Morgunblaðið - 12.09.1981, Side 37

Morgunblaðið - 12.09.1981, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 37 Heilbrigðisþjónustan og Neytendasamtökin Eftir Reyni Ármannsson í 3. gr. laga Neytendasamtak- anna stendur eftirfarandi: — Markmið samtakanna er að gæta hagsmuna neytenda í þjóðfélag- inu. Tilgangi sínum hyggjast sam- tökin m.a. ná með því; að vaka yfir því, að sjónarmið neytenda al- mennt séu virt, þegar ákvarðanir eru teknir eða reglur settar, er varða hagsmuni neytenda. — Eg tel, að tími sé kominn til þess að NS láti meira að sér kveða varðandi ýmsa opinbera þjónustu. Hvað með heilbrigðisþjónustuna í landinu? Er ekki tímabært að fulltrúar hins almenna skattborg- ara fái aðstöðu til þess að fylgjast með, hvernig þeim fjármunum er varið sem þeir leggja af mörkum? Við íslendingar eyðum í dag 8% af vergri þjóðarframleiðslu til heil- brigðisþjónustunnar. bað þýðir, að hver vinnufær maður greiðir sem svarar einum mánaðarlaun- um árlega til heilbrigðisþjónust- unnar. I Morgunblaðinu 12. október 1980 var stórmerk grein um heil- brigðisþjónustuna eftir aðstoð- armann landlæknis, Guðjón Magnússon, lækni, sem mun vera eini læknirinn hérlendis, sem lok- ið hefur sérnámi í félagslækning- um. Ég vil leyfa mér að vitna í þá grein. Þar stendur m.a. eftirfar- andi: — Miðað við þá gífurlegu fjármuni sem eytt er í heilbrigðis- þjónustuna, er ekki óeðlilegt að verja nokkru fé til þess að athuga hvernig til tekst með reksturinn, hvort gæði þjónustunnar séu eins og efni standa til og hvert sé álit neytenda á þeirri þjónustu sem þeir fá. I Skotlandi hefur verið komið á sérstökum neytendaráð- um á hverju heilsugæslusvæði, sem eiga að fyigjast með og gera tillögur um breytingar og betr- Reynir Ármannsson umbætur á heilsugæslunni. í þess- um neytendaráðum er meirihlut- inn skipaður leikmönnum. — Svipuð þróun mun eiga sér stað víðar, þar sem sjónarmið og hags- munir neytenda eru virt og í heiðri höfð. FyrirbygKjandi aðgerðir Vart verður komist hjá því, þegar rætt er um heilbrigðismál almennt, að geta um hið stór- merka starf sem NLFÍ hefur innt af hendi með rekstri heilsuhælis- ins í Hveragerði, allt frá því að hinn þjóðkunni brautryðjandi á sviði heilbrigðismála, Jónas Kristjánsson, læknir, hóf það starf. Arftakar hans hafa svo sannarlega haldið merki braut- ryðjandans á lofti síðan. Þarna hefur farið saman fyrirmyndar- rekstur á stofnuninni og jafn- framt verið mótuð ný stefna varðandi heilbrigt mataræði og likamsrækt og þar með fyrir- byggjandi aðgerðir er varða heilsufar manna almennt. Neytendasamtökin hafa undir höndum ársreikninga heilsuhælis NLFI í Hveragerði síðustu fjögur árin, ásamt öðrum upplýsingum um reksturinn, sem framkvæmda- stjóri NLFI, Friðgeir Ingimundar- son, hefur fúsiega látið undirrit- uðum í té. Þar bendir allt til þess, að hjá þeirri stofnun sé vel á fé skattborgaranna haldið. Fróðlegt væri að bera þá reikninga saman við reikninga annarra sambæri- legra stofnana. Sennilega gerir almenningur sér enga grein fyrir því, hvað þessi þáttur heilbrigðisþjónustunnar hefur sparað þjóðinni í heild mikla fjármuni. Það þýðir að hagstætt væri fyrir ríkið að stór- efla þær stofnanir, sem hafa að markmiði