Morgunblaðið - 05.09.1981, Side 40

Morgunblaðið - 05.09.1981, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 „VILTU FÁ LEIÐBEJWJNSA- BÆKUNQp Ast er... ... að yeta hleyið að sjálfum sér. TM U.S. Ptl OII.-AH rtflMt © t»T7 Lo* AngwlM Vmm Q RekstrarsórfræðinKurinn okkar telur sík hafa reiknað út aú minnka me«i helstu kostnart- arliúina á þennan hátt. að minnka yfirhyKKÍnKuna <»k láta hann sjálfan fara! Með mor^unkaffinu Ék sé ekki eins vel og í eina tíð. HÖGNI HREKKVÍSI ak i/Æöa t// r/tms, 6/tev/D **/rr■. Athugasemd við bréf Isólfs — hefur verið heflað 7 sinnum síðan í vor. Iljorleifur Ólafsson hjá Vega- t?erð ríkisins hrinKdi og óskaði að koma eftirfarandi á framfæri varðandi lesendabréf Isólfs Þ. Pálmasonar sem birtist í Velvak- anda undir fyrirsögninni „Veghef- ill hefur ekki sést allt sumarið": „ísólfur heldur jafnvel að ekki hafi verið heflað á tilteknum vegarkafla, Suðurlandsvegi milli Hólmsár og Kirkjubæjarklaust- urs, síðan í apríl,“ sagði Hjörleif- ur. „Við gerðum hér hjá Vegagerð- inni smá könnun á þessu til gamans og fundum út að þessi vegur hefur verið heflaður allur sjö sinnum síðan í apríl í vor. Sumir hlutar hans hafa verið heflaðir oftar. Ástandið er nú samt sem áður ekki betra en þetta. Við hjá Vegagerðinni vildum gjarnan geta heflað miklu oftar og myndum auðvitað gera það ef við fengjum til þess peninga. Stað- reyndin er líka sú að það vantar yfirborðsefni í þennan veg sem dygði lengur en það sem er í honum nú. Kannski fáum við einhverntíma það háa viðhalds- fjárveitingu að við getum veitt okkur og vegfarendum það að þessir vegir yrðu betur úr garði gerðir en nú er, en nú sem stendur eru ekki til peningar til þess.“ Þáttaskil í skrefagjaldsmálinu Jón Ögmundur Þormóðsson lög- fræðingur skrifar: Þau mikilvægu þáttaskil hafa nú orðið í. skrefagjaldsmálinu að Jón Skúlason, póst- og simamála- stjóri, og Þorvarður Jónsson, yfir- verkfræðingur Pósts og síma, hafa fyrir nokkrum dögum viðurkennt í blaðagrein að ná megi sama marki til að jafna símnotkunarkostnað landsmanna með því að hækka verð á umframskrefum í formi einfaldrar gjaldskrárbreytingar í stað þess að koma á tímamælingu (skrefagjaldi) í bæjum og byggða- kjörnum um land allt (mælingin næði strax til yfir 95% allra símnúmera i landinu og til þeirra allra í síðasta lagi 1. janúar 1987). Er þessi staðfesting sem vafalaust er gerð með vitund Steingríms Hermannssonar samgönguráð- herra þakkarvert framlag til opin- berrar umræðu um skrefagjalds- málið og athugunar ýmissa þing- manna á málinu. í grein sinni settu embættis- mennirnir opinberlega fram nýjar tölur um áætlaðan umframskrefa- fjölda og skiptingu skrefanna á milli bæjarsímtala og langlínu- simtala hjá fólki á höfuðborgar- svæðinu og í dreifbýlinu. Á grund- velli talnanna hafa þeir getað reiknað nákvæmlega að hækka þyrfti verð á umframskrefum um .35% (þó ekki á kostnað langlínu- notenda) ef ná ætti sama jöfnuði í símnotkunarkostnaði landsmanna með þeirri aðferð og með hinni óvinsælu tímamælingu (skrefa- gjaldinu). Hinn 31. maí sl. fór ég fram á það í Velvakanda að þetta yrði reiknað. Samkvæmt þessari niðurstöðu yrðu nánar tiltekið öll umframskref hækkuð um 35% í verði en í reyndinni kæmu auka- tekjur til jöfnunar þó aðeins af innanbæjarsímtölum þar eð lang- línuskrefin yrðu öll lengd (og þeim þannig fækkað) til að eyða áhrifum verðhækkunarinnar að fullu auk J»ess sem þau yrðu öll lengd vegna aukateknanna af innanbæjarsím- tölunum. Má einu gilda kostnaðar- lega séð fyrir þá sem hringja innanbæjar hvort 35% hærri gjöld af innanbæjarsímtölum verða vegna 35% verðhækkunar um- framskrefa eða 35% fjölgunar skrefanna með tímamælingu. Sama á við um Póst og síma að því er varðar tekjuhliðina. Hins vegar er 35% verðhækkun umframskref- anna föst hækkun en skrefagjaldið (tímamælingin) byggt á áætlun (eða nánast ágiskun) sem gæti verið of lág almennt séð og allt of lág í mörgum einstökum tilvikum. Auk þess hefur skrefagjaldið geysi- legan annmarka þar eð það sviptir íslendinga því frelsi sem þeir hafa nú til að tala óhindrað við fólk í nágrenni sínu í samræmi við hinar margvíslegustu þarfir sem það er best dómbært um sjálft. T.d. má nefna að þeir sem eiga af einhverj- Þessir hringdu . . . Nokkrar athuga- semdir um staðamöfn Halldóra Gísladóttir hringdi og óskaði að bera fram eftirfarandi athugasemdir: „Ég er gamall Garðhrepping- ur, ekki Garðbæingur", sagði hún. „Það fer alltaf mikið í taugarnar á mér þegar farið er rangt með staðarnöfn í blöð- um og útvarpi og langar mig til að geta um nokkur slík tilfelli í þeirri von að það verði tekið til athugunar af fyrr- greindum aðilum. Að undan- förnu hefur nágranni Garða- bæjar verið nokkuð til um- ræðu vegna vegalagningarinn- ar umdeildu. Þá hafa menn bæði sagt og skrifað Arnar- neshæð — en hún var alltaf nefnd Arnarnesháls í gamla daga og finnst mér að sú nafngift ætti að halda sér. Það er fljótgert að rugla fólk í þessum sökum því yngsta kynslóðin þekkir ekki þessi örnefni — veit jafnvel ekki að bygðin í Garðabæ hét einu sinni Garðahreppur. Þá rakst ég nýlega á það í fréttagrein að talað var um Bessastaðaveg. Þessi vegur hefur alltaf heitið Álftanes- vegur — nema það hafi þá verið skipt um nafn á honum alveg n^lega."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.