Morgunblaðið - 30.07.1981, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.07.1981, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 11 Skúli Þorvaldsson hótelstjóri Hótel Oolts i hinni nýju setustofu. Hin nýja Kestamóttaka á Hótel Holti. Breytingar á húsakyimum Hótel Holts Rætt við Skúla Þorvaldsson hótelstjóra ÝMSAR breytingar hafa verið gerðar á húsakynnum Hótel Hoits að undanförnu og fleiri munu fylgja i kjölfarið með haustinu. Þetta kom fram i viðtali við Skúla Þorvaldsson hótelstjóra, en hann hefur rekið Hótel Hoit i 10 undanfarin ár. Sú breyting hefur einnig orðið, að Skúli hefur tekið Hótel Holt á ieigu frá og með siðustu áramótum. Þetta er að- eins breyting á rekstrarformi en breytir ekki rekstri hótelsins að neinu öðru leyti, að sögn Skúla. Sú endurnýjun, sem orðið hefur á húsakynnum Hótel Holts, er að gestamóttaka hefur verið stækk- uð, auk þess sem tölvuvætt síma- kerfi hefur verið tekið í notkun, sem þýðir að nú geta gestirnir hringt beint út í bæ eða til útlanda frá herbergjum sínum án þess að hafa fyrst samband við skipti- borðið. Ný setustofa hefur verið inn- réttuð og þar hefur verið komið fyrir smekklegum ítölskum leður- húsgögnum og á veggjum eru listaverk eftir hina ýmsu meist- ara. Ætlunin er að þarna komi líka sjónvarp og myndsegulband. Setustofan og hin nýja gesta- móttaka eru í húsnæði því sem verslun og kjötvinnsla Síld og fisks var í áður, en kjötvinnslan flutti að Dalshrauni í Hafnarfirði. Þær breytingar, sem eru á döfinni þessu til viðbótar, eru að loka barnum, sem er inn af veitingasalnum og opna annan bar, sem verður inngengt í úr veitingasal og anddyri og verður gert ráð fyrir að barinn taki fimmtíu manns. Ætlunin er að hafa þar flygil auk þess sem þar verður lítið dansgólf fyrir þá sem vilja fá sér snúning við undirspil lifandi tónlistar eða segulbands. Skúli sagði að það hefði lengi staðið til að fara út í þessar breytingar og væru þær gerðar til að auka þægindi og þjónustu við gesti Hótel Holts. En hvernig er að reka hótel í Reykjavík? Skúli sagði, að rekstur Hótel Holts hefði alltaf gengið vel. Þó virtist sem júlímánuður, sem venjulega er einn mesti annamán- uðurinn, ætlaði að verða í daufara lagi. Sagði Skúli ennfremur, að það þyrfti að horfast í augu við þá staðreynd, að ferðamönnum, sem hefðu viðdvöl í Reykjavík, færi fækkandi. Hefði það aukist á undanförnum árum að fólk kæmi á eigin farartækjum og færi beint upp á hálendið en dveldist ekki í Reykjavík. Stafaði þetta meðal annars af því, að Island væri verðbólguland og laðaði því ekki að sér hinn almenna ferðamann, auk þess sem Reykjavík hefði upp á fátt að bjóða, sem ekki mætti fá annars staðar. Miðað við aðstæður væri of mikið framboð af gistirými í Reykjavík, sem leiddi af sér undir- boðsverð yfir þá sjö mánuði árs- ins, sem minnst væri að gera, þ.e. frá byrjun október til aprílloka. Skúli var spurður að því hvernig honum litist á aukningu matsölu- staðanna í borginni og hvernig sú fjölgun kæmi út fyrir Hótel Holt. Sagði hann þróunina mjög já- kvæða, því öll eðlileg samkeppni væri aðeins til góðs. Aukningin sýndi, að markaðurinn hefði stækkað. Við hina auknu samkeppni hefði fjölbreytni réttanna aukizt og þekking fólks á því hvað sé góður eða vondur matur fleygt mjög fram. Frá bæjardyrum þeirra á Hótel Holti séð, þá breytti þessi samkeppni ekki miklu. Hótelið hefði alltaf verið að koma með nýja rétti á sinn matseðil og prófa sig áfram með nýjungar. Það kæmi líka vel út fyrir veitinga- reksturinn, að hafa aðgang að kjötvinnslu Síld og fisks, þar sem hægt væri að búa ýmsar matvæla- nýjungar. Skúli