Morgunblaðið - 30.07.1981, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.07.1981, Qupperneq 1
48 SÍÐUR 166. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Karl prins kyssir á hönd brúðar sinnar, Díönu prinsessu af Wales. er þau komu stundarkorn fram á svalir Buckingham-hallar i gær. Mikill mannfjöldi hyllti þau. Brúðkaup aldarinnar: Þúsundir létijst í jarðskjálfta í Iran Nikosía. Kýpur. 29. júli. AP. MJÖG harður Jarðskjálfti varð í Karman-héraði í suðausturhluta írans sl. nótt og er nú óttast að f jögur til fimm þúsund manns hafi látizt. Skjálftinn mældist 6,7 stig á Richterkvarða. I fyrstu var sagt að sjö hundruð væru látnir og 440 hefðu slasazt en eftir því sem björgunarsveitir komust til fleiri þorpa sem nánast höfðu jafnazt við jörðu í náttúru- hamförunum, varð ljóst að sú tala var ekki rétt. I kvöld sagði lands- tjórinn í Karman að talan 4—5 þúsund væri ekki ofætluð. íranir hafa óskað eftir hjálp frá erlend- um hjálparstofnunum, en langt er í að björgunarmenn hafi komizt til allra jarðskjálftasvæðanna, þar sem miklar skriður féllu á vegi og símalínur rofnuðu. Þetta er annar mannskæði jarð- skjálftinn sem verður á þessum slóðum á fáeinum vikum og þessi sýnu verri, en sá síðasti sem var í júnímánuði. JT Israelar skutu niður MIG-vél Dvalizt fyrstu dag- ana í Hampshire London. Romsey. 29. júli. AP. KARL Bretaprins og brúður hans Diana prinsessa komu i kvöld með lest til Romsey i Hampshire og héldu þaðan til Broadlandsset- urs sem Mountbatten lávarður átti og sonur hans situr nú. íbúar Romsey voru vitanlega fjöimenn- ir á stöðinni og fögnuðu hinum nýgiftu mjög hjartanlega. Þau Karl og Diana munu dvelja á setrinu fram á laugardag, en fara þá flugleiðis til Gibraltar og siðan um borð i snckkju konungs- fjöiskyldunnar þar. Karl og Díana höfðu fyrr um daginn ekið til Buckingham-hallar, að vígslu lokinni. Þau komu fram á svalir hallarinnar ásamt öðrum meðlimum konungsfjölskyldunnar og voru hyllt lengi af mannfjöld- anum sem hafði beðið þessa með óþreyju. Að svo búnu var efnt til hádegisverðar, og sátu hann 120 manns, fjölskyldumeðlimir og sér- legir gestir Elísabetar drottningar. Hljómsveit frá Wales lék á meðan brúðhjón og gestir skáluðu í kampavíni og síðan var snædd þríréttuð máltíð. Aðalrétturinn sérstaklega útbúinn til heiðurs brúðinni, smjörsteikt kjúklinga- brjóst með fylltu lambakjöti, kryddað eftir kúnstarinnar regl- um. Valin vín voru borin fram með hverjum rétti. Að máltíð lokinni skáru brúð- hjónin síðan fyrstu sneiðarnar af geysimikilli brúðartertu, jem var fyllt með ávöxtum og braðgbætt með rommi. Þegar brúðhjónin höfðu síðan skipzt á orðum við gesti og tekið á móti hamingjuóskum, héldu þau til Waterloo-stöðvarinnar. Fólk henti yfir þau hrísgrjónum og litskrúðugum pappirslengjum og aftan á bílinn var málað með varalit „nýgift" eins og siður segir til um. Mikill fjöldi var meðfram leiðinni til Waterloo eins og ann- ars staðar og alls staðar látinn í ljós mikill fögnuður. Sjá ennfremur bls. 22—23. Forseti íslands. Vigdis Finnbogadóttir við hlið Nancy Reagan, forsetafrú- ar Bandaríkjanna við hjónavigsluathöfnina i St. Pauls-kirkju i London. Tel Aviv. 29. júll. AP. SÚ GJÖRÐ ísraela að skjóta niður sýrlenzka vél af gerðinni MIG-25 yfir Líbanon hefur vakið gremju víða og Israelar eru óspart vændir um að brjóta vopnahléð sem þeir höfðu samþykkt fyrir tilstuðlan Habibs, sáttasemj- ara Bandaríkjastjórnar. Þessi atburður gerðist sólar- hring eftir að forsvarsmenn sýrlenzka gæzluliðsins í Líbanon hótuðu að skotið yrði á ísraelskar vélar sem væru í stöðugum könnunarflugferðum yfir Líbanon. ísraelar svöruðu fullum hálsi, að þeir