Morgunblaðið - 12.09.1981, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 12.09.1981, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 Skólasund og sundþjálfun Eftir Ásdísi Erlingsdóttur Ég hefi starfað um árabil í almennri sundfræðslu hjá grunn- skóla og sérskóla Reykjavík, sem hafa sótt minn vinnustað. Ég lærði mínar sundkennsluaðferðir hjá Ólafi heitnum og Jóni Páls Erlingssonum og þó sérlega hjá Jóni, þar sem við unnum á sama stað. Jón var frábær almennur sundkennari og einnig sundþjálf- ari og þjálfaði bestu sundmenn landsins um árabil. En þekking og reynsla þessara ágætu sundkenn- ara Reykvíkinga skipti ekki máli og sundkennarar síðar meir höfðu enga viðurkennda leiðandi hönd fræðslunnar, heldur baslaði hver í sínu horni. Máttarstólpar sérhverra kennslugreina hljóta að vera þeir sem festa rætur og sérhæfa sig í starfinu. Sérskólar sem útskrifa og gefa réttindi er sá mælikvarði sem byggt er á, varðandi getu og kunnáttu t.d. kennara. Síðan byggja kennarar sig upp, annað hvort með framhaldsnámi eða endurmenntunarnámskeiðum. Allir þeir sem troða upp með haldgóða menntun án eða með litla starfsreynslu eða starfa í faginu í ígripum eiga ekki að fá aðstöðu til að stinga undir stól reynslu og þekkingu margra ára reyndra kennara. Þeir geta kynnt lærdóm sinn og sá lærdómur, tækni og nýjungar eru alltaf þáð með þökkum til uppbyggingar í starfi. En þeir verða að bíta í sama súra eplið og við, þ.e.a.s. að öðlast starfsreynslu í faginu af „tímans tönn“. Þá kemur það í ljós „Mikilvægi sundkunn- áttunnar er öllum kunn. Þaö vantar sundstjóra fyrir landiö og hann gæti jafnframt verið námsstjóri og undir hans stjórn námsstjórar XA úr starfi í dreifbýl- * 44 ínu. með rólegri yfirvegun það sem betra er og sannara reynist. Það hefir verið stefnan um árabil að íþróttakennarar ruslist í öllu sína ögnina af hverri kennslu- grein en fagmennskan litin horn- auga. Við getum séð það þegar námsstjóri skólaiþrótta (þurru landi) var ráðinn % úr starfi heilsufræðikennari við Kennara- háskóla Islands. Hann kennir ekki skólaíþróttir, en margra ára reyndir kennarar skólaíþrótta sniðgengnir. Prófdómari í sundi við skóla í Rvík er góður karakter m.a. skólaíþrótta, en hann hefir ekki starfað í sundfræðslunni á starfsævinni. GÞH var ráðinn námsstjóri í sundi '4 úr starfi. Jafnframt námsstjórastarfinu var hann leikfimi- og íþróttakennari við skóla í Rvík en sérgrein hans er sundþjálfun. Á námskeiðinu 1979 sagði ég við GÞH sundnáms- stjóra: Ef þú værir einungis al- mennur sundkennari og stæðir fyrir að halda námskeið í sund- þjálfun þá fengir þú góðan og reyndan sundþjálfara til þess, en þar sem þú ert góður sundþjálfari þá átt þú að láta reyndan almenn- an sundkennara sjá um þann þátt fræðslunnar og eftir þá fræðslu væri hægt að gera athugasemdir og skapa umræður. í þróttakennaranámskeið Árið 1976 var haldið námskeið vegna væntanlegra grunnskóla- laga og var Guðmundur Þ. Harð- arson leiðbeinandi í sundkennsl- unni. Ég tók strax eftir því að GÞH gerði ekki greinarmun á almennri sundfræðslu og sund- þjálfun. GÞH talaði mikið um stórutökin og rassasundið sem virtust vera einu