Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 80% aukning peningamagns og sparíf jár: Meiri aukning á einu ári, en dæmi eru til um AÐ UNDANFÖRNU hefur ráðstöf- unarfé innlánsstofnana aukizt veruleKa. Á tólf mánuöum til júii- loka jókst peninKamaKn ok sparifé um nær 80%, þeKar með eru taldir áfallnir vextir, sem færðir verða um áramót. bessar upplýsinKar koma fram í septemberhefti IlaK- talna mánaðarins. sem haKfræði- deild Seðlabankans Kefur út. Þar segir að þetta sé meiri aukn- ing, en dæmi séu um á einu ári. — Aukning útlána frá innlánsstofnun- um var um 66% á sama tímabili sem einnig er með því hæsta, sem um getur. í lok júlí var lausafjárstaða inn- lánsstofnana um 200 milljónir króna, en var neikvæð um 50 millj- ónir króna á sama tíma í fyrra. Hún hefur því batnað um 250 milljónir króna. ■ Gjaldeyrisstaða bankanna var um 1450 miiljónir króna í júlílok og hafði batnað á einu ári um 650 milljónir króna, þegar frá er talin hækkun stöðunnar í krónum vegna gengisuppfærslu. Tölurnar benda til þess, að sparn- aður hafi aukizt, enda hefur fram- vinda vaxta- og verðlagsmála stuðl- að að því. Hér hefur þó fleira komið til, því gjaldeyristekjur og erlend lán hafa verið afkastamikiar uppsprett- ur fjár að undanförnu eins og gjaldeyrisstaðan ber með sér. Búizt er við, að hlutfall meðalinn- lána og þjóðarframleiðslu hækki í a.m.k. 26,5% á árinu samanborið við 23,8% í fyrra. Sameiginlegt prófkjör á Akranesi? KOMID hefur fram tillaga um sameiginlegt prófkjör allra stjórn- málaflokka á Akranesi vegna sveit- arstjórnarkosninga næsta vor og hafa flokkarnir tillöguna til athuK- unar. Hörður Pálsson á Akranesi sagði í samtali við Mbl. að sjálfstæðismenn á Akranesi hefðu ritað öðrum flokk- um þar i bæ bréf og stungið upp á sameiginlegu prófkjöri í haust. Hver flokkur tilnefndi einn fulltrúa í nefnd um májið, sem haldið hefur einn fund. Á þeim fundi voru mótaðar óformlegar tillögur, sem eru til frekari athugunar hjá flokk- unum. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík: Húsnæðismál og eignaréttur til umræðu á fundi á mánudagskvöld HÚSNÆÐISMÁL - EIGNARÉTTUR, er yfirskrift fundar, sem Sjálfstæð- isfélögin í Reykjavik cfna til i Sjálfstæðishúsinu, Valhöll, við Háaleitis- hraut. á mánudagskvóld klukkan 20.30. Fundurinn er ölium opinn. Frummælendur verða þeir Davíð Oddsson, oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, og Gunnar S. Björnsson, formaður Meistarasambands byggingarmanna. Á fundinum verður rætt um þróun húsnæðismála í Reykjavík undanfarið, og stefnu vinstri flokkanna annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar í þessum málaflokki. Frimerkjauppboðið í Sviss: Stöðvar Interpol sölu á umslaginu? hafa að undanförnu verið að færa Ijósa- og rafmagnsstaura i Kúpa- vogi, vegna breikkunar Nýbýia- vegar. Jafnframt hafa þeir unnið að viðgerðum. eins og sjá má á myndinni. L]mm. Mhl. Rax „ÞAÐ GETUR komið tii greina að við förum fram á það við Interpol, að þeir stöðvi upphoðs- söluna í Sviss á umslagi merktu Þorsteini Þorsteinssyni, hag- stofustjóra, og síðan verði reynt að rekja hvaðan umslagið kom,“ sagði Þórir Oddsson, vara- rannsóknarlögreglustjóri. „Ann- ars eru þessar upplýsingar um umslagið svo nýjar, að ekki er búið að taka ákvörðun um hvað gert verður i málinu, auk þess sem ekki er hægt að sanna hvort hér sé um umslag úr safni Þorsteins að ræða, enda þótt afkomendur hans segi að svo sé,“ sagði Þórir. Eins og kunnugt er af fréttum, Kostar 159 kr. að slátra meðallambi SLÁTURKOSTNAÐUR hefur verið ákveðinn til bráðabirgða, en nýtt búvöruverð átti að taka gildi 1. september. Sláturkostnaður er samkvæmt ákvörðuninni 10,63 krónur á kíló- ið, en var 7,50 