Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 KIRKJAN er nýbúin aö taka í notkun nýja handbók, sem kallar eftir virkari þátttöku hins almenna safnaðarmeðlims í guðsþjónust- unni, skilst mér. Slíku ber að fagna, því að fólk vill ekki bara taka við heldur vera þátttakandi og leggja sjálft eitt- hvað fram. Þó kann það að taka nokkurn tíma að þátttakan verði almenn. En spurning mín á þessu kristniboðsári er: Eitt mikilvægasta starfið sem hver kristinn mað- ur ætti að inna af hendi er stöðugt og einlægt bænalíf. Margsinnis í Nýja testa- menntinu erum við hvött til að biðja. „Biðja án afláts." „Vakið og biðjið." Við trúum á persónulegan Guð, sem heyrir bænir okkar og veitir bænheyrslu. Kristur segir: „Og hvað sem þér biðjið um í mínu nafni, það mun ég gjöra, til þess að faðirinn verði vegsamlegur í syninum." Jóh. 14:13. Að biðja er nauðsynlegt en það er oft erfitt. Ekki erfitt vegna þess að það krefjist gáfna, þekkingar, orðaforða eða sérstakarar tækni. Heldur vegna þess að það krefst auð- mýktar. Okkur hættir til að vilja ráða fyrir báða. Ekki nóg að leggja bænarefnið fram heldur iátum við fylgja nákvæma leið- sögn á því hvernig málin skuli leyst. Við þurfum einungis að fela Drottni bænarefnið sem okkur býr í brjósti. Þar sem við játum trú á alvitran föður, skaparann, þurfum við ekki að veita upplýsingar eins og herprestur einn sem bað: „Vernda þú Drottinn þjóna þína sem staddir eru á Falk- landseyjum, en þær eru, eins og þú veist Drottinn, á Suður- Atlantshafi." Markmið og tilgangur bænar sem flutt er í Jesú nafni er ekki að þvinga fram fríðindi okkur til handa né tilraun til að smeygja okkur undan ábyrgð heldur er hún flutt til þess að gjöra nafn Guðs dýrlegt. Sá einn biður sem væntir bænheyrslu. Og sá einn sem hlustar fær bænheyrslu. Sr. Kjartan Örn Sigur- björnsson er sóknarprestur Vcstmanneyinga. Ágústínus kirkjufaðir segir um bænina, að hún sé lykill himnanna. Upp stígur beiðni, en niður stigur miskunn Guðs. Og Hallgrímur Pétursson segir um bænina: „Lykill er hún að Drottins náð.“ Þetta er sameiginleg reynsla að bænin opin himin Guðs. Þetta gerist þegar bæn er flutt í Jesú nafni og maðurinn opnar hjarta sitt fyrir Guði. Kristnir menn ástunda bænalíf í einrúmi og í samfélagi með öðrum trúuðum. Ekki annað hvort — eða. Það er trúnni lífsnauðsyn, að maðurinn eigi samfélag við Dorttinn í kyrrð og einrúmi. Kristur segir: „En þegar þú biðst fyrir, þá gakk inn í herbergi þitt, og er þú hefir lokað dyrum þínum, þá bið förður þinn, sem er í leyndum og faðir þinn sem sér í leynd- um, mun endurgjalda þér.“ MT 6:6. En við erum einnig minnug orða Jesú í sama guðspjalli 18 kafla. „Enn segi ég yður: Ef tveir af yður verða sammála á jörðinni mun þeim veitast af föður mínum, sem er í himnin- um, sérhver sá hlutur sem þeir kunna að biðja um, því að hver sem tveir aða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra." Þannig gerir Kristur ráð fyrir því að lærisveinarnir ástundi bænalíf, bæði í ein- rúmi og með öðrum. Það eru mörg bænaefni bor- in fram fyrir Drottinn á bænarörmum. Mörg eru þess eðlis að þau varða þann einan sem biður. En einnig koma kristnir menn saman í smáum og stórum hópum til að beina bænum sínum í einn farveg. Það er ótalmargt, sem hlýtur að vera sameiginlegt bænar- efni og menn biðja fyrir bæði í einrúmi og með öðrum. Einn þáttur guðsþjónust- unnar er almenn kirkju- bæn. Þar biður söfnuð- urinn sameiginlega og felur Guði á hendur, kirkju Krists, söfnuðinn, kirkju íslands, land og þjóð, heim allan og sérhvern meðbróður. Hér höfum við fengið óbreytanlegt upphaf á bæna- lista. Málefni, sem