sundkennsluað- ferðirnar fyrr og nú. Og nú átti að bjarga öllu. Tökin áttu að stór- minnka og t.d. hné í bringusunds- fótatökum fyrir byrjendur máttu ekki beygjast út fyrir mjaðmir og hraðsundsinnöndun í bringusundi aðeins kennd og fl. Eftir því sem hraði eykst þá minnka tökin, en við byggjum ekki sundfræðsluna á breytilegum hraðsundsstíl, heldur byggjum við hraðsundstækni ofan á grunnfræðslu sundaðferðanna. Þessi meðhöndlun GÞH ruglaði kennara í ríminu og óheillavænleg þróun skapaðist. En á námskeiðinu 1979 þurfti GÞH að kyngja litlu tökunum og hvatti hann kennara til að stækka sundtökin. Það þarf að aðgreina endurmenntunarnámskeið kenn- ara í sundi. 1) Almenn sund- fræðsla skóla og heilsuræktar- sund. 2) Sundþjálfun. 3) Fyrir lamaða og þroskahefta. Ólafur Proppé einn af driffjöðr- um og nefndarmönnum grunn- Ásdis Erlingsdóttir skólalaganna hélt fyrirlestur á námskeiðinu 1976 og sagði m.a. að það mætti ekki fella neinn nem- anda á prófi, einnig að það mætti ekki setja í samræmdu prófin (skyldu) aðrar kennslugreinar til að markmið fræðslunnar næðust, en þær sem ekki væri hægt að sniðganga. En á námskeiðinu 1979 tekur GÞH úr pússi sínu sundregl- ur samþykktar af Ragnari Arn- alds fyrrv. menntamálaráðherra. Þessar sundreglur innihalda m.a. að setja keppnisskrúfu og tíma- töku i sundvegalengdum á alla Islendinga, hvort sem þeir vilja eða ekki, og sportgreinar sundsins, skriðsund og bakskrið og flugsund sett með í samræmdu prófin sem sýnir að Ólafur Proppé talaði fyrir lokuðum eyrum og karakter grunnskólalaganna þverbrotinn. Það er nauðsynlegt að þessar sundreglur verði endurskoðaðar hið bráðasta og á meðan er hægt að notast við gömlu grænu sund- skírteinin. Sund- og íþróttastjóra Háttv. menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, hefir sett Reyni G. Karlsson í starf íþróttafulltrúa ríkisins og samkvæmt yfirlýsingu ráðherrans eru áformaðar breyt- ingar á starfssviði íþróttafulltrúa ríkisins. Við sem störfum við ákveðinn þátt fræðslunnar þurf- um leiðandi hönd með góða starfs- reynslu og sem kennarar bera traust til. Starfssvið sundfræðsl- unnar er sér á parti innan íþrótta- fræðslunnar vegna þess að sund- iðkun þarf aðrar aðstæður (mann- virki) og hreyfingar fara fram í vatni. Én um mikilvægi sund- kunnáttunnar er öllum kunnugt. Það vantar sundstjóra fyrir landið og hann gæti jafnframt verið námsstjóri og undir hans stjórn námsstjórar ‘4 úr starfi í dreif- býlinu (t-d. landsfjórð.). Sundstjóri ber sér fyrir brjósti allt sem að sundiðkun lýtur, t.d. skóla- og heilsuræktarsund, sund- þjálfun, sundballet, sundknattleik og dýfingar og fl. Hann þyrfti a.m.k. að hafa umsögn um bygg- ingu sundstaða svo að aðstaðan henti þegar til á að taka. Það vantar einnig íþróttastjóra skóla- og heilsuræktaríþrótta og fl. kennslugreina og hefði hann sama starfssvið og sundstjóri. Að lokum Skipulag sundfræðslu getur ver- ið jafn gagnle'gt, þó að hún sé einföíd í framkvæmd bæði fyrir nemendur og kennara. Ein sund- aðferð byggir aðra upp í æfinga- formi. Almenn sundfræðsla hefir það markmið að kenna landsfólki að bjarga sínu lífi og annarra ef Guð lofar og einnig að iðka