Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 Ályktanir 26. þings Sambands ungra sjálfstæðismanna Á þingi Sambands ungra sjálfstædismanna, sem haldið var á ísafirði 28.—30. ágúst var ályktaö um ýmsa málaflokka fyrir utan almenna stjórnmálaályktun, sem þegar hefur birst hér í blaöinu. Fara ályktanir þingsins um einstök mál hér á eftir. Um orkumál: Þrjár virkjanir innan 10 ára Um sveitarstjórnarmál: Sjálfstæði sveitarfélaga Á þessum áratug þarf að tvö- falda orkuframleiðslu lands- manna. Nýting þessara auðlinda er forsenda iðnvæðingar og auk- innar framleiðslu þjóðarinnar. Til þess að geta keppt við aðrar þjóðir þurfa íslendingar að leggja Ungir sjálfstæðismenn vekja at- hygli á þeirri miklu hættu, sem er samfara fíkniefnaneyzlu. Neyzla fíkniefna og misnotkun lyfja er verulegt vandamál í nágranna- löndum okkar. Þrátt fyrir herta tollgæzlu og lögreglueftirlit hefur notkun fíkniefna vaxið geigvæn- lega á Islandi undanfarin ár, einkum meðal ungs fólks. Reyna Samband ungra sjálfstæð- ismanna vill vekja athygli lands- manna á nauðsyn náttúruverndar og eðlilegrar skipulagningar á ferðamálum. Samkvæfht innlendri spá er gert ráð fyrir að árið 1985 komi hingað til lands 93.500 út- lendir ferðamenn en í dag eru þeir ekki nema rétt rúmlega 76.000 á ári. Um leið og ungir sjálfstæð- ismenn fagna þeim árangri, sem náðst hefur í landkynningarstarfi erlendis, þá vara þeir sterklega við stjórnlausum innflutningi ferða- manna og skipulagslausri þjón- ustu við ferðamenn. Ungir sjálfstæðismenn benda á eftirfarandi: 1. Náttúra landsins er viðkvæm og sumarið er stutt. Ljóst er að ágangur ferðamanna, útlendra sem innlendra, er víða allt of mikill og á mörgum stöðum er lítil sem engin gæsla eins og vcra skyldi. 2. Fugla- og dýralíf er mjög sér- stakt hér á landi. Einnig er hér að finna margvíslegar náttúru- minjar sem í heild sinni hafa mikið gildi. Þjófnaður á sjald- gæfum fuglum og eggjum þeirra og ýmiss konar náttúru- minjum er áð verða alvarlegt vandamál hér á landi eins og fram hefur komið í fréttum fjölmiðla á þessu sumri sem nú er að líða. 3. Enn er langt í land með að hér séu nægilega góðar aðstæður til móttöku ferðamanna, s.s. hótel áherslu á uppbyggingu þeirra at- vinnugreina, sem hér á landi gefa ódýrari eða betri vöru en gerist annars staðar. Hagkvæmt virkj- aniegt vatnsafl til raforkufram- leiðslu á íslandi er talið vera um 28 Twh á ári. Af þessu vatnsafli þarf með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir fíkniefna- neyzlu. Til þess að svo geti orðið þarf samstillt átak opinberra að- ila og almennings, bæði aukna fræðslu og sterkt almenningsálit, í baráttunni gegn þessum vágesti. Þá ber að herða verulega viðurlög við dreifingu fíkniefna. og tjaldsvæði.Frumstæð ferða- mannaþjónusta hefur neikvæð áhrif erlendis. Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á eftirfarandi atriði til úrbóta í náttúruverndarmálum og ferðamálum, en þessir tveir mála- flokkar eru óaðskiljanlegir í allri umfjöllun. Náttúruverndarmál Umhverfismál er einn sá mála- flokkur sem hefur æ meira gildi í nútíma þjóðfélagi. Nauðsynlegt er að gefa þeim málum meiri gaum í stjórnsýslu landsins. Fjárveitingar til Náttúruvernd- arráðs hafa dregist mjög saman á undanförnum árum og liggur við að vandræðaástand sé í starfsemi ráðsins af þeim sökum. Gera verður ráðinu kleift að vinna að þeim verkefnum sem lög og reglur leggja því á herðar. Þyngja ber verulega viðurlög við brotum á náttúruverndarlögum. Enn þarf að auka allan viðbúnað til vernd- unar náttúru landsins og væn- legasta ráðið til árangurs er skipulögð upplýsingadreifing til innlendra og útlendra ferða- manna. F'crðamál Til vandræða horfir nú með móttöku ferðamanna víða um land. Því miður hefur aukningu á landkynningu erlendis ekki verið höfðu árið 1979 einungis verið virkjaðar um 3 Twh, eða tæp 11%. Önnur eins orka, eða jafnvel meiri, býr í virkjanlegum