Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 Til varnar Hayefe og Friedman Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson Grein í tilefni ádeilu Þorsteins Gylfasonar á frjálshyggju Hayeks og Friedmans Nokkrir menn hafa skrifað greinar síðustu vikurnar í Morgunblaðið um frjálshyggju, Einar Baldvin Baldvinsson 20. ágúst, Sigurður Thorlacius 5. septem- ber og Þorsteinn Gylfason 5. og 6. september. Einar Baldvin gagnrýndi lýðræðishugtak frjálshyggjumanna, Sig- urður svaraði rökum þeirra gegn ríkis- afskiptum af nýtingu náttúruauðiinda, en Þorsteinn deildi á frjálshyggju tveggja kunnustu stjórnmáiahugsuða nútímans, Friedrich Hayeks og Milton Friedmans. Þessum þremur mönnum ber öllum að þakka fyrir málefnalegar greinar, ólíkar flestum þeim, sem skrifaðar hafa verið áður gegn frjálshyggju. Rökræður við þá geta skýrt þann ágreining, sem er um markmið og leiðir í stjórnmálum, og orðið mjög gagnlegar. Ég vona, að ég geti svarað þeim og ýmsum öðrum rækilega síðar, t.d. í tímaritinu Frelsinu, en verð að sinni að láta mér nægja að gera nokkrar athuga- semdir við greinar Þorsteins — til varnar Hayek og Friedman, sem hann misskilur því miður, og til skýringar nokkrum stjórnmálahugtökum. I. Þorsteinn deiiir á frjálshyggju Hayeks og Friedmans. En hvað er frjálshyggja? Það er hugtak, sem við notum til að skilja, hvaða stjórnmálahugmyndir menn hafa. Þorsteinn hefur þá kenningu um frjáls- hyggjuna, að hún sé ekki ein, heldur séu frjálshyggjurnar margar, frjálshyggjan hafi ekkert „innra eðli“, sem lýsa megi með skilgreiningu. Hann vitnar í ættar- mótskenningu Ludwig Wittgensteins, seg- ir, að á öllum þessum frjálshyggjum sé ættarmót eða svipur, en þær hafi ekkert eitt samkenni — annað en nafnið. Þetta er að sjálfsögðu rétt í einum skilningi, frjálshyggjurnar eru jafnmargar frjáls- hyggjumönnunum, þótt ekki sé nema af þeirri einföldu ástæðu, að þeir eru ólíkir einstaklingar. Frjálshyggja Ólafs Björns- sonar í bókinni Frjálshyggja og alræðis- hyKKja er ekki hin sama og frjálshyggja Jónasar Haralz í bókinni Velferðarríki á villigötum, sem er að koma út. En það breytir því ekki, að margt er líkt með þessum „tveimur" frjálshyggjum. Þetta, sem Þorsteinn segir, er þó rangt í þeim skilningi, að allt geti verið frjálshyggja, sem mönnum sýnist að telja svo. Hugtök eru tilgangslaus, ef svo er. Orðið „frjáls- hyggja“ er misnotað, ef það er notað um stefnu Alþýðubandalagsins eða stjórn- málahugmynd John Kenneth Galbraiths. (Þorsteinn gerir reyndar einfalda villu, þegar hann telur Galbraith frjálshyggju- mann. Galbraith kallar sig „liberal", en það orð hefur aðra merkingu, það er notað um menn með aðrar stjórnmálahugmynd- ir, í Bandaríkjunum en í Norðurálfu. Þorsteinn verður að gæta sín á að íslenska eins og tölva. Islenska orðið „frjálshyggja" hefur fengið merkingu, ekki síst af bók Ólafs Björnssonar og blaðagreinum Jónas- ar Haralz og margra annarra, og engin ástæða er til að breyta þeirri merkingu.) Ég hef talið einn prófstein vera til á frjálshyggju — þá kenningu, að atvinnu- frelsi sé nauðsynlegt skilyrði fyrir al- mennum mannréttindum. Þetta er ekki „eðli“ frjálshyggjunar, heldur regla um, hvernig nota eigi orðið (eða öllu heldur, hvernig eigi ekki að nota það), sett til þess að auðvelda rökræður. Þrætur um „eðli“ hugtaka eru tilgangslitlar, en það er þó skynsamlegra að koma sér saman um þrönga merkingu orða en víða og hafa því orðið „frjálshyggju" um þessa kenningu, sem ég taldi hentugan prófstein, en finna önnur orð um aðra stjórnmálahugmyndir. Ég ætla að leyfa mér, áður en ég sný mér að ádeilu Þorsteins á Hayek og Friedman, að benda lesendum á tvö brögð, sem Þorsteinn beitir, þótt hann hneykslist mjög á öðrum fyrir „ósvífinn áróður". Annað er það, að hann lætur svo sem hann standi álengdar og horfi með vorkunn- samlegri lítilsvirðingu á tvo hópa manna munnhöggvast, frjálshyggjumenn og „fé- lagshyggjumenn" (en það orð notar hann um sósíalista), en hvorugur hópurinn skilji í rauninni, um hvað málið snúist. Hann