Morgunblaðið - 12.09.1981, Side 30

Morgunblaðið - 12.09.1981, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 Snúum okkur að bölvaldinum sjálfum og leggjum áherzlu á fyrirbyggjandi starf - segir Hilmar Jónsson, stórtemplar — Á barnaárinu 1979 gengust bindindissamtökin fyrir áhrifamikilli herferð, sem kölluð var vika gegn vímugjöfum og í ár hefur bindindissamtökunum aftur tekist að fylkja fjölmörgum aðil- um saman undir vígorðinu: Átak gegn áfengi. 1979 var það Ungl- ingareglan sem átti frumkvæðið en nú er það Stórstúkan. Af þessu tilefni átti Morgunblaðið eftirfar- andi viðtal við Hilmar Jónsson, stórtemplar. — býðir þetta að bindindis- hreyfingin sé að fara inn á nýjar lciðir, Ililmar? . — Við erum að reyna að ná þjóðarvakningu gegn áfengisböl- inu. Og mér finnst eins og það sé að verða hugarfarsbreyting. Æðstu menn þjóðarinnar ræða þessi mál opinskátt eins og for- sætisráðherrann gerði 17. júní og nú hafa 43 þingmenn ásamt for- seta landsins og biskupi undir- skrifað ávarp þar sem hvatt er til bindindissemi. 1979 voru stjórn- málaflokkarnir ekki með í aðgerð- um okkar en nú hafa þeir allir sent fulltrúa á fundi okkar. Það ber líka vott um að ráðamenn ætli ekki að láta sitja við orðin ein, að forsætisráðherra hefur kallað nokkra aðila á sinn fund til að ræöa áfengismálastefnu. Slíkt hefur ekki skeð í mörg ár. — Ert þú með einhverjar ákveðnar tillögur til úrb<)ta? — Við leggjum að sjálfsögðu áherslu á, að það opinbera sýni gott fordæmi. Það verður ekki gert á annan veg en með algerri stöðvun á vínveitingum í opinber- um veislum. Einn ráðherra, Vil- hjálmur Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra braut ísinn, og hlaut bæði virðingu og vinsæld- ir fyrir. Landssambandið gegn áfengisbölinu hefur oft bent á vínskömmtun, sem leið til minnk- andi áfengisneyslu. Á Grænlandi hefur slík leið verið valin og gefið góða raun. Á Norðurlöndum fer nú fram mikil umræða um áfeng- ismál og þar eru flestir sammála því að minnkandi sala áfengis sé það sem skipti máli. Hér á landi hefur umræðan alltof mikið staðið um meðferðarstofnanir og hvort áfengisneysla sé sjúkdómur eða ekki. Höfuðatriðið er að snúa sér að bölvaldinum sjálfum og til þess þarf að sjálfsögðu að leggja áherslu á hið fyrirbyggjandi starf. Ef okkur tekst að auka fjölda bindindismanna í landinu þá er það meiri gæfa fyrir þjóðarbúið heldur en hjöðnun verðbólgu og ætla ég þó ekki að gera lítið úr hættunni af henni. Það er vísinda- leg staðreynd að af 10 vínneytend- um verður einn áfengissjúklingur. — En eiturlyfin? — Um þau hefur ríkt alltof mikil þögn í fjölmiðlum. 1973 og 1974 var mikið um þau fjallað í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Og þessi athygli á vandanum olli samdrætti í sölunni. Nú hefur saian aftur aukist og það stórlega og jafnframt tekið á sig alþjóðlegt snið. Nú eru komnir til sögunnar sölumenn sem hóta meiðingum og lífláti ef kjaftað er frá. Lögreglu- mönnum ber saman um að miklu erfiðara sé nú en áður að fá neytendur til að tala af ótta við afleiðingarnar. Þetta skýrist best af dæmum um hvaða fjármuni hér er verið að tefla. Kannabisefni, sem keypt er í Amsterdam á 4 millj. gamalla króna, er selt á