jarð- varma. Ljóst er að möguleikar íslendinga til framleiðslu á raf- orku eru langt umfram beinar innlendar þarfir á næstu áratug- um. Aðgangur að ódýrri og óþrjót- andi orku er sá grundvöllur, sem á má byggja. Þrjár nýjar stórvirkj- anir eru á undirbúningsstigi en þegar hefur dregist alltof lengi að tekin verði ákvörðun um röðun byggingarframkvæmda við þessar virkjanir. Þær þurfa allar að taka til starfa innan tíu ára. Samhliða byggingu þessara virkjana þarf að reisa ný stóriðjuver eða stækka þau mjög, sem fyrir eru. Mögu- leikar eru til stækkunar álversins og járnblendiverksmiðjunnar en bygging nýs stóriðjuvers er for- senda þess, að unnt verði að virkja með hagkvæmu móti á Austur- landi. Uppbygging stóriðju verður að miðast við íslenskt forræði en meirihlutaaðild Islendinga er ekki ófrávíkjanlegt skilyrði. mætt með auknum viðbúnaði hér- lendis. Ungir sjálfstæðismenn benda á að gera þurfi nákvæma könnun á því, hversu mörgum útlendum ferðamönnum sé hægt að taka á móti án þess að náttúru landsins og menningu þjóðarinnar stafi hætta af. í framhaldi af þeirri könnun er brýnt að jafna straumi ferðafólks um byggðir landsins, auka gistirými í jafnt dreifbýli sem þéttbýli. Ungir sjálfstæðismenn minna á að fjárfestingar í ferðamannaiðn- aði eru með því minnsta sem um getur í nokkurri atvinnugrein en hagnaður skilar sér mun fyrr og er hlutfallslega meiri en víða annars staðar ef rétt er á málum haldið. Þess vegna er um að gera að auka lánafyrirgreiðslur til þeirra sem vilja hasla sér völl á sviði ferðamannaþjónustu. Ferða- mannaþjónusta við útlendinga er gjaldeyrisskapandi og því útflutn- ingsiðnaður í sjálfu sér. AUar iðngreinar geta haft gagn af blómlegum ferðamannaiðnaði hér á landi. Ungir sjálfstæðismenn vilja þó minna á að áhugi íslendinga á ferðalögum um eigið land hefur stóraukist á síðustu árum og í ferðamálum má ekki miða ein- göngu við útlendinga. Minnt skal á að ferðalög Islendinga um eigið land geta verið gjaldeyrisspar- andi. Ungir sjálfstæðismenn hvetja landa sína til þess að kynnast eigin landi. Samband ungra sjálfstæð- ismanna vekur athygli á mikil- vægi sveitarstjórnarmála í póli- tískri umræðu. Sveitarstjórnar- kosningar eru á næsta leiti og þótt aðstæður og verkefni séu misjöfn í einstökum sveitarfélögum þá eru nokkrir þættir sem þau eiga sam- eiginlega og tengjast almennt þeirri stefnumótun sem felst í sjálfstæðisstefnunni og hugsjón- um sjálfstæðismanna. Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á sjálfstæði sveitarfélag- anna og víðtækt forræði þeirra í eigin málum. Með því er tryggð viss valddreifing í þjóðfélaginu og að þeir sem gerst mega vita um staðhætti og landkosti ráði mestu við töku ákvarðana og mörkun stefnu. Sveita>-félögin þurfa ríkari heimildir til að fara með tekjuöfl- un sína og meðferð gjaldskrár- mála og hafa ákvörðunarvald um í hve ríkum mæli þau nýta þá gjaldstofna sem í þeirra hlut koma. Áréttuð er sú skoðun sjálf- stæðismanna að ríkið falli frá beinum sköttum og þeim verði einvörðungu beitt í þágu sveitar- félaganna. Létta þarf hinni óhagkvæmu miðstýringu ríkis- valdsins, sem nú ríkir í þessum efnum. En með slíkar heimildir verður að fara með gát og sjálf- stæðismenn hljóta að gera þá kröfu til fulltrúa sinna hvar sem þeir kunna að sitja í sveitarstjórn í umboði kjósenda flokksins, að þeir gangi ekki um of á ráðstöfun- arrétt borgaranna en reki sveit- arsjóðina og fyrirtækin, sem þeim tengjast, af hagkvæmni og þar sem því verði við komið verði þjónustan seld á kostnaðarverði. Ungir sjálfstæðismenn telja nauðsynlegt að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga sé glögg og ákveð- in þannig að þess sé jafnan gætt að saman fari vald og ábyrgð. Það flókna samkrull sem nú er í þessum efnum hefur bæði reynst dýrt og óþjált í stjórnun og uppbyggingu. Sveitarfélögin eiga að greiða götu atvinnufyrirtækjanna hvert á sínu svæði og þeim á að koma fyrir þar