er ekki fyrsti maðurinn, sem líkir frjáls- hyggjumönnum við sameignarsinna kreppuáranna, og satt er það að vísu, að eldmóðurinn er svipaður og sennilega illskiljanlegur mönnum, sem eru að reskj- ast. En það skiptir að sjálfsögðu engu um þau rök, sem færð eru fyrir kenningunni. Þeim verður að svara með öðrum rökum, en ekki skopinu einu. Hitt bragðið, sem Þorsteinn þeitir, er að leggja alltaf óskynsamlegasta skilning, sem kostur er á, í orð þeirra, sem hann deilir við. Hann setur sig í stellingar manns, sem sé að vanda um við óþæga nemendur, en ekki að rökræða við kunna hugsuði, sem eru ekki taldir neinir bjálfar. Ég efast ekki um, að Þorsteinn telji sig vita margt betur en Hayek og Friedman, enda hafa þeir ekki hlotið nema ein nóbelsverðlaun hvor. En það er þó sjálfsögð vinnuregia í rökræðum að leggja skynsamlegasta skilning, sem kostur er á, í orð fræðimanna, svo að rökrætt verði um hugmyndir, en ekki orð. II. Þorsteinn fer þeim orðum um Hayek, að hann sé „gamalmenni", sem „þjarki". Sá skætingur skiptir engu máli. Hvað hefur hann að segja um hugmyndir Hayeks? Hann hefur tvennt að segja um fyrirlestur þann, sem Hayek flutti undir heitinu „Miðju-moðið" á íslandi og birtur var í 1. hefti Frelsisins 1980. Annað er um rök Hayeks gegn einni kenningu Mills: Þess má geta í þessu viðfangi að sú gagnrýni Hayeks á Mill (Frelsið I (1980), 6—35) er byggð á sandi: Hayek virðist, svo lygilegt sem það má teljast, ekki skilja ívitnunina í Ilagfræði Mills sem hann reisir gagnrýni sína á, hann snýr beinlínis átakaniega út úr henni. Ég bið lesendur að taka eftir, að Þorsteinn svarar ekki rökum Hayeks gegn kenningu Mills, heldur telur, að ívitnunin, sem Hayek velur, eigi ekki við. Sú kenning Mills, sem Hayek hafnar, er, að gera megi greinarmun á framleiðslu lifsgæðanna og dreifingu þeirra og að markaðssjónarmið eigi við í framleiðslu, en réttlætissjónar- mið í dreifingu. Eg held, að tilvalið sé að spyrja Þorstein sjálfan, hvort Mill hafi haft þessa kenningu. Frá þessari kenningu segir Þorsteinn svo í formála bókarinnar Frelsið eftir Mill: Mill hafnaði þar (í bókinni Lögmál hagfræðinnar) fyrstur manna þeirri skoðun hinna eldri hagfræðinga, einkum Davids Ricardo (1772—1823) að skipting eigna og tekna á hverjum tíma ylti á óbreytanlegum lögmálum efnahagslífs- ins. Hann taldi framleiðsluna eina háða slíkum lögmálum. Þorsteinn kveður í þessum formála — skýrlega að orði. Mill hafði þessa kenn- ingu, gerði þennan greinarmun. Mér finnst síðan minna máli skipta, hvort Hayek hefur misskilið eina tiltekna ivitnun en hvort rök hans gegn kenningu Mills eru gild, en ætla þó að fara með margum- rædda ívitnun Hayeks í orð Mills: Lögmálin um og skilyrðin fyrir fram- leiðslu lífsgæðanna eru fræðilegs eðlis ... En svo er ekki um dreifingu lífsgæðanna. Hún kemur engum lögmál- um við heldur er aðeins mannasetning. Mennirnir geta sem einstaklingar eða í hóp gert það við lífsgæðin sem þeir kæra sig um þegar þeim er til að dreifa (the things once there). Þeir geta fengið þau öllum sem þeir kjósa, með öllum þeim skilyrðum, sem þeir setja. Getum við skilið þessa ívitnun öðrum skilningi en Hayek? Er Mill ekki að koma orðum að þeirri kenningu, sem bæði Þorsteinn og Hayek segja, að hann hafi? Ástæða er til að víkja nokkrum orðum að þeim rökum, sem Hayek færði gegn kenningu Mills, en Þorsteinn lét ósvarað. Þau eru, að framleiðsla og dreifing lífsgæða séu síður en svo óháð, enda dreifist lífsgæðin i sjálfri framleiðslunni og hljóti að gera það, því að ella geti menn ekki vitað, hvað eigi að framleiða. Menn vita, hvað þeir eiga að framleiða, því að markaðurinn segir þeim það (en „markað- urinn" er orð, sem hefur einkum merking- una: val einstaklinga). Verðbreytingar á markaðnum vegna þess, að fleiri eða færri en áður velja eitthvað, eru upplýsingar um það, hvaða framleiðslubreytingar séu nauðsynlegar. Sá, sem græðir, hefur brugðist skynsamlega við breytingum og spáð vel fyrir um framtíðina. Gróði hans sýnir öðrum, hvað eigi að framleiða og hvernig. sú