Morgunblaðið - 05.09.1981, Page 29

Morgunblaðið - 05.09.1981, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 29 Náttúruverkir gerast allýmislegir eftir Sigurð Tryggva Thorodd- sen verkfrœðinema Þann 18.8. ’81 birtir Hannes H. Gissurarson hér í blaðinu ritdóm um 1981-hefti Náttúruverks, tíma- rits verkfræði- og náttúrufræði- nema. Þar sem ég sat í ritstjórn heftisins get ég ekki stillt mig um að svara nokkrum atriðum þessa ritdóms, þar sem mér finnst athugasemda þörf. Eins og kunnugt er aðhyllist Hannes Hólmsteinn kenningar Friedmans og kallar þær frjáls- hyggju, en eins og margir góðir menn á undan Hannesi, fellur hann í gryfju alhæfingarinnar. Þótt frjálshyggjans sé góðra gjalda verð á mörgum sviðum — marxisminn er líka falleg kenning — þá er hún engin allsherjarfor- múla sem hægt sé að beita á öllum vígstöðvum, lífið snýst ekki bara um það hvort maður verzlar í Hagkaupi eða Vörumarkaðnum. Og þegar kemur að nftúruvernd- armálum er „markaðurinn" alls- ófær að leysa vandann, eins og síðar verður rökstutt. Frjálshyggjukenningin er í þessum ritdómi teygð og toguð á alla kanta og hafi menn gaman af frjálshyggjutogunum þurfa þeir ekki að ómaka sig annað en lesa þessa grein Hannesar. Fyrst lýsir Hannes skilningi sínum á sóun náttúrugæða: „Hvenær er náttúrugæðum sóað? Þeim er sóað ef þau kosta of lítið, með öðrum orðum, ef þau eru ekki verðlögð á markaði. Menn fara því sparlegar með benzín sem verð þess er Það skríða fleiri skepnur á jörðinni en homo sapiens og að mínu mati hefur ofdrottnun mannsins gengið of langt og verðmætin sem felast í fjölbreyttu lífríki jarðar verið vanmet- in. hærra, og þeir menga því síður vatn eða loft sem mengunin sjálf kostar meira. Spilling og sóun náttúrugæða eru vegna þess að markaðsöflin fá ekki að takmarka notkun- ina með eðlilegri verðlagn- ingu.“ Dæmið um benzínið er vissulega rétt, en nefnum annað dæmi og fylgjumst með skipbroti kenning- arinnar. Ymsar hvalategundir eru ofveiddar og liggur við útrýmingu sumra (sjá m.a. 1979-hefti Nátt- úruverks), af því leiðir að framboð hvaltanna og lyktarefna sem not- uð eru í bjútíkrem og ilmvötn, fer minnkandi, en það leiðir aftur til hækkaðs verðs samkv. markaðs- lögmálunum. En vegna þess að sala ilmvatna er óháð verði, ieiðir þessi þróun ekki til minnkandi veiði hvala og kenningin siglir í strand. Hvalfangarar sækja miðin af enn meiri djöfulmóð þar sem veiðin verður verðmeiri því færri hvalir sem eftir lifa. Nú sé ég Hannes fyrir mér, benda á að mér hafi orðið á kórvilla ég hafi tekið fyrir rangan markað, sá rétti sé markaður sem ráði yfir hvalamið- unum og haldi verði veiðileyfa þannig að hvalirnir haldi lífi og limum. Það er nokkuð til í þessu, en þessi rétti markaður er bara ekki til og ekki á næsta leiti. Það er ekki alltaf hægt að góna út í blámann og búa til framtíðar- teoríur, aðsteðjandi vanda verður að leysa. Tökum annað dæmi. Hver vill láta selja aðgang í Landmanna- laugar eða Þórsmörk? Vonandi enginn, þó að það myndi vissulega leysa átroðsluvandann. íslend- ingar vilja ekki ofurselja landið einhverjum markaði, heldur hafa það fyrir sig sjálfa. í íslensku máli er sögnin að kosta oftast höfð í samhengi að kosta einhvern eitthvað. Hannes segir að mengunin muni kosta einhvern of mikið, en hann sleppir úr aðalatriðinu hvern mengunin muni kosta of mikið. Hérna er þetta ekki alveg eins einfalt og með benzínið þar sem varan kost- ar of mikið fyrir neytandann, bíleigandann sem borgar fyrir sína 25 lítra á hundraðið og unir illa sínum hag. Ég spyr, hvern á mengunin að kosta of mikið, mig, þig, volduga einstaklinga, fyrir- tæki, auðhringa, ríkisstjórnir, al- múgann eða komandi kynslóðir? Af tilvitnuninni má helst ráða að mengunin muni kosta