Morgunblaðið - 30.07.1981, Side 23

Morgunblaðið - 30.07.1981, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 23 Sendiherra rekinn? WashinKton, 29. júlft. AP. ROBERT G. Neumann, sem tók við embætti sendiherra Bandarikjanna i Saudi-Arabíu fyrir aðeins tveimur mánuðum, hefur nú látið af þeim störfum. Fer tvennum sögum um ástæð- una. Haft er eftir „áreiðan- leKum“ heimildum að Neu- mann hafi verið rekinn eftir að hafa farið hörðum orðum um Aiexander Haig, utanrikisráð- herra, á fundi með Charles Percy, formanni utanrikis- nefndar Öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hins vegar segir David Gergen, talsmaður Ilvíta hússins, að Neumann hafi ekki verið settur af emb- ætti, heldur hafi hann sagt starfi sínu lausu af persónu- legum ástæðum. Ronald Reagan, forseti, hefur fallizt á lausnarbeiðni Neu- manns, en í bréfi sínu til forsetans sagði Neumann meðal annars: „Persónulegar ástæður gera mér ókleift að sinna áfram þessu embætti." í svari forset- ans segir Reagan að hann fallist á lausnarbeiðnina „með eftir- sjá“, en hann „skilji og virði“ þær persónulegu ástæður, sem að baki liggi. Neumann er 65 ára, fæddur í Austurríki, og voru foreldrar hans Gyðingar. Eftir ársdvöl í fangabúðum nazista fluttist hann til Bandaríkjanna árið 1941. Fyrir forsetakosningarnar 1980 var hann í ráðgjafanefnd Reagans um utanríkismál. Seg- ir talsmaður Hvíta hússins að nú bíði Neumann ráðgjafastarf hjá utanríkisráðuneytinu. Wyler látinn Hollywood, 29. júlft. AP. IIINN frægi kvikmyndaleikstjóri William Wyler, lézt aðfaranótt þriðjudags á heimili sinu i HoIIy- wood. Wyler stjórnaði mörgum kvikmyndum, sem frægar urðu, og þrivegis fékk hann Oscars- verðlaun fyrir kvikmyndaleik- stjórn, það var fyrir myndirnar Frú Miniver, Beztu ár ævinnar og Ben Hur. William Wyler hafði að mestu dregið sig í hlé hin seinni ár. Hann varð 79 ára gamall. Fækkun í f orystuliði ÞEIM hefur farið fækkandi nánustu ráðgjöfum og stuðningsmönnum Ayatoliah Khomeini í íran frá þvi Khomeini sneri heim til Teheran úr útlegð í París fyrir tveimur og hálfu ári. Þessir menn, sem ýmist voru samferða Khomeini í flugvélinni frá París, eða tóku á móti honum á flugvellinum við Teheran, hafa margir hverjir lent í „hreinsunum“, eða verið ráðnir af dögum, og aðeins fáir enn í náðinni, eins og sjá má á eftirfarandi skrá. Samferðamenn frá París: Abolhassan Bani-Sadr Ibrahim Yazdi Sadeq Ghotbzadeh Mostafa Chamran Abbas Emir Enteram Áður: Forseti Vara-forsætisráðherra, utanríkisráðherra og ritstjóri Utanríkisráðherra Varnarmálaráðherra Vara-forsætisráðherra í mótttökunefnd á flugvellinum Ayatollah Behesti Forseti Islamska lýðveldisflokksins Ayatollah Taleghani Stjórnarskrárfræðingur Ayatollah Motaheri Ayatollah Mofateh Medhi Bazargan Karim Sanjabi Mohammed Montazeri Ayatolah Khamenei Byltingarráðsmaður Byltingarráðsmaður Forsætisráðherra Forseti Þjóðfylkingar Þingmaður Trúarleiðtogi í Teheran Ayatollah Shariat-MadariLeiðtogi í Azerbajan Ayatollah Khalkali Dómari Hojatoleslam Rafsanjani Talsmaður Majlis Nú: Á flótta Sagður særður hefur ekkert embætti í ónáð Felldur í írak Myrtur Myrtur Lézt úr hjartaslagi Myrtur Myrtur í ónáð í ónáð Myrtur í sjúkrahúsi í stofufangelsi í náðinni á ný í náðinni íþróttafólk frá Tékkóslóvakíu biður um hæli Köln. Vestur I*ý/.kalandi. 29. júli. AP. TUTTUGU og fimm Tékk- ar , sem hafa verið í Köln á 14. heimsleikum heyrnar- lausra, hafa óskað eftir því að fá hæli í Vestur-Þýzka- landi. Frétt þessa efnis var birt í blaðinu Die Welt og var sagt að í hópnum væru þrjár fjölskyldur með eitt eða tvö börn. Ekki var kunngert hversu margir þeirra sem báðu um hæli voru íþróttamenn, ellegar hvort þarna var um að ræða þjálfara hópsins. Die Welt sagði að fólkið hefði fengið inni á hóteli til bráðabirgða, enda flótta- mannabúðir borgarinnar yfirfullar af fólki frá aust- urblokkinni, sem hefur beðið um hæli í V-Þýzkal- andi. Brúðhjónin i opnum vagni á leið til Buckingham-hallar. milljarður með brúðkaupinu, sjðtti hluti mannkyns. Fjórir gæðingar drógu vagn brúðhjónanna Fjórir gráir gæðingar drógu opinn vagn brúðhjónanna til Bucking- ham-hallar og kirkjuklukkur Sánkti Páls-dómkirkjunnar hljómuðu um nágrennið. Vagn brúðhjónanna fór um Trafalgar Square, Admiralty Arch og síðan til Buckingham-hall- ar. Skömmu eftir hádegi að íslenzk- um tíma, tveimur klukkustundum eftir að athöfnin hófst í Sánkti Páls-dómkirkjunni, komu Karl prins af Wales og prinsessan af Wales fram á svölum Buckingham-hallar og veifuðu til fólksins. Hundruð þúsunda veifuðu til baka. Einnig komu drottningin og Spencer jarl fram á svalirnar. í Buckingham-höll var efnt til mikillar veislu og þangað voru sam- an komnir þeir þjóðarleiðtogar, kóngar og drottningar, prinsar og prinsessur, sem boðið hafði verið til brúðkaupsins. Fimm fyrrum forsæt- isráðherrar Bretlands voru og mætt- ir ásamt Michael Foot, leiðtoga Verkamannaflokksins. Síðdegis fóru Karl og lafði Díana til Waterloo- járnbrautarstöðvarinnar og fóru með lestinni til Broadlands, heimilis hins látna Mountbattens jarls. Þar munu þau dvelja fyrstu hveiti- brauðsdagana. Á laugardag fara þau til Gíbraltar. Þar bíður konungs- snekkjan Britannia þeirra. Þrjú þúsund lögreglu- menn gættu brúðhjónanna Gífurlegur viðbúnaður var í heimsborginni í dag. Þrjú þúsund lögreglumenn gættu öryggis brúð- hjónanna og gesta. Þyrlur flugu yfir svæðinu, sérþjálfaðir lögreglumenn voru á húsþökum og sjónvarpsvélar fylgdust með hreyfingum mann- fjöldans. § Manstu þegar hægt var aó borða fynr£L50 áskemmtilei í Lonáon? Þaö er hægt ennþá! Sumir hlutir breytast aldrei. Þannig er því varið með ensku bjórstofurnar, pöbbana vinsælu. Það er varla hægt að segja að þeir hafi breyst nokkuð í áratugi. íslendingar, sem ferðast til London hafa kunnað að meta bjórstofurnar og hið sérkennilega andrúmsloft þeirra. Margur ferðalangurinn hefur notfært sér staðgóðan og ódýran mat, sem fæst á hverri bjórstofu í há- deginu. Pub lunch getur verið allt frá ítölskum kjúklingarétti til enskrar pylsu og bakaðra bauna - auðvitað með tilheyrandi bjórkollu. Verðið er nánast hlægilegt, - eitt og hálft sterlingspund er algengt verð. Bjórstofurnar ensku eru einn af þægilegustu þáttum heimsóknar þinnar til London. Ódýr og góður matur, enskur bjór og sérkennilegt umhverfi gerir sitt til þess að heim- sókn þín til London verði eftirminn- anleg. Eitt geturðu bókað. Gamla, góða London breytist stöðugt með tíman- um en hún heldur samt áfram að vera töfrandi borg, sem býður upp á góðan ,,Pub Lunch“ á hagstæðu verði. Apex fargjaldið til London með Flugleiðum kostar aðeins kr. 2.465.- FLUGLEIDIR Traust tólkhja góóu félagi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.