Morgunblaðið - 30.08.1981, Side 23

Morgunblaðið - 30.08.1981, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 23 Gluggi Norðurlanda Tveir ungir íslendingar eru með sjálfstætt fyrirtæki í stærstu sýningarhöll Norðurlanda Texti og myndir: Guðný Bergsdóttir Þeir eru orðnir margir íslend- ingarnir, sem flust hafa til Dan- merkur og sest þar að. í dag búa fleiri þúsund íslendingar þar — enginn veit nákvæmlega hve marg- ir — og eru ýmist við nám eða störf, hafa stofnað þar heimili, senda börn sín á dönsk barnaheim- ili og í danska skóla. Sumir vinna hjá öðrum og eru í mismunandi stöðum og svo eru aðrir sem reyna fyrir sér sjálfstætt. Að byggja upp sjálfstætt fyrirtæki í erlendu landi er oft erfitt og krefst bæði mikillar þolinmæði og óhemju vinnu. Þrátt fyrir það, eru ótrúlega margir Islendingar í Danaveldi, sem komið hafa sér upp blómstrandi fyrir- tækjum. Meðal þeirra framtaks- sömu ísleninga, sem stofnað hafa og starfrækja í dag eigið fyrirtæki, eru tveir ungir menn, Hans Björnsson úr Reykjavík og Björn Árnason frá Hafnarfirði. Fyrir- tæki þeirra heitir STAND-DEKO og er til húsa í stærstu sýningar- höll Norðurlanda, Bella Center. Áður en sagt er frá þessu fyrirtæki, væri ekki úr vegi að lýsa Bella Center eilítið, því þótt fjöl- margir Islendingar hafi lagt leið sína í þessa stóru höll, eru þó margir sem ekki gera sér grein fyrir þeirri starfsemi sem þar fer fram. Til gamans má geta þess, að Laugardalshöllin, sem sýningar- svæði, er eins og ein lítil sýningar- deild í samanburði við Bella Cent- er. Eins og áður er sagt, er Bella Center stærsta sýningarhöll Norð- urlanda, í allt 85.000 fermetrar undir þaki, en sjálft sýningarsvæð- ið með útisvæðum e miklu stærra. Þetta er geipistór þjónustumiðstöð fyrir allt verslunarlíf á Norður- löndum og þegar sýningar standa yfir, er þar ys og þys og þúsundir gesta dag hvern. Á hverju ári heimsækja rúmlega 580.000 gestir höllina og fjölmargir framleiðendur frá flestum löndum Evrópu sýna þar og kynna fram- leiðsluvörur sínar á 25 —30 sýning- um, sem allar eru af bestu hugsan- legu gæðum, bæði hvað skipulagn- ingu og vörugæði snertir. Hér fyrir utan eru þrjár fastar sýningar, sem opnar eru allan ársins hring: Tískusýning; sýning fyrir innbú og húsainnréttingar, svo og gull- og silfursýning. Þetta eru um leið sölusýningar og kaup- endur koma frá flestum löndum heims til að kaupa vörurnar. Þess- ar 3ölusýningar og aðrar sýningar í höllinni, hafa oft verið nefndar „gluggar" gæðavöru Norðurlanda. Bella Center er staðsett mitt á milli flughafnarinnar Kastrup og miðborgar Kaupmannahafnar. Auk fyrrgreindra sýninga, eru þar líka fjölmargar smáverslanir, sem um leið eru sýningardeildir. Þar á meðal hefur Sambandið verið með eina slíka í mörg ár og er þar að finna allt það nýjasta sem Sam- bandið framleiðir í fatnaði, bæði úr íslenskri ull og skinni. Og í ár, bættist svo önnur íslensk verslun við, STAND-DEKO, eins og áður er nefnt. Nafnið STAND-DEKO höfð- ar til bygginga sýningarbása, inn- réttinga og skreytinga hverskonar. Þetta