Morgunblaðið - 30.08.1981, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981
19
Tjaldað í Tröllahrauni. Nauðsynlegt er að hlaða skjólgarð umhverfis
tjaldið til varnar veðri og vindum.
Lífinu tekið með ró. Setið sunnan undir skálanum í Jökulheimum í
glampandi sól.
Vélsleðamennirnir á leið í Veiðivötn. Við vorum þeim samfara í
Veiðivötn og síðar niður að Sigöldu.
um og brátt var komin glampandi
sól en síðustu leyfar þokunnar
voru að leysast upp á fjallatopp-
um.
Samhliða þessu frysti og batn-
aði þá færið mjög, enda veitti ekki
af, því áliðið var orðið og enn var
talsvert eftir í skálann. Brátt
sáum við og þekktum umhverfi
skálans og eftir það var síðasti
spölurinn léttur, enda tilhlökkun-
in mikil, góður skáli og veizlumat-
ur sem við áttum þar. Þegar í
skálann kom tókum við hraustlega
til matar og rann 4-manna
skammtur ljúflega niður. Var það
ljúf hvíld sem við áttum þá nótt,
vel mettir og í góðum húsum.
Sólarlandaveður
og Heklueldar
Föstudagurinn langi rann upp
bjartur og fagur. Þennan dag
höfðum við ákveðið að halda kyrru
fyrir, þurrka útbúnað okkar og
hvílast. Frost hafði verið talsvert
um nóttina en á pallinum sunnan
undir skálanum var skjól fyrir
golunni og þar dvöldumst við
meiri hluta dags. Hitamælir sem
stóð í sólinni sýndi 38°C. Að
sumarlagi er fátt sem gleður
augað í Jökulheimum. Sandauðnir
og ógróin hraun svo langt sem
augað eygir. En á þessum sól-
bjarta degi, í greipum veturs
konungs, virtist okkur umhverfið
beinlínis fallegt.
Þegar leið á daginn fórum við að
undirbúa okkur fyrir áframhald
ferðarinnar, pakka saman, smyrja
nesti og skíði og fleira. Við
höfðum ákveðið að breyta ferða-
áætluninni, og í stað þess að fara
niður á Síðu tókum við stefnu á
Sigöldu. Þetta gerðum við vegna
þess að í þessum langvarandi
hlýindakafla hafði tekið upp mik-
inn snjó á heiðum sunnanlands og
leysing var mikil, aurbleyta og
krapi. Við þóttumst hins vegar all
öruggir um snjó langleiðina niður
á Sigöldu.
Við lögðum snemma af stað
morguninn eftir. Frost hafði verið
um nóttina og var færi allgott
fyrstu klukkutímana. Um hádegis-
bilið var sólbráðar farið að gæta
mjög, ísskelin yfir krapablám var
orðin ótrygg og auk þess var ösku
úr Heklu farið að gæta í miklum
mæli. Askan dró mikið úr rennsli
og slípaði skíðabotnana illa.
Síðari hluta dags vorum við svo
heppnir að hitta vélsleðamenn
sem höfðu bækistöð í Veiðivötn-
um. Þeir ætluðu í bæinn daginn
eftir og buðu okkur far með sér
sem við þáðum með þökkum.
Vorum við þeim síðan samferða í
Veiðivötn og gistum þar um nótt-
ina.
Daginn eftir hélt allur hópurinn
af stað áleiðis að Sigöldu á 7
vélsleðum. Um það leyti sem lagt
var af stað lagðist þoka yfir
svæðið og byrgði alla sýn. Fátt
markvert bar til tíðinda á leiðinni,
nema hvað einn sieðinn sökk á kaf
í krapablá. Vel gekk að ná sleðan-
um upp en ökumaður og farþegi
fengu kalt bað. Reyndar skildist
okkur á þeim vélsleðamönnum að
flestir þeirra höfðu fengið kalt bað
af þessu tagi á ferð þeirra um
þessa páska. Niður á Sigöldu
komum við eftir 2 klst. akstur. Má
segja að þar hafi lokið rösklega
viku öræfaferð. Þrátt fyrir að færi
hafi verið mjög óhagstætt var
þetta ánægjuleg og eftirminnileg
ferð og við komum endurnærðir á
sál og líkama til byggða strax
byrjaðir að ræða hvert ætti að
fara um næstu páska.
Guðjón Ó. Magnússon og
Þór Ægisson.
hefst á mánud
fyllir og þéttir á frábæran hátt
Evonor 165 - polyúreþan sem fyllir og þéttir milli veggeininga, viö giugga-
karma, huröarkarma, kringum rör, rafmagnsleiðslur o.fl. o.fl. Einstakt efni,
sem einangrar ótrúíega vel.
Evonor 165 er sprautaö i fljótandi formi, en þenst út og harðnar á
skömmum tíma.
Polyúreþanið rotnar hvorki né myglar, brennur ekki við eigin loga og þolir
flest tæringarefni auk vatns, bensíns, olíu, hreingerningarefna og sýra.
Úreþanið binst flestum efnum, s.s. steypu, pússningu, tré, spónaplötum
og plastefnum.
rjuiui annarra
þéttiefna og áhalda til þéttingar
it
GLERBORG HF
DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIROI - SIMI 53333