var spurður að því hvort fólk kynni sig ekki almennt mjög vel á veitingahúsunum. Sagði hann fólk afar frjálslegt, þegar það kæmi á Hótel Holt að borða og hagaði sér í alla staði mjög vel. Cargolux hefur ekki óskað eftir ríkisaðstoð _ÞETTA er algerlega úr lausu lofti gripið. við höfum ekki farið fram á neina ríkisaðstoð,“ sagði Jóhannes Einarsson, fram- kvæmdastjóri Cargolux. í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir þvi hvort rétt væri, að fyrirtækið hefði óskað eftir ríkisaðstoð 1 Luxemborg vegna slæmrar af- komu að undanförnu, i svipuðu formi og Flugleiðir. „Annars skil ég ekki hvaðan svona sögur eru komnar. Rekstur- inn hefur gengið ágætlega hjá okkur. Við vorum til að mynda réttu megin við strikið í fyrra, þ.e. fyrirtækið skilaði hagnaði," sagði Jóhannes ennfremur. Trúnaðarbrotin: Varða Tímann, Vísi og Hp, EKKERT frekara hefur enn gerst i rannsókn iðnaðarráðu- neytisins á trúnaðarbrotum varð- andi birtingu efnisatriða úr skýrslu endurskoðunarfyrirtæk- isins Coopers og Lybrand um súrálsmálið svonefnda, að þvi er Hjörieifur Guttormsson iðnaðar- ráðhera sagði i samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Hjörleifur sagði að um það væri að ræða að gögn hefðu verið birt í fjölmiðlum gegn vilja iðnaðar- ráðuneytisins, og yrði kannað hvernig það gat átt sér stað. Blöð þau er hér er átt við eru dagblaðið Tíminn, Vísir og Helgarpóstur Alþýðublaðsins, að sögn iðnaðar- ráðherra. Sveinn Einarsson vegghleðslu- maður að störfum. látir versluninni fyrir þessa gjöf. Sögðu þeir ennfremur, að þeir sem tækju þátt í námskeiðinu yrðu að koma sjálfir með verkfæri, það er að segja stunguspaða, járnkarl og gaffal. Námskeiðagjöldum verður hald- ið í lágmarki og verða lægri eftir því, sem fleiri taka þátt í nám- skeiðinu að sögn forráðamanna. Þeir, sem hafa áhuga á að taka þátt í að læra vegghleðslu af þeirri gerð, sem ofan greinir er bent á að hafa samband við Jón Thoroddsen í síma 30619 á kvöldin. VERSLARÐU VIÐ TOLL VÖRUGE YMSLUN A? Þá átt þú erindi viö Apple-tölvuna. Ert þú aö dragast afturúr bara af því aö þú hefur ekki tölvu? Klukkustundir veröa aö mínútum. Allir kannast viö pappírs- flóöiö, sem fylgir Tollvörugeymslunni og alla vinnuna. Þaö er því ómetanlegt aö hafa möguleika á aö útbúa nauösynleg gögn til úttektar á sem skemmstum tíma. Ert þú einn þeirra, sem segir viö viöskiptavin. ,Ég gat ekki afgreitt þetta í dag, þetta er nefnilega inni í Tollvöru- geymslu", og viöskiptavinurinn fer ef til vill annaö? Hefur þú efni á því? Hvað gerir Apple-tölvan fyrir þig? 1. Skrifar úttektarbeiðni. 2. Skrifar stööu í hvert t-númer. 3. Skrifar stööu hvers vöruheitis. 4. Skrifar heildarstööu vörubirgða. 5. Skrifar heildarverömæti vörubirgöa. 6. Skrifar söluyfirlít meö tölulegum upplýsingum og línurit- um, þannig aö sölu- og pantanaáætlun veröur leikur einn. Auk þess: Fjárhagsbókhald — Viöskiptamannabókhald. Birgöabókhald — Launabókhald. Aöflutningsskýrsluforrit — Veröútreikningaforrit. Samninga- og víxlaforrit, og svo framvegis. Apple-tölvan kostar svipaö og Ijósritunarvél. Hefuröu efni á því aö vera án hennar? Apple kynnir nú yfir 30 ný forrit, sem öll eru hönnuö fyrir Apple II plús. Hér eru nokkur: • Apple Project Manager Redefinable Data Base Personal Finance Man- ager Visitrend/Visiplot Visiplot Visicalc Apple Writer Apple Plot Apple Pilot Pilot Animation Tools Apple Graphics jcipplG computcr Nafn Fyrirtæki Gerö fyrirtækis Póstnúmer Heimilisfang Sími ........ tölvudeild, Skipholti 19* Sími 29800. Forrit, sem ég hef áhuga á:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.