Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1981
25
LK^m. RAX.
ku á als oddi
í fararbroddi
VÍSI 6:1
þar kom Njáll Eiðsson að á fullri
ferð, kastaði sér fram og skallaði
knöttinn með tilþrifum í netið,
3:0.
Hilmar sjálíur
Á 63. mínútu leiksins var
komið að Hilmari Harðarsyni að
skora, en hann hafði lagt upp tvö
mörk og gjörbreytt leiknum.
Þorsteinn gaf fyrir og Hilmar
náði boltanum. Hann hafði ýmsa
möguleika, en skaut að lokum á
markið. Knötturinn fór í Rúnar
bakvörð á leiðinni í markið, 4:0.
Þórsarar minna á sig
Það hafði lítið farið fyrir
Þórsurum í seinni hálfleiknum,
en á 89. mínútu leiksins minntu
þeir aðeins á sig. Þórarinn Jó-
hannsson hreinsaði frá marki
Þórs fram yfir miðju. Sigurður
Haraldsson markvörður Vals
var nokkuð fyrir utan vítateig-
inn, kannski til að geta fylgst
betur með leiknum, sem að
langmestu leyti fór fram í hinum
vítateignum. Bjarni Svein-
björnsson, snaggaralegur vara-
maður Þórs, náði boltanun, lék á
Sigurð mitt á milli miðlínu og
vítateigs og skaut síðan af löngu
faeri í tómt markið, 5:1.
Ferna Þorsteins
Það var við hæfi, að Þorsteinn
Sigurðsson hefði síðasta orðið í
þessum leik, þetta var jú leikur-
inn hans. Valur Valsson átti skot
að marki Þórs, en Eiríkur missti
boltann frá sér. Þorsteinn fylgdi
vel eftir og sendi knöttinn
örugglega í netið, 6:1.
Það er ástæðulaust fyrir
Valsmenn að ofmetnast eftir
þennan stórsigur, andstæðingur-
inn var einfaldlega mjög slakur.
Þó skal ekki litið framhjá því, að
Valsarar reyndu að leika knatt-
spyrnu allan tímann og létu
andstæðingana ekki draga sig
niður eins og oft vill gerast.
Stórsigur eins og þessi hlýtur að
stappa stálinu í Valsmenn og nú
þegar prófönnum leikmanna
eins og Gríms og Guömundar
Þorbjörnssonar er Iokið, stólpar
eins og Dýri, Guðmundur og
væntanlega Matthías eru að
jafna sig og þeir Sævar, Þor-
grímur og Hilmar Sigurðsson
eru að finna formið, getur Vals-
liðið ekki annað en styrkst enn
frekar.
Beztu menn Vals að þessu
sinni voru Þorsteinn, Hilmar
Harðarson og Njáll Eiðsson.
Þorgrímur var traustur á miðj-
unni, Sævar klettur í vörninni.
„Þeir gerðu það eina rétta,
léku upp kantana, og þá erum
við búnir," sagði Þórarinn Jó-
hannsson miðvörður Þórs að
leiknum loknum. Mikið rétt hjá
Þórarni auk þess, sem blautur
völlurinn var engan veginn það
sem Þórsarar hefðu helzt óskað
sér.
Kjartan Ólafsson dæmdi leik-
inn vel.
I stuttu máli: íslandsmótið 1.
deild, Laugardalsvöllur 27. júní.
Valur — Þór 6:1 (1:0).
Mörk Vals: Þorsteinn Sigurðs-
son á 9., 57., 80. og 90 mín. Njáll
Eiðsson á 61. mínútu og Hilmar
Harðarson á 63. mín.
Mark Þórs. Bjarni Svein-
björnsson á 89. mínútu.
Gult spjald: Þorgrímur Þrá-
insson, Val.
Áhorfendur: 395.
- áij.
Frábær knattspyrna
hjá Skagamönnum
- er liöiö skoraöi loks eftir tæpar 600 mínútur
JSVONA hefur þetta verið í allt
sumar, við höfum verið betri
aðilinn, leikið betri knattspyrn-
una, en þvi miður ekki getað
skorað mörk. Nú höfum við hins
vegar haft heppnina með okkur.
En þessu er þó alls ekki lokið,“
sagði Steve Fleet, þjálfari ÍA, er
hann gekk með leikmönnum sín-
um til búningsklefa í hálfleik í
viðurcign FH og ÍA á Kapla-
krikavellinum á laugardaginn.
Ilann hafði ærna ástæðu tii að
glcðjast, staðan var 3—0 fyrir
IA, liðið hafði loksins skorað
mark, meira að segja þrjú eftir
588 mínútna hlé. Og síðast en
ekki sist, hafði lið ÍA leikið
snilldarknattspyrnu. einhverja
þá bestu sem undirritaður hefur
séð til íslensks liðs. FH-ingum til
hróss, gáfust þeir ekki upp fyrr
en í fulla hnefana, þeir léku oft
prýðilega og fengu sín tækifæri.
En þeir mættu hreinlega ofjörl-
um sínum að þessu sinni. Er farið
að vera aðlaðandi að horfa á
knattspyrnuleiki á Kaplakrika.
sviptingarnar cru miklar og
mörkin mörg, tíu í tveimur síðs
ustu leikjunum.
Þéttur úði streymdi niður úr
háloftunum meðan leikurinn stóð
yfir og var völlurinn því háll sem
áll. Varnarmenn áttu erfitt með
að fóta sig, sóknarmenn reyndar
ekki síður, og fyrir vikið var mikið
um spennandi augnablik uppi við
mörkin. Strax á 7. mínútu gaf
Kristján Olgeirsson vel fyrir
markið eftir að hafa fengið
stungusendingu frá Guðbirni,
tveir Skagamenn voru í dauða-
færi, en FH-ingum tókst að bægja
hættunni frá. Fimm mínútum
síðar varði Hreggviður vel góðan
skalla Guðbjörns og fóru
áhangendur Skagaliðsins um-
svifalaust að mála fjandann upp á
vegg, þetta yrði enn einn núll-
leikurinn. FH-ingar voru frískir
þó svo að Skagamenn væru tals-
vert meira með knöttinn og Ingi
Björn hristi af sér nokkra varn-
armenn á 16. mínútu, skaut á
markið, en naumlega fram hjá.
Hefði Ingi líkiega skorað ef hann
hefði hitt markið, því Bjarni
markvörður var mjög seinn niður.
En á 25. mínútu brutu Skaga-
menn loks ísinn með glæsilegu
marki. Kristján Olgeirsson sendi
þá vel fyrir markið frá hægri,
Guðbjörn var prýðilega staðsettur
til þess að gera eitthvað í málinu,
en hann var klókur og lét knöttinn
rúlla áfram til Árna Sveinssonar.
Árni sendi viðstöðulausa sendingu
að markteigshorninu og þar kom
Július Pétur Ingóifsson á fleygi-
ferð og skoraði með þrumuskoti.
Og fyrst Skagamenn voru á annað
borð byrjaðir að skora, þá töldu
þeir af og frá að hætta því. Mínútu
síðar kallaði Sigurður Lárusson
naumlega fram hjá, en á 29.
mínútu kom annað markið. Löng
fyrirgjöf kom fyrir FH-markið frá
vinstri og blautur völlurinn lék
Helga Ragnarsson grátt, þreif af
honum knöttinn og skilaði honum
til Kristjáns Oigeirssonar, sem
var í dauðafæri. Kristján lét eins
og hann vissi ekki hvað gera
skyldi við knöttinn og þvældist
með hann við fæturna þangað til
að Hreggviður markvörður stakk
sér niður og mokað knettinum
burt. En Hreggviður flæktist í
Kristjáni með þeim afleiðingum
að Skagamaðurinn féll á jörðina
og vítaspyrna varð ekki umflúin.
Var vítið sögulegt, því það þurfti
að þrítaka það. Júlíus Pétur
spyrnti tvívegis áður en Þóroddur
Hjaltalín hafði gefið honum merki
og það var ekki fyrr en í þriðju
atrennu, að vítið var loks löglegt.
Alltaf spyrnti Júlíus í sama horn-
ið. Og alltaf skoraði hann.
Skagamenn voru áfram sterkari
aðilinn, en FH-ingar létu sig ekki
og á 39. mínútu fékk Ingi Björn
besta tækifæri FH, er mislukkað
skot Pálma varð til þess að Ingi
Björn fékk knöttinn í dauðafæri á
markteigshorni ÍA. Bjarni Sig-
urðsson varði skot Inga hreint
stórkostlega. Síðan tóku Skaga-
menn öll völd á ný og voru
þrívegis nærri því að skora á
síðustu mínútum hálfleiksins áður
en Sigurður Lárusson kom knett-
inum loks í netið. Var það stór-
kostlegt mark, þríhyrningsspil
Guðbjörns og Kristjáns á hægri
kantinum opnaði vörn FH, Krist-
ján sendi knöttinn fyrir markið og
Sigurður skallaði í stöngina og inn
með miklum tilþrifum, 3—0.
FH-ingar ætluðu greinilega að
selja sig dýrt, því þeir hófu síðari
hálfleikinn með mikilli sókn.
Skagamenn léku aftar en í fyrri
hálfleik, eins og þeir ætluðu að
taka lífinu með ró. Pálmi átti
fljótlega gott skot naumlega yfir
og á 55. mínútu varði Bjarni
Sigurðsson glæsilega skot Inga
Bjarnar af 20 metra færi. En
aðeins níu mínútum síðar kom
fjórða mark IA eins og skrattinn
úr sauðarleggnum og var þar með
allur vindur úr FH. Há sending
kom inn í vítateig FH frá vinstri,
Gunnar Bjarnason ætlaði að
spyrna frá, en hitti knöttinn illa
með þeim afleiðingum, að hann
sveif í fallegum boga yfir mark-
vörðinn, í þverslána og þaðan á
kollinn á Kristjáni Olgeirssyni og
hann þakkaði kurteislega fyrir sig
með því að skalla í netið.
Var nú sem leikmenn FH gæf-
ust gersamlega upp og Skagamenn
náðu slíkum yfirburðum, að með
ólíkindum mátti heita. Þeir tættu
vörn FH hvað eftir annað í sig,
niður miðjuna, upp kantana,
stórkostleg knattspyrna, en
Hreggviður Agústsson var þeim
óþægur ljár í þúfu. Hann varði
hvert þrumuskotið af öðru og gaf
sig ekki, ÍA skoraði ekki fleiri
mörk.
FH-liðið byrjaði þennan leik
mjög frísklega og það gildir um
marga leikmenn liðsins, að þeir
byrjuðu leikinn vel, en enduðu
hann afleitlega. Til dæmis Helgi
Ragnarsson, vinstri bakvörður.
Hann var frískur framan af, en
síðan var engu líkara en hann
væri hreinlega ekki inni á vellin-
um. Er þetta aðeins tekið sem
dæmi og Helgi engan veginn eini
sökudólgurinn. Hreggviður var
besti maður liðsins, verður ekki
sakaður um mörkin og bjargaði
liði sínu frá rosalegum skelli. Ingi
Björn var frískur lengst af og þeir
Pálmi og Óli Dan áttu góða
spretti. I vörninni stóðu Guð-
mundarnir sæmilega fyrir sínu, en
leikmenn eins og Gunnar Bjarna-
son, Viðar Halldórsson og Magnús
Teitsson voru ekki einu sinni
skuggarnir af því sem þeir best
geta.
Lið IA var afar jafnt og afar
gott í þessum leik. Að öðrum
ólöstuðum báru þó þrír leikmenn
nokkuð af. Það voru Bjarni
markvörður, sem bjargaði tívegis
stórglæsilega þegar mikið lá við,
auk þess em hann sýndi fádæma
öryggi í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur á velinum. Kristján
Olgeirsson og Sigurður Lárusson
léku einnig frábærlega, en aðrir
voru jafnir og mjög sterkir.
I stuttu máli:
íslandsmótið 1. deild FH-ÍA 0:4
(0:3)
Mörk IA: Júlíus Ingólfsson á
325. og 29. mín., Sigurður Lárus-
son á 45. mín. og Kristján Olgeirs-
son á 64. mín.
Spjöld: Sigurður Halldórsson
fyrir að handleika af ásettu ráði.
Áhorfendur: um 400.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín.
Stóð sig í heild þokkalega, en var
oft of fljótur að flauta, þannig að
sá brotlegi hagnaðist. — gg.
(gliauMnmi
'.t V*,*-
;?5«kS> mm
yLí.'‘A;
-cicjr.^cw, \\\ityrí| f
.. vy’» sfl
*v\« >»
**»♦«< 'IIVn
• Hjarni Sigurðsson átti stórgóðan leik með íA.