Morgunblaðið - 05.09.1981, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981
Faöir minn,
ELÍSBERG PJÉTURSSON,
bryti,
lést þann 3. september.
Henning Elísberg.
+
Faöir okkar,
JÓNASJÓNASSON.
Lækjarbug, Blesugróf,
andaöist í Landakotsspítala þann 3. september.
Guómundur Jónasson,
Gunnlaugur Jónasson,
Jón Jónasson.
t
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
GUOBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Eyjabakka 6, Reykjavík,
lést föstudaginn 28. ágúst.
Jarösungiö veröur frá Akureyrarkirkju, þriöjudaginn 8. sept. kl. 14.
Haukur Claessen,
Hallgrimur Arason, Guórún Ófeigsdóttir,
Björn Arason, Kristín Sveinsdóttir,
Sígríóur Aradóttir, Björn Finnbjörnsson
og barnabörn.
t
Maöurinn minn,
BJARNI SIGBJÖRNSSON,
Kleppsvegi 38,
Reykjavík,
varö bráökvaddur þriöjudaginn 1. september.
Fyrir hönd vandamanna,
Anna Gunnarsdóttir.
t
Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
GUÐBJARGAR JÓHANNESDÓTTUR,
Hamrahlíó 5,
fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 7. september kl. 13.30.
Matthea Pétursdóttir, Siguróur Grétar Eggertsson,
Jóhannes Pétursson, Þóra Kristjánsdóttir,
Auður Pétursdóttir, Haraldur Finnsson
og barnabörn.
t
Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
GUOMUNDU MARGRETAR SVEINBJORNSDOTTUR,
Snorrabraut 69,
sem lést 27. ágúst sl., fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 7.
september kl. 10.30.
Birna Sigvaldadóttir, Ragnar Karlsson,
Kristbjörg Sigvaldadóttir, Ásgeir Sigurðsson,
Hrefna Sigvaldadóttir,
Ólafur Sígvaldason,
Guðbjörg Sigrún Sigvaldadóttir, Kristján Torfason,
Aðalheiður Sigvaldadóttir, Gunnar Guójónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
MAGNÚSAR SIGURDSSONAR,
fyrrverandi bónda,
Björgum, Hörgárdal.
Sérstaklega þökkum viö starfsfólki lyfjadeildar Fjóröungssjúkra-
hússins á Akureyri, og vistfólki og starfsfólki á Dvalarheimilinu
Hlíö.
Sigríður Magnúsdótttir, Björn Gestsson,
Pálína Magnúsdóttir, Guðmundur Gunnarsson,
Margrét Magnúsdóttir, Þóroddur Jóhannsson
barnabörn og fjölskyldur.
+
Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
ÁGÚSTU H. HJARTAR,
Safamýri 50.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 4A, Landspítalanum, fyrir
frábæra umönnun í veikindum hennar.
F.h. aöstandenda, _
Birna Björnsdóttir.
Kveöja:
Aðalheiður Svein-
björnsdóttir
Fædd 24. júlí 1898
Dáin 12. ágúst 1981
Mig setti hljóða, er ég frétti lát
minnar elskulegu frænku.
Minningar liðinna bernskuára
rifjast upp. Fersk er sú mynd af
þeim hjónum, Aðalheiði og
Kristni, fyrst er þau komu í
heimsókn frá Ólafsfirði á heimili
foreldra minna hér í Reykjavík,
hann svo glaðvær og hvers manns
hugljúfi, ávallt tilbúinn að rétta
hjálparhönd. Hún falleg, hlý og
mild. Árin liðu, kom að því að þau
fluttu heimili sitt til Reykjavíkur.
Ógleymanlegar eru mér þær
stundir sem ég átti hjá þeim í
Fagrahvammi. Það var ætíð til-
hlökkunarefni fyrir litla stúlku úr
Vesturbænum að taka sér ferð og
dvelja daglangt hjá þeim mætu
hjónum, í návist þeirra í sérlega
notalegu umhverfi. Gestrisni
þeirra hjóna var ólýsanleg. Ekkert
var of gott fyrir aðkomandi. Oft
gisti fólk hjá þeim, þá lengra að
komið. Hjartarúmið var ómælan-
legt, þó að húsrými væri ekki
mikið.
