Morgunblaðið - 30.07.1981, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981
21
Hannes Kr. Davlðsson
Torfusamtakanna, sem sam-
kvæmt fyrrgreindum leigusamn-
ingi kemur fram sem handhafi
ráðstöfunarréttar hvað endur-
byggingu húsanna varðar og af-
notaréttar á lóðunum Bankastræti
2 og Amtmannsstíg 1. Verður ekki
annað sé en hún hafi brotið ýmis
ákvæði samningsins þegar litið er
tii þeirra framkvæmda, sem hún
hefur staðið fyrir, fyrst á Amt-
mannsstíg 1 og nú á Bankastræti
2.
Hér er komið að mjög alvarlegu
máli, það er virðingarleysi fyrir
lögum samfélagsins. Lög og reglur
hvers samfélags hafa oft á ýmsum
tímum verið brotin af einstakling-
um og jafnvel félagssamtökum
einstaklinga og við því eru ýmis
viðurlög tilgreind í refsilögum. En
í þessu „Torfumáli" er um aðra
tegund afbrotaaðila að ræða, það
er hluti stjórnvaldsins.
Ef marka má skrif í dagblöðum
undanfarna daga, þá virðist svo
sem borgaryfirvöld, þ.e. umhverf-
ismálaráð, formaður Alfheiður
Ingadóttir, og borgarstjórn, for-
seti Sigurjón Pétursson, hafi gert
samþykkt um að framkvæma lög-
brot, það er röskun Bernhöftstorf-
unnar, sem þó var eins og áður
sagði friðuð í A-flokki. Fram-
kvæmdaaðili lögbrotsins verður
svo embætti borgarverkfræðings.
Ég efa ekki, að þessir aðilar
allir munu byggja aðgerðir sínar á
umsögnum og ráðleggingum sér-
fræðinga sinna svo sem t.d. borg-
arlögmanns og borgarskipulags,
en því verður ekki trúað að
óreyndu, að þessir aðilar hafi ekki
bent hinu „óvitandi" pólitíska
valdi á, að hér væri um friðaðar
eignir að ræða og varað yfirvöldin
við því að gerast brotamenn.
Hvernig verður það samfélag, þar
sem stjórnvöldin sjálf brjóta lög-
in. Sá þáttur þessa máls er
miklum mun alvarlegri en friðun
húsa. Réttarsamfélagið sjálft er
þá í hættu.
Framámaður um húsafriðun,
Hörður Ágústsson, listmálari og
meðlimur húsafriðunarnefndar,
sagði í viðtali við blaðamann hjá
Vísi fyrir fáum dögum: „Megin
forsenda fyrir húsafriðun er
menningarvarðveisla".
kannski listfræðingar eftir að
ganga úr skugga um einhvern
tíma síðar og mín skoðun er
óbreytt og vísa ég til greinar
minnar i blaðinu í fyrradag.
Vissulega á ég Þorvaldi Skúla-
syni listmálara ekki nema allt
gott upp að unna og þessi ábend-
ing mun vafalaust auka aðsóknina
að hinni ágætu sýningu á nokkr-
um verka hans í Norræna húsinu.
Með þökkum fyrir birtinguna.
Gunnlaugur Þórðarson.
P.s.: Mér hefur verið bent á
athugasemd Björns Th. Björns-
sonar listfræðings í stjórn Lista-
safns H.Í., sem birtist í blaðinu í
gær, þar sem listfræðingurinn
reynir að skjóta sér á bak við
stjórnarmanninn sem samdi
fréttatilkynninguna um hina
„merku viðbót" (sjálfsmyndina,
eina af 15). Hér var á prenti ekki
fullyrt að myndin væri „eina
sjálfsmynd Þorvalds Skúlasonar",
það gat verið varhugavert, en
En eins og þessi mál hafa
gengið að undanförnu þá er það
dagljóst, að hið svokallaða „húsa-
friðunarfólk”, sem hefur haft með
Torfuna að gera, eru í raun
menningarbrunnmígar samtíðar-
innar.
