Morgunblaðið - 30.07.1981, Side 20

Morgunblaðið - 30.07.1981, Side 20
/ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 Lögbrot framin á Bemhöftstorfu Bernhöftstorfan — eins og nú er þar umhorfs 20 eftir Hannes Kr. Davíðsson arkitekt Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um húsafriðun hér á landi og er það vel. Þó má segja, að hin opinbera umræða í blöðunum hafi verið nokkuð einhliða og hefði mátt byggjast meir á umhyggju og virðingu fyrir byggingarlist. Meg- inviðhorfið hefur í raun verið að nauðsyn beri til að varðveita allt, sem gamalt er orðið, án tillits til annarra eiginda. A sama tíma höfum við mátt upplifa ýmsar misgerðir við seinni tíðar bygg- ingar, án þess þar til sett yfirvöld hreyfðu aðgerðum til verndar. Þessi uppskipting viðhorfa hef- ur hins vegar losað alla þá aðila, sem hafa haft málin til umfjöllun- ar, við þau óþægindi, að þurfa að vega og meta og taka sjálfstæðar ákvarðanir, en einnig dregið hulu yfir mögulegt getuleysi þeirra til slíkrar ákvarðanatöku. Áköfust hefur þessi umræða verið um „Bernhöftstorfuna" í Reykjavík og ætla ég mér ekki að rekja hana hér, en vil þó minna á vígorð verndunarsinna, „Bern- höftstorfan, hún lifi“. I umræð- unni um torfuna hefur ekkert komist að utan dálætið á aldrinum og óttinn við hið nýja. Viðbygg- ingarklastur eins og turninn á landlæknishúsinu og sölubúðin á bakaríinu hefur ekki farið neitt fyrir brjóstið á þessum „unnend- um“ byggingarlistar, sem barist hafa fyrir vernduninni. Þeir hafa jafnvel hert sig upp í að nota lýsingarorð í hástigi um ágæti þessara hluta. Stundum verður það mönnum hjálpræði, að hrópa svo hátt sjálfir, að öll skilningar- vit lokist. Eftir fundarhöld og blaðaskrif áhugamanna á báða bóga, sem tóku mörg ár, og ítrekuð bréfleg tilmæli húsafriðunarnefndar til fleiri menntamálaráðherra tók fyrrverandi menntamálaráðherra, Ragnar Arnalds, sig til og varð við tilmælum húsafriðunarnefndar og borgarstjórnar Reykjavíkur og friðlýsti „Bernhöftstorfuna". Þetta skeði þann 7. ágúst 1979. Bréf menntamálaráðherra til húsafriðunarnefndar hér að lút- andi er svohljóðandi: „Að fengnum tillögum húsafrið- unarnefndar og borgarstjórnar Reykjavíkur samþykkir ráðuneyt- ið hér með friðun svonefndrar „Bernhöftstorfu" í Reykjavík, en það er nánar tiltekið svæði, er afmarkast af Bankastræti, Skóla- stræti, Amtmannsstíg og Lækj- argötu. Friðun þessi er samkvæmt A- flokki, sbr. IV kafla þjóðminjalaga nr. 52/1969. Húsafriðunarnefnd er falið að gera þær ráðstafanir er lög mæla fyrir um í sambandi við friðun þessa. Þess er vænst, að samráð verði haft við eigendur lóða og fasteigna og borgaryfirvöld í Reykjavík um framkvæmd friðunar og ráðstaf- anir í tilefni af henni.“ Bréf ráðherrans er mjög skýrt, með því er svæðið allt milli Bankastrætis, Skólastrætis, Amt- mannsstígs og Lækjargötu friðað. Og eins og segir í bréfinu er friðunin samkvæmt A-flokki. Með þessum gerningi kom ráð- herra svo ekki varð um villst til móts við óskir friðunarsinna. Næsta ríkisstjórn, undir forsæti Benedikts Gröndal, gekk enn lengra til móts við óskir Torfu- samtakanna, því hún gerði leigu- samning við Torfusamtökin um húsin Bankastræti 2 og Amt- mannsstíg 1 ásamt meðfylgjandi eignarlóðum, til 12 ára. Samning- ur þessi, sem dagsettur er 20. nóvember 1979 er svohljóðandi: «1. gr. Leigusali selur leigutaka á leigu húseignirnar Bankastræti 2 og Amtmannsstíg 1 (svonefnd Bern- höftstorfuhús) í Reykjavík ásamt meðfylgjandi eignarlóðum. 2. gr. Húseignir þessar eru leigðar í því ástandi, sem þær nú eru i og leigutaki hefur kynnt sér gaum- gæfilega og sættir sig við. 3. gr. Leigutími er frá 1. desember 1979 til 1. desember 1991 og fellur þá leigusamningurinn úr gildi án uppsagnar. Húsnæði það í Bankastræti, sem nú er í leigu, verður þó ekki „En eins og þessi mál hafa gengið að undan- förnu þá er það dagljóst, að hið svo- kallaða „húsfriðunar- fólku, sem hefur haft með Torfuna að gera, er í raun menningar- brunnmígar samtíð- arinnar44 afhent leigutaka fyrr en 1. janúar 1980. 