stöðugt þarfnast fyrirbæna sérhvers kristins manns. En listanum er ekki lokað. Þessar bænir eru almennar og öllum ætlaðar en ótal bæna- efni eru afmörkuð við hvern söfnuð á hverjum tíma. Fyrir- bænir fyrir sjúkum í söfnuðin- Aukin þátttaka leik- manna í kirkjulegu starfi er áhuga-og haráttumál þeirra sem vilja kirkjunni vel og vænta sér einhvers af starfi hennar. Handbok íslensku kirkj- unnar sem samþykkt var á síðasta kirkjuþingi gerir ráð fyrir aukinni þátttöku safnaðarins i messugjörð. Þannig að kirkjugestur er ekki lcngur áheyrandi cða þolandi einvörðungu heldur er þess vænst að hann taki undir sálmasöng. hænagjörð o.s.frv. Tel cg raunar að þess hafi sést merki undanfarin ár að hinn hlutlausi söfnuður i messugjörðinni hefur í æ ríkari mæli gerst þátttak- andi í flutningi mcssunnar. !>að er vonandi liðin tið að fólk snúi sér við til að líta I»að gefast ótal tækifæri í daglegri önn að vera virkur laTÍsveinn Jesú Krists. þann furðufugl scm lcyfir sér að syngja af hjartans lyst. Hitt líklegra að fólk finni hjá sér löngun til að syngja með. Nýja handhókin er stað- festing á þessari þróun og vcrður vonandi til þess að virkja enn betur almennan safnaðarmeðlim í guðsþjón- ustunni. En ekki má líta á mess- una sem einangrað fyrirbæri, sem markast af upphafs- og lokasálmi. Um leið og hvatt er til aukinnar þátttöku safnaðarins í mess- unni er verið að hvetja söfnuð- inn til starfa í lífinu. Blessunarorðin sem prestur flytur söfnuðinum frá altari í lok messunar eiga að fylgja hverjum einstökum út í lífið og kalla hann til ábyrgðar og átaka. Messan á að hvetja til þátt- töku i kirkjulegu starfi. Og ég bendi á, að það starf þarf fráleitt að tengjast kirkju- byggingunni. Það er kirkjulegt starf, unnið í anda kærleika Krists, að vitja sjúkra, ein- manna og aldraða. Það er einnig kirkjulegt starf að sinna börnum og unglingum. Rétta þeim örvandi hönd og leiðbeina í anda sannleikans og kærleik- ans. Það gefast ótal tækifæri í daglegri önn og amstri að vera virkur lærisveinn Krists. Kristnum mönnum ber að iðka banalíf, bæði í cinrúmi og með öðrum. Ekki má líta á messuna scm einangrað fyrirbæri, blessun hennar á að fylgja mönnum út í lifið. um, framgangi góðra mála, sem varða byggðalagið o.s.frv. Enda ekki óalgengt að sókn- arprestur biðji söfnuðinn að minnast manna og málefna með fyrirbæn. Iðulega á það sér einnig stað, að biskup Islands óskar eftir því við presta og söfnuði að þeir feli Drottni ákveðin bænaefni. Með þessu er ég að segja, að þó ekki sé útgefinn sérstakur bænalisti af hverjum söfnuði þá finnur hver safnaðarmeð- limur fyrirbænaefni bæði í kirkju og utan. En hugmynd fyrispyrj- enda, borin fram af góðum hug, er athyglis- verð. Eg veit ekki hvort slíkt hefur verið reynt hér eða annars staðar. En ég veit, að bæði bænahópar og einstakl- ingar útbúa slíka bænalista og gefur það góða raun. Það er sjálfsagt og nauðsyn- legt fyrir kirkjuna að leita nýrra leiða til að virkja söfn- uðinn til starfa. Og þá er aukið bænastarf grundvöllur alls annars. Nú á haustdögum þegar skólar eru að hefja vetrarstarf langar mig að lokum að biðja þig, lesandi góður, að bera fram fyrir Drottinn bæn fyrir skólastarfi, kennurum og nem- endum. Biðjum góðan Guð, sem er uppspretta allra visku, að efla sanna menntun svo að æska landsins mótist að vilja Hans. Og felum síðan allar bænir okkar í þeirri bæn sem Drott- inn hefur sjálfur kennt. Þarf ekki líka að virkja bænastarf fólks í heimahúsum? Mætti ekki gefa út lista með fyrirbænarefnum í söfnuðunum til þess að örva fyrirbæn manna fyrir öðrum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.