Morgunblaðið - 05.09.1981, Page 23

Morgunblaðið - 05.09.1981, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 23 SEPTEM ’81 Á KJARVALSSTÖDUM „ABSTRAKT eins og söngur fuglanna“ Rætt viö félaga í Septem sem opna 8. sýningu sína í dag. í DAG verður opnuð á Kjar- valsstöðum sýninKÍn Septem ’81. A sýninKunni eru um 80 verk sjö listamanna, en þeir eru Guðmunda Andrésdóttir, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran. Kristján Daviðsson, SÍKurjón Ólafsson, Valtýr Pétursson ok Þorvaldur Skúlason. Við litum inn á Kjarvals- staði í fyrradag, en þá var verið að leggja síðustu hönd á uppsetningu sýningarinnar. Valtýr Pétursson er formaður Septem og tókum við hann tali þar sem hann sat og skráði málverk sín. Hann sagði þetta vera áttundu sýningu Septem í Reykjavík en félagið hefði einnig staðið fyrir einni sýn- ingu á Akureyri. „Félagar í Septem eru allir úr hópi gömlu meistaranna, ef nota má það orð,“ sagði Valtýr, einnig að elztu þátttakendurnir hefðu fyrst sýnt saman fyrir 34 árum. Um sýninguna sagði Valtýr: „Hún er að magninu til abstr- ökt. Það eru þó skörp skil milli verka okkar og hver og einn hefur sinn ákveðna svip. Ég er ánægður með sýninguna, ánægðari en oft áður.“ Valtýr á sjálfur 12 myndir á sýning- unni, olíumálverk, og eru það allt verk sem hann hefur unnið nýverið. Guðmunda Andrésdóttir er eina konan í Septem-hópnum að þessu sinni. Hún á 11 verk, öll unnin á þessu ári, að hennar sögn. Aðspurð sagði hún að eflaust mætti kenna nokkurra breytinga á stíl. „Myndir mínar á sýningunni eru allar unnar út frá einu ákveðnu efni, sem ég vinn síðan á ýmsan hátt, fram og aftur." Guðmunda hefur verið í Septem frá upphafi og eins í gamla Septemberhópnum, sem svo var kallaður. Karl Kvaran á þarna 13 verk, öll unnin í olíu. „Ohappa- tala? Nei, nei, en gæti þó alveg eins verið. Þetta er allt málað á þessu ári nema ein mynd, sem ég hef látið standa og tekið til við á ný. Það getur verið gott að láta fær standa einhvern tíma, þá sér maður nýja fleti og þær nýjar hug- myndir." Karl er einn af þeim elztu í hópnum. Hann sagði að félagar í Septem hefðu haldið hópinn í áraraðir. „Við sýnum saman og hittumst einnig reglulega og röbbum," sagði hann um tilgang félagsins. Þorvaldur Skúlason á þarna átta myndir. „Ég býst við að þetta sé svipuð lína og áður, þó veit maður aldrei." Þorvaldur hefur einnig verið í Septem frá upphafi. „Auðvitað hafa orðið breytingar á verk- um hjá okkur. Fólk þroskast og þar með hljóta verk þeirra að fara batnandi, ekki satt?“. Hann sagðist ánægður með sýninguna, en það væri gest- anna að dæma, — þeirra að vera ánægðir eða óánægðir. Jóhannes Jóhannesson er með 10 olíumálverk, máluð á Sjö íslenzkir listamenn sýna um 80 verk. árunum ’80 og ’81. „Það er annarra að dæma um hvort einhverjar breytingar hafa orðið." Við spurðum hver væri að hans mati mesti ávinning- urinn af sýningu sem þessari: „Að sjá verkin sín annars staðar en á vinnustofunni finnst mér mest virði, og ekki er verra að hafa þau innan um verk annarra, það skapar vissa stemmningu. Það er rétt að myndirnar hér eru flestar abstrakt, en er það ekki með abstrakt eins og söng fugl- anna?“ Síðast ræddum við við Kristján Davíðsson. Hann er eingöngu með þrjár myndir að þessu sinni og ástæðan? „Jú, ég er að safna að mér verkum til að setja á yfirlitssýningu sem haldin verður á verkum mínum í Listasafni Islands í októbermánuði." Myndir Kristjáns eru frábrugðnar öðr- um á sýningunni. Þær eru þær einu sem eru undir gleri og unnar úr indversku bleki, að hans sögn. „Þær bera samheit- ið„ Baðstrandarstemmning" og túlka þá tilfinningu að vera á baðströnd." Kristján sagðist eiga um 20 aðrar slíkar mynd- ir, sem væru nú á sýningarferð á Norðurlöndum. Sjöundi listamaðurinn, Sig- urjón Ólafsson, var ekki viðstaddur er blaðamaður var þarna á ferðinni. Sigurjón er elztur þeirra félaga en þrátt fyrir það hvað afkastamestur, að sögn Valtýs Péturssonar. Hann á 19 listaverk á sýning- unni, unnin úr tré og járni. Sýningin Septem ’81 verður opnuð í dag kl. 14 eins og fyrr segir og stendur yfir til 20. september. Sýningin er sölu- sýning. , öm&á Sex af félögunum sjö við eitt af verkum Sigurjóns Ólafssonar, en hann vantar á myndina. LjÓHm. Mbl. Guójón. Valtýr Pétursson við mynd sína, sem hann nefnir Guðmunda segir myndir sínar á sýningunni allar Karl Kvaran sagðist ekki hafa gefið myndinni, sem Rauða kannan. málaðar út frá einu ákveðnu verkefni. Þessa mynd hann stendur við, nafn. „En eigum við ekki bara að nefnir hún Síðdegi. kalla hana „Vetur“, sagði hann og þar við situr. „Elektra er nanfið sem myndinni var gefið,“ sagði Þorvaldur Skúlason um mynd þá ér hann stendur við. „Ég er orðinn leiður á þessum myndum af listamanni við hlið málverks. Taktu bara mynd af mér einhvers staðar,“ sagði Jóhannes Jóhannesson. í baksýn má þó sjá nokkur verka hans. Baðstrandarstemmning er samheiti myndaraðar Kristjáns Davíðssonar, en þær eru unnar með indversku bleki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.