er eina verslunin af þessu tagi í Bella Center og því hafa Hans Björnsson og Björn Árnason góða sérstöðu fram yfir keppinauta í sömu atvinnugrein, þar sem fljótlegt og auðvelt er fyrir hina mörgu sýningaraðila að snúa sér til þeirra. „Við sjáum um að búa til hinar ólíklegustu tegundir sýningarbása, hvort sem það er fyrir framleið- endur fatnaðar, véla, húsgagna eða framleiðendur á öðrum sviðum," segja Hans og Björn og bæta við, að vinnan felist fyrst í því að teikna básinn í samráði við við- skiptavininn, síðan byggja hann upp, mála og skreyta, búa til auglýsingaspjöld, setja upp ljósa- „show“ og annað sem viðskiptavin- irnir kunna að óska. Þeir klæða jafnvel útstillingarbrúður í föt þegar á þarf að halda! En það er þó langt í frá að viðskiptavinir STAND-DEKO séu eingöngu sýningaraðilar í Bella Center, starfssvið þeirra á sér engin takmörk. Þannig hafa þeir félagar t.d. líka tekið að sér verkefni á heimaslóðum, m.a. inn- réttingar fyrir Prjónastofuna Ið- unni á Seltjarnarnesi. Einnig hafa þeir séð um innréttingar í ýmis fyrirtæki og verslanir í Danmörku. „Innréttingar í verslanir eru oft háðar ýmsum dægurflugum, sér- staklega tískufataverslanir og þess vegna höfum við teiknað og smíðað innréttinga-samstæðu, sem auðvelt er að breyta með mjög litlum tilkostnaði. Þannig er t.d. hægt að breyta alveg útliti verslunar, að- eins með nýjum litum, flutningi á áður uppsettum innréttingum og er hægt að gera þetta á mjög stuttum tíma. Þannig eru margir möguleik- ar fyrir hendi," segja þeir félagar. Hans Björnsson, sem búið hefur um ellefu ár í Danaveldi, stofnaði fyrst fyrirtækið Björnsson reklame og var fyrirtækið til húsa rétt við hina frægu göngugötu Strikið, í hjarta Kaupmannahafnar. Meðal annars gerði hann þá mikið af sýningarbásum fyrir aðila í Bella Center og á sl. ári þegar hann fékk tækifæri til að leigja húsnæði í höllinni, sló hann strax til. Þá hafði Björn Árnason hjálpað hon- um við mörg verkefni. Samstarf þeirra byrjaði snemma árs 1980 í sambandi við sýninguna World Fishing og svo leiddi eitt verkefnið annað af sér. Það var svo í febrúar í ár, að þeir félagar stofnuðu STAND-DEKO, um leið og flutt var í Bella Center. Hans er lærður innanhússarkitekt og Björn lærður smiður. Auk sjálfrar versl- unarinnar, sem þeir félagar hafa mjög smekklega innréttað, hafa þeir litla teiknistofu og svo verk- stæði til stærri verkefna. Verslunin er opin svo lengi sem viðskiptavinirnir hafa þörf fyrir okkur og við seljum timbur, spóna- Haustnámskeiðin í manneldisfræði hefjast næstu daga. Upplýsingar og innritun í síma 74204. Kristrún Jóhannsdóttir, manneldisfræðingur. Hér standa Björn Árnason (t.v.) og Hans Björnsson fyrlr framan versl- un sina i Bella Center. Eigendur STAND-DEKO hafa sjálf- ir séð um innréttingu i verslun sinni og er öllu haganlega fyrir komið. Á bak við eru teiknistofur og lítið verkstæði. Fyrirtækið hefur svo stærra verkstæði á sýningar- hallarsvæðinu, þar sem aliar stærri innréttingar sjá dagsins ljós. Bókstafi í ölium stærðum og gerðum er að finna