Morgunblaðið - 12.09.1981, Síða 41

Morgunblaðið - 12.09.1981, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 41 fclk í fréttum fíaust- o& vetrartís/can /rá J*arís, Afiianó o& JVeu? Yóric Hér má sjá nokkur sýnishorn af haust- og vetrartískunni frá París, Milano og New York. Ullarefni er mjög áberandi í öllum fatnaði í vetur, hvort sem um er að ræða pils, buxur, kápur eða jakka, svo ekki sé talað um þykku stórmunstr- uöu ullarpeysurnar. Síddin virðist fara nokkuö eftir dyntum hvers tískufrömuðar, þó virðast síð pils, sem ná niöur á kálfa, vera mest áberandi. Annars tala myndirnar sínu máli. 0*% Erfiðleikar í flugr^kstri víðar en á Islandi Eftir Guöjón F. Teitsson Pan American í dagblaðinu Lloyd’s List, sem tengt er hinum heimsþekkta brezka vátryggingamarkaði, er frá því skýrt hinn 11. ágúst sl., að rekstrarhalli Pan American World Airways á fyrstu 6 mánuð- um þessa árs hafi numið 217,6 millj. $, og hafi stjórn félagsins í þessu sambandi farið fram á það við 33.100 starfsmenn sína að þeir féllust á 10% launalækkun, en fregnir hafa enn ekki borizt af viðbrögðum starfsfólksins. British Airways Þá er í nefndu blaði dagana 6.-8. ágúst rætt um rekstrarerf- iðleika British Airways, sem sagt er hafa tapað 141 milljón £ á reikningsárinu, sem endaði 31. marz sl., en næsta ár á undan hafði félagið 20 milljóna £ hagnað til skattlagningar. Sagt er, að félagið (BA) hafi á síðastliðnu ári fækkað starfsfólki um 4.288, og sé búizt við frekari fækkun um allt að 9.000 á þessu ári. Mun þá tala starfsfólks verða í kringum 43.000. Rekstrargjöld BA á sl. ári eru sögð hafa numið 2.156 milljónum £, þar af olíuvörur 501 millj. £ og laun 473 millj. $. Vaxtagjöld námu 70 millj. £ og nýjar fjárfestingar 271 millj. £, þar af 75% vegna nýrra flugvéla. Fluttar voru tæplega 16 milljón- ir farþega á sl. ári, og var um að ræða 8% samdrátt miðað við næsta ár á undan. Að duga eða drepast Fyrir einu eða tveimur árum var frá því greint, að æðstu stjórnendur BA hefðu valið sér kjörorðin “Compete or die” („að duga eða drepast"), og virðist enn, þrátt fyrir rekstrarhalla á sl. ári, haldið stefnu nefndra kjörorða. Er í þessu sambandi skýrt frá ýmsum róttækum aðgerðum til að bæta rekstrarafkomuna. Yfirstjórnarkostnaður er talinn allt of hár og lögð mikil áherzla á að lækka hann, m.a. í áður greindri fækkun starfsmanna. Ráðgerð er sala afgreiðslustöðvar- innar “Victoria” og að breyta þeirri, sem nefnd er “West Lon- don”, í stórmarkaði o.s.frv. — Hins vegar er tekið fram, að ekki skuli fresta eða draga úr áður ráðgerðri endurnýjun flugvéla, t.d. varðandi þegar pantaðar Boeing 757, því að þetta sé hið þýðingar- mesta fyrir félagið í framtíðinni. Sagði formaður stjórnar BA, sir John King, nýlega í ræðu, að von væri um rekstrarhagnað félagsins á þessu- ári, þótt verkfallsaðgerðir, t.d. í flugumferðarstjórn, hefðu vissulega þegar sett strik í reikn- inginn og valdið BA tekjumissi svo næmi 60 millj. £ Námsstyrk úthlutað úr minn- ingarsjóði Sigríðar Jónsdóttur SKIPULAGSSKRÁ fyrir minn- ingarsjóð Sigríðar Jónsdóttur frá Drangshlíðardal var staðfest i vor, en sjóðurinn var stofnaður samkvæmt ákvæðum i erfða- skrám Lilju Hjartardóttur, dótt- ur hennar, en hún lést 11. mai 1978. skólastjóri Skógaskóla, Sverrir Magnússon, og hreppstjóri Aust- ur-Eyjafjallahrepps, Kolbeinn Gissurarson. Leiðrétting Fyrsta úthlutunin úr sjóðnum fór fram nýlega en þá var systkin- unum Guðrúnu Þóreyu Ingólfs- dóttur og Guðna Úlfari Ingólfs- syni frá Drangshlíðardal veitt 10 þúsund krónur hvoru í námsstyrk. Stofnfé sjóðsins var 4.675.000 gamlar krónur og skulu % hlutar vaxtatekna fara til styrktar efni- legu námsfólki í Austur-Eyja- fjallahreppi er leggur stund á nám að skyldunámi loknu. Við afhendingarathöfnina, sem fram fór að Skógum, minntist Þórður Tómasson í Skógum þeirra mæðgna, Sigríðar og Lilju og ættfólks frá Drangshlíðardal. Þá flutti Hafsteinn Hjartarson kveðju fyrir hönd systkina og vandamanna Lilju Hjartardóttur heitinnar. Síðan voru ávörp og hamingjuóskir fluttar systkinun- um í Drangshlíðardal og foreldr- um þeirra. Stjórn sjóðsins skipa sóknar- prestur Eyvindarhólasóknar, sr. Halldór Gunnarsson, formaður, í MBL. sl. fimmtudag varð meinleg villa í samtali við Guðmund Bene- diktsson á Egilsstöðum. Haft var eftir Guðmundi að yfirfullt væri að gera á Egilsstöðum og það er rétt, en svo slæddist með sá fróðleikur að yfirfullt væri að gera „í fiski". Guðmundi, sem öðrum á Egils- stöðum, þóttu það vitanlega tíðindi — þar sem engin er fiskvinnslan í bænum. Kaffisala til styrktar kristniboði Kristniboðsfélag karla stendur fyrir kaffisölu í Betaníu að Lauf- ásvegi 13 milli kl. 14.30 til 22.30 á morgun, sunnudag. Allur ágóði af kaffisölunni mun renna til kristniboðsstarfs íslenskra kristniboða í Eþíópíu og Kenía. Ungir Eþiópíumenn sem tekið hafa kristna trú.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.