Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 Fundur Thatchers og Mitterrands: Athugun á byggingu gangna undir Ermarsund fari fram Unglingar í Þórshöín í mótmælasetu. Óspektir unglinga í Þórshöfn: Viljum félagsmiðstöðvar færri lögreglumenn ÓSPEKTIR unKlinKa hala veriö mikiö í sviðsljósinu í Fa‘reyjum í sumar ok var svo enn um helgina í Þórshöfn. Margar rúður voru hrotnar í ráðhúsbyKKÍnKunni í Þórshofn ok Kamii hæjarKarðurinn var lokaður fyrir umferð allan sunnudaKÍnn. Ve^na óspektanna handtók loKreKÍan fimm unKlinKa en þeir voru fljótlcKa látnir lausir. A hádegi á laugardag fóru ung- menni í mótmælagöngu í miðbæ Þórshafnar. Þau ætluðu að efna til mótmælasetu á gatnamótunum við R.C. Effersoesgötu. Gangan var ekki fjölmennari en svo, að þau hættu við það og fóru að gatnamótunum við N. Finsensgötu og efndu til mótmæla- setu þar. „Við viljum félagsmið- stöðvar, færri lögreglumenn," hróp- uðu ungmennin. Ungmennin gengu síðan til heim- ilis Poul Michelsen, bæjarstjóra Þórshafnar, og kröfðust úrbóta í málefnum unglinga. Lögreglan sagði, að ungmennin sem fóru í mótmælagönguna á laugardaginn hefðu ekki verið hin sömu og tóku þátt í óspektunum á sunnudeginum. Heimild: Dimmalætting. Eldur í bílaskipi San Francisc-o. 11. soptombcr. AP. ELDUR kom upp í 171 metra longu japonsku flutningaskipi hliiðnu bif- reiðum i dag og 15 menn af 22 manna áhöfn skipsins neyddust til að yfirgefa skipið. Rannsóknaskipið „Cayuse" var nærstatt og viðbúið því að taka alla áhöfnina um borð. Eldurinn kom upp í japanska skipinu, „Blue Hawk“, þegar það var um 1.120 km suðvestur af San Francisco. Flugvél bandarísku strandgæzl- unnar af gerðinni C-130 hringsólaði yfir skipinu. Önnur skip voru á leið á slysstað. Strandgæzluskipið „Morg- enthau" fór frá San Francisco á slysstað, en það er 28 tíma sigling. „Blue Hawk“ er 13.667 lestir og hafði meðferðis 538 bíla. Þótt mikill halli væri kominn á skipið héldu sjö menn af áhöfninni áfram að berjast við eldinn. I.undúnum. 11. scptomhcr. AP. TVEGGJA daga fundum Mar- grétar Thatchcrs, forsætisráð- herra Bretlands, og Francois Mitterrands, Frakklandsforseta, lauk í Lundúnum í dag. Á fundi með fréttamönnum lýstu leiðtog- arnir yfir samstöðu um, að athug- anir færu fram á byggingu gangna undir Ermarsund. Þeir sögðu, að athuganir hæfust innan mánaðar. „Eg hef mikinn áhuga á að athuganir fari fram,“ sagði Mar- grét Thatcher við fréttamenn. Hugmyndin um göng undir Erm- arsund var fyrst sett fram árið 1802 af franska verkfræðingnum Albert Mathieu, sem viðraði hug- myndina við Napoleon. Hugmynd- inni um göng hefur síðan oftsinnis verið haldið á lofti. Frakkar lýstu miklum áhuga á göngum undir Ermarsund árið 1975 en Verkamannaflokksstjórn Harold Wilsons féll frá byggingu gangna vegna gífurlegs kostnaðar. Svo virðist sem hugmyndin um göng undir Ermarsund hafi fengið byr undir báða vængi á nýjan leik. Leiðtogarnir lýstu yfir ein- dregnum stuðningi við Samstöðu, hin óháðu verkalýðsfélög í Pól- landi, og að Pólverjar fái sjálfir að