myndu halda því til streitu og kæmi það ekki vopnahléi við. Menachem Begin, forsætisráð- herra Israels, sagði á fundi með lögfræðingum í Tel Aviv í kvöld, að Sýrlendingar hefðu hótað að skjóta á ísraelskar vélar en þeir myndu komast að því fullkeyptu: ísraelar yrðu fyrri til að skjóta niður MIG-25 vélar þeirra og varð og sú raunin. Þessi atburður er talinn alvar- legasta brotið á vopnahléinu sem gert var á dögunum. ísraelar segjast hafa gert vopnahlé við Líbani eina og ekki við Palestínu- skæruliða, en þar er frjálslega með staðreyndir farið, því að PLO var skipað að fallast á nefnt vopnahlé og var beðið svara þess áður en Habib lýsti það gilt. í dag greindu yfirmenn ísraels- hers frá því, að arabískum forvíg- ismönnum í byggðum Vesturbakk- ans og Gaza hefði verið bannað að lýsa yfir opinberum stuðningi við PLO. Þetta bann vár sett fyrir fjórtán árum, en hefur verið misjafnlega hart eftir því gengið. Það sem mun hafa ráðið úrslitum nú var, að Farouk Kaddoumj, utanríkisráðherra PLO, sagði, að samtökin myndu aldrei viður- kenna t'lverurétt ísraels, jafnvel þótt Palestínumenn fengju að koma upp sjálfstæðu ríki á Vest- urbakkanum. PLO nýtur nánast einróma stuðnings meðal Araba á hernumdu svæðunum. í kvöld réðust Palestínuskæru- liðar á ísraelskan strætisvagn skammt frá Jerúsalem og skutu á farþega. Ekki er vitað hvort manntjón varð, en allmargir í bílnum slösuðust. Litið er á þetta sem hefndaraðgerð vegna þess að ísraelar skutu sýrlenzku flugvél- ina niður í dag. Bani Sadr telur að kjör Rajai sé ómark Franska stjórnin hafnar kröfu írana um framsal hans ParÍH, Ankara. 29. júli. AP. BANI SADR, fyrrv. forseti írans, sagði við fréttamenn i Paris i dag, miðvikudag. að hann teldi kjör Mohammad AIi Rajai i embætti forseta ómark eitt og kvaðst spá þvi, að honum tækist að snúa heim til Irans fljótlega. Bani Sadr ræddi við fréttamenn við heimili dætra sinna i útborg Parisar. Hann var léttklæddur og hafði rakað af sér yfirvararskeggiö. að sögn AP. Tal- ið er, að Bani Sadr hafi leynzt i Teheran allan timann. Skömmu siðar var aflýst blaðamannafundi, sem hann hafði boðað til. Er getum að þvi leitt. að stjórnvöld i Frakk- landi hafi bent honum á að hann ætti á hættu að brjóta skilmála þá sem honum voru settir, en franska stjórnin hefur samþykkt að veita honum hæli i Frakklandi gegn þvi að hann skipti sér ekki af stjórn- málum. Sömuleiðis neitaði franska stjórnin i kvöld kröfu irönsku ríkisstjórnarinnar um framsal hans. Talsmaður írönsku ríkisstjórnar- innar, Nabavi, sagði í dag, að Bani Sadr hefði að líkindum komizt á braut í kvenmannsklæðum og hefði áður skorið af sér skeggið og plokkað augabrúnirnar. Bani Sadr og nokkrir ráðgjafar hans komust upp í her- flugvél á Mehrabad-flugvelli við Teheran og tókst að neyða áhöfnina til að fljúga á braut. Fljótlega vöknuðu grunsemdir um hvað væri að gerast og voru vélar sendar á eftir Boeing 707-vélinni, en hún hélt sínu striki, fór inn í tyrkneska lofthelgi laust eftir miðnætti og fékk leyfi til flugs þar og lenti síðan í París í nótt. Shapour Bakhtiar, fyrrv. forsætis- ráðherra írans, sem er í útlegð í Frakklandi, sagði í viðtali í franska sjónvarpinu eftir að vitað var að Bani Sadr væri kominn til landsins, að samvinna við hann af einu né neinu tagi kæmi ekki til greina. Hann sagði, að það væri næsta furðulegt að spyrja slíkrar spurn- ingar, því að Bani Sadr hefði líf fjölda manna á samvizkunni og hann hefði verið einn helzti hug- myndafræðingur islömsku bylt- ingarinnar, en svo hefði farið fyrir honum sem oft gerðist, að byltingin hefði farið að éta börn sín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.