Morgunblaðið - 30.08.1981, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981
Prjóna- og saumastofur á Norðurlandi:
St jórnvöld tryggi af-
komu fyrirtækjanna
Akureyri. 28. átrúst.
Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstœðisflokksins, ávarpar fulltrúa á þingi
ismanna.
26. þing SUS:
Nýr formaður og
st jórn kosin í dag
SAMTÖK prjóna- og saumastofa
á Norðurlandi (SPSN) héldu
aðalfund sinn á Akureyri í dag.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa
var fjallað um hag og horfur í
rekstri fyrirtækjanna, sem að
samtökunum standa, en þau eru
nú 9 talsins.
Mikill uggur var í fundar-
mönnum vegna þess vanda, sem
við er að etja í þessari iðngrein um
þessar mundir. Útflytjendur
prjónavarnings og prjónafatnaðar
hafa, að því er heyrzt hefur, talið
sig mæta alvarlegum erfiðleikum
vegna styrkingar gengis Evrópu-
gjaldmiðla annars vegar og
Bandaríkjadollars hins vegar og
hafa þess vegna ákveðið að gefa
saumastofunum aðeins kost á við-
bótarpöntunum á lægra verði en
greitt hefur verið til þessa og
nemur verðlækkunin allt að 10%
og jafnvel meiru.
Saumastofurnar telja sig ekki
eiga annarra kosta völ en hlíta
þessu verði, en þykir afkomu sinni
stefnt í fullkomna tvísýnu af
þessum ástæðum svo ekki sé
meira sagt. Afkoma þeirra gefur
tæplega svigrúm til mikillar lækk-
unar á verði framleiðsluvarnings
þeirra.
Hér við bætist að verulegrar
tilhneigingar hefur orðið vart í þá
átt, að flytja starfsemi og verkefni
æ meir frá landsbyggðinni til
stærri fyrirtækja á Reykjavíkur-
svæðinu og það er þróun, sem
SPSN telur afar óheillavænlega.
Verkefnaskortur hefur farið mjög
vaxandi á Norðurlandi og er nú
orðinn mikill og alvarlegur. Dæmi
eru þess að saumastofur hafa ekki
tekið til starfa aftur eftir sumar-
leyfi starfsfólks. Sérstaklega eru
„MÉR finnst það alveg með
ólíkindum að stjórnvöld láti sér
detta það í hug, þvi að þessi
gengisbreyting er ekki nægileg
til þess að leysa nema hluta af
þeim vanda sem frystiiðnaðurinn
á í núna,“ sagði ólafur Gunnars-
son framkvæmdastjóri Síldar-
vinnslunnar hf. á Norðfirði, er
Morgunhlaðið spurði hann álits á
þeim möguleika að gengismunur-
það hin minni fyrirtæki, sem nú
þegar eða á næstunni eiga í
miklum erfiðleikum.
í hinum 9 (voru áður 10) prjóna-
og saumastofum, sem standa að
SPSN starfa nú nokkuð á þriðja
hundrað manns. Þær eru mikil-
vægur þáttur í atvinnuiífi margra
sveitarfélaga og afkoma og við-
gangur fyrirtækjanna snertir
mjög hag byggðanna. Atvinnu
starfsfóksins er stefnt í fullkomna
tvísýnu meðan þetta erfiðleika
ástand ríkir þar sem fyrirtækin
standa nú höllum fæti af fyrr-
greindum ástæðum.
Á aðalfundinum í dag var reynt
að koma auga á einhverjar leiðir
út úr ógöngunum, sem þessi mikil-
vægi iðnaður hefur ratað í og
hefur einkum verið bent á þessi
atriði: 1. Að ullarverð verði ekki
hækkað frá því sem nú er. 2. Að
ýmis opinber gjöld svo sem laun-
askattur verði afnumin á þessum
útflutnigsiðnaði til samræmis við
til dæmis sjávarútveg og landbún-
að. 3. Að hagkvæmari kjör en
hingað til hafa fengizt verði á
framleiðslulánum til prjóna- og
saumastofa.
Fundurinn samþykkti að beina
því til viðkomandi stjórnvalda að
beita sér fyrir lausn framan-
greindra vandamála og tryggja
afkomu iðnfyrirtækjanna innan
SPSN, sem eru svo mikilvæg fyrir
atvinnuöryggi fólksins í þeim
byggðarlögum þar sem þau starfa.