ráða örlögum sínum. „Til íhlutun- ar má alls ekki korna," sagði Mitterrand. Leiðtogarnir lýstu yf- ir áhyggjum sínum af innflutningi japanskra bíla til ríkja Efnahags- bandalags Evrópu. Thatcher sagði, að ef ekki verði komizt að samkomulagi við Japani muni afleiðingarnar verða „skelfilegar". Sex af hverjum tíu bílum, sem seldir voru á Bretlandseyjum í síðastliðnum mánuði, voru jap- anskir. Mitterrand ítrekaði stuðning sinn við staðsetningu meðal- drægra Pershing 2-eldflauga í Evrópu og lagði áherzlu á að jafnvægis gætti milli austurs og vesturs. Þá ítrekaði hann stuðning við afvopnunarviðræður. Mitter- rand sagðist reiðubúinn að ræða við Breta um kröfur þeirra um lækkað framlag til EBE: „Við munum aldrei skella hurðinni á Breta," sagði Mitterrand. Vel þótti fara á með leiðtogun- um. Thatcher sagði að viðræðurn- ar hefðu verið „vingjarnlegar og uppbyggilegar" og Mitterrand sagði þær „árangursríkar". Stöðugt fjölgar flokkum í Danmörku: Þrettándi flokkurinn boðar f ramboð sitt Frá Ib Björnhak. frcttaritara Mbl. í Kaupmannahöfn. 11. scptcmbor. ÞRETTÁNDI flokkurinn hefur boðað framboð sitt til sveita- og bæjarstjórnarkosninganna í Dan- mörku. sem fram fara þann 17. nóvember næstkomandi. Sósíal- íski verkamannaflokkurinn hef- ur fengið tilskilinn fjölda með- mælenda og hefur boðað framboð sitt. Jafnvel er hugsanlegt að fjórtándi flokkurinn bætist í hóp- inn, lífeyrisþegar kunna að bjóða sérstaklega fram. Danir eru því nálægt að setja Evrópumet i fjölda flokka. Jafnaðarmenn mynduðu minni- hlutastjórn eftir síðustu þing- kosningar með hlutleysi þriggja borgaralegra miðflokka. Jafnað- armenn eiga á hættu að missa fylgi í kosningunum þann 17. nóvember. Síðustu bæjar- og sveitastjórnakosningar fóru fram Alda réttarhalda í Eistlandi eftir Andres Kiing FLOKKSLEIÐTOGAR Eystra- saltslandanna lofuðu á fundi sovéska kommúnistaflokksins i vor að taka harðar á trúuðum og þjóðræknum andstæðingum Sovétstjórnar. Þeir vilja koma í veg fyrir að pólska „veikin“ breiðist út. Loforðið hefur leitt til fjölda réttarhalda yfir lýð- raðissinnum að undanförnu. þar á meðal i Eistlandi. Hinn vel þekkti Eistlendingur, Mart Niklus, var dæmdur í 10 ára þrælkunarvinnu í fangabúð- um og 5 ára útskúfun innan Sovétríkjanna 8. janúar 1981. Hann hefur áður verið dæmdur í 10 ára þrælkunarvinnu fyrir að smygla úr landi myndum af hversdagslegum óþægindum í heimalandi sínu. í þetta sinn var hann meðal annars ákærður fyrir að hafa lánað bók sem ég skrifaði, fyrir að hafa hlustað á útsendingar Voice of America í Eistlandi og fyrir að hafa gagn- rýnt kosningafyrirkomulagið í Sovétríkjunum. Hann hafði einnig ritað nafn sitt undir fjölda yfirlýsinga lýðræðissinn- aðra íbúa í Eystrasaltslöndum, allt frá gagnrýni á samkomulag einræðisherranna Hitlers og Stalíns um skiptingu Eystra- saltslandanna og mótmæli vegna innrásar Sovétmanna í Afgan- istan. Hin þunga refsing getur reynst lífstíðarfangelsi fyrir Niklus þar sem hann þjáist af bakveiki og er illa farinn af hungurverkfalli sem hefur