Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 HLAÐVARPINN Skólamál: Kennslubók í lestri unn in í samvinnu við börn Rætt við Guð- björgu Þórisdótt- ur, Jóhönnu Ein- arsdóttur og Kristján Inga Einarsson anna lesmáli barna. Með þessari bók viljum við reyna að spyrna við fótum, bjóða börnum upp á lesefni og myndir úr íslenzku umhverfi, íslenzkum veruleika. Olæsir krakkar hafa gaman af bókinni. Þau geta skoðað mynd- irnar, rætt um þær við foreldra og kennara, gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn. Þau sem eru að Mynd Mbl. Kristján. Kristján Ingi, sem tekið hefur Ijósmyndir í „Krakkar. krakk- ar“, Jóhanna Einarsdóttir og Guðbjörg Þórisdóttir. „Það var þörf fyrir bók handa börnum, sem eru að hefja lestr- arnám — brýn þörf, raunar fyrir margar bækur," sögðu þau Guð- björg Þórisdóttir, Jóhanna Ein- arsdóttir og Kristján Ingi Ein- arsson, kennarar. Þau hafa samið nýstárlega kennslubók í lestri. Útgefandi er bókaútgáfan Bjallan og nefnist bókin „Krakkar, krakk- ar“. „Þessi bók er ekki byggð með eina lestraraðferð í huga. Það er ekki ætlast til að hún komi í stað annarra kennslubóka í lestri held- ur miklu fremur að hún notist með öðrum bókum. Hér er um tilraunabók að ræða — „Krakkar, krakkar" er fyrsta lestrarbókin hér á landi sem, jafnframt að hafa texta, er byggð upp á Ijósmyndum. í bókinni eru raunsæjar myndir úr hversdags- leikanum. Þema bókarinnar má segja að sé frá vöggu til grafar; fæðing, æska, unglingsárin, at- vinnulífiö, elli. Almennt talað, þá eru í bókinni textar og myndir sem vekja eiga spurningar og raunar enda margir textar á spurningu. Svo vonumst við til að bókin örvi ímyndunarafl barna. Börn læra að lesa tákn; læra að þekkja stafina en myndlestur er að okkar mati mikilvægur. Það er mikilvægt að „lesa“ með börnum áður en lestrarnám þeirra hefst. Hann örvar málþroska þeirra, eykur orðaforða og hugtakamynd- un, sem er viðurkennt að geti skipt sköpum við lestrarnám. Ætlast er til, að fullorðnir ræði myndirnar með börnum, örvi ímyndunarafl þeirra, veki upp spurningar um lífið almennt. Á video-öld er ákaflega mikilvægt að börnum sé sinnt, að rætt sé við þau en þeim ekki bara kastað fyrir framan sjónvarpið þar sem þau glápa á teiknimyndahetjur og ailur texti er á útlendu máli. Þá tröllríður „skríplamál" fjölþjóðabókmennt- stíga sín fyrstu skref í lestri hafa ekki síður not af bókinni. Texti er stuttur, letur stórt og reynt er að hvetja börnin með spurningum og áhugavekjandi texta. Þegar við sömdum bókina, þá fengum við börn til aðstoðar við okkur. Við lögðum myndirnar fyrir börn og létum þau velja. Margar hugmyndir vöknuðu við þetta samstarf." — Hverjir eru helztu gallar bókarinnar? „Þeir eiga vafalítið eftir að koma í ljós, eins og öll mannanna verk hefur bókin sína galla. Við gerum okkur ljósa grein fyrir því. Við vonumst eftir gagnrýni, ábendingum, hvað megi betur gera og þannig bæta úr. Okkur langaði að gera svo margt en erfiðast var að takmarka sig. Þessi bók var samin af hugsjón. Hver árangur verður á eftir að koma á daginn en hingað til höfum við fengið jákvæðar undir- tektir og það hefur verið okkur mikils virði," sögðu þremenn- ingarnir. Hvað er i pokanum? Pokinn er fullur af tómum gosflóskum. Sumir skilja tómar flóskur eftir á götum og gangatétturr. og jafnvel úti • móa. Pessi maöur safnar tómum flöskum, selur óaer í búóum og faer pening fyrir þaer Þaó safnast þegar saman kemur Fimm ættliðir í kvenlegg Soffía Árnadótt- ir, ættm('»ðir, 95 ára að aldri, fyrrum húsfrú á Efri Ilrisum. Fróðárhreppi, Snæfellsnesi, heldur á Eddu Sif Guðbrands- dóttur. Edda Sif er dóttir Dóru Kristinsdóttur. sem er búsett á Siglufirði og sit- ur að baki Soffiu. Þá eru þær mæðgur Halldóra Krist- leifsdóttir og Ester Friðþjófs- dóttir frá Rifi á myndinni. SMYGLARAR í FÆREYJUM: Smuglarasakin ver- ið fyri í rættinum Stórtækir smyglarar í Færeyjum sæta nú yfirheyrslum ákæruvalds- ins þar í landi og eru ákærðir fyrir að hafa reynt að smygla 222 ákavítisflöskum í gámi með heyi. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa smyglað alls 1025 flöskum síðan í febrúar í fyrra og fyrir að hafa selt 803 þeirra með hagnaði upp á 250.000 krónur. Þeir sem ákærðir hafa verið eru 41 árs leigubílstjóri (hýruvognsför- ari) og kona hans og 34 ára gamall Dani. Hjónin eru einnig ákærð fyrir að hafa flutt inn áfengi (rúsdrekkar) á nafni þriðja aðila og selt helming þess með hagnaði upp á 130.000 krónur. Yfir leigubílstjór- anum, sem ákæruvaldið álítur höf- uðpaurinn, er krafizt 8 mánaða fangelsis, heldur minna fyrir Dan- ann og enn minna fyrir konuna. Smyglið fór þannig fram, að Daninn, sem búið hafði í Færeyjum í nokkur ár, en var fluttur aftur til Danmerkur, sá um að kaupa hey þar og senda í gámum til Færeyja ásamt áfenginu og kom fyrsta sendingin þangað í febrúar í fyrra. Iæigubílstjórinn segir sig saklaus- an, Daninn viðurkennir að hafa selt smávegis (eitt sindur), sem hann hefði haft með sér frá Ilanmörku, en konan segist ekki hafa haft hugmynd um neina vínsölu. Ákæruvaldið krefst þess að lagt verði hald á óseldar áfengisbirgðir fólksins og að það auk fangelsis- vistarinnar greiði 305.000 krónur í sekt á hvorn manninn, sem talið er nema hagnaði af sölunni auk tolla. (Cr Dimmalætting.) Þrir góðir saman. Frá vinstri: Guðjón Magnússon. en hann setti íslandsmet 1944, stökk 3,53. Fyrir miðju er Sigurður T. Sigurðsson, núverandi íslandsmethafi, 5,20, og til hægri er Friðrik Jesson en hann varð íslandsmeistari á stöng árið 1923. —i íleiðinni Hollusta kaldra baða verður varla oflofuð Jón Pétursson ma-lti mjög með sjóvatnsböðum í Lækningabók fyrir almúga, sem gefin var út i Kaupmannahöfn á þvi hcrrans ári 1834 eða fyrir 148 árum. Eftirfarandi klausu fundum við i „IIeilbrigðismálum“, riti Krahha- meinsfélags fslands. hvar vitnað er i fyrrnefnda bók: „Hollusta kaldra baða, einkum í sjóvatni, verður varla oflofuð ... og varla mun svo kveifarlegur né viðkvæmur maður til ... að ekki geti vanið sig á þau og haft gott af. Maður skal — hvar engin orðuleg baðhús eru til — vaða allsnakinn, nema í hempu, ef svo vill, utan um sig, úti sjóinn, smáausa yfir höfuð sér vatninu, og þegar komið er vel í mitti, fleygja sér flötum, busia stundarkorn, ekki lengur en þang- að til hætt er að súpa hveljur, flýta sér þá á þurrt, þurrka sig í hasti og fara í hreint næst sér, ganga síðan spölkorn á eftir, undir það maður svitni, velja til þess logn og hlýtt verður á sumardag, og hafa ekki nýborðað." Fermingar- vottorð Gamall maður á Siglufirði fann til þess að fermingarbörnin fá ekki í hendur neitt skjalfest að þau hafi fermst, eins og hann fékk fyrir rúmlega hálfri öld. Hann lét því endurprenta slíkt skjal með viðeigandi breytingum ' og gaf Siglufjarðarsöfnuði nokk- urt upplag. Hafa fermingarbörnin fagnað þessu fallega vottorði, enda vill svo til að „ömmustílP er tízkuútlit á flestu þessa dagana, og mörg hafa hengt það upp í herbergi sínu. Lífið gengur í hringi, sagði skáldið. Hítinni allt - eða skattaþula Þó að stjórnvöld viti yfirleitt ekki sitt rjúkandi ráð þegar harðnar á dalnum hjá einstakling- um og fyrirtækjum, þá bregst þeim sjaídan hogalistin þegar finna þarf upp nýja skatta. Með- fylgjandi skattaþula frá bæjarfóg- etanum í Kópavogi birtist i bloð- unum fyrir nokkru, og er mönnum þar lofað lögtaki ef þeir standa ekki sína pligt i öllum greinum. Nú er bara að byrja að lesa. LöRtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjaldföllnum og ógreiddum þing- gjöldum ársins 1981 álögðum í Kópavogskaupstað, en þau eru: Tekjuskattur, eignaskattur, sókn- argjald, slysatryggingagjald v/heimilisstarfa, iðnaðarmálagjald, slysatryggingagjald atvinnurek- enda, lífeyristryggingagjald, at- vinnuleysistryggingagjald, almenn- ur og sérstakur launaskattur, kirkjugarðsgjald, iðnlánasjóðs- gjald, sjúkratryggingagjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og vinnuskattur af verslunar- og skrif- stofuhúsnæði. Ennfremur fyrir skipaskoðunargjaldi, lestargjaldi og vitagjaldi, bifreiðaskatti, skoð- unargjaldi bifreiða og slysatrygg- ingagjaldi ökumanna 1981, áfölln- um og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innl. framl. sbr. I. 65/1975, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, mat- vælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, skipulags- gjaldi af nýbyggingum, söluskatti, sem í eindaga er fallinn svo og fyrir viðbótar og aukaálagningum sölu- skatts vegna fyrri tímabila. Verða lögtökin látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, ef full skil hafa ekki verið gerð. Bæjarfógetinn í Kópavogi. 11. ágúst 1981. „Englar Arngríms“ BISKUPSKJÖR var mikið í frétt- um á lokaspretti þeirrar athafnar og eins og gengur í kosningum voru skoðanir manna skiptar. Séra Heimir Steins3on, Skálholts- rektor á að hafa haft á orði í hópi manna, að heilagur andi starfaði oft á annan hátt en mannskepn- unni þætti liggja beinast við og veldi aðrar leiðir sem kæmu m.a. fram í því hvernig séra Pétur vígslubiskup varð biskup. Hagyrð- ingi í hópnum varð þá að orði: Helgum anda er um það kennt að eigi er kirkjan betri. Nú hafa englar Arngríms lent í eina sæng með Pétri. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.