Stjórn SPSN var endurkjörin á
fundinum, en hana skipa þessir
menn: Hannes Baldvinsson,
saumastofunni Salín Siglufirði,
formaður, Zophanías Zophanías-
son, Pólarprjóni Blönduósi og
Guðmundur Lúðvíksson, Útskál-
um Raufarhöfn.
inn vegna síðustu gengishreyt-
ingar yrði látinn renna í Verð-
jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins.
„Það liggur fyrir að tapið í
frystiiðnaðinum er sex til sjö
prósent og ég mundi kalla það
tilræði við þennan atvinnuveg að
láta gengismuninn renna í sjóð-
inn. Það þarf að kippa vanda
frystiiðnaðarins í áður í lag,“
sagði Ólafur.
IsalirAi. 29. áKÚst. Frá Ólafi Júhannssyni,
blaAamanni MorKUnblaAsins.
STÖRFUM 26. þings Sam-
bands ungra sjálfstæð-
ismanna var framhaldið í
Hnífsdal í dag. Nefndir hófu
störf um klukkan 9 i morgun
og unnu að gerð ályktana,
sem bornar verða undir at-
kvæði siðdegis í dag.
Þegar nefndir höfðu lokið
störfum sínum, flutti Jón
Magnússon, formaður Sam-
bands ungra sjálfstæð-
ismanna, skýrslu stjórnar og
Olafur Helgi Kjartansson,
gjaldkeri, gerði grein fyrir
reikningum sambandsins.
Miklar umræður urðu um
reikninga sambandsins og
svaraði gjaldkerinn fyrir-
spurnum þar að lútandi. Þá
verða lagabreytingar ræddar í
dag og mál afgreidd.
Síðdegis í dag verður farið í
skoðunarferð um ísafjörð og
nágrenni, en að ferðinni lok-
inni verður knattspyrnukapp-
leikur og keppa þar stjórn
SUS og landsbyggðarúrval
gegn stjórn Heimdallar. í
kvöld verður hátíðarkvöld-
verður og dansleikur.
Á morgun, sunnudag, verða
almennar umræður og af-
greiðsla mála. Að þeim lokn-
um verða kosningar, þar sem
nýr formaður og stjórn Sam-
bands ungra sjálfstæð-
ismanna verða kosin. Að því
loknu verður þingi slitið.
SJÓNVARPIÐ hcfur lagt bann
við því að birt verði oftar auglýs-
ing frá Getraunum, þar sem i
auglýsingunni mun hafa verið
notað í óleyfi efni úr ensku
knattspyrnunni, sem Sjónvarpið
hefur keypt og þegar sýnt. Aug-
lýsingin hafði birst tvivegis áður
en hún var stöðvuð, og sáust þar
glefsur úr nokkrum knattspyrnu-
leikjum f Englandi, sem sýndir
hafa verið i sjónvarpinu, og teknir
Sambands ungra sjálfstæð-
LjÚKmyndir Úllar
Jón Magnússon, formaður SUS,
setur 26. þing Sambandsins.
þaðan upp á myndsegulband til
notkunar í auglýsingunni.
„Efnið í auglýsingunni er kvik-
myndað af sjónvarpsskermi, það er
ekki vafamál, og við verðum að
gæta hagsmuna þeirra fyrirtækja
sem við kaupum efni af. Það var
ekki um annað að ræða en að
stöðva auglýsinguna á þessum for-
sendum. Við myndum alltaf grípa
til okkar ráða ef fleiri tilfelli af
þessu tagi kæmu upp, en við höfum
ekki orðið vör við þau,“ sagði
Pálína Oddsdóttir, skrifstofustjóri
Sjónvarpsins.
Auður Óskarsdóttir, auglýsinga-
stjóri Sjónvarpsins sagði, að gjör-
samlega væri bannað að taka efni
úr sjónvarpsþáttum vegna auglýs-
inga. í gær tókst ekki að ná í
forráðamenn Kviks sf., sem gerði
auglýsinguna, þar sem þeir eru í
útlöndum. Forstöðumaður Get-
rauna hafði á hinn bóginn eftirfar-
andi að segja er málið var borið
undir hann:
„Já, það er rétt að þessi auglýs-
ing var stöðvuð af Sjónvarpinu,
eftir að hún hafði birst bæði á
þriðjudag og miðvikudag," sagði
Sigurgeir Guðmannsson, forstöðu-
maður Getrauna, er Morgunblaðið
bar málið undir hann.
