Morgunblaðið - 30.07.1981, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.07.1981, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 Hugleiðing um „lofJuárás Toll- gæslunnar á m.s. Alafoss eftir Guðmund Hall- varðsson formann Sjómannafél ags Reykjavíkur Þriðjudaginh 21. júlí sl. átti einstæður atburður sér stað þar sem brotið er blað í sögu sam- skipta löggjafavaldsins við ísl. farmannastétt. Svo mikið lá við að fimm menn voru látnir síga úr þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í ms. Álafoss á hafi úti, stjórnendum skipsins ekki gert viðvart, þegar byrjað var að slaka mönnum niður á þilfarið, en skipið klauf öldur Atlantshafsins á 15 sjómílna ferð. Þegar „loft“fimmmenningarnir voru um borð komnir var áhöfn m.s. Álafoss tilkynnt að hún gæti litið svo á að hún væri öll handtekin og talstöðvarviðskipti við land bönnuð. Þessi ákvörðun æðstu embætt- ismanna tollgæslunnar eru með slíkum eindæmum að ekki þekkist annað eins nema á stríðstímum og eða, ef um væri að ræða sjóræn- ingjaskip með áhöfn ótíndra, vopnaðra glæpamanna. Með þeim hætti sem „loft“taka m.s. Álafoss fór fram og með þeirri handtökutilkynningu sem í kjölfarið fylgdi er svo hastarlega vegið að þeim einstaklingum sem áhöfnina skipa og fjölskyldum þeirra og reyndar allri farmanna- stétt að ekki verður við unað. Komi ekki fram opinberlega skýringar æðstu manna tollgæsl- unnar á „loft“árás þessari er áhöfn m.s. Álafoss varð fyrir hlýtur það að verða krafa allra ísl. farmanna að opinber rannsókn fari fram á aðför tollgæslunnar að áhafnarmönnum m.s. Álafossi. En skrifandi um tollgæsluna Guðmundur Hallvarðsson „Er það álit æðstu manna tollgæslunnar að íslensk farmanna- stétt sé samsett af ófyrirleitnum laga- brjótum?44 eru aðrir þættir samskipta toll- gæslu og farmanna við komu erlendis frá sem vert er að gefa gaum að. Sem kunnugt er mega farmenn koma með fatnað og tiltekin matvæli fyrir vissa upphæð í hverri ferð. Um nokkurra ára bil eða til ársins 1974 fengu farmenn 30% launa sinna í erlendum gjaldeyri um borð, en 29% launa sinna gátu þeir sótt í ísl. bönkum og fengið í erl. gjaldeyri. Frá árinu 1974 fá farmenn 30% af launum sínum í erl. gjaldeyri eingöngu. Til fróðleiks læt ég hér fylgja töflu yfir þær upphæðir sem farmenn mega koma með varning heim fyrir og til samanburðar fastakaup háseta á þeim tímum sem krónutölulegar breytingar hafa átt sér stað á tollupphæðinni, en tímabilið er frá 28/04 til 01/01 1981. Siðasta tollreglugerð sem gefin er út og felur í sér breytingar til hækkunar á tollupphæð er frá 05/10 1979. Taflan sýnir vel þ á neikvæðu þróun, sem átt hefur sér stað á hlutfalli tekna og þeirrar upphæð- ar, eða þess verðgildis varnings, sem kaupa má fyrir erlendis. í engu er samræmi milli launa og tollupphæðar sem þó eðlilegast væri að samfylgni einhver væri í, enda hlýtur þessi aðferð sem í dag er notuð til útreiknings tollupp- hæðar að valda og auka árekstra milli löggjafans og farmanna enda eins og fram kemur í 4. töflu hér að framan engin hækkun átt sér stað síðan 5. október 1979. Farmenn vænta þess að breyt- ingar verði gerðar á og tollupphæð verði ákveðin að nýju í samræmi við leyfilegar gjaldeyrisgreiðslur til farmanna og tollupphæð taki hækkunum framfærsluvísitölu. Flogið hefur fyrir að hjá toll- gæslunni standi til breytingar á lista þeim, er sjómenn þurfa að fylla út við heimkomu erl. frá. Þay sem hugmyndir tollgæsl- unnar stórauka pappírsskrif- finnsku sem m.a. felst í nákvæm- ari lýsingu á öllum þeim varningi sem keyptur er erlendis ásamt innkaupsverði, og kannski er þar að finna kröfu um að gerð sé grein fyrir eftirstöðvum þess gjaldeyris sem úttekin er um borð ef öllum gjaldeyri hefur ekki verið eytt í innkaup. Hér er ég aðeins með getgátur um innihald væntanlegs tolllista en ljóst er að breytingar eru í aðsigi, hverjar þær eru, vita sjó- menn og samtök þeirra ekkert um og segir það kannski meira en orð fá lýst áliti æðstu manna tollgæsl- unnar á sjómönnum og samtökum þeirra. Liggi fyrir að hér sé um breyt- ingu að ræða sem eingöngu er sett fram til að þjóna valdaduttlung- um opinberra embættismanna, munu sjómenn taka höndum sam- an til að hnekkja slíkri skrif- finnsku. Tollupphæðir og % hlutfall af launum