dreifing lífsgæðanna, sem hlýst af framleiðslunni, er því ómissandi leiðarstjarna í sjálfri framleiðslunni. Hún er í rauninni forsenda hagkvæmrar fram- leiðslu. Menn geta að sjálfsögðu reynt að nota ríkisvaldið til að breyta dreifingu lífsgæðanna, en það veldur því, þegar til lengdar lætur, að framleiðslan verður óhagkvæmari, lífsgæðin verða færri og mennirnir því allir fátækari en ella. Þessi rök Hayeks kunna að vera flókin fyrir þá, sem hafa ekki lesið rit hans, en það er ómaksins vert að kanna þau, og það ætti Þorsteinn að gera. (Þess má geta, af því að Þorsteinn nefnir kenningu Rawls um réttlæti með velþóknun, að Hayek telur hana síður en svo í mótsögn við frjáls- hyggju sína. Ástæðan til þess á að blasa við þeim, sem þekkja kenningu Rawls um réttlæti og skilja rök Hayeks gegn því að breyta dreifingu lífsgæðanna.) Hitt, sem Þorsteinn hefur að segja um fyrirlestur Hayeks, er þetta: Þess utan er öll grein Hayeks gagnsýrð af barnslegri vísindatrú — vísindatrú sem tengist siðfræðilegri tvíhyggju þeirra Davids Hume og Max Weber og henni í frumstæðustu mynd. Verri öfugmæli eru varla til um kenn- ingu Hayeks. Hann hefur skrifað heila bók gegn vísindatrúnni, The Counter-Revolut- ion of Science (Þorsteinn nefnir engin dæmi „barnslegrar vísindatrúar" hans), og hann telur siðfræðilega tvíhyggju alls ekki fullnægjandi. Siðfræðileg tvíhyggja er komin frá Grikkjum, sem gerðu greinar- mun á mannasetningum og náttúrulög- málum. Hayek telur, að þessi greinarmun- ur sé óheppilegur, því að hans vegna hafi mörgum sést yfir, að til sé þriðja reglan, sú sem menn komast ekki að í náttúrunni (þ.e. er ekki náttúrulögmál) og koma ekki heldur á í mannheimi (þ.e. er ekki mannasetning), heldur kemst á við sam- skipti manna. Regla getur komist á, án þess að nokkur komi henni á. Hún getur verið árangur mannlegra athafna án þess að hafa verið ætlun nokkurs manns. Dæmi um þetta eru markaðslögmálin, sú sam- stilling eða regla, sem verður til á markaðnum vegna verðbreytinga, en þær samhæfa störf einstaklinga. (Vera má, að forn lög íslendinga hafi verið þessarar gerðar. Þau voru umfram allt réttarvenj- ur, sem voru færðar í letur, löngu eftir að þær höfðu orðið til við langa þróun.) Það er síðan annað mál, að Hayek gat þess í fyrirlestrinum, að í vísindin mætti ekki sækja rök fyrir siðferðilegum skoðun- um og vísaði í því viðfangi til Humes og Webers. Þetta hefur líklega valdið mis- skilningi Þorsteins. Hayek var að benda á, að enginn vísindalegur mælikvarði er tiltækur, sem við getum notað til að komast að, hvað sé sanngirni og hvað ekki í tekjuskiptingu eða dreifingu lífsgæða. Ég bið lesendur að taka eftir, að þetta eru önnur rök Hayeks gegn afskiptum ríkisins af tekjuskiptingunni en þegar hefur verið rætt um. (Hin voru, að þau væru óhag- kvæm, drægju úr framleiðslu lífsgæð- anna.) En hvað felst í þessum rökum Hayeks? Við tökum dæmi. Þorsteini kann að finnast, að hann eigi „skilið“ 2 þús. kr. hærri mánaðarlaun en hann hefur. Ég kann að vera honum ósammála. Tvær hugmyndir um sanngirni rekast á. Hvern- ig getum við leyst málið? Hayek segir, að við verðum að sætta okkur við að fá það af lifsgæðunum, sem aðrir telji okkur eiga skilið, sætta okkur við þá eftirspurn, sem sé á markaðnum eftir þjónustu okkar. M.ö.o. verðum við að sætta okkur við það, að markaðurinn dreifi lífsgæðunum, því að enginn önnur skynsamleg regla sé til um það, hvernig eigi að dreifa þeim. Segjum sem svo, að Þorsteinn reyndi að selja þjónustu sína á markaðnum, þ.e. heim- spekifyrirlestra. Hann fengi það af lífs- gæðunum í sinn hlut, sem aðrir væru tilbúnir til þess að greiða honum fyrir þessa þjónustu. Og hann hefði ekki yfir neinu að kvarta, þó að áheyrendur á fyrirlestrum hans yrðu miklu færri en á hljómleikum, sem Björgvin Halldórsson héldi, og tekjur hans því miklu lægri en Björgvins. Það, sem gerðist, væri, að fleiri veldu „Bjögga" en Þorstein, og engin rök má sækja í vísindin fyrir því, að þetta val

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.