stað- ið í tæpt ár. Hann er ókvæntur. Faðir hans lést fyrir skömmu en móðir hans heldur áfram að biðja sovésk yfirvöld vægðar fyrir hönd sonar síns. Niklus hefur óskað eftir að fá að flytja til frænku sinnar í Norrköping í Svíþjóð. Efnafræðiprofessorinn Juri Kukk var dæmdur í 2ja ára þrælkunarvinnu í fangabúðum 8. janúar 1981. Hann var ákærður fyrir að hafa talað við fréttarit- ara frá Vesturlöndum í Moskvu, fyrir að hafa skrifað undir mótmælabréf í tilefni 40 ára afmælis Hitler-Stalin-sam- komulagsins og fyrir að hafa mótmælt að siglingakeppni Ólympíuleikanna yrði haldin í hans heimalandi. Kukk lést 27. mars í sovéskum fangabúðum eftir 4 mánaða hungurverkfall. Ýmsar dánarorsakir hafa verið gefnar upp opinberlega en sam- kvæmt heimildum í Eistlandi kafnaði hann þegar verið var að þröngva í hann mat. Kona Kukks, 13 ára sonur og 9 ára dóttir lifa hann. Byggingaverkfræðingurinn Veljo Kalep sem er 46 ára var dæmdur í 4 ára þrælkunarvinnu í fangabúðum 17. mars 1981. Hann hafði lengi óskað eftir brottflutningsleyfi til Svíþjóðar eða til bróður síns í Kanada. Hann hafði einnig lýst áhuga á að stofna flokk sósíaldemókrata. Hann sendi ásamt 40 öðrum lýðræðissinnuðum íbúum Eystrasaltslandanna heillaóska- skeyti til Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, þegar verkföllin byrj- uðu í Póllandi. Við húsleit hjá Kalep fann öryggislögreglan m.a. efni um týnda diplómatinn Raoul Wallenberg. Samkvæmt upplýsingum frá Eistlandi hafði Kalep komist á snoðir um eitt- hvað nýtt í sambandi við dvalar- stað Wallenbergs. Nú er hann sjálfur í sovéskum fangabúðum i Perm-héraði. Hann er kvæntur og á þrjú börn sem eru 12, 11, og 9 ára. Viktor Niitsoo sem er 29 ára og stundar nám í arkitektúr var dæmdur í 2ja ára þrælkunar- vinnu í fangabúðum og 2ja ára útskúfun í Sovétríkjunum 24. apríl 1981. Hann var ákærður fyrir að hafa ætlað að útbúa sovéska bílinn Pobeda vopnum sem hann gæti notað til að ráðast á opinberar byggingar í Tallin, höfuðborg Eistlands, fyrir að hafa átt „andsovéskar" bækur eins og The Russians eftir Hedrick Smith, fyrir að hafa dreift eistlenskum neðanjarðar- bókmenntum og fyrir að hafa látið andsovésk orð falla í veislu ungkommúnista. Dómstóllinn tók fyrstu ákæruna ekki alvar- lega og þá síðustu tókst ákær- anda ekki að sanna. Veislugestir höfðu verið svo kófdrukknir að þeir mundu ekki hvað sagt var í veislunni. Niitsoo var fyrst og fremst dæmdur fyrir að hafa skrifað undir fjölda mótmæla- bréfa og áskorana frá hreyfingu lýðræðissinna í Eistlandi. Tiit Madisson sem er 31 árs var dæmdur í 4 ára þrælkunar- vinnu í fangabúðum og 2ja ára útskúfun í Sovétríkjunum 15. maí 1981. Hann var ákærður Andres Ktlng fyrir að hafa skrifað andsovéskt bréf um ástandið í Eistlandi til vestur-þýsku útvarpsstöðvarinn- ar Deutsche Welle, um að hafa dreift eistlenskum neðanjarð- arritum og fyrir að hafa mót- mælt innrás sovéska hersins í Afganistan. Madisson er kvænt- ur og á 16 ára son. Lúterska Evrópusambandið hélt mikinn fund í höfuðborg Eistlands