4. gr. Leigugjald er ekkert, en leigu- taki skuldbindur sig til að greiða öll lögboðin gjöld af þessum eign- um á leigutímanum og vegna notkunar þeirra, þ.á m. fasteigna- gjöld. 5. gr. Leigutaki skuldbindur sig til þess að annast og kosta nauðsyn- legar endurbætur hins leigða og halda húseignunum jafnan vel við utan sem innan, þannig að full- nægt sé ákvæðum þjóðminjalaga nr. 52/1969. í samningi þessum felst réttur leigutaka til handa til þess að koma upp að nýju þeim nannvirkj- um á lóðunum, sem orðið hafa eldi að bráð á síðari árum og þá í samræmi við ákvæði fyrirhugaðr- ar friðlýsingar á grundvelli þjóð- minjalaga nr. 52/1969 og með sömu skilmálum og um getur í 1. málsgr. 6. gr. Leigutaka er óheimilt að fram- leigja hið leigða eða veita öðrum þar aðstöðu nema með samþykki leigusala. 7. gr. Við leigulok skulu allar múr- og naglfastar endurbætur vera eign leigusala, enda greiði hann leigu- taka ekkert vegna þeirrar verð- mætaaukningar þessara fast- eigna, er umbætur og viðhald leigutaka kunna að hafa í för með sér. 8. gr. Vanefni leigutaki leigusamning þennan í einhverri grein, hefur hann fyrirgert leigurétti sínum og skal þá skylt að rýma hinar leigðu fasteignir eftir kröfu leigusala. Nú telur leigusali, að um van- efndir sé að ræða, og skal hann þá tilkynna leigutaka það skriflega og gefa honum hæfilegan frest til þess að bæta úr. 9. gr. Rísi mál vegna þessa leigu- samnings, skal reka það fyrir bæjarþingi Reykjavíkur, og þarf þá ekki að leggja það til sátta hjá sáttanefnd. 10. gr. Samningur þessi er gerður í tveimur samhljóða eintökum sitt handa hvorum aðila. 11. gr. Til staðfestu rita aðilar nöfn sín hér undir í viðurvist votta.“ Undir samninginn rita Sighvat- ur Björgvinsson, fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs, Benedikt Gröndal, forsætisráðherra, sem með undirritun sinni samþykkir samninginn sbr. lög nr 96/1969 og Vilmundur Gylfason, mennta- málaráðherra, sem með undirrit- un sinni samþykkir samninginn, sbr. lög nr. 52/l%9. Fyrir hönd Torfusamtakanna að áskildu sam- þykki aðalfundar 1979 og með fyrirvara um, að til komi eftirgjöf fasteignagjalda af hálfu borgar- stjórnar Reykjavíkur eða styrkur, sem því nemur sbr. 4. gr. samn- ingsins, undirrita samninginn: Guðrún Jónsdóttir, Richard Hör- dal, Hörður Ágústsson og Þor- steinn Bergsson. Eins og samningurinn ber með sér skyldi leigugjald ekkert vera, en í 5. gr. er kveðið á um skyldur leigutaka og réttindi honum til handa til að standa fyrir endur- byggingu þeirra húsa, sem þá voru brunnin, allt þó undir ákvæðum þjóðminjalaganna frá 1969. Ég vil sérstaklega vekja athygli lesanda á 5. gr. samningsins. Það er upplýsandi um ákafa ríkisstjórnarinnar til friðunar, að í samningnum er talað um fyrir- hugaða friðlýsingu, þrátt fyrir að eins og að framan er rakið hafði Ragnar Arnalds, menntamálaráð- herra, þegar friðlýst Bernhöfts- torfuna röskum 3 mánuðum áður. Einnig er athyglisvert, að í 8. gr. samningsins er ákvæði um að leigutaki fyrirgeri leigurétti sín- um ef hann vanefni samninginn í einhverri grein. Það er þannig greinilegt, að ríkisstjórnin hefur í öllu viljað tryggja réttan fram- gang þess máls, sem byrjað hafði verið á. Lögum samkvæmt tilkynnti ráðherra á sinni tíð húsafriðunar- nefnd um friðunina og fól henni áframhaldandi ráðstafanir. Ég vil nú leyfa mér að beina þeirri spurningu til formanns húsafrið- unarnefndar, hvað nefndin hafi gert af því sem henni var falið með áður greindu bréfi mennta- málaráðherra frá 7. ágúst 1979? Ég get aðeins upplýst, að enn hefur ekki verið fullnægt ákvæð- um 28. gr. þjóðminjalaganna um þinglýsingu á friðun. Það orkar ekki tvímælis, að með IV