fyrirbyggjandi aðgerðir varðandi sjúkdóma. Það er fleira fjárfesting en steinsteypa. Það er rétt og skylt að geta þess, að heilbrigðisyfirvöld hafa sýnt mun meiri skilning varðandi úr- bætur á ýmsum þáttum heilbrigð- isþjónustunnar á allra síðustu árum, og er það mjög þakkarvert. Sennilega munu fáir skattborg- arar sjá eftir þeim krónum sem til heilbrigðismála ganga, þótt þeir að sjálfsögðu vilji fylgjast með hvernig því fé er varið sem til þeirra mála gengur. Þjóðin öll er í mikilli þakkar- skuld við þá ágætu menn, sem á sínum tíma ruddu brautina og gerðu að veruleika þá heilbrigðis- þjónustu og tryggingar sem við búum við i dag. Það voru svo sannarlega brautryðjendur sem ekki hugsuðu um eigin hag, heldur um velferð þjóðarinnar allrar. Brldge Umsjón» ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Reykjavíkur Keppnisyfirlit September-desember 1981. Keppnisstjóri: Agnar Jörgens- son. Spilastaður: Domus Medica kl. 19.30 stundvíslega (nema annars sé sérstaklega getið). Tvímenningskeppni 16. sept., miðvikudagur Tvímenningskeppni (Hótel Heklu) 23.sept., miðvikudagur Ilausttvimenningur 30. sept., miðvikudagur (Kl. 20 aðeins þetta kvöld) 7. okt., miðvikudagur 14. okt., miðvikudagur 21. okt., miðvikudagur Aðalsveitakeppni 28. okt., miðvikudagur 4. nóv., miðvikudagur 11. nóv., miðvikudagur 18. nóv., miðvikudagur 25. nóv., miðvikudagur 2. des., miðvikudagur 9. des., miðvikudagur 16. des., miðvikudagur Munið að tilkynna þátttöku í öll lengri mót með minnst viku fyrirvara til keppnisstjóra eða einhvers stjórnarmanna. Stjórn BridgefélagS Reykja- víkur 1981—1982: Formaður: Sigmundur Stefánsson, sími 72876. Varaformaður: Helgi Jó- hannsson, sími 75326. Ritari: Guðbrandur Sigurbergsson, sími 52174. Gjaldkeri: Steingrímur Jónasson, sími 81079. Fjármála- ritari: Þorlákur Jónsson, sími 41027. Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Aðalfundur Bridgefélags Reykjavíkur var haldinn að Hót- el Heklu 26. ágúst sl. Fráfarandi formaður, Jakob R. Möller, flutti skýrslu stjórnar, lagðir voru fram reikningar og afhent verðlaun fyrir mót á síðasta vetri. Ný stjórn var kjörin á fundin- um og er hún þannig skipuð: Formaður Sigmundur Stefáns- son, varaformaður Helgi Jó- hannsson, ritari Guðbrandur Sigurbergsson, gjaldkeri Steingrímur Jónasson og fjár- málaritari Þorlákur Jónsson. Endurskoðendur voru kjörnir Stefán Guðjohnsen og Þórarinn Sigþórsson. I stjórn Bridgedeild- ar Reykjavíkur var kjörinn Guð- mundur P. Arnarson. Á næsta starfsári verður Bridgefélag Reykjavíkur 40 ára og er áformað að minnast þess á verðugan hátt. Félagið mun hefja vetrar- starfið miðvikudaginn 16. sept- ember með eins kvölds tvímenn- ingi. Viku síðar verður eins kvölds tvímenningur aftur á dagskrá, en síðan hefst hausttvi- menningur sem stendur í fjögur kvöld. Að honum loknum hefst aðalsveitakeppni félagsins, sem standa mun fram að jólum. Gamlir og nýir félagsmenn eru hvattir til að vera með frá byrjun. Tafl- og bridge- klúbburinn Spilamennska TBK hefst fimmtudaginn 17. september. Spilaður verður tvímenningur 1. kvöld (svona til upphitunar). Fimmtudaginn 24. september verður aðalfundur hjá félaginu. Fundurinn verður haldinn í Bláa salnum Hótel Sögu og hefst kl. 