Dæturnar tvær, Sigurbjörg og
Hlíf, giftust og eignuðust börn.
Ekki brugðust þau hjón afa- og
ömmuhlutverkinu, enda löðuðust
börn að þeim, virtu þau og dáðu.
Sár var söknuður Aðalheiðar er
hún missti eiginmann sinn á besta
aldri. Átti hún þá sínar góðu
dætur og tengdasyni að, sem
önnuðust hana.
Aðalheiður fylgdist alltaf vel
með sínu vina- og frændfólki.
Eftir að undirrituð eignaðist
heimili og fjölskyldu, lét frænka
mín sér mjög annt um velgengni
okkar. Fylgdist hún sérlega vel
með dætrum mínum í gegnum
árin, gladdist með okkur á góðri
stund. Eftir að dæturnar uxu úr
grasi, og þær kynntust Aðalheiði,
kunnu þær vel að meta hana, og
varð hún þeirra uppáhaldsfrænka.
Að jafnaði rétt fyrir hver jól fóru
þær í heimsókn til hennar. Höfðu
þær þá orð á því, að nú væru jólin
alveg að koma.
Minnisstætt er mér það, sem
yngsta dóttir mín sagði að kvöldi
1. desember sl., eftir fagnað á
heimili móður minnar, þar sem
hún átti merkisafmæli: „Það vant-
aði bara aðeins eitt í afmælisveizl-
una hennar ömmu, það var það, að
hún Aðalheiður frænka gat ekki
komið." Hún var því miður veik
þann dag, en kom strax og heim-
sótti frænku sína um leið og heilsa
og kraftar leyfðu.
Hún laðaði að sér unga sem
aldna, alltaf var stutt í fallega
brosið hennar. Gott var að hitta
hana, þó oft væri um stutta stund,
skilningurinn og hjartahlýjan var
mikil.
Við hjónin áttum því láni að
fagna í júlí sl., að Aðalheiður
ásamt Ingibjörgu, systur sinni, og
fleiri góðum Skagfirðingum
dvöldu hjá okkur eina kvöldstund.
Var mjög glatt á hjalla, skrafað,
og að sjálfsögðu rifjað upp margt
gamalt og gott, reyndar mest frá
liðnum árum er dvalið var í
Skagafirði, úr héraðinu, sem allir
viðstaddir kunnu vel að meta.
Verður þetta kvöld vel geymt í
minningum okkar sem síðustu
samverustundirnar með frænku.
Síðastliðin 11 ár hefur Aðal-
heiður búið hjá Sigurbjörgu, dótt-
ur sinni, og Frans, tengdasyni
sinum, og börnum þeirra hjóna.
Aðdáunarverð er sú umhyggja og
alúð, sem hún naut hjá þeim. Ekki
get ég hætt að skrifa þessi síðbúnu
kveðjuorð vegna fjarveru minnar
Minning:
Ingiríður Einarsdóttir
frá Vestmannaeyjum
F»‘dd 6. febrúar 1902.
Dáin 30. ágúst 1981.
Fast við girðinguna, sem var í
kring um Tivoli, stóð lítið hús. Þar
bjó eldri maður, Jón Jónsson að
nafni, og bjó einn. Hann gekk oft
til okkar, sem þar störfuðum, og
fann ég fljótt að honum leiddist
stundum einveran. Svo var það
árið 1951, að ég sá að þaðan fór að
koma út úr húsinu myndarleg
kona, Jón var búinn að fá sér
ráðskonu. Eg gladdist fyrir hans
hönd, þó mér dytti síst í hug, að ég
ætti eftir að kynnast þessari konu
nánar. Þetta var Ingiríður Einars-
dóttir frá Norðurgarði í Vest-
mannaeyjum, og er hún til grafar
borin í dag.
Inga, eins og hún var að jafnaði
kölluð, annaðist þennan mann, þar
til hann dó 1963. Síðustu ár hans
voru Ingu mjög erfið, Jón heitinn
lá veikur langtímum saman, og
helst vildi hann vera heima, og þá
hjúkraði Inga honum. Oft varð
hún að vaka yfir honum nótt eftir
nótt, og taldi það síst eftir sér.