sem hagkvæmast og arðbærast er. Ungir sjálfstæðis- menn fordæma þá stefnu vinstri- flokkanna, sem birtist hvarvetna í sveitarstjórnum landsins og miðar að því að þrengja kost atvinnu- fyrirtækjanna í smáu og stóru, ekki síst með óhóflegri skatt- heimtu, sem kemur m.a. í veg fyrir uppbyggingu og þróun margra þeirra. Sveitarfélögin eiga ekki að taka beinan þátt í atvinnurekstri á þeim sviðum sem einstaklings- framtakið myndi nýtast betur. Er t.d. vakin athygli á því að óeðlilegt er að sveitarfélögin skuli ekki gefa íbúum sínum kost á að hafa XXVI. þing SUS skorar á Al- þingi íslendinga að aflétta einok- un ríkisins af rekstri hljóðvarps og sjónvarps. Með tilkomu nýrrar tækni á þessu sviði er ógerlegt að framfylgja núgildandi lögum. Um langt skeið hefur mönnum verið ljós vilji almennings til að breyta í þessa átt þar sem slík skömmtun- arstefna samræmist ekki óskum og áhugamálum almennings. fasteignir sínar í frjálsri trygg- ingu. Einokun á þessu sviði á ekki neinn rétt á sér. Þróttmikið frjálst atvinnulíf er megin forsendan fyrir blómlegu byggðarlagi. Þann mikla kraft sem í því felst má beisla en aldrei binda. Ungir sjálfstæðismenn leggja ríka áherslu á húsnæðismálin í komandi sveitarstjórnarkosning- um. Þeir telja að sérhverri sveit- arstjórn beri að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að búa í haginn fyrir húsbyggjendur. Stefna á markvisst að því að allir sem það kjósa geti komið sér upp eigin þaki yfir höfuðið. Lóða- og skipulagsmálum ber að haga þannig að þau þjóni þessum mark- miðum en standi ekki gegn þeim eins og víða hefur gerst þar sem vinstrimenn fara með völd í sveit- arstjórnum. Sá þungi sem lagður hefur verið á svokallað félagslegt húsnæði á síðustu árum hefur orðið til þess að draga stórkost- lega úr möguleikum einstakl- inganna til að komast yfir hús- næði sem þeir eigi kvaða- og íyrirvaralaust. Þessari þróun verður að snúa við áður en það er orðið um seinan. Félagsmál hafa frá öndverðu verið eitt meginverkefni sérhverr- ar sveitarstjórnar. Svo hlýtur áfram að verða. Ungir sjálfstæð- ismenn telja að meginstefnan í þessum málaflokki hljóti að felast í því að hjálpa því fólki, sem undir hefur orðið, um lengri eða skemmri tíma til sjálfshjálpar. Oft þarf næsta lítið til að koma, til þess að starfsvilji þeirra, sem við líkamlega hömlun búa, fái að njóta sín, þeim sjálfum og þjóðfé- laginu til mikils ávinnings. Forð- ast verður að koma upp kerfi sem til þess er fallið að draga úr sjálfsbjargarþrótti einstakl- inganna, kerfi sem býr til vanda- mál en leysir þau ekki. Meðferð félagsmála verður að vera í sí- felldri endurskoðun svo komist verði hjá spillingu og sóun sem er þvi miður víða eitt megineinkenni á meðferð þessara mála viða í nálægum löndum og kemur óorði á mikilvæga starfsemi, sem ekki er hægt að vera án. Ungir sjálfstæðismenn telja að sveitarfélögunum beri að ýta und- ir og styðja frjálsa félagastarf- semi en varast að hefta hana í fjötra forsjár hins opinbera. Þróttmikið frjálst menningar- íþrótta- og félagslíf er einn óræk- asti vitnisburður sem fáanlegur er um blómlegt og rismikið sveitarfé- lag. Opinberir aðilar eiga að forð- ast að hafa þessa þætti að féþúfu, eins og nú er gert í flestum tilvikum. SUS telur mikilvægt að ungt fólk sé áberandi og virkir þátttak- endur í sveitarstjórnarmálefnum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Afturhaidssemi valdhafa má ekki öllu lengur standa eðlilegri þróun þessara mála fyrir þrifum. Reynsla ýmissa nágranna-þjóða okkar (t.d. Breta) af frjálsum hljóðvarps- og sjónvarpsrekstri hefur sýnt að til mikils er að vinna. Gerum ekki austantjalds- ríkin að fyrirmynd okkar á þessu sviði. Um fíkniefnamál: Hert viðurlög gegn fíkniefnum Um náttúruverndar-pg ferðamál: Efla ber náttúruvernd og bæta ferðamannaaðstöðu Um frjálsan útvarpsrekstur: Af létt verði ríkiseinokun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.