Morgunblaðið - 30.07.1981, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 30.07.1981, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 43 Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja komið út Þjóðhátíðarblað Vestmanna- eyja er komið út að vanda, en það er Knattspyrnufélagið Týr sem sér um hátiðina að þessu sinni, og á félapð 60 ára afmæli á þessu ári. I Þjóðhátíðarblaðinu eru greinar um hátíðina og ýmsa sem koma við sögu, en ritstjórar eru Hermann Einarsson og Sigurgeir Jónsson. Vöruskipta- jöfnuður var óhagstæður um 447,6 millj. króna Vöruskiptajöfnuður landsmanna var óhagstæð- ur fyrstu sex mánuði ársins um liðlega 447,6 milljónir króna, en verðmæti út- flutnings á þessu tímabili var liðlega 2,8 milljarðar króna. Verðmæti innflutn- ings var hins vegar liðlega 3,25 milljarðar króna. Sé júnímánuður tekinn einn sér, þá var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um tæplega 228 millj- ónir króna, en innflutningur var þá að verðmæti tæplega 837 millj- ónir króna, en útflutningur tæp- lega 609 milljónir króna. Vöruskiptajöfnuður lands- manna var óhagstæður um tæp- lega 334,5 milljónir króna fyrstu sex mánuðina á síðasta ári, en sé júní tekinn einn sér þá var hann óhagstæður um tæplega 254 millj- ónir króna. Langstærsti þátturinn í útflutn- ingnum var ál og álmelmi, sem var að verðmæti tæplega 309 milljónir króna fyrstu sex mánuðina. Varðandi innflutninginn þá veg- ur innflutningur fyrir ÍSAL þyngst, en verðmæti hans fyrstu sex mánuðina var liðlega 253 milljónir króna. Fyrir Landsvirkj- un voru fluttar inn vörur fyrir liðlega 89 milljónir króna, fyrir íslenzka járnblendifélagið fyrir liðlega 43 milljónir króna og skip voru flutt inn fyrstu sex mánuðina fyrir liðlega 42 milljónir króna. Við samanburð við utanríkis- viðskiptatölur 1980 verður að hafa í huga, að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar-júní 1981 er talið vera 46,4% hærra en það var í sömu mánuðum 1980. Framfaraspor í inn- réttingaframleiðslu FYRIR skömmu tók húsgagnaverslun Axels Eyjólfssonar hí. í notkun ný tæki við lökkun innréttingaframleiðslu sinnar, og hafa erlendir sérfræðingar að undanförnu unnið við uppsetningu og ráðgjöf um notkun þeirra. Hér er um að ræða svokallaða UV-lökkun, sem pressast í sérstökum tækjabúnaði óvenju vel inn í viðinn og þurrkast siðan á nokkrum sekúndum í útfjólubláum geislum. Samhliða lökkunartækjunum hefur nú verið tekin í notkun ný spónarpressa frá Sennerskov og er það fyrsta alsjálfvirka press- an sem kemur hingað til lands. Á þessum sömu tímamótum hjá fyrirtækinu hefur verið tekið í notkun stórt viðbótarhúsnæði og hefur framleiðslusvæði verk- smiðjunnar þá tvöfaldast að sögn forráðamanna hennar. Þá hefur einnig að sögn þeirra, framleiðslugeta fyrirtækisins aukist um 100% við þessa við- bót. T Ib Larsen, lakksérfræðingur og Björn Andersen, vélfræðingur frá Sennerskov á tali við Þórð Axelsson. Á milli þeirra renna staðlaðar innréttingaeiningar í gegnum lakkvélina. gríllaö með BR1HKLÓ Þessa dagana er Brimkló að senda frá sér hljómplötuna „Gllmt við þjóðveginn." Kapparnir eru í feröahug og eru hér á ferðinni með létta og skemmtilega plötu sem á örugglega eftir að heyrast mikið á næstunni. Allt frá hressilega „grilluðu" Rockabilly og yfir í rómantískar melódlur. Höfundar laganna eru þeir Björgvin Halldórsson, Magnús Kjartansson, Arnar Sigurbjörnsson, Magnús Eiríksson o.fl. Njóttu þess að ferðast f huganum og fáðu þér eintak. DREIFING: SÍMI 29575

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.