Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.06.1981, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1981 ísland hafnaði í 12. sætinu - töp í tveimur síðustu leikjunum - ísland aldrei náð jafn langt í golfi „VIÐ töpuAum ba-ði fyrir IIol- landi og Austurriki og höfnuðum i 12. sætinu. Lontjra höfum við aldrei náð. höfðum verið i c-riðli þangað til i fyrra, að við unnum okkur upp í b-riðii ok höfnuðum i 16. sæti,“ sagði Kjartan L. Páls- son landsliðsfyrirliði í gölfi í samtali við Morgunhlaðið á sunnudaKÍnn, en ísland hafði þá nýlokið þátttöku sinni i Evrópu- meistaramótinu i Kolfi. Leikirnir gegn Hollandi og Austurríki voru miklir barnings- leikir og gátu farið hvernig sem var. „Leikirnir hérna vinnast á púttunum. Hér eru stærstu flatir veraldar og þú getur þess vegna lent í því að reyna að setja niður 90 metra pútt. Venjulega haldast keppendur í hendur upp á flatirn- ar, en síðan ræður úrslitum hvor er klókari púttari," sagði Kjartan enn fremur. Ragnar Ólafsson fékk ekki öfundsvert hlutskipti, lenti í báð- um leikjunum í því, að keppa síðastur, er brugðið gat til beggja vona. Gegn Hollandi var staðan 1—1 eftir tvíliðaleikinn, Ragnar Ólafsson og Geir Svansson sigr- uðu keppinauta sína, en Björgvin Þorsteinsson og Sigurður Péturs- son töpuðu hins vegar. Einliða- leikurinn byrjaði ekki gæfulega, Geir tapaði og Óskar Sæmundsson einnig. En síðan fór allt að skríða saman, Björgvin Þorsteinsson vann sinn Hollending og Hannes Eyvindsson fylgdi því eftir með góðum sigri, því 3—3 er Ragnar Ölafsson hóf síðasta leikinn. Þeg- ar tvær holur voru eftir, nægði Ragnari jafntefli á 17. holu til að tryggja Islandi sigur. Hann komst upp á flöt í 2 höggum, en fjórpútt- aði síðan. Hollendingurinn lauk sér af í fimm höggum þrátt fyrir að hann lenti um tíma með kúlu sína upp á þjóðveginum. Þeir voru því jafnir er síðasta holan rann upp. Enn átti Ragnar í brösum á flötinni, þrípúttaði á sama tíma og sá hollenski tvípúttaði og tryggði Hollandi sigurinn. Hefði ísland sigrað, hefði landinn keppt um 9.—10. sætið og hróður hans vaxið enn. En það eru ekki alltaf jólin. „Þetta er eins og að brenna af tveimur vítaspyrnum í knatt- spyrnuleik þegar staðan er 3—3 og ein mínúta eftir," sagði Kjartan um málið, en það var mikið álag á Ragnari og svona getur alltaf gerst." Mótherjar íslands á sunnudag- inn var Austurríki, sem á ágætu Iiði á að skipa. Tvíliðaleikurinn byrjaði vel, Björgvin og Hannes lögðu sína keppinauta að velli, en síðan töpuðu Geir og Ragnar, því 1 —1 er einliðaleikurinn hófst. Það blés ekki byrlega, er bæði Sigurð- ur Pétursson og Óskar Sæmunds- son töpuðu viðureignum sínum. Hins vegar vann Hannes sinn mann og því möguleiki. En Björgvin tapaði sínum leik og einnig Ragnar Ólafsson, þó svo að hann hafi staðið betur að vígi er aðeins tvær holur voru eftir. ísland hafnaði því í 12. sæti og vakti frammistaða liðsins umtals- verða athygli, meðal annars var rituð löng og mikil grein í sunnu- dagsblaðið fræga Sunday Tele- graph um íslensku golfmennina og þær framfarir sem hafa greinilega átt sér stað. Ekki hefur síst vakið athygli, að í íslenska liðinu eru tveir sjómenn, sem hafa fyrir þær sakir takmarkaða möguleika á því að æfa. En þær þjóðir sem ísland skaut aftur fyrir sig að þessu sinni voru Noregur, Spánn, Ítalía, Finnland, Belgía, Luxemborg og Portúgal. Næstu þjóðir fyrir framan okkur voru Austurríki, Sviss og Holland. • Hlutskipti Ragnars ólafsson- ar var ekki öfundsvert að leika síðustu lotuna í einliðaleiknum, úrslitalotuna. Var mikið álag á Ragnari. • Gylfi Kristinsson Jón Þór stóð sig mjög vel ÍSLENSKI unglingalands- liðsmaðurinn i golfi, Jón Þór Gunnarsson frá Akureyri, keppti í siðustu viku á Doug Somners-unglingakeppninni árlegu, sem haldin er i Aber- deen. Er keppnin fyrir kylf- inga sem eru 17 ára og yngri. Jón Þór stóð sig mjög vel, hafnaði í 10. sæti á 320 höggum. 