sund sér til heilsubótar og hressingar. Bringusundið er öruggasta sund- aðferðin til að bjarga sjálfum sér og bringusundsfótatökin, krepptur ökkli, eru einnig notuð í skólabak- sundi, björgun með jafningja og troða marvaða, m.a. til að halda sér á floti, og kafsund. Þess vegna eru bringusundsfótatökin erfið- asti og mikilvægasti þáttur sund- fræðslunnar. Sportgreinar, skrið- sund, bakskrið og flugsund inni- halda einnig hollar og góðar hreyfingar, þó að þær séu ekki undirstaða í markmiði fræðslunn- ar. Fótatök sportgreina eru eðli- legri hreyfing til átaka fyrir byrjendur og þéss vegna eru þau auðveldari viðfangsefni fyrir kennara en bringusundsfótatökin. Alagning verður að vera raunhæf í öllum greinum verslunarinnar Að þessu sinni er haldinn fjórði aðalfundur Kaupmannafélags Vestfjarða, en stofnfundur þess var haldinn 1977. Félagið er því ungt að árum, en það hefur frá fyrstu tíð reynt að beita sér fyrir bættum verzlunarháttum á félags- svæðinu, bæði er varðar hagsmuni félagsmanna en einnig viðskipta- vina þeirra, og notið í því efni liðsinnis forráðamanna Kaup- mannasamtaka íslands. Ályktanir aðalfundar 1980 Stjórnin hefur fylgt úr hlaði fjórum ályktunum aðalfundar 1980, og sent þær kaupmanna- samtökum íslands, sem komið hafa þeim á framfæri i dagblöðum og Verzlunartíðindum, svo og til viðkomandi stjórnsýslustofnana. Hefur þessum málum síðan verið fylgt eftir af hálfu stjórnarinnar. Réttlát lausn fékkst á þessu vori á einni af ályktunum síðasta aðalfundar, sem fjallaði um heim- ild til handa verzlunum til að selja vörur sínar á raunvirði. Svo sem kunnugt er, hefur þetta verið eitt af helztu baráttumálum verzlunarinnar um langan tíma, því kaupmenn hafa verið beittir sama ranglæti og sparifjáreigend- ur. Álagning verði raunhæf Verðlagsstofnun gaf út tilkynn- ingu hinn 10. þ.m. um hámarks- álagningu á ýmsum vörutegund- um. Sömu prósentuálagningu er þar að finna og áður gilti, skv. tilkynningu 5. apríl 1979. Smáveg- is breytingar hafa orðið til hækk- unar er varðar stykkjagjald af vélum og slíku, svo og á heimsend- ingargjaldi raftækja. Þá mun í bígerð nýr vísitölugrunnur, sem gefa á gleggri mynd en áður af venjulegum neyzluvörum í dag, en tekjur af sölu svokallaðrar „vísi- töluvöru", svo sem landbúnaðar- vöru o.fl., hrökkva aðeins til að mæta hluta breytilegs kostnaðar, og því eru engar tekjur til að mæta fastakostnaði verzlana, en vísitölugrunnur, sem gildandi hef- ur verið, er rangur. Við slíkt ástand er heldur ekki hægt að una öllu lengur. Álagning verður að vera raunhæf í öllum greinum verzlunar, svo að hún geti staðið undir sannanlegum kostnaði við dreifingu vöru og til móts við síhækkandi verzlunar- kostnað hjá eðlilega reknum smá- söluverzlunum, eins og raunar verðlagslöggjöf gerir ráð fyrir. Stjórnvöld hafa til þessa ætlazt til, að vörur í hærri álagningar- flokkum, svo sem ýmiskonar dósa- og pakkavörur, sem auðveldar eru í afgreiðslu, bæru uppi hallann af sölu vísitöluvaranna, sem dýrari eru í dreifingu. En breytingar hafa orðið örar í þessum efnum á síðari árum. Sala Útdráttur úr ræðu Benedikts Bjarnasonar, formanns Kaupmanna- félags Vestfjarða, er