Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 11 Á tízkusýn- ingu með Norðlend- ingum Fjórðungsþing Norölendinga var haldið á Húsavík dagana 3.-5. sept- ember og þar voru reifuð mörg framfaramál fjórðungsins. En það var fleira en alvara lísins sem bar á góma. í lok þingsins var haldin vegleg veisla á Hótel Húsavík. Sigurjón Jóhannes- son, skólastjóri Gagnfræðaskóla Húsavíkur flutti ræðu, Hólmfríður Benediktsdóttir söng einsöng og tízku- sýning fór fram. Þar sýndi Auður Gunnarsdóttir, aðstoðarhótelstjóri, með fleirum, m.a. íslenzkan ullarfatn- að og kunnu gestir vel að meta eins og mynd Kristjáns Einarssonar, ljós- myndara Mbl. ber með sér. Noregur: Afmælis minnst með Snorra sagna Snorra. Jafnframt skýrði hann frá því, að NB væri nú fjórða stærsta forlag í Noregi. Bókin er einnig gefin út á nýnorsku, í 10 þúsund eintökum og er það í fyrsta sinn, að NB gefur út bók jafnhliða á norsku og nýnorsku. Konungasögur Snorra er veglega skreytt þekktum verkum eftir meistara eins og Haldan Egedius, Christian Krogh, Gerhard Munthe og Erik Wereskiold. í tilefni útgáf- unnar sendi NB Erik By til íslands og tók hann upp sjónvarpsviðtal við forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, en hvort viðtalið verður sýnt í norska sjónvarpinu er enn óljóst. Norska bókafélagið hefur gefið út sinn 250. bókartitil og þótti við hæfi að vel yrði vandað og fyrir valinu urðu Konungasögur Snorra Sturlusonar. Bókin er gefin út í yfir 100 þúsund eintökum og er það stærsta útgáfa í sögu félagsins. Islending- urinn Kristinn Einarsson, sem á sæti í stjórn félagsins, hefur haft veg og vanda af útgáfunni. Jafn- framt því, að norska bókafélagið, NB, gaf út sinn 250. bókartitil, þá hélt það upp á 20 ára afmæli sitt. Knut Giæver, framkvæmdastjóri félagsins, var ánægður á svip þegar hann skýrði frá útgáfu konunga- Knut Giæver, íramkvæmdastjóri NB, með konungasögur Snorra. Vagga stangarstökks Vagga stangarstökksins var um áraraðir í Vestmannaeyj- um. Friðrik Jesson varð Is- landsmeistari í stangarstökki árið 1923 og þá var metið rúmir 2,90 en hæst náði Frið- rik að stökkva 3,25. Hann stökk, eins og aðrir kappar á þeim tíma og raunar löngu síðar, á bambusstöngum. Arið 1944 bætti Vestmanneyingur- inn Guðjón Magnússon metið í 3,53 og best átti hann 3,67. Á þessum árum voru margir snjallir stangarstökkvarar í Vestmannaeyjum og þeir skiptu með sér að eiga metið. En 1947 var röðin komin að Eyjamanninum Torfa Bryn- geirssyni að bæta Islandsmet- ið í stangarstökki. Hann stökk þá 3,70, ágætt afrek og um margra ára skeið var hann ókrýndur konungur íslenzkra stangarstökkvara, og hæst stökk hann 4,35, — ágætur árangur og raunar á Evrópu- mælikvarða. En þegar Torfi lagði stöngina frá sér, þá hrundi veldi Eyjamanna í stangarstökkinu. Sigurður P. Sigurðsson, núverandi methafi í stangarstökki, var í Eyjum á þjóðhátíðinni og þá heilsaði hann upp á kappa fyrri ára, meðal annars þá Friðrik Jes- son og Guðjón Magnússon. Sigurður hefur, eins og Eyj- amenn forðum, lyft stangar- stökkinu á Evrópumælikvarða og víst er að hann á enn verulega eftir að bæta Is- landsmetið í stangarstökki. Stórhýsi Rafmagns- veitunnar Eins og borgarbúar hafa tekið eftir, þá eru framkvæmdir við stórhýsi Rafmagnsveitunnar við Suðurlandsbraut i fullum gangi. Húsnæðisskortur hefur hrjáð Raf- magnsveitu Reykavíkur um ára bil og hefur fyrirtækið lengst af búið við þröngan kost í leiguhús- næði víðs vegar um borgina. Árið 1972 var áhaldahús Raf- magnsveitunnar tekið í notkun við Ármúla og líður nú senn að því, að Rafmagnsveitan geti flutt mestan hluta starfsemi sinnar á svæðið. Eins og um allar stórhuga fram- kvæmdir á Islandi hafa verið uppi deilur um ágæti hins nýja húss og því birtum við nú teikningu af austurhlið hússins. _/__ L íslenzk kristni í útvarpi Norðurlanda Úr fréttabréfi biskupsstofu: Sunnudaginn 19. júlí var út- varpað guðsþjónustu frá Skál- holti. Biskup predikaði, sr. Guð- mundur Óli