kafla þjóðminjalaganna frá 1969, er húsafriðunarnefnd falin umsjón friðaðra húsa og allar framkvæmdir við friðaðar hús- eignir eru óheimilar án hennar samþykkis að undangenginni formlegri umsókn og greinargerð. í því ljósi verða samskipti bygg- ingarnefndar Reykjavíkur og húsafriðunarnefndar vegna Bern- höftstorfuhúsanna lítt skiljanleg. Má þar til nefna einnig stjórn Fæddist listfræðingurinn of seint? Athugasemd út af leiðréttingu eftir dr. Gunnlaug Þórðarson í blaðinu í gær birtist afsökun og leiðrétting út af mistökum þeim, er urðu við birtingu greinar minnar um sjálfsmyndir Þorvalds Skúlasonar listmálara í blaðinu í fyrradag, er myndir víxluðust. Énda þótt þakka beri leiðrétting- una er óhjákvæmilegt að gera stutta athugasemd. Tilmæli mín voru þau, að blaðið birti í fyrsta lagi endurprentun á tvöfaldri þriggja dálka fyrirsögn, af fréttinni um gjöfina til Lista- safns H.Í., einnig mynd af listmál- aranum sjálfum ásamt myndun- um tveim, sem greinin fjallaði um, til þess að fólk gæti betur áttað sig á því, að ábending mín væri alls ekki útí hött, en um hana hafði Þorvaldur Skúlason m.a. þessi orð: „Gunnlaugur veit ekk- ert hvað hann er að tala um, ég hef heyrt þetta, held að það sé mjög óheppilegt að birta svona grein.“ Hvorug tilmæli mín fengust tekin til greina, eigi heldur örfá orð um viðbrögð listmálarans og því er óhjákvæmilegt að gera stutta athugasemd. í sjálfu sér er það algjört aukaatriði hvort þessi umdeilda mynd sé sjálfsmynd Þorvalds Skúlasonar, hvað þá heldur verk hans, hún breytir engu um listferil hans til eða frá og hann má vissulega mér að meinalausu gangast við þessu verki. Þorvaldur Skúlason er vinur vina sinna og honum finnst vafa- laust mikið til vinnandi að forða þeim frá þeirri hneisu að hafa keypt myndina í þeirri góðu trú að hún væri eftir hann og það, sem meira er einasta sjálfsmyndin. Kaupin voru gerð, myndin komin til landsins og sennilega tilgangs- laust að biðja um leiðréttingu á kaupunum með því að upplýsa að listmálarinn hefði reyndar gert jafnvel 14 aðrar sjálfsmyndir meðan hann var í Noregi. — Vináttan er skraut lífsins, — en það eru þó takmörk. Hvers átti það fólk hér heima og í Noregi að gjalda, sem átti allar hinar sjálfsmyndirnar? Átti nú að reyna að telja því trú um að þeirra myndir væru falsaðar? Einhvern tíma hefði sannleikurinn hvort eð er komið í ljós, sem sé að umdeild sjálfsmynd væri ekki eina sjálfsmyndin, sem listmálarinn hefði málað. Til væru miklu fleiri og allar líkari höfundi sínum en þessi eina. Það var líka bjarnar- greiði við þiggjendur og stofnanda þessa mikla listasafns H.í. að telja þeim trú um að hin gefna mynd væri eina sjálfsmyndin. Undirritaður benti á nauðsyn þess á Myndlistarþinginu 1981 (sem greint var frá í grein minni) að þessi mistök með þessa „einu sjálfsmynd" yrðu leiðrétt í fjöl- miðlum, — en því var ekki sinnt. Hefði það verið gert hefði ekki komið til þessara ábendinga. Mér er óskiljanlegt hvað kom til að listmálarinn skyldi ætla að láta þessa frétt, sem kom í sjónvarpi óleiðrétta. Hins vegar er afsökun sú, sem fólst í eftirfarandi orðum listmál- arans athyglisverð: „Það er mis- skilningur hjá Birni Th. að ég hafi ekki málað nema eina sjálfsmynd. Það er varla von að hann viti hvað ég var að mála íyrir rúmum 40 árum, hann var varla byrjaður i listfræðinni þá." Þessi skoðun er gagnmerk, ekki síst skoðuð með tilliti til löngu látinna heimsþekktra listamanna, sem hafa sumir hverjir fengið mjög nýstárlega útlistun hjá þess- um listfræðingi í sjónvarpinu okkar sl. vetur. Menn kynnu að spyrja: Fæddist listfræðingurinn of seint? Aðalatriði máls þessa er að sannleikurinn er kominn í Ijós að því leyti að hin umdeilda sjálfs- mynd var ekki einasta slíkt verk listamannsins. Hvort hún sé í raun réttri sjálfsmynd eiga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.