í STAND-DEKO. Hér ákveða eigendur fyrirtækisins. Björn Árnason (t.v.) og Hans Björnsson, hvaða bókstafi skuli nota i verkefni sem þeir eru að vinna að. plötur, málningu og allt sem þarf til skreytinga, einnig verkfæri ým- iss konar og allt sem þarf til venjulegs skrifstofuhalds. Við leigjum ennfremur út ýmis raf- magnsverkfæri og ljósa-„show“, sjáum um prentun minni prent- verkefna, teikningar auglýs- ingaspjalda og handskerum stafi og texta, sem t.d. eru notaðir í glugga fyrirtækja og verslana," segja Björn og Hans. Það er dýrt að leigja húsnæðið í Bella Center, en þeir félagar segja að það borgi sig vegna þeirrar sérstöðu sem þeir hafa, nefnilega að vera á staðnum, þegar þörf er fyrir þá. Af öllu þessu er hægt að sjá, að það eru bæði mörg og spennandi viðfangsefni, sem Hans og Björn vinna að, og þau eru jafn ólík eins og þau eru mörg. Fyrirtækið hefur þegar marga fasta viðskiptavini og það er nóg að gera. Þeir vonast líka til að veltan í ár verði vel á aðra milljón danskra króna. Og svo að siðustu, hvers vænta félagarnir Hans Björnsson og Björn Árnason sér af framtíðinni? „Framtíðin? Ja, við vonumst auðvitað eftir að fá nóg af nýjum verkefnum, þannig að við getum lifað vel af þessu og vonumst til að því lengur sem við verðum hér í Bella Center fáum við fleiri og fleiri viðskiptavini. Við álítum sjálfir að starfið sé ákaflega spenn- andi og lítum björtum augum til framtíðarinnar. Að hafa nóg að gera og gera það svo viðskiptavin- um okkar líki, hlýtur að vera okkar framtíðarósk." SHARP SKRIFSTOFUVÉLAR ÞAÐ SEM KALLAST „EINSTAKIR EIGINLEIKAR“ ÁLÍTUM VIÐ SJÁLFSAGÐAN HLUT HJÁ SHARP Berið SHARP SF-741 saman vlð aðrar Ijósprentunarvélar og sjálð muninn. Kannið framköliunargæðin. SHARP SF-741 ijósprentar ekki eingöngu á allan venjulegan pappír, heldur einnig á bréfsefni, glærur. teiknipappír, kartonpappír allt að 200 gr og m.fl. Þurrduftsframköllun skilar hámarksskírleika Tveir prentrofar auka möguleikana á prentun á mismunandi þykkt pappírs, þannig að ávallt fæst besta mögulega framköllun sem völ er á hverju sinni. 800 LÍNAN FRÁ SHARP: SF-850 33 kópíur á mínútu. Hámarks hraðvirkni. Frábærframköllun Vinnuhesturinn frá Sharp. Athugið hve SF-741 er hagkvæm í rekstri. Hönnun vélarinnar miðast öll við einföldun í notkun og sem lægstan rekstrarkostnað. Örtölva stýrir allri vinnslu vélarinnar, sjálf- virkur stopprofi sparar orku meðan vélin er ekki I notkun. Prentun beggja megin á hvert blað lækkar pappírskostnað um leið og geymsla slíkra gagna útheimtir helmingi minna pláss. Fjölritun, notkun kalkipappírs og önnur tíma- frek vinna verður óþörf því SF-741 Ijósprent- unarvélin gerir allt slikt margfalt fljótar og snyrtilegar, auk margsannars. SF-820 24 kópíur á mínútu með smækkun. Auðveldar alla skjalavinnslu, meö ótrúlega möguleika við gerð gagna og sparnað í geymslu pappírs. Hagræðingurinn frá Sharp. SF-811 24 kópíur á mínútu. Allar fáanlegar með sjálfvirkum kópíuraðara og matara. Hverfisgötu 103, sími 17244. J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.