Morgunblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 31
HVAÐ ER AD GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1981 3 \
Árni Arinbjarnarson
Orgeltónleikar
Laugardaginn 12. september kl. 17.00 verða haldnir orgeltónleikar í
kirkju Fíladelfíusafnaðarins að Hátúni 2.
Árni Arinbjarnarson orgelleikari mun leika orgelverk eftir J.S. Bach.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill.
Myndlistarsýning í safna-
húsi Skagfirðinga
í SAFNAHÚSI Skagfirðinga á Sauðárkróki stendur nú yfir sýning
Páls Sigurðssonar á 46 olíu- og akrýlmyndum. Páll er fæddur á
Sauðárkróki 1944 en er nú kennari við lagadeild Háskóla íslands.
Þetta er önnur einkasýning hans. Hin fyrri var í Reykjavík 1968.
í norðursal safnahússins eru til sýnis 18 teikningar af gömlum húsum
á Sauðárkróki sem Páll gerði og gaf Héraðsskjalasafni Skagfirðinga
1967 til minningar um afa sinn, Stefán Vagnsson, frá Hjaltastöðum.
Sýningu Páls lýkur næstkomandi sunnudag, 13. sept.
Hún verður opin á laugardag og sunnudag kl. 14 til 22.
Hjólreiðarall fjölskyldu-
fólks í Hafnarfirði
HJÓLREIÐARALL þar sem öllum almenningi gefst kostur á þátttöku
verður haldið í Hafnarfirði nk. laugardag. Keppt verður í þrem
aldursflokkum, frá niu og uppúr.
Vegalengdin, sem hjóluð verður, er sjö til þrettán kílómetrar,
mislangar vegalengdir eftir aldursflokkum. Skilyrði fyrir þátttöku er
það eitt, að reiðhjól þátttakandans sé í lagi. Þátttökugjald er 10 krónur.
Músik og sport, Fálkinn og Superia-umboðið veita verðlaunagripi, og
allir munu þátttakendurnir í hjólreiðarallinu fá viðurkenningarskjöld
fyrir þátttökuna. Það er JC Hafnarfjörður, sem stendur að þessu
hjólreiðaralli og JC-félagar hvetja fjölskyldufólk til að taka þátt í
gamninu. Lagt verður af stað frá Engidal, þ.e. mótum Reykjavíkurvegar
og Álftanesvegar, kl. 2 eftir hádegi á laugardag.
Þátttöku þarf að tilkynna í versluninni Parma, Reykjavíkurvegi 64,
fyrir föstudagskvöld.
Jeppakeppni
Björgunar-
sveitarinnar
Stakks
SUNNUDAGINN 13. sept. nk.
verður jeppakeppni á vegum
Hjörgunarsveitarinnar
Stakks í Keflavík-Njarðvík og
fer hún fram á svipuðum
sh'tðum og undanfarin ár.
Þetta er 11. árið, sem þessi
keppni er haldin og hafa þeir
sem fylgst hafa reglulega með
henni orðið vitni að miklum
framförum á tækjakosti og
leikni keppenda.
Sigurvegari keppninnar fær
4000 kr. í verðlaun ásamt
bikar, annað sætið fær 2500 kr.
og þriðja 1500 kr. Þá verða
einnig aukaverðlaun fyrir
bestan tíma á Tímabrautinni,
þar sem kemur fyrir drullu-
gryfja, vegasait o.fl.
Keppnin hefst klukkan 14 og
er rétt fyrir utan Grindavík.
Veitingar verða seldar á staðn-
um en aðgangseyrir er kr. 50.-
fyrir fullorðna en frítt fyrir 12
ára og yngri.
Sgning í
Rauða húsinu
Magnús V. Guðlaugsson
opnar sýningu í Rauða húsinu
á Akureyri laugardaginn 5.
septembér kl. 16. Sýningin
verður opin kl. 16—20 dagana
5,—13. september.
„Sorglaus
konungssott“
í Lindarbæ
Nemendaleikhúsið verður
með í Lindarbæ kl. 3 á sunnu-
daginn síðustu sýningu á
barnaleikritinu „Sorglaus
konungsson". Þetta er sænskt
leikrit gert af þeim Suzanne
Osten og Per Lysander. Leik-
stjóri er Þórunn Sigurðar-
dóttir.
Það fjallar um konungsson,
en faðir hans heldur honum
inni í höllinni svo hann megi
ekki kynnast lífinu og sorg-
inni. Svo gerist það einn dag-
inn að konungurinn deyr og
konungsson fer út í heim og
kynnist þar öllum þeim ósköp-
um sem lífið er.
Miðasala verður í Lindarbæ
klukkan 3—5 á laugardaginn
og frá 1—3 á sunnudaginn.
Aðgangseyrir er 20 kr.
Þrír meistar-
ar í List-
munahúsinu
Sýning á verkum meistar-
anna þriggja Tove Olafsson.
Þorvalds Skúlasonar og
Kristjáns Davíðssonar í List-
munahúsinu. Lækjargötu 2.
verður opin til 20. september.
Opið er þriðjudaga til föstu-
daga frá 10 til 6 og laugardaga
frá 2 til 6.
Þess má geta að verkin á
sýningunni eru öll til sölu.
Þórskabarett á Akureyri,
Borgarnesi og Selfossi
Þórskabarett verður á föstudagskvöld í Borgarnesi og sýnir þar í
samkomuhúsinu á staðnum. Skemmtunin hefst klukkan niu og leika
síðan Galdrakarlar undir dansi á eftir.
Á laugardagskvöld verður svo Þórskabarett í Sjallanum á Akureyri og
hefst þar skemmtunin kl. 10 og dansiball á eftir.
Þá verður kabarettinn á Selfossi á sunnudaginn og verður með
fjölskylduskemmtun í Selfossbíói sem hefst kl. 9.
Sovéskir dagarí
Listaskála ASI
Aðsókn hefur verið góð að listsýningunni i Listaskála ASÍ,
Grensásvegi 16, sem opnuð var miðvikudaginn 2. sept.
Þar eru sýnd 2 olíumálverk, 11 málmmyndir (drifin verk) og 37
listmunir úr keramik, tré og horni eftir marga af fremstu myndlistar-
mönnum Sovétlýðveldisins Georgíu (Grúsíu) í Kákasus.
Sýningin verður opin til sunnudagskvölds 13. sept., á virkum dögum,
kl. 14—19, en á laugardögum og sunnudögum kl. 14—22. Aðgangur er
ókeypis.
Sýning Valgerðar Hafstað
í Ásmundarsal opnar i dag málverkasýningu Valgerður Hafstað.
Sýnir hún þar um 30 myndir málaðar með vatnslitum, akrýl, pastel og
olíulitum á pappír, og notar blandaða tækni. Valgerður hefur verið
búsett í Frakklandi og síðustu árin í New York og hefur sýnt á þessum
stöðum við góðar viðtökur, en þetta er hennar fimmta einkasýning á
íslandi. Sýningin er opin kl. 14—22 um helgina og kl. 16—22 virka daga.