„Ástæðan, sem þeir gáfu upp var
sú að við hefðum „stolið“ birtinga-
rétti á efni er Sjónvarpið hefði
keypt, það er úr ensku knattspyrn-
unni. Það er best að auglýsinga-
stofan svari þessu frekar, en mér
finnst málið vera hrein della af
hálfu Sjónvarpsins. Þessar myndir
eru til hér úti um allan bæ í
myndsegulbandakerfum, en síðan
er okkur bannað að greiða Sjón-
varpinu fyrir að sýna brot úr
þeim,“ sagði Sigurgeir að lokum.
Hafréttarfundinum lokið
árangur eftir atvikum
segir Hans G. Andersen
Frá Eyjólfi K<»nráð Jónssyni i Gcnf.
„ÞAÐ SEM áður var óformlegt
uppkast að hafréttarsáttmála
hefur nú fengið stóraukið gildi,“
sagði Hans G. Andersen, for-
maður íslenzku sendinefndarinn-
ar. á hafréttarráðstefnunni i
Genf í samtali við Morgunblaðið I
lok funda hennar í gærkvöldi.
„Þetta var því árangursrikur
fundur eftir atvikum.“ Viðtalið
við Hans fcr hér á cftir:
Náðist einhver árangur á þess-
um fundi?
„Mér finnst enginn vafi leika á
því, að þetta hefur verið árangurs-
ríkur fundur eftir atvikum. Það
var aiveg nauðsynlegt að skýrt
kæmi í ljós hvort breytingatillög-
ur Bandaríkjamanna hefðu stuðn-
ing á ráðstefnunni og nú er Ijóst
að þeir geta ekki búizt við að ná
grundvallarbreytingum fram.
Þess vegna verður að vænta þess
að á næsta fundi verði málin rædd
í ljósi þeirrar staðreyndar og
vonandi næst þá samkomulag.
Fundurinn hefur einnig verið
notaður til að vinna áfram að
ýmsum málaflokkum, sem ekki
hefur náðst samkomulag um, svo
sem aðild að samningnum, undir-
búningsnefnd og afmörkun svæða.
Hefur öllum þeim málum miðað
verulega áleiðis.
Textanefnd hefur gert mörg-
hundruð breytingatillögur um
samræmingu á tungumálunum 6
og langflestar þeirra hafa verið
afgreiddar og er það mikils virði."
Er uppkast hafréttarsáttmálans
óbreytt að megin efni?
„Allt það, sem okkur varðar
mestu, er óbreytt, en höfuðatriðið
er, að það sem áður var óformlegt
uppkast hefur nú fengið stóraukið
gildi og nálgast nú að vera form-
legur, endanlegur texti."
Býstu við að næsti fundur verði
jafn losaralegur og sumir fyrri
fundir?
„Starfstilhögun næsta fundar
hefur nú verið fastákveðin þannig
að tímamörk eru sett fyrir hvert
stig endanlegrar afgreiðslu.
Ráðstefnan hefur nú ákveðið og
forseti hennar lagt áherzlu á það
að næsti fundur í New York, 8.
marz til 30. apríl, verði lokafundur
ráðstefnunnar og starfsáætlun er
stranglega miðuð við það.“
Má ioksins treysta því?
„Vonandi, en þeir eru komnir
með syni sína hingað til að venja
þá við,“ sagði Hans hlæjandi.
„Samt er þetta kannski merkasta
ráðstefna mannkynssögunnar og
ábyggilega sú mikilvægasta fyrir
Island. Hér er með samkomulagi
verið að ákveöa yfirráð yfir tveim
þriðjuhlutum jarðkringlunnar."
Sv. P.
ólafur Gunnarsson, frkvstj. Síldarvinnslunnar hf.:
Kalla það tilræði
við frystiiðnaðinn
- verði gengismunur látinn renna í Verðjöfnunarsjóð
Sjónvarpið bannar
birtingu auglýsing-
ar frá Getraunum