Svo var það síðla sumars 1964,
að Inga kemur til mín, og hafði þá
haft fréttir af því að okkur
hjónunum vantaði húsnæði, og var
erindi hennar að bjóða okkur litla
íbúð í húsinu hjá sér. En svo hafði
Jón heitinn metið mikils hennar
hjálp og þjónustu, og kannski ekki
ávallt getað borgað mikið kaup, að
hann arfleiddi hana að húsinu. Við
tókum boði hennar með þökkum
og leigðum hjá henni í sjö ár.
Inga þráði oft að fara til
Vestmannaeyja, þar bjó Guðbjörg
systir hennar, ekkja, og börnin
flest farin að heiman. Meðan Inga
var enn heima í Norðurgarði,
hjálpaði hún systur sinni með
barnahópinn. Fannst henni alltaf
að hún ætti talsvert í börnum
systur sinnar, og hafði oft
áhyggjur af velferð þeirra.
Inga heitin var fremur heilsulít-
il, veik í baki og fleira. 1968 var
svo komið að hún varð að gangast
undir mikla skurðaðgerð, vegna
kölkunar í mjöðm. Inga var mjög
iðjusöm, og hennar mesta yndi var
útsaumur, bæði myndir og í dúka.
Þegar systir hennar dó, snemma á
áttunda áratugnum, varð það
henni mikið áfall, svo voru kær-
leikar með þeim systrum miklir.
Inga fór þá að hugsa til þess, að
koma sér fyrir á heimili, þarsem
hún nyti einhverrar umönnunar í
ellinni. Og þegar hún sá mögu-
leika á því að komast inn á
Hraunbúðir, dvalarheimili aldr-
aðra í Vestmannaeyjum, var hún
fljót að selja húsið sitt, og ánafna
dvalarheimilinu andvirðinu, og
fluttist þangað 1975. Því miður
held ég að Inga hafi aldrei hugsað
út í að nú er allt orðið breytt á
bernskustöðvunum, ekki eingöngu
vegna gossins, heldur var allt
hennar skyldfólk flutt þaðan.
Ég skrifa þessar línur, sem
örlítinn þakklætisvott, fyrir kynni
okkar af þessari sérstæðu og
örlátu konu, fyrir allt sem hún
gerði fyrir okkur hjónin, að vissu
leyti var það gagnkvæmt, við
reyndum að styðja hvert annað.
erlendis, án þess að minnast á
yngri dóttur Aðalheiðar, Hlíf,
eiginmann hennar, Svan, og börn
þeirra hjóna, sem hafa verið
búsett í Svíþjóð nokkur sl. ár.
Gaman var að hlýða og horfa á
Aðalheiði, er hún minntist á veru
sína og tvær heimsóknir til þeirra
þar, og alla þá elskusemi og
umhugsun til hennar frá þeim í
fjarlægð. Reyndar komu þau
nokkrum sinnum á þessum árum
til íslands, og núna Hlíf ásamt
dætrunum tveim til að fylgja
mömmu sinni og ömmu siðasta
spölinn.
Nú er ævisól frænku minnar
hnigin til viðar. Hafi hún þakkir
fyrir tryggð sína við mig og
foreldra mína í áraraðir.
Sérstakar þakkir og saknað-
arkveðjur frá mömmu minni, sem
hefur misst frænku sína og sér-
lega góða vinkonu. Saknaðar-
kveðjur frá okkur hér í Starrahól-
um 10. Guð blessi hana. Innilegar
samúðarkveðjur til eftirlifandi
ástvina.
Guðrún Erna
Konan sat hjá henni þegar hún
var heima og ég að vinna. Öll
sameiginlega reyndum við að
halda við litla húsinu, annast
garðinn á sumrin og annað sem
þurfti að gera, og svo var stundum
farið saman í smáferðalög á sumr-
in. Það er margs að minnast og
margt að þakka, og það viljum við
reyna með þessum fátæklegu
kveðjuorðum, og um leið vottum
við öllu skyldfólki hennar og
vinum innilegustu samúð okkar.
Guðmundur og Jóna