menn (homo sapiens) of mikið. Þykir mér mjög líklegt að komi til árekstra manna í milli við það kostnaðaruppgjör og ólíklegt að allir eigi sömu hagsmuna að gæta. Það skríða fleiri skepnur á jörðinni en homo sapiens og að mínu mati hefur ofdrottnun mannsins gengið of langt og verð- Sigurður Tryggvi Thoroddsen. mætin sem felast í fjölbreyttu lífríki jarðar verðið vanmetin. Sýrt vatn í Skandinavíu hefur kostað ýmsa vatnafiska allt of mikið, þeir hafa dáið út. Ég tel árekstra hins alfrjálsa markaðs- kerfis og náttúruverndar óhjá- kvæmilega og að menn verði á stundum að velja milli þessara stefna. Hvar var töfrahendi mark- aðarins þegar Geirfuglinum var útrýmt, var þá of miklum ríkis- afskiptum um að kenna? Nei, þar vantaði aukna stjórn, friðun!! Næst tekur Hannes til við að tíunda góðverk vestrænu iðnríkj- anna sem hafi m.a. leitt til þess aö í Afríku geti nú 100 millj. manna dregið fram lífið en hafi aðeins verið 1 millj. áður. Hannes telur það „furðulega ofdirfsku" að halda því fram að hluti þessa fólks hefði verið betur kominn óborinn í þennan heim. Heldur þykir mér Hannes nú kominn inná línu kaþólsku kirkjunnar og horfa blinda auganu á fólksfjölgunar- vandann. Hannes heldur áfram: „I þriðja lagi er sú kening röng, að bæta megi úr eymdinni í þriðja heiminum með því að taka frá vest- rænum þjóðum. Það hefði sennilega þveröfugar af- leiðingar, yrði til þess að læsa þróunarþjóðirnar inni í fátæktargildru." Af þessu má helst ráða að hætta beri allri aðstoð af því að hún hafi oft verið misheppnuð, þetta kalla ég uppgjöf. Ég er ekki inná þeirri línu að láta holdsveikisjúklinga á Indlandi halda áfram að hrynja í sundur þangað til þeir hafa efni á að borga sanngjarnt markaðsverð fyrir lyfin. Hannes! hvernig væri að krydda kenninguna örlítið með mannúð, þá myndu eflaust fleiri hafa lýst. Heldur finnst mér rökvísin grunn í tilvitnuninni, því ef afleið- ingarnar verða sennilega þveröf- ugar því sem kenningin spáir, þá er kenningin ekki röng, heldur sennilega röng. Hannes telur í furðulegri blindni Kremlverja eina eiga sök á vígbúnaöarkapp- hlaupinu. Mér er jafnilla við yfirgang Sovétmanna og Hannesi, en svo einsýnn er ég ekki að kenna þeim einum um allan vígbúnað í heiminum. Hverjir eru að smíða ægilegasta vopn allra tíma, nift- eindasprengjuna? Nei, Hannes, stórveldin eiga hér öll hlut að máli ef betur er að gáð. Undir lok greinarinnar lýsir Hannes gremju sinni; „Mér finnst gremjulegt, þegar moðhausar klæðast búningi mannúðar og ætla með því að þagga niður í öllum öðrum. Hvern dreym- ir ekki um mengunarlausa tilveru? Hver kýs ekki að bæta úr skortinum í þriðja heiminum? Hver sér ekki eftir fénu sem notað er til vígbúnaðar á Vesturiönd- um? Ágreiningurinn er í rauninni ekki um markmið heldur leiðir." Hannes verður gramur þegar minnst er á vandamálin, til að vekja umræður, það er alls ekki ætlunin að „þagga niður í öllum öðrum“, leiðinlegur misskilningur hjá frjálshyggjupostulanum, það á ekki að þagga niður í neinum, heldur ýta við þeim sem hafa setið of lengi hljóðir. INNRÉTTMGAHIJSID kynnir HTH-eldhúsió! Síðastliðin vika hefur farið í að endurskipuleagja húsnæðið til að rýma fyrir einu vinsælasta eldhúsi Norðurlanda, HTH eldhúsinu. Við höfum fengið einkaleyfi á islandi fyrir HTHeldhúsin, og viljum gjarnan halda upp á það, með þvf að hafa opið hús, dagana 5. og 6. september, millikl. 10-18, og þaðeruallirvelkomnir. Líttu við og skoðaðu hinar fjölmörgu skemmtilegu HTH innréttingar, og fáðu upplýsingar hjá ráðgjöfum okkar. Það verður nóg kaffi handa öllum, og auðvitað blöðrur fyrir börnin. innréttinga- Háteigsvegi 3 105 Reykjavík Verslun sími 27344 L .^abunnnH e möitíatii^ oyiii.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.