í fyrrahaust. Er því um 41,7%. Kostnaður við að slátra meðallambi er því 159 krónur eða 15.900 gamlar krónur. hurfu frímerki úr safni Þorsteins Þorsteinssonar, fyrrum hagstofu- stjóra, fyrr á þessu ári, en safnið er geymt í Seðlabanka íslands. Þórir var spurður um gang rann- sóknarinnar. „Það verður að viðurkennast, að rannsókn á hvarfi frímerkjanna hefur ekki gengið nógu hratt fyrir sig, en hjá okkur hefur verið mikið að gera í sumar auk þess sem starfsmenn hafa verið í sumar- fríum,“ sagði Þórir. Þess má geta í lokin að grunur leikur á að um fleiri en eitt umslag úr safni Þorsteins sé að ræða á frímerkjauppboðinu í Sviss, sem haldið verður síðar í þessum mánuði. GRUNUR leikur á að flcira en eitt umslag sé til sölu úr safni Þorsteins Þorsteinssonar, hagstofustjóra, á aiþjóðlega frímerkjauppboðinu i Sviss og er hér mynd af öðru umslagi sem merkt er Herr cand. polit. Thorsteinsson, Reykjavik. Mynd af þessu umslagi er að finna i uppboðsgögnum frá alþjóðlega fri- merkjauppboðinu i Sviss. Iceland Seafood Corporation: 3% söluaukning á Banda- ríkjamarkaði frá áramótum Útlit fyrir að samstarf við NASA leggist niður vegna tregðu annarra íslenzkra aðila, segir Guðjón B. Ólafsson NOKKUR söluaukning hefur verið hjá Iceland Seafood Corporation, dótturfyrirtæki Sambandins í Bandaríkjunum. einkum fyrstu mánuði þessa árs, en heldur hefur dregið saman nú. aðallega í ágúst. vegna lækkandi verðs á fiskblokk og skorts á flökum. Að sögn Guðjóns B. Ólafssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er heildaraukningin fyrstu 8 mán- uði þessa árs miðað við saman tíma í fyrra 3% í dollurum, en var fyrstu 7 mánuði þessa árs 8%. Þá hefur magnaukning á verksmiðjufram- leiddum vörum numið 4% fyrstu 8 mánuði ársins, en um 11% í dollur- um. Magnaukning í flökum var 2% en 7% í dollurum. Nokkur sam- dráttur hefur því orðið í sölu á fiskblokk, bæði vegna þess að verð hefur lækkað, er nú 1,03 dollarar á pundið, og vegna þess að verksmiðj- an nýtir nú meíra af henni til fullvinnslu. Þá sagði Guðjón að það hefði komið í veg fyrir frekari aukningu, að seinnipart ársins hefði fyrirtækið ekki haft nóg af flökum, þau hefði hreinlega seizt upp. Eignarhlutdeild Freyju í SH er tæplega 3% Endurgreiðslufé 400-500 millj. kr., sem greiðist á 5 árum FISKIÐJAN Freyja hf. á Súg- andafirði, sem Samband ísl. sam- vinnufélaga er nú að kaupa ásamt öðrum aðilum, er ellefti stærsti eignaraðili að Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, en fé- lagsaðilar i rekstri eru nú 75 hjá Sölumiðstöðinni. Eignarhlut- deild Freyju er 2,947% sem er mikil eignaraðild miðað við það, að ef allir félagsaðilar i SH ættu jafn stóran eignarhlut i samtök- unum væri hver beirra með 1.3%. Eignaraðild að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sem miðast við útflutningsverðmæti hvers frysti- húss, hefur breytzt nokkuð á síðustu árum. Þannig er Útgerð- arfélag Akureyrar hf. nú með mestu eignaraðildina, eða 6,361%, og næststærst er Fiskiðjuver Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Fyrir gosið í Vestmannaeyjum voru frystihúsin fjögur þar í bæ með stærstu eignaraðildina, eða um 4'k% hvert þeirra 1972, en þá var eignaraðild Freyju hf. á Súg- andafirði 2,1%. Með kaupum Sambandsins á Freyju eykst hlut- fall þess í útflutningi á freðfiski til Bandaríkjanna um 1 til 2%, en hún mun hafa verið í kringum 25% fram að þessu. 