Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 21 Forsætisráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, og frú, forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir og Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Landsvirkjunar, meðal gesta er hornsteinn var lagður að stöðvarhúsi Landsvirkjunar við Hrauneyjafoss. Mikið fjölmenni var við athöfnina að Hrauneyjafossi í gær. Hér sézt hluti gestanna. Vigdís Finnbogadóttir sagði í ávarpi, að frá upphafi byggðar í landinu hefði íslenzka þjóðin háð baráttu við náttúruöflin, er skap- að hefðu og mótað landið. Hún hefði um langan aldur verið ofurseld þeim öflum og máttar- völdum, sem hafa gefið landinu sinn stórskorna og rúnum rista svip. Eldar, ís og beljandi vatns- föll hefðu spunnið þjóðinni örlög, sem fáir hefðu getað spornað við. Hugvit og þekking hefðu hins vegar leitt áður harðbýlt land og lítt gjöfult til samvinnu í lífsbar- áttunni. Land, sem áður hefði fekki verið talið búa yfir neinum auði, væri nú í vitund allra þegnanna mikil auðlind. Forseti sagði, að með Hraun- eyjafossvirkjun væri verið að búa í haginn fyrir íbúa landsins, þá sem nú lifa og þá sem síðar ættu eftir að erfa það. Orkuverið ætti eftir að færa góð föng í þjóðarbúið, föng sem hver og einn vonaðist til að nýtast mættu þjóðinni allri á skynsamlegan hátt til aukinnar hagsældar og betri lífskjara. Eiríkur Briem framkvæmda- stjóri Landsvirkjunar sagði í ávarpi að Hrauneyjafossi, að virkjunin væri verk íslenzkra handa, því allir framkvæmda- þættir að Hrauneyjafossi væru unnir af innlendum verktökum. Eiríkur s.agði, að ásamt raf- magnslínu að spennistöðinni á Brennimel í Hvalfirði, væri áætl- að að Hrauneyjafossvirkjun kostaði eitt þúsund milljónir króna að vöxtum á byggingar- tíma frátöldum. Ljósm. Mbl. Kristján. Vigdís Finnbogadóttir leggur hylki það i hornstein orkuversins að Hrauneyjafossi, sem saga virkjunarverksins hefur verið skráð á til varðveiziu um ókomin ár. Fyrstá verkefni LA í ár „Jómfrú Ragnheiður“ LA HÓF starfsemi sína þann 25. ágúst sl. í „leiksmiðjtT (námskeið) undir stjórn Kára Halldórs. Þátttakendur voru fastráðnir starfsmenn leik- hússins ásamt leikurum og öðrum, sem ráðnir hafa verið við verkefni, sem koma upp seinna á leikárinu. Hafnar eru æfingar á fyrsta verkefni leikársins „Jómfrú Ragnheiði", sem er ný leikgerð af Skálholti Guðmundar Kambans, gerð af Bríeti Héð- insdóttur, sem jafnframt leik- stýrir. Leikmynd hannar Sig- urjón Jóhannsson, og tónlist er samin af Jóni Þórarinssyni. David Walter sér um lýsingu. Barnaleikritið „Hlynur og svanurinn á Heljarfljóti" í leikstjórn Þórunnar Sigurðar- dóttur verður annað verkefnið. Leikmynd gerir Guðrún Auð- unsdóttir. David Walter sér um lýsinguna. Frumsýning er áætluð um miðjan nóvember. Þriðja verkefnið fer í æf- ingu í byrjun desember og er „Þrjár systur" eftir Tsékhóv. Leikstjóri verður Kári Halldór Þórsson. Leikmynd annast Jenný Guðmundsdóttir og lýs- ingu Ingvar Björnsson. Frum- sýning er fyrirhuguð í byrjun febrúar. Seinasta verkefni leikársins verður gamanleikur í leik- stjórn Andrésar Sigurvinsson- ar. Fastráðnir starfsmenn við LA næsta leikár eru Sunna Borg, Theodór Júlíusson, Gest- ur E. Jónasson, Marinó Þor- steinsson, Freygerður Magn- úsdóttir, Þórey Aðalsteins- dóttir, Guðbjörg Thoroddsen og Andrés Sigurvinsson. Tvö síðast töldu starfa nú í fyrsta sinn hjá LA. Marinó Þor- steinsson, sem starfað hefur með LA um árabil er nú í fyrsta sinn fastráðinn starfs- maður. Auk þessa kemur Þrá- inn Karlsson nú aftur til starfa hjá LA. Yfirstjórn leikhússins er í höndum Leikhússráðs, sem skipað er stjórn LA ásamt fulltrúa Akureyrarbæjar og fulltrúa starfsmanna leik- hússins. LA hyggst standa fyrir námskeiðshaldi á leikárinu. Formaður er Guðmundur Magnússon. Bríet Héðinsdóttir og hluti starfsmanna LA Ljósmynd Þengill. 'WÍS EKKI Vtófl SfM fli OE títt. Wffl HIN flKMNÍ''

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.