur nú i einangrun í sérstöku smitsjúkdómasjúkrahúsi þar. Hann varð mikið veikur 12 klukkustundum eftir að hann kom til London og var þá þegar fluttur á sjúkrahús, en samkvæmt heimildum Mbl. var hann á batavegi siðdegis í gær. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði í viðtali við Mbl. í gær að boðað hefði verið til fundar vegna þessa með sérfræðingum á sviði farsótta hérlendis í þeim tilgangi, að endurskoða reglur sem gilda hér um. „Þetta hefur orðið til þess að við ætlum að’taka þessi mál sérstaklega til athugunar og kannske setja strangari reglur hvað varðar aðbúnað þessa fólks, sérstaklega ef við förum að stunda það mikið að senda flugliða til Austurlanda." Sigurður B. Þorsteinsson sér- fræðingur í smitsjúkdómum sagði í gærkvöldi, að flugmaðurinn, sem liggur á Landspítalanum, væri enn þungt haldinn. Hann sagði einnig að ekki hefði tekizt að sanna hvers konar sýkingu væri þar um ræða. „Það gæti veri Salmonella, en einnig Shiegella, sem ber heitið blóðkreppusótt a íslenzku. Báðar valda þær þarma- sýkingu en eru af tvenns konar bakteríuætt," sagði hann. Þá sagði hann báðar tegundirnar smitandi, en blóðkreppusótt væri bráðsmit- andi. Aðspurður sagði hann með- göngutíma frá smitun þessara sjukdóma þar til einkenna yrði vart mjög misjafnan, allt frá einum sólarhring og upp í það, að menn gengju ævilangt með bakt- eríurnar í þörmum sér, án þess að verða varir við einkenni. Flugmaðurinn í London er tal- inn vera með einhverja tegund Salmonella-sýkingar og barst ís- lenzkum heilbrigðisyfirvöldum símskeyti frá brezkum heilbrigðis- yfirvöldum þess efnis í gær. Það verður ekki ljóst fyrr en síðdegis í dag hvers konar Salmonella-sýk- ingu hér um ræðir, en þær eru að sögn landlæknis breytilegar hvað varðar sýkingu og smithættu. Hérlendis hefur aðeins orðið vart vægra tilfella Salmonella- sýkinga að sögn Ólafs Ólafssonar landlæknis. Blóðkreppusótt og Salmonella herja fyrst og fremst á þarma manna. Aðaleinkenni eru mjög hár hiti, uppköst og niður- gangur. leyfið til þess er fullnægir skilyrð- um laga til að kaupa það. Í öðrum tilvikum veitir heilbrigðismála- ráðherra umsækjendum leyfið. Sagði Sigurður að umræður við Háskólann hefðu farið fram und- anfarin ár og hefði verið langur aðdragandi að þessum skiptum. Hefði Reykjavíkurapótek verið rekið undanfarna mánuði með það í huga að Háskólinn væri að taka við því. Ekki vissi Sigurður hve- nær Háskólinn tæki formlega við starfseminni. Guðmundur Magnússon há- skólarektor sagði í samtali við Mbl. að apótekið yrði rekið áfram óbreytt þangað til þeir hefðu fengið lyfjasöluleyfið gefið út á nafn Háskólans. Formlega yrði ekki hægt að taka við því fyrr en þá. Aðspurður hvers vegna Háskól- inn hefði keypt þetta leyfi, sagði Guðmundur að það væri til að vista nemendur í lyfjafræði lyfsla og eins kemur til greina að stunda þarna framleiðslu í sambandi við rannsóknir. Einnig væri það mein- ingin í framtíðinni að hægt verði að mennta menn til fullgildra lyfjafræðinga. Þetta hefði ekki verið hægt nema Sigurður Ólafsson hefði sýnt þessu áhuga og reyndar mun þetta hafa komið til tals hjá forvera hans þannig að þetta er gamall áhugi. Sagði Guðmundur, að gengið hefði verið frá samn- ingum 1. janúar á þessu ári og sagðist hann vona, að Háskólinn gæti tekið formlega við hvaða dag sem er í nánustu framtíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.