20.30. Félagar, fjölmennum á fundinn. Benedikt Bjarnason Rekstrargrundvöllur strjálbýlis- verzlana verði bættur Kaupmannasamtökin hafa í framhaldi af samþykktum kaup- mannafélaga og ráðstefnum, sem haldnar hafa verið með fulltrúum þeirra, unnið að því við opinberar stofnanir, að hagur strjálbýlis- verzlana verði bættur með varan- legum aðgerðum. Um þessar mundir liggur og frammi þingsályktunartillaga um bætt skilyrði til verzlunarþjón- ustu úti á landsbyggðinni. Hafa Kaupmannasamtökin sent umsögn um þessa tillögu, sem mjög er samhljóða niðurstöðum ráðstefnu 1979, sem Kaupmanna- samtökin héldu með fulltrúum kaupmannafélaga um vandamál smásöluverzlana í strjálbýli. Kaupmenn eru ekki hlynntir styrkjakerfi, sem gæti í einhverj- um tilvikum verið misnotað. Þeir vilja standa á eigin fótum, en vilja ekki láta bregða fyrir sig fæti með óréttmætum ráðstöfunum, en þeir krefjast þess, að ráðamenn þjóð- arinnar skapi þeim heilbrigð starfsskilyrði. Smásöluverzlanir hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna í sérhverju byggðarlagi, og eru óumflýjanlegur þáttur í lífi og störfum alls þorra fólks. Verður því ekki undan því skotizt af ráðamönnum að skapa þeim sanngjörn rekstrarskilyrði. Allar aðgerðir í þá átt að lækka rekstrarkostnað, mundu að sjálf- sögðu leysa einhvern vanda smá- söluverzlana á landsbyggðinni. Varðandi orkujöfnun, væri sanngjarnt að orkugjald fyrir frysti- og kælivélar, sem i gangi verða að vera allan sólarhringinn, væri á sama orkutaxta og fyrir heimili. Afgangsorka er nýtt fyrir þessi tæki, þegar álag er lítið, og er það meiri hluti sólarhringsins. Unnið er að jöfnun símakostnað- ar, sem lækka á þann útgjaldalið, frá því sem nú er, fyrir alla aðila ' utan höfuðborgarsvæðisins, og er það í samræmi við ályktun Kaup- mannafélags Vestfjarða 1979. Brýnt er, að unnið sé að því, að felldur verði niður sérstakur skattur á verzlunar- og skrifstofu- húsnæði, sem hugsaður var sem tekjulind fyrir ríkissjóð til bráða- birgða, en hefur nú enn verið framlengdur á þessu ári, — þriðja árið í röð, — þrátt fyrir kröftug og víðtæk mótmæli. Þessi skattur er óréttlátur, og í honum felst mikil mismunun á milli fasteignaeigenda. Til að létta róður strjálbýlis- verzlana enn frekar, væri einfalt mál fyrir ríkissjóð að fella niður hinn almenna eignaskatt af verzl- unar- og skrifstofuhúsnæði, sem notað er í eigin þágu. Fatrna ber írum- varpi Sigurlaugar Fagna ber framkomnu frum- varpi til breytinga á lögum um söluskatt, sem Sigurlaug Bjarna- dóttir alþingismaður hefur haft forgðngu um. Þar er réttilega bent á kostnaðarauka við flutning vöru út á iand, og þar með rangláta skattheimtu af landsbyggðarfólki að ieggja 23,5% söluskatt á þann kostnað. Þarna er um sérsköttun að ræða á fólk, er býr utan innflutnings- og eða framleiðslu- staðar, og veldur að sjálfsögðu hærra vöruverði. Á þessum vettvangi hefur áður verið minnzt á að vinna þurfi að réttlátari viðskipta- og samkeppn- isháttum hjá smásöluverzlunum úti á landi með lækkun vöruverðs í huga. í því sambandi hefur verið bent á, að hætt verði að bæta flutnings- og vátryggingarkostnað á send- ingar út í hinar dreifðu byggðir, en heildsölu- og framleiðslufyrir- tækjum heimiiað að fella þessa liði inn i verð sitt, sem yrði þá hið sama til verzlana um land allt. Ef þessar hugmyndir næðu fram að ganga, yrði að sjálfsögðu óþörf fyrrnefnd breyting á söluskatts- lögunum. Sjálfboðavinna við söluskatt Þegar söluskattur er nefndur, kemur í hugann öll sú sjálfboða- vinna, sem hingað til hefur farið fram hjá verzlunareigendum í sambandi við hann. Allir aðrir en verzlunareigendur fá kaup greitt fyrir vinnu við þessa skattheimtu. Það er því sanngjörn krafa, að verzlanir fái greidd laun fyrir innheimtu söluskattsins og aðra vinnu því samfara. Æskilegast væri að losna algjörlega við sölu- skattinn út úr verzlunum en hann hefur valdið kaupmönnum ómældri fyrirhöfn, kostnaði og tortryggni. Aðild að lífeyrissj<)ði Með lögum nr. 55 frá 9. júní 1980 eru allir, sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur, skyldaðir til að eiga aðild að lífeyrissjóði og greiða 10% af ákveðnum launa- stofni mánaðarlega til viðkomandi lífeyrissjóðs. Vitað er um ýmsa, sem byrjuðu að greiða til lífeyr- issjóðs um síðustu áramót, en fyrir þá sem ekki hafa enn greitt lífeyrissjóðstillög, skal upplýst, að séu þessar greiðslur ekki inntar af hendi fyrir næstu áramót, verður lagður skattur á þá á næsta ári sem nemur áföllnum iðgjöldum og að sjálfsögðu dráttarvöxtum líka. Slíkum útgjaldapóstum er smellt á vinnuveitendur, án þess að gert sé ráð fyrir auknum tekjum til að standa straum af slíkum kostnaðarauka. Rétt þykir að vekja athygli fundarmanna á, að verzlunareigandi, sem unnið hefur síðustu 10 ár í viðkomandi starfsgrein og ekki náð 70 ára aldri, en hættur starfi, á rétt til greiðslu lífeyris frá Umsjónar- nefnd eftirlauna í gegnum lifeyr- issjóð sinn. Á sama hátt á verzlunareigandi, sem náð hefur 75 ára aldri, en er enn í starfi, sama rétt, án þess að þurfa að greiða til lífeyrissjóðs. Þjónustuhlutverk smásöluverzlunarinnar mikilvægt Hér að framan hefur verið reynt að víkja að nokkrum meginmál- efnum smásöluverzlunarinnar, einkum þeim viðfangsefnum, er varða heill og hag hennar á komandi tíð. Það er ljóst, að stjórnvöld verða að gera róttækar breytingar smá- söluverzluninni til hagsbóta, éf hún á að geta sinnt mikilvægu þjónustuhlutverki sínu í framtíð- inni. Sérstakra aðgerða er þörf til að bæta hag verzlana í strjálbýli. Verzlun er þýðingarmikil undir- stöðuatvinnugrein, og er mjög krefjandi. Hún verður ekki rekin í hjáverkum fremur en aðrir undir- stöðuatvinnuvegir. Verum minnug þess, úr sögu þjóðarinnar, að einn veigamesti áfangi í frelsisbaráttu hennar vannst, þegar verzlunin var gefin frjáls og landsmenn tóku hana í sínar eigin hendur. Þá fór þjóðin fyrst að rétta úr kútnum. Þessi sannindi mega aldrei gleym- ast. Frjáls verðmyndun Yfirstjórn verðlagsmála hug- ieiðir nú að leyfa frjálsa verð- myndun, þar sem næg samkeppni er fyrir hendi. Það gefur vísbend- ingu um, að þessir sömu aðilar telji, að gagngerðra breytinga sé þörf. StjórnvöÍd þekkja vel, hvern- ig komið er fyrir smásöluverslun- inni í landinu. Vænta kaupmenn því raunsæis, víðsýnis, og velvilja valdhafa, þeg- ar mörkuð verður stefna í málefn- um smásöluverzlunarinnar og starfsskilyrði hennar ákveðin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.