3% eignarhlutfall nemur að því er Mbl. kemst næst rúmum 330 millj. kr. og auk þess á Fiskiðjan Freyja endurkræft fé úr séreigna- sjóðum SH sem mun nema um 120 millj. kr., þannig að þeir fjármun- ir sem fylgja kaupum fyrirtækis- ins munu nema milli 450 og 500 millj. kr., sem SH ber að greiða út við úrsögn úr samtökunum, en samkvæmt lögum samtakanna er ekki skylt að greiða þessar fjár- hæðir út nema á fimm árum, eftir að úrsögn hefur átt sér stað. Menn gera ráð fyrir því að Freyja gangi úr SH þegar Sambandið og aðrir aðilar hafa keypt fyrirtækið, en þó er fyrrnefnd 3% eignarhlut- deild eða þær endurgreiðslur sem henni fylgja óframseljanleg og einungis til greiðslu nýrra eignar- aðila, ef óskað er. Nokkur frystihús hjá SH hafa átt í erfiðleikum, til að mynda Skjöldur á Patreksfirði, en þar sem kaupfélag er fyrir á staðnum munu sambandsmenn hafa lítinn sem engan áhuga á að kaupa það. Eigendur Freyju á Súgandafirði hafa að sjálfsögðu snúið sér til SIS vegna möguleika þessa stór- fyrirtækis á kaupum á Hrað- frystihúsi Súgfirðinga, en forystumenn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hafa ekki stað- ið í kaupum á þeim frystihúsum, sem hafa átt við erfiðleika að stríða, enda nauðsynlegt að fyrir- tæki séu rekin af heimamönnum. Engin stofnun eða fjárfestingar- félag er á vegum SH til kaupa á þeim hraðfrystihúsum, sem eig- endur vilja selja, og mun það nú vera ofarlega í huga samtaka aðila frystihúsa í einkaeign, hvort ekki sé kominn tími til að stofna fjárfestingarfélag með öðrum að- ilum sem hafa fjármuni og eiga hagsmuna að gæta, eins og olíufé- lögum, tryggingafélögum og hrað- frystihúsum í einkaeign, en á þessu stigi hefur ekkert gerst í þeim efnum. Þá má jafnframt geta þess að ekkert frystihúsa SH á beina eignaraðild að Coldwater, sölu- fyrirtæki SH í Bandaríkjunum, heldur á Sölumiðstöðin allt hluta- féð í verksmiðjunni og þar af leiðandi er ekki unnt að framselja neinn eignarrétt í Coldwater, heldur fá frystihúsin greidda hlutdeild í tekjuafgangi Coldwat- er í hlutfalli við viðskipti sín. Sölumiðstöðin tekur 2% í sölu- laun af umbjóðendum sínum, en af því endurgreiðir fyrirtækið 1% til hraðfrystihúsanna, sem safnað er saman í sérstakan endur- greiðslusjóð. Þess má að lokum geta að Jökull hf. á Raufarhöfn, sem hætti í fyrra viðskiptum við SH, hefur nú rætt um það að taka þau aftur imp nú þegar, en undanfarið hefur Ottar Yngvason annast sölu fyrir fyrirtækið. Eignarhlutur Jökuis hf. á Raufarhöfn í SH er 1,060%. Þá kom það fram í spjallinu við Guðjón, að á síðasta ári var tekin í notkun ný og fullkomin tilrauna- verksmiðja og eldhús, sem þjónar þeim tilgangi að þróa nýjar vörur og endurbæta þá framleiðslu, sem fyrir er og fer það að miklu leyti fram í samvinnu við helztu við- skiptavini. Sagði hann, að uppsetn- ing tilraunaverksmiðjunnar hefði kostað 3 til 4 hundruð þúsund dollara, en hún hefði verið byggð á sama tíma og aðalverksmiðjan var stækkuð. Hann kvað mikinn ávinn- ing vera af tilraununum, en slíkt væri ómögulegt að meta til fjár. Þá hefur það komið fram í spjalli við Guðjón í Sambandsfréttum, að nú eru líkur á því að samstarfi Iceland Seafood Corporation við NASA, samtök fiskseljanda við norðanvert Atlantshaf, ljúki nú á næstunni, en hlutverk NASA hefur verið að auglýsa fisk úr Norður- Atlantshafinu og gefa upplýsingar um nýtingu hans. Að sögn Guðjóns eru líkur á því að þetta samstarf leggist niður vegna tregðu annarra íslenzkra aðila til að taka þátt í því. Sagði hann að Kanadamenn hefðu lagt til meirihluta fjármagns og hefðu viljað auka þetta samstarf, en vegna þessarar tregðu væri útlit fyrir að Kandamenn drægju sig út úr samstarfinu og hæfu sína eigin herferð á Bandaríkjamarkaðinum. Það væri álit þeirra, sem stutt hefðu þessa starfsemi, að það bæri að harma ef hún legðist niður, enda yrði það íslendingum til skaða, og að það verði skammsýni aðila í íslenzkum útflutningi, sem stuðli að þessum endalokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.