Ólafsson annaðist altarisþjónustu og Skálholtskór- inn leiddi söng undir stjórn Glúms Gylfasonar. i_t rnrWjftrrm < Wí»#WFJ*m ■1111IIII11111111111 Útvarpsstöðvar á Norðurlönd- um hafa um langt skeið haft samstarf um sameiginlegar út- varpsguðsþjónustur árlega og út- varpa þá einnig öðru efni frá viðkomandi landi. I vor komu hingað þessara erinda útvarpsmenn frá hinum Norðurlöndunum. Fóru þeir víða um og áttu viðtöl við fjölda fólks, m.a. um málefni kristni og kirkju. Meðal viðmælenda þeirra voru forseti íslands, biskupinn, rit- stjórarnir Árni Bergmann og Jón Sigurðsson, Margrét Hróbjarts- dóttir, safnaðarsystir, Einar Sig- urbjörnsson, prófessor, séra Dalla Þórðardóttir, Heimir Steinsson, rektor, trésmiður staddur í Óðali, nýstúdentar á þjóðhátíð á Akur- eyri, sr. Guðmundur Óli Ólafsson, Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri og margir fleiri. Dagskrá þeirra frá íslandi hef- ur þegar verið útvarpað og von er á fleiri þáttum. Biskupi hafa borist allmörg þakkarbréf víða að frá Norður- löndum vegna guðsþjónustunnar. JL Svona ska! það vera handbragðið; Súili leggur áherzlu á hvernig súlan skuli matreidd og Haraldur Benediktsson, yfirbryti á Loftleiðum fylgist með. Góða veislu gjöra skal „Súluveisla hefur aldrei verið haldin á fastalandinu, var raun- ar nánast niðurlögð í Eyjum. En síðustu árin hafa verið haldnar árlega súlu- og lundaveislur í Eyjum og nú stendur til að gefa mönnum á fastalandinu kost á að neyta þessara dýrlegu rétta, — eins og á að framreiða þá,“ sagði Jón Hlöðver „Súlli“ John- sen í Eyjum, sem brá sér til borgarinnar úr átinu í Eyjum. Hann hefur síðustu dagana verið að leiðbeina brytum á Hótel Loftleiðum við að mat- reiða súlu og lunda. Fyrstu vikuna í október ætla þeir vísu menn á Loftleiðum að gjöra góða veislu og á boðstólum verður súla, lundi, raunar fleiri góðir réttir, sumir hverjir i fyrsta sinn á borðum annars staðar en í Eyjum og er súlan á meðal þeirra rétta. Lundinn verður aðalrétturinn, steiktur, reyttur og soðinn reyktur. „Fullvaxin súla vegur eitthvað um hálft annað kíló og verður hún framreidd á tvo vegu. Ann- ars vegar hamflett, fituhreinsuð og léttreykt. Hún verður soðin i maltölssoði. Súlan er soðin eftir kúnstarinnar reglum og borin fram með kartöflum, asíum, rauðkáli og fleiru góðgæti. Hins vegar verður nýsúla á boðstólum, sundurlimuð og mar- ineruð, steikt, sósa borin fram með og fleira góðgæti." — Þetta hljómar vel, en hefur súlan verið matreidd svona lengi í Eyjum? „Nei, ekki svona. Hún var létt- reykt og síðan soðin eins og hangikjöt. Allur matur úr henni var notaður, það voru til súlu- svið, súlublóðmör, — aldrei neinu leift en það er liðin tíð. Ég hef þróað mína eigin aðferð. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að rauðvín gefur hamborgara- hryggnum lúffengt bragð. Ég reyndi að sjóða súlu í rauðvíns- soði, og reyndi raunar fleira en eftir mikla tiiraunastarfsemi, þá komst ég að þeirri niðurstöðu að ljúffengast væri að sjóða súluna í maltölssoði." — Þú ert kallaður Súlli meðal vina og kunningja í Eyjum. Er þaö kannski vegna tilrauna þinna með að matreiða súluna? „Nei, svo er nú ekki, — ég hef verið kallaður Súlli frá því áður en eg man eftir mér. Þetta er gamall ósiður í Eyjum, að vera með gælunöfn en sem betur fer er hann á undanhaldi." — Hvernig myndir þú lýsa bragðinu á súlukjöti eftir þinni uppskrift? „Ég get ekki lýst því, — aðeins sagt að súlukjöt er ákaflega ljúffengt. Fólk hér á fastaiand- inu, og líka í Eyjum, kann ekki að matreiða kjöt sjófugla á réttan hátt. Það er ekkert varið í kjötið ef handbragðið er ekki rétt. Það er galdurinn." Á Vestmannaeyjakvöldum Hótels Loftleiða, fyrstu helgi október, verða Bjargfuglaveislur að sið bjargveiðimanna í Eyjum með ýmsum heimilislegum skemmtiatriðum, sem alir geta haft gaman af, fastalandsmenn sem Éyjamenn. Já, þetta bragðast vel, — Haraidur og Súlli yfir pottunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.