79-81-85-75, cn par vallarins er 71. Guðmundi vísað úr keppni - hafði forystu eftir þrjár umferðir - Gylfi og Steinunn sigruðu örugglega GYLFI Kristinsson GK varð ör- uggur sigurvegari á unglinga- meistaramótinu i golfi sem fram fór á Grafarholtsvelli um helg- ina. Leiknar voru 72 holur, 36 hvorn dag. og lék Gylfi á 310 höggum. eða níu höggum minna en næsti maður, sem var Magnús Jónsson GK á 319 höggum. Sig- urður Sigurðsson varð þriðji á 321 höggi, en hann þurfti að slá Eirik Jónsson út i bráðabana. en Eiríkur lék einnig á 321 höggi. Annars bar það til tíðinda, að j>eim keppanda, sem var með lang besta skorið eftir þrjár umferðir, Guðmundi Arasyni, var vikið úr keppninni fyrir þær sakir að slá teigskot af röngum stað, þ.e.a.s. hann stillti upp kúlu sinni aðeins fyrir aftan teiginn. Urðu menn þess varir og lauk þar með sögu Guðmundar í keppninni. Lítum á röð efstu manna í eldri flokkinum: Gylfi Kristinsson GK 310 Magnús Jónsson GK 319 Sigurður Sigurðsson GK 321 Eiríkur Jónsson 321 Gunnlaugur Jóhannsson GK 322 Hilmar Björgvinsson GS 324 Sveinn Sigurbergsson GR 328 í yngri unglingaflokknum varð Karl Ó. Jónsson öruggur sigurveg- ari, lék á 320, eða 11 höggum minna en næsti maður, sem var Arnar M. Ólafsson á 331 höggi. Kristján Ö. Hjálmarsson varð þriðji á 336 höggum, en Kristján er frá Golfklúbbi Húsavíkur. í kvennaflokki varð Steinunn Sæmundsdóttir GR öruggur sigur- vegari á 328 höggum, Sólveig Þorsteinsdóttir varð önnur á 335 höggum og Þórdís Geirsdóttir GK varð þriðja á 351 höggi. Keppend- • Steinunn Sæmundsdóttir sigr- aði örugglega i kvennaflokki. ur voru aðeins fjórir og fjórði keppandinn var Ásgerður Sverris- dóttir á 366 höggum. Graham sigraði á opna bandaríska meistaramótinu ÁSTRALÍUMAÐURINN David Graham sigraði á opna handa- riska meistaramótinu i golfi sem fram fór fyrir skömmu i Fíla- delfiu. Varð Graham fyrsti Ástr- alíubúinn til að vinna þetta mikla mót i 86 ára sögu þess. Graham var afar sterkur í keppn- inni, lék á 273 höggum, 68-68-70- 67, eða á 3 höggum minna en næstu keppendur sem voru Bill Rogers á 276 höggum, 70-68-69459 og George Burns á 69456-68-73. Merion-golfvöllurinn í Fíla- delfíu þykir afar erfiður, sérstak- lega 14. holan. í fyrstu þremur umferðunum hafði Graham marið hana tvívegis á pari, einu sinni á einu yfir pari. í öllum tilvikunum • David Graham rekur verð- launagrip sinum rembingskoss. var hann í alls kyns basli út í sandgryfjum og í órækt og tókst að bjarga öllu saman ótrúlega vel þrátt fyrir allt. En hann var einu höggi á eftir þeim Burns og Rogers þegar að 14. holunni í síðustu umferðinni kom. Hann ákvað þá að taka áhættu og taka afleiðingunum. Hann sló blint með trékylfu og svo vel heppnaðist höggið, að hann náði hinni erfiðu holu á „birdie", eða einu undir pari. Þar með náði hann foryst- unni og síðustu holurnar lék hann allar á einu undir. Höggin hans 273, er átta höggum betri árangur heldur en vallarmetið á Merion og áttu áhorfendur varla orð til að lýsa frammistöðu Ástralíumanns- ins. 20 pör Á laugardaginn var haldið á Akureyri paramót í golfi. Um það bil tuttugu pör tóku þátt i mótinu sem fram fór i ágætis veðri. Sigurvegarar urðu parið Jónina Pálsdóttir og Ómar Pétursson á 65 höggum, næst komu þau Sverrir Þorvaldsson og Elfa Aðalstcinsd. á 69 höggum. I þriðja sæti urðu svo Jón Aðalsteinsson og Herdis Her- bertsd. á 70 höggum. Og svo í fjórða sæti Einar Grétarsson og Susanna Möller. — jor. Pate skaut öllum aft- ur fyrir sig JERRY Pate bar sigur úr býtum á opna Memphis- golfmótinu sem haldið var á samnefndum stað um helgina. Pate lék á 274 höggum, 69- _ 70 — 66 — 69. Baráttan við þá ’Bruce Lietzke og Tom Kite var afar hörð, en þeir luku báðir keppni með 276 högg. Þessir þrír báru nokkuð af, því fjórði maður, Denis Wat- son. sló 281 högg. Peter Jak- obsen lék einnig á 281 höggi, en Watson hafði betur i hráðabana um 4. sætið. Öldungamót í golfi GOLFKLÚBBUR Ness heldur sitt árlega öldungamót. „Hornið“, fimmtudaginn 2. júlí kl. 17.00. Keppt er með forgjöf. 16 bestu halda áfram í holu- keppni. Mörg aukaverðlaun verða veitt, t.d. fyrir að vera næst holu á 3. og 6. braut og fyrir fæst pútt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.