í september 1980. Margir trúaðir Eistlendingar voru handteknir eftir að erlendu gestirnir voru farnir. Tiit Padam sem stundar nám í arkitektúr var handtekinn fyrir starfsemi sína í ungmennadeild lúterska þingsins. Villu Jurjo sem er vinsæll prestur missti atvinnuleyfi sitt af því að öryggislögreglan telur hann of opinskáan í ræðum sinum. Vello Salum sem nýtur einnig vinsælda hvarf eftir að hann hélt ræðu um „kirkjuna og fólkið" sem var síðar dreift í neðanjarðarhefti í Eistlandi. Hann er nú lokaður inni á geðveikrahæli í Eistlandi. Salum er kvæntur. Dmitrij Minjakov sem er 60 ára er enn einn presturinn sem var óheppinn. Hann starfar nú í borginni Valga nærri landamær- um Eistlands og Lettlands. Hann var handtekinn í janúar 1981 og fór í 6 vikna hungurverk- fall í vor. Þeir sem vilja styðja eða vita meira um fanga í Eistlandi geta snúið sér til Hjálpcentralen för politiska fángar i Estland, Box 34-018, 100 26 Stockholm. Það eru samtök útlaga sem eru vel þekkt fyrir áreiðanlega upplýs- ingaþjónusfu. Þau starfa líkt og Amnesty og vilja hjálpa fólki sem er ofsótt vegna trúarlegra eða pólitískra skoðana sinna í Eistlandi. árið 1978 og síðan þá hefur kosningaaldur verið lækkaður í 18 ár. Því eru 443 þúsund nýir kjósendur á kjörskrá og skoðana- kannanir benda til, að fjölmargir þeirra muni ekki neyta atkvæðis- réttar síns. Því er búist við að kjörsókn verði minni en áður og menn eru sammála um, að Jafnað- armenn muni bíða mest tjón. Skoðanakannanir benda til, að jafnaðarmenn hafi tapað fylgi frá síðustu þingkosningum. Ef kosið yrði nú, myndu þeir missa 2—3 þingsæti. Nú eiga 10 flokkar sæti á danska þinginu en þeim fækkaði um einn í síðustu kosningum þegar kommúnistar misstu þing- sæti sín. Mikil barátta um hylli kjósenda er milli smáflokkanna til vinstri við jafnaðarmenn. Nú eiga tveir smáflokkar til vinstri við krata menn á þingi, sósíalíski þjóðarflokkurinn og vinstri-sósí- alistar. Samkvæmt skoðanakönn- unum virðast þeir halda sínu fylgi. Kommúnistar bjóða að sjálfsögðu fram og einnig Kommúníski verkamannaflokkurinn, sem kenn- ir sig við marx-leninisma og nú hefur enn eitt vinstrabrotið stigið fram á vígvöllinn, sósíalíski verkamannaflokkurinn, sem á föstudag skilaði inn tilskildum fjölda meðmælenda, 24.000 tals- Andófsmenn í Prag teknir Vín. 11. Hcptcnbcr. AP. SEX tékkneskir andófsmcnn voru handteknir á fundi i ibúð i Prag í gærkvöldi. Upphaflega voru átta handtekn- ir, en tveir voru seinna látnir lausir. Fundurinn fór fram í íbúð Martin Húblers úr nefnd á vegum mannréttindahreyfingarinnar er fer með mál fólks sem er lögsótt að ástæðulausu. Hert hefur verið á baráttu stjórnvalda gegn stjórnarand- stæðingum og haldið hefur verið uppi harðri gagnrýni á óháðu verkalýðshreyfinguna í Póllandi. Meðal þeirra sem voru handtek- in í íbúð Húblers voru talsmaöur mannréttindahreyfingarinnar, séra Vaclav Maly, og Jaromila Bielikova, vinkona handtekins baráttumanns samtakanna, Jiri Dienstbier.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.