Morgunblaðið - 30.07.1981, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 30.07.1981, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1981 35 ógleymanlegt. Þetta var hennar stærsta aðfinnsla við mig. Aldrei mátti hún neitt aumt sjá, hvorki hjá mönnum eða málleysingjum án J)ess að vilja úr bæta. Eg leyfi mér að birta orðrétt kafla úr grein, sem góður og merkur nágranni, Ágúst Þor- valdsson, fyrrv. alþingismaður að Brúnastöðum, ritaði við lát fóst- urmóður minnar, maður sem gjör- þekkti hana og hennar heimili. „Á uppvaxtarárum Elínar voru prestssetrin í sveitunum einskon- ar menntasetur, sem veittu út frá sér margvíslegum menningar- straumum á andlegum og oft einnig á verklegum sviðum. Er óhætt að fullyrða að Hruni var þar í fremstu röð þar sem þeir sátu feðgarnir, séra Jóhann Briem og Steindór, faðir Elínar. Tiltölu- lega stutt er frá Hruna að Stóra- Núpi, en þar var þá séra Valdimar Briem vígslubiskup og sálma- skáld, sem þjóðkunnur var að glæsimennsku og andagift. Var samgangur mikill milli þessara heimila og vinátta með frænd- semi. Var prestsdóttirin í Hruna yndi og uppáhald allra á báðum stöðum, sem óhætt er að fullyrða að húsbónda, vini og nánum sam- starfsmanni. Frá öllum þeim ár- um, sem sannarlega voru engir lognmollutímar á Siglufirði, og segja mætti mikla sögu af, vakir nú við fráfall Erlends Þor- steinssonar, öllu amstri þeirra daga ofar, minningin um góðan dreng, sem öllurn vildi vel og gerði mörgum gott. Já, um það, hversu viðkvæmur og einlægur hann var að innri gerð, þessi einbeitti og harðskeytti baráttumaður, þegar hann þurfti og vildi það viðhafa. Og ekki gleymi ég jólaskeytunum hans til aldraðrar og einmana fóstru hans heima á Fáskrúðs- firði. Það þurfti engan vælukjóa til þess að vikna af anda þeirra og orðfæri, sem lýsti svo vel inn í hugskot Erlends. Fyrir allt gott og elskulegt, sem ég á Erlendi Þorsteinssyni upp að unna frá löngu liðnum dögum, votta ég honum nú að leiðarlokum þakklæti mitt og virðingu. Ég bið honum blessunar guðs á nýjum og ókunnum víðernum — og huggun- ar öllum þeim, sem trega og bera harm í hjarta vegna fráfalls hans. -6, (aðir Ijóss ok alls, scm er. Keí ollum hvild ok (rið i þðr.“ Raldvin Þ. Kristjánsson. að þá stóðu í fremstu röð íslenskra heimila. Ekki er neinn vafi á því, að Elín fékk það besta uppeldi sem þá var hægt að veita stúlkubarni í sveit hér á landi. Hún var líka mjög góðum gáfum gædd og átti hægt með að tileinka sér það sem hún sá og heyrði og hún vissi að gott var og gagnlegt. Skáldskapur og tónlist var í öndvegi haft í Hruna. Þar var mikill gestagang- ur og fjöldi útlendra og innlendra menntamanna voru þar tíðir gest- ir, einkum á sumrin. Uppeldisskil- yrðin og gott ætterni settu í sameiningu sitt glæsilega mann- dómsmerki á Elínu." Og áfram heldur Ágúst á Brúnastöðum: „El- ín var kona háttprúð, frjálsleg og ljúf við hvern sem var. Allra kvenna gestrisnust og best að sér gjör um flesta þá hluti, sem konu mega prýða." Mér. eru minnisstæðar þær ánægjustundir, þegar við krakk- arnir sátum inni hjá mömmu og hún sagði frá æskuárum sínum í Hruna. Hennar sérhæfileiki var að leika hverja persónu, sem hún sagði okkur frá, og fannst okkur við sjá þær Ijóslifandi fyrir okkur. Margir sem dvöldu á heimili fósturmóður minnar um lengri eða skemmri tíma kölluðu hana mömmu. Oft var að gamalt og veikt fólk kom og fékk að vera síðustu stundirnar. Til þess vitnar Ágúst í grein sinni: „Hvar sem Elín vissi af í sveit sinni sjúkleika, úrræðaleysi eða öðrum bágindum, þá var hún fljótlega þar komin og lagði á ráð um hvernig reynt yrði úr að bæta og tók stundum að sér fyrir þá sem ístöðulitlir voru fyrirgreiðslu um þeirra mál.“ Árið 1963 skrifaði hún grein í tímaritið Goðastein, sem gefið er út að Skógum, Bernsku- og æsku- minningar. — Þar segir hún frá því að hún hafi lært að gera skó hjá ömmu sinni, því hjá henni hafi hún séð hina fegurstu heimatil- búnu skó. I þá daga þurfti að gera skó á allt heimilisfólkið. Það var víst ekki óvenjulegt að það stæðu nýir skór við rúmstokkinn, þegar fólkið vaknaði. Ekki fylgdi það með að hún hefði vakað og gert skóna. Aldrei sá ég fósturmóður mína sleppa verki úr hendi, enda hafði hún yndi af allri handavinnu. Hún átti gott safn bóka og las þær, unni fögrum skáldskap og kunni mikið af ljóðum. Ekki man ég betur en að hún kynni Passíu- sálmana alla utanað og marga aðra sálma. Það voru óblandnar ánægjustundir er hún prjónaði og las, þá gjarnan upphátt, og lék hverja persónu. I Goðasteinsgrein sinni segir hún sjálf: „Vorið 1902 giftist ég unnusta mínum, Árna Árnasyni frá Hörgsholti, ágætismanni, í orðsins fyllstu merkingu." Þau hófu búskap í Hruna og síðar að Grafarbakka, en fluttu árið 1906 að Oddgeirshólum. Árni var búfræðingur frá Hólum og aldrei hef ég séð jafn fallegar teikningar og þær, sem hann gerði í skólanum, enda bauðst honum kennarastaða við skólann, en hafnaði henni og segir mamma í grein sinni. „Þá voru þannig ástæður í Hruna, að pabbi minn var þrotinn að heilsu og gat þess vegna ekki stundað búskap lengur, en langaði að þjóna „brauðinu" meðan nokkur kostur var. Árni minn afsalaði sér stöðunni, sem í þá daga þótti þó nokkuð glæsileg, a.m.k. öruggara en að.byrja bú- skap eignalaus á prestssetursjörð. Þó fór það svo að við tókum við búinu um vorið og bjuggum þar í þrjú ár.“ Og svo enn sé vitnað í orð Ágústs, fyrrv. alþm.: „Ég hef engu heimili kynnst þar sem jafn vandr aður og fágaður heimilisbragur hefur rikt. Var mikið ástríki með þeim hjónum og samstarf gott um heimilisstjórnina og háttvísi alla. Þar var fjöldi hjúa og barna, en aldrei heyrðist ljótt orð né ósam- komulag.“ Árni hafði mikla umsýslu við búskapinn á stórri jörð. Um þetta heyrði ég talað. Til gamans langar mig að minnast á þegar mamma og Árni komu að Oddgeirshólum. Þá voru ekki vélar til að slétta túnin með. Mamma sagðist aldrei gleyma hvað þúfurnar í túninu voru stórar, voru þær sléttaðar smátt og smátt með ristuspaða. Þannig þurfti bóndinn í þá daga að slétta tún sín með handverk- færum. Gestagangur var mikill í Oddgeirshólum, en nægilegt hús- rými. . Það mun láta nærri, að fósturmóðir mín hafi verið hús- móðir í Oddgeirshólum í 54 ár, virt og elskuð af öllum. Hún andaðist 30. ágúst 1965, 84 ára. Að endingu vil ég þakka þeim mætti, sem fyrir öllu ræður, að hafa fengið að njóta hinnar miklu móðurhlýju og umönnunar fóst- urmóður minnar, og hlotið sama lífsundirbúning og hennar eigin börn. Blessuð sé aldarminning henn- ar. Hún hafði miklar mætur á þessu sálmaversi eftir föður sinn: ÉK bekki veK hann viss «k Klóggur er. oi villist ncinn scm cítir honum ícr. En þyrnar vaxa þcssum vexi á hann þrongur cr cn samt hann rata má. Ilann lciöir oss í íriA. í frið ok flytur oss aó Drottins haxri hlirt. Jónina Björnsdóttir Freemans, stærsta póstverslunin í London, býöur nú alæsileara ^ urval og hagstæðari ^ap^^verðen nokkru ^ sinni fyrr. Nýi Freemans pöntunarlistinn meö haust- og vetrartískunni ‘81 er 676 blaösíöur hlaðnar f jölda hagstæöra tilboöa um vandaðan fatnaö á alla fjölskylduna. srym Já takk iiecmci Skrifiö eöa hringid strax í dag eftir nýja pöntunarlistanum og njótid þess að versla í rólegheitum heima í stofu Verö kr. 59.- Póstburðargjald kr. 18,- f Á 59. Nafn Vinsamlega Æ sendiö mér nýja Freemans pöntunarlistann í póstkröfu. Heimili: Staður: _ Sendist til: FREEMANS OF LONDON c/o BALCO hf. Reykjavíkurvegi 66, 220 Hafnarfirði, sími 53900 Hausttískan frá London — heim til þín

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.