hann flutti á aðalfundi félagsins 15. ágúst sl. á þessum vörum hefur færzt meira frá hinum almenna kaup- manni og yfir á stórmarkaði og ýmiskonar óeðlilega viðskipta- starfsemi, svo sem pöntunarfélög, sem ætla síðan kaupmönnum að hafa fyrirliggjandi landbúnaðarv- örurnar og aðrar „vísitöluvörur", sem verzlunum er gert að greiða með, að boði stjórnvalda. Endurskoðun verzlunar- löggjafarinnar Verður nú vikið að öðrum álykt- unum aðalfundar Kaupmannafé- lags Vestfjarða 1980, og gerð grein fyrir stöðu mála þar. Fyrst er þá að nefna endurskoðun á lögum um verzlunaratvinnu nr. 41/1968 og lögum um samvinnufélög nr. 46/ 1937. Viðskiptaráðherra lýsti því yfir á aðalfundi Kaupmannasamtaka íslands fyrr á þessu ári, að hann ætlaði að skipa nefnd til að endurskoða verzlunarlöggjöfina, en mjög mikil nauðsyn er það verzluninni, að viðamiklar breyt- ingar verði þar gerðar, sökum ósamræmis á milli téðra laga í mörgu tilliti, m.a. er varðar skil- yrði fyrir útgáfu verzlunarleyfa, um opnar starfsstöðvar sem veitt geta viðskiptavinum fyllstu verzl- unarþjónustu. Verzlun er þýð- ingarmeiri undirstöðuatvinnu- grein en það, að hún verði rekin sem tómstundaiðja. Lög um samvinnufélög eru snið- in við aðstæður, er ríktu á árum heimskreppunnar miklu á fjórða áratugnum, en síðan hafa orðið stórfelldar breytingar í verzlun og viðskiptum landsmanna. Ráðherraskipuð nefnd undir forustu Gauks Jörundssonar pró- fessors vinnur nú að því að gera tillögur um endurskoðun á lögum um samvinnufélög. Vextir reiknist inn í söluverð Engin afgreiðsla hefur enn fengist á tveim síðari ályktunum aðalfundar 1980 um heimild til handa smásöluverzlunum að reikna vexti af vörukaupum hjá heildsölum inn í söluverð, eins og heíldsölunni er heimilt að gera. Félag ísl. stórkaupmanna hefur mótað þá stefnu, að almennir víxilvextir séu lagðir til grund- vallar vaxtaútreikningi eða um 36% p.a. Vextir eru þó víðast hvar reiknaðir frá lokum hvers við- skiptamánaðar. Sum fyrirtæki reikna aftur á móti um 45% ársvexti, og þá frá útgáfu reiknings og til gjalddaga víxils. Kemur það sérstaklega illa við fyrirtæki á landsbyggðinni, því að auk hárra vaxta eru vextir reiknaðir á meðan vara er í flutningi, sem getur tekið 7—10 daga, í öllu venjulegu, þar til vara kemst í sölu. Á þessu verður að fást leiðrétting. Lán úr Hyggðasjóði Þá hefur ekkert gerzt í þvi máli að opna strjálbýlisverzluninni að- gang að hagkvæmri lánafyrir- greiðslu úr byggðasjóði, svo sem stjórn sjóðsins mun lögum sam- kvæmt heimilt að gera. Reynt hefur þó verið að þoka þessum málum fram á veginn. Af hálfu kaupmanna og sam- taka þeirra hefur mikið verið rætt og ritað um erfiða rekstraraðstöðu strjálbýlisverzlana, og hvað væri helzt til ráða. Það er öllum ljóst, sem hér eru innandyra, að mikill aðstöðumun- ur er á að reka verzlun í fámenni iða í þéttbýli. Ástæður hafa áður rækilega verið raktar á þessum vettvangi, og verður því ekki vikið nánar að þeim að þessu sinni. Þessa sama vandamáls gætir í nágrannalöndum okkar, en þar hafa ráðamenn veitt verzlunum opinbera styrki og hagkvæma lánafyrirgreiðslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.