Það verk, sem Torfusamtökin
tóku að sér með samningnum
dags. 20. nóvember 1979 og ætluðu
sér tólf ár til að ljúka, hefur enn
um framkvæmd verið án þess að
fullnægt væri þeim kröfum, sem
gera verður til uppbyggingar frið-
aðra bygginga. Veitingahúsið
Torfan er snotur og geðþekkur
veitingastaður, en sem fram-
kvæmd í húsi, sem friðað er í A
flokki er hún fráleitt brot og
verndunarfúsk. Þær framkvæmd-
ir, sem nú eru í gangi í Banka-
stræti 2 eru af sama toga. Allt
skeður þetta með afskiptaleysi eða
samþykki húsafriðunarnefndar,
sem augljóslega gegnir ekki því
hlutverki, sem henni var falið með
IV. kafla þjóðminjalaganna.
í kjölfar þessara yfirsjóna og
vanrækslu þessara aðila koma svo
ákvarðanir borgaryfirvalda um
árásina á Torfuna. Hér er rétt að
benda fyrr á minnstum vald-
stjórnaraðilum borgarinnar á að
kynna sér nú ákvæði 177. gr.
almennra hegningarlaga, en til
hennar er vísað í VI. kafla þjóð-
minjalaga. 177. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19/1940 er svo-
hljóðandi:
„Hver, sem tekur burtu, ónýtir
eða skemmir opinber minnismerki
eða hluti, sem ætlaðir eru til
almenningsnota eða skrauts, eða
hluti, sem teljast til opinberra
safna eða eru sérstaklega friðaðir,
skal sæta varðhaldi eða fangelsi
allt að 3 árum, eða sektum, ef
málsbætur eru.“
Eins og að framan er rakið var
Bernhöftstorfan í heild friðuð með
friðlýsingarbréfinu 7. ágúst 1979.
Óumdeilt mun vera, að Torfan var
til almenningsnota, þannig að
ljóst virðist vera, að með eyðilegg-
ingu Torfunnar hafi verið unnið
til refsingar skv. 177. gr. almennra
hegningarlaga, þar sem skemmt
hefur verið sérstaklega friðað
svæði, sem var til almennings-
nota.
Trúlega mun það nú gagnlegra
þeim Álfheiði og Sigurjóni að
ígrunda þessa grein laganna, en
tala með oflátungshætti til þess
fólks, sem hefur hreyft andmæl-
um við löglausum framkvæmdum
borgaryfirvalda. Hver verður það,
sem verður að þola hugsanlega
frelsissviptingu, þegar þar að
kemur? Hins vildi ég ráða þeim,
að hætta við framkvæmdir, svo
þau eigi sér möguleika á þeim
málsbótum, sem greinin gerir
einnig ráð fyrir.
Leyfi ég mér svo að þessu
rituðu, að vekja athygli Lögreglu-
stjórans í Reykjavík á fram-
kvæmdunum á Bernhöftstorfunni
og benda Saksóknara ríkisins á
málið til skoðunar. En löggjafan-
um bendi ég á nauðsyn þess að
ígrunda sérstaka löggjöf vegna
hugsanlegra lögbrota stjórnvalda.
26. júlí 1981,
annar vettvangur miklu áhrifa-
meiri skyldi notaður. Því í tilefni
fréttarinnar fór fram fasmikið
sjónvarpsviðtal við listfræðinginn
í fréttatíma þess 29. apríl sl. Þar
segir Björn Th. Björnsson list-
fræðingur þetta orðrétt:
„Hún er búin að vera i einka-
eigu í Noregi í 50 ár og ég held að
þetta sé eina sjálfsmynd, málaða
sjálfsmynd Þorvalds Skúlasonar,
það eru hér teikningar en ég held
þetta sé eina málaða sjálfsmynd
hans.“
Þessi staðreynd átti ekki að fara
fram hjá neinum. Það vill óvart
svo vel til að fréttaþættir sjón-
varps eru ekki aðeins fluttir held-
ur líka skráðir.
Ekki datt mér í hug að maður-
inn Björn Th. Björnsson og stjórn-
armaður í Listasafni Háskóla ís-
lands skyldi ekki hafa einurð til
þess að standa við orð listfræð-
ingsins Björns Th. Björnssonar.
Menn geta svo velt því fyrir sér
hverjum beri að vorkenna.
G.Þ.
Steen Juul Mortensen, forseti danska skáksambandsins:
„Viljum halda stjórnmál-
um og skák aðskildum“
MBL. HAFÐI samband við Steen
Juul Mortensen, forseta Danska
skáksambandsins og nýkjörinn
forseta Skáksambands Norður-
landa og spurði hann hvers
vegna Danir hefðu ekki staðið
að stuðningsyfirlýsingu við að-
gerðir Friðriks Ólafssonar, for-
scta FIDE, í máli Korchnois.
sem borin var upp á þingi
Skáksambands Norðurlanda
fyrir stuttu.
Mortensen sagði að Danska
skáksambandið teldi málið póli-
tískt og hefði þess vegna ekki
getað greitt tillögunni atkvæði
sitt. „Við teljum ekki rétt að gera
Sovéska skáksambandið ábyrgt
fyrir stefnu ríkisstjórnar Sovét-
ríkjanna og viljum ekki blanda
saman skák og pólitík," sagði
Mortensen.
Mortensen sagði að persónu-
lega væri hann hliðhollur Friðik í
þessu máli og hann sagðist hafa
samúð með Korchnoi í baráttu
hans, en hann kvaðst telja hættu-
legt að blanda saman stjórnmáL
um og skák á þennan hátt. „í
Danska skáksambandinu eru
mörg þúsund félagar með mis-
munandi skoðanir. Það sem við
eigum sameiginlegt er skákáhugi
og við viljum halda skákinni utan
við stjórnmál," sagði Mortensen.
Mortensen sagði aðspurður að
Danir hefðu greitt atkvæði gegn
því að Suður-Afríku yrði vísað úr
FIDE, en Sovétmenn komu því til
leiðar að svo var gert fyrir
nokkrum árum. Hann sagði að
ekki hefði ríkt kynþáttamisrétti
innan skáksambandsins og
Danska skáksambandið hefði
ekki viljað gera Skáksamband
Suður-Afríkulýðveldisins ábyrgt
fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar.
Hann sagði að það væri ekki
rétt, sem Friðrik Ólafsson sagði,
að danska Skáksambandið hefði
skipt um skoðun í máli Korchnoi
heldur hefði sambandið alltaf
neitað að styðja aðgerðir hans
vegna þess að málið væri póli-
tískt.
Ilundur glefsaði
í f jögur börn
IIUNDUR úr Blesugróf I Reykjavik
glefsaði í fjögur ung börn i Breið-
holti á þriðjudag i siðustu viku.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar er rannsókn málsins að mestu
lokið, en atvik voru með þeim hætti
að eigandi hundsins, kona í Blesu-
gróf, hafði leyft stúlku að fara út
með hundinn. Stúlkan sleppti hund-
inum lausum og glefsaði hann í börn
við Eyjabakka. Sagði lögreglan að
börnin hefðu ekki meiðst stórvægi-
lega, en þó blæddi úr einu barnanna.
Foreldrar barnanna hafa kært þetta
mál. Umræddur hundur er af ís-
lensku kyni.
I garnla daga
var hægfað fá bílaleigubil
í London
ítvodaga
fyrir aðeins £22
Þaðerhægtennþá!
Margir halda að bílaleigubílar séu
svo dýrir, að það sé venjulegum
ferðamanni ómögulegt að nota þá í
Bretlandi. Þetta er mikill misskilning-
ur.
Hér einu sinni var hægt að fá leigðan
bíl í tvo daga t.d. laugardag og
sunnudag, og greiða í leigu u.þ.b.
£25 sterlingspund. Þetta er hægt
ennþá, þrátt fyrir verðhækkanir og
verðbólgu.
Þú getur fengið Ford Fiesta eða Mini
Metro fyrir £11,00 á dag, og 100 mílur
innifaldar. Á sama hátt kostar Fiat
Strada £12.00 ádag.
Svo eru sumir sem segja að England
á sédýrtland.
Þú þarft ekki að gera langar áætlanir
fyrirfram. Við bókum þig á fyrsta
gististaðinn, en móttökustjórinn þar
sér um að bóka þig á það næsta - og
síðan koll af kolli. Þú ákveður vega-
lengdina, sem þú ætlar að aka í einu,
og átt vísan gististað þegar þú
kemur á staðinn. Allt eftir þínu eigin
vali.
Eitt geturðu bókað. Gamla, góða
London breytist stöðugt með tíman-
um, en England heldur áfram að vera
hrífandi. Þú kynnist því best á bíla-
leigubíl á viðráðanlegu verði. Apex
fargjaldið til London með Flugleið-
um kostar aðeins kr. 2.465.-
FLUGLEIÐIR
Traust lólk hjð gódu félagi