háseta sem sjómaður má koma með heim frá útlöndum Dagsetningar eru þegar ný tollreglugerð hefur veriö gefin út. Prósentur eru gróflega reiknaðar. fjarv. skemur 1 hlutf. af fjarv. lengur 'i hlutf. af fjarv. lengur ? hlutf. af mán.laun hjá en 20 dag* launum en 20 daga launum en 10 daga launum háseta á að 40 dngum byrj.launum 28/11 1968 kr. 1.500 18,0% kr. 5.000 58% kr. 8.544 25/05 1972 kr. 1.500 0,8% kr. 5.000 25% kr. 19.967 01/08 1975 kr. 3.000 0,6% kr. 9.000 16% kr. 14.000 25% kr. 56,051 12/04 1978 kr. 7.000 0,6% kr. 21.000 17% kr. 32.000 26% kr.124.091 05/10 1979 kr. 15.000 0,6% kr. 40.000 17% kr. 60.000 26% kr. 230.139 13/07 1981 nýkr. 200 0.4% nýkr. 600 13% nýkr. 900 19% nýkr. 4.713,83 Eins og sjá má af tölum 13/07 1981 minnkar alltaf hlutfallsleg tollupphæð sem farmenn mega koma með til iandsins. Athyglisvert er að frá 25/05 1972 nær upphæðin aldrei 30% af fastakaupi háseta a byrjunartaxta, en föst mánaðarlaun háseta, starfsmanns í vél og bátsmanns taka starfsaldurshækkunum. Fastakaup bátsmanns eftir 10 ára starf fyrir 40 stunda vinnuviku er nú kr. 6.884,54 sem þýðir að hann má kaupa fyrir 0,3% af launum sínum erlendis ef hann er skemur en 20 daga í férðinni. Sé hann lengur, þ.e. 20 til 40 daga, hækkar prósentan i 0,9. Miðvikudaginn 15. júlí birtir Morgunblaðið grein eftir Hinrik biskup Frehen, og er þar á ferð svar við pistilkorni frá minni hendi á dögunum. Hinrik biskup er mjög undrandi yfir síðar nefndri ritsmíð. Nú verð ég að lýsa því yfir, að undrunin er gagnkvæm. Bréf biskups er að langmestu leyti persónulegar hnútur í minn garð. Eru þeir orðaleppar hvorki í ætt við þá „heimspeki" eða „vísindalega sinnaða guðfræði", sem Hinrik biskup að öðru leyti ber fyrir brjósti. Sjálfur geri ég mér ekki grein fyrir því, að ég hafi til þessarar meðferðar unnið. Ef Hinrik biskup Frehen telur sér sæma að skattyrðast við íslenzkan prest í blöðum, þá er Ábending til Hinriks biskups eftir séra Heimi Steinsson það hans mál. Ég mun hins vegar ekki taka þátt í slíkum leik og ráðlegg biskupi reyndar að kappkosta að venja sig af því- líku, þótt seint sé. Þess konar atferli er ófyrirsynju. Enginn verður með orðum veginn. Hinrik biskup Frehen veit mætavel, hvert er upphaf þessa máls og getur því sparað sér öll ólíkindalæti um efnisatriði greinar minnar: I lok júnímán- aðar var harkalega ráðizt að íslenzku kirkjunni. Aðförin var byggð á skírskotun til róm- versk-kaþólskrar arfleifðar og Skálholt var þungamiðjan. Bisk- up íslands vísaði árásinni á bug með eindregnum orðum. En Hinrik biskup Frehen virtist ekki vera andvígur málflutningi árásarmanna. Biskup ber því við, að þessi fyrstu viðbrögð hafi verið af vanefnum gjörð sakir tímaskorts og erfiðra aðstæðna. Nú hefur honum gefizt tóm, og hann fjallar um málið af eigin hóli. Ég sé þó ekki betur en því fari jafn fjarri og fyrr, að hann fordæmi árásina. Hann kýs að taka einhvers konar hlutleysis- afstöðu, sem í þessu tilviki jafngildir stuðningi við upphafs- mann orðræðunnar. Gagnrýni mín á viðbrögð Hinriks biskups er þannig jafn réttmæt nú og í byrjun. Ég veit ekki, hvort Hinrik biskup Frehen gerir sér það ljóst, að árásaraðilinn, sem þessu sinni beindi geiri sínum að „íslenzkum mótmælendaklerk- um“, hefur þráfaldlega og með ýmsum hætti veitzt að kristinni kirkju almennt um áratuga skeið. Rómversk-kaþólsk kristni hefur ekki alltaf farið varhluta af umræddri íþrótt höfundar, og er þó vægt til orða tekið. Þessa staðreynd getur Hinrik biskup íhugað sér að skaðlausu. Jafnframt er honum hollt aðl velta því lítið eitt fyrir sér, hvort ekki væri eðlilegt að leita sam- stöðu milli kirkjudeilda á íslandi og þar með hyggja að samræmd- um varnaraðgerðum gegn þeim, er á kirkjuna leita, — í stað þess að styðja sameiginlega andstæð- inga með þögn eða háifkveðnum vísum. Skálholti á Þorláksmessu 1981, r® V erksmiðjuútsala Fatagerðin Bót h/f. Skipholti 3, sími 29620. Einstakt tækifæri til að versla ódýrt fyrir verslunarmannahelgina. Buxur, jakkar, bútar Opiö fimmtudaga frá kl. 9-6 opiö föstudag frá kl. 9-6 opiö laugardag frá kl. 10-4 ---- 7 j og fl. og fl. á verksmiðjuverði @1 V erksmið juútsala Fatagerðin Bót h/f. Skipholti 3, sími 29620. @1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.