Islandi á 14 millj. Hagnaðurinn er með öðrum orðum 10 millj. gam- alla króna. Til að gefa neysluna til kynna, þá hefi ég fyrir satt að um 250 suðurnesjamenn séu á skrá yfir neytendur og um 50 þar fyrir utan liggi undir grun. Þetta eru hrikalega háar tölur í byggðarlagi sem telur um 8—9 þús. íbúa. Hér verður að sjálfsögðu að koma til hert eftirlit og aukið fjármagn bæði til aðgerða og fræðslu. Þarna gæti sjónvarpið unnið gott starf, ef fólk með sérþekkingu yrði til kallað. — Hvað er framundan hjú bindindismönnum? — Það er margt. Unglingaregl- an mun gefa út bækling um áfengi fyrir nemendur í grunnskóla og Stórstúkan bækling um eiturlyf. 1984 verður minnst hundrað ára afmælis bindindishreyfingarinnar á Islandi. Af því tilefni verður hér haldið stórt alþjóðlegt mót, sem við erum þegar farin að undirbúa. Nú þessa dagana erum við að ljúka sölu á happdrætti, sem fyrst og fremst á að styðja við barna- starfið. Okkur skortir gæslumenn til barnastúkna, ekki síst hér á þéttbýlissvæðinu. En góð barna- stúka er besti félagsmálaskóli sem völ er á. Þá viljum við fjölga að mun kaupendum Æskunnar. En hún er nú 82 ára og viðurkennd sem eitt besta og útbreiddasta barnablað á Norðurlöndum. — Hvernig er háttað afskipt um hins opinbera af æskulýðs- málum? — I stærstu kaupstöðunum eru starfandi æskulýðsráð. Þar sem þau eru eingöngu skipuð af póli- tískum aðilum eins og í Reykjavík, þar er mjög lítið samráð haft við hin frjálsu félög. Annars staðar eins og á Akureyri og í Keflavík, þar eiga frjáls félög aðild að æskulýðsráði og þar starfa þau í samvinnu við skólana að tóm- stundamálum. Mín skoðun er sú að bæjar- og sveitarfélög eigi ekki að keppa við félögin á þessu sviði, heldur eingöngu að veita til þeirra styrki. Ég tel að það eigi að efla hið frjálsa framtak í félagsmálum. Skref fram á við væri að leggja niður pólitikt kosin æskulýðsráð. í þeim situr oft fólk sem hvorki hefur vilja né getu til að fjalla um þessi mál. — Þú ert sem sagt bjartsýnn á framtiðina? — Eigum við ekki að segja, að það sé í hófi. Stundum hefur mér fundist sem við sem vinnum að bindindismálum séum deyjandi þjóðflokkur, nokkurskonar Geir- fuglar. Nú var ég á fundi í Svíþjóð í sumar þar sem nýkjörinn for- ystumaður í norrænum bindindis- samtökum lýsti yfir takmarki sem vinna bæri að: Áfengislaus Norð- urlönd. Þetta hefði ábyrgur aðili aldrei látið frá sér fara, ef hann fyndi ekki að það eru að verða straumhvörf í þessum málum. Meira að segja Sameinuðu þjóð- irnar eru farnar að senda frá sér ávörp eins og templarar. Dagslátta Drottins komin út Bókaklúbhur Almenna bókafé- lagsins hefur sent frá sér skáld- söguna Dagslátta Drottins eftir bandaríska rithöfundinn Erskine Caldwell í þýðingu Hjartar Ilall- dórssonar. Þetta er önnur prent- un bókarinnar á islensku. en fyrsta prentun kom út 1944. Erskine Caldwell er eins og kunnugt er á svipuðum aldri og þeir Hemmingway, Faulkner og Steinbeck og er sá eini af þessum fjórum sem enn er á lífi. Þessir höfundar voru og eru enn lesnir um allan heim — hér á íslandi ekki síður en annars staðar. Caldwell er Suðurríkjamaður og féll í hlut hans að draga fram á sjónarsvið bókmenntanna líf og einkenni hinna snauðu hvítu í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Þetta fólk er fátækt jafnt andlega sem efnalega og stendur á báðum sviðum skör lægra en jafnvel negrarnir sem það fyrirlítur. Fyrir áhrif frá bókum Caldwells tóku bandarískir stjórnmálamenn að gefa gaum þessum Suðurríkja- fátæklingum, og Roosevelt sagði: „Ólæsi og dýrslegur lífsmáti þessa fólks er vandamál þjóðarinnar númer eitt." Fólkið í Dagsláttu Drottins hef- ur sína kosti og sína galla. Gull- gröftur er jafnvel eina leiðin sem það þekkir til efnalegra gæða og það grefur og grefur í jörðina, en gullið sitt finnur það ekki. Ástríð- ur þessa fólks eru sterkar og ótamdar og ráða oft óþægilega miklu. Frásögnin er hröð og opinská og menn hneyksluðust mjög á sínum tíma á þessari bók — höfðuðu jafnvel mál á hendur höfundinum af eintómri vandlætingu. Þó er eins og maður kannist við í nútímanum eitthvað svipað og þarna kemur fyrir og það frá miklu fínni stöðum en heimkynn- um hinna snauðu hvítu í Suður- ríkjum Bandaríkjanna í heim- skreppunni. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar fundir — mannfagnaöir Félagsstarf aldraðra Kópavogi Fariö verður í Túnaréttir miövikudag 16. september kl. 8 árdegis frá Hamraborg 1. Réttarkjötsúpa í Valhöll. Tómstundaráð. Suðurnesjamenn — Skotíþróttafélag Stofnfundur veröur haldinn í kálfi númer 1 við barnaskólann í Keflavík mánudaginn 14. sept. kl. 20. Skilyrði er aö væntanlegir félagsmenn hafi byssuleyfi. Undirbúningsnefnd. Félag kaþólskra leikmanna heldur myndakvöld í Stigahlíð 63 mánudag- inn 14. september kl. 8.30 síödegis. Þeir sem tóku myndir í ferðalögum sumarsins eru beðnir aö koma með þær. Stjórn FKL | lögtök | Lögtaksúrskurður Samkvæmt beiöni sveitarstjóra Geröahrepps úrskuröast hér meö aö lögtak fyrir ógreiddu útsvari og aðstöðugjaldi til Gerðahrepps fyrir gjaldáriö 1981, getur farið fram að liönum 8 dögum frá birtingu lögtaksúrskurðar þessa. Keflavík, 1. sept. 1981, Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Norðurland Eystra Lárus Jónsson og Halldór Blöndal alþingis- menn mæta á eftirtöldum tundum í kjör- dæminu: Mánudag 14. á Dalvík Aöalfundur kl. 20.30. Þriöjud. 15.9. Ólafsfj. Aöalfundur kl. 20.30. Sjálfstæðisfélagið Njarðvíkingur heldur félagsfund fimmtudaginn 17. sept. kl. 20.30 í Sjálfstæöishúsinu Njarövík. Fundarefni: 1. Kjör fulltrúa á landsfund. 2. Önnur mál. Stjórnin. Húsnæðismál eignaréttur eignaupptaka Sjálfstæöisfélögin { Reykjavík boöa til fundar um húsnæöismál, mánudaginn 14.09. Fundurinn hefst kl. 20.30 og veröur í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Frummælendur: Davíö Oddsson, borgarfulltrúi, formaöur borgarstjórnarflokksins Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi, form Verslunarmannafélags Reykjavíkur Gunnar S. Björnsson, form. meistarasambands byggingarmanna og form. félagsmálanefndar Sjálfstæóisflokksins. Fundarstjóri: Björg Einarsdóttir, formaöur Hvatar. Vinstri meirihlutinn er úrræöa- og stefnulaus í húsnæöismálum, veröur eignaupptaka næst á dagskrá. Sjálfstæöisfólk er hvatt til aö fjölmenna og kynnast þeim umræöum er fram hafa fariö í borgarstjórn síöustu vikur, Sjálfstæöisfélögin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.