Morgunblaðið - 01.10.1981, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981
Á myndinni má m.a. sjá hluta vistmanna dagdeildarinnar, en húsnæð-
ið er mjög skemmtileKa innréttað oj? fjöldi listaverka í eigu Reykjavík-
urborgar prýða veggi.
Gerður Steinþórsdóttir flutti ávarp við opnun dagdeildarinnar, og rakti m.a. sögu framkvæmdanna.
Ljósm. Mbl. Emilia
Mikilvægur hlekkur í þjónustukerfí aldraðra:
Opnun dagdeildar aldraðra
Á ÞRIÐJUDAG var formlega
tekin i notkun dagvistardeiíd
aldraðra að Dalbraut 27, Reykja-
vík. Fyrstu vistmenn komu til
dvalar þann 18. scptember sl. og
er gert ráð fyrir að 30 manns gcti
dvalist þar daglega á timahilinu
8.00 — 17.00 daglega. alla virka
daga. Ilámarksdvalartimi verður
fyrst um sinn 3 mánuðir.
Forsaga málsins er sú að tölu-
verðu rými var óráðstafað í kjall-
ara hússins eftir að þjónustuíbúð-
ir voru teknar í notkun seint á
árinu 1979 og í byrjun árs 1980. í
húsinu eru 46 einstaklingsíbúðir
og 18 hjónaíbúðir, fyrir samtals 82
íbúa. Um er að ræða sjálfstæðar
íbúðir sem jafnframt bjóða upp á
mikla þjónustu.
í kjallaranum er hluti nýttur
fyrir tómstunda- og félagsstarf
íbúa hússins og að auki eru þar
geymslur. Töluverður hluti var
óráðstafaður, en hugsaður til ein-
hverrar starfsemi í þágu aldraðra.
Á fundi félagsmálaráðs 27.
mars 1980 flutti Gerður Stein-
þórsdóttir, tillögu um skipun
nefndar til að koma fram með
hugmyndir um nýtingu þess rýmis
sem óráðstafað var, og þá einkum
með tilliti til reksturs dagvistar-
heimilis 'yr*r aldraða. Tillagan
var samþykkt samhljóða.
Eftirtaldir aðilar voru síðan
skipaðir í nefndina á fundi félags-
málaráðs Reykjavíkurborgar þann
10. apríl 1980: Róbert Sigurðsson,
forstöðurmaður, Geirþrúður Hild-
ur Bernhöft, ellimálafulltrúi og
Kolbrún Ágústsdóttir, forstöðu-
maður heimahjúkrunar.
Á fundi félagsmálaráðs 24. júlí
1980 voru tillögur starfshópsins
um rekstur dagdeildar fyrir aldr-
aða síðan lagðar fram og sam-
þykktar. Við gerð framkvæmda-
og fjárhagsáætlunar Reykjavíkur-
borgar var svo áætlaður stofn- og
rekstrarkostnaður dagdeildar
fyrir aldraða.
Er ákvörðun var tekin var húsið
nánast tilbúið undir tréverk og
málningu. Framkvæmdir hófust
fljótlega og var verkinu að fullu
lokið um miðjan september og
eins og fyrr segir komu fyrstu
vistmenn til dvalar 18. september
sl.
Húsnæðið er í vesturhluta kjall-
arans að Dalbraut 27 og eru u.þ.b.
350 m að mestu notaðir fyrir
starfsemi dagdeildar. Húsnæðið
skiptist í stóra dagstofu, sem hægt
er að skipta í tvennt með fellihurð
ef ástæða þykir til, föndurher-
bergi og minna herbergi til ýmiss
konar hópvinnu. Tvö hvíldarher-
bergi eru þar sem vistmenn geta
Eyfirzkar konur safna fé til
hjúkrunarheimilis aldraðra
NÚ Á laugardaginn munu konur
úr kvenfélögum á Akureyri og
við Eyjafjörð ganga í öll hús og á
alla bæi í flestum hreppum Eyja-
fjarðar. Erindið cr að safna fé til
hjúkrunarheimilis aldraðra við
Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri. en ætlunin cr að fjármagna
gerð þess að öllu leyti með fram-
lögum heima í héraði.
Að sögn forráðamanna söfnun-
arinnar ríkir algert neyðarástand
í vistunarmálum sjúkra gamal-
menna, og má segja að elliheimilin
á Akureyri og í Skjaldarvík þjóni
nú sem úrlausn dvalarvanda mjög
sjúkra gamalmenna, þar sem
hjúkrunaraðstaða er þó nánast
ófullnægjandi. Talið er að á þjón-
ustusvæði sjúkrahússins sé þörf
hjúkrunarheimilis eða deildar
fyrir a.m.k. 50 manns á ellilífeyr-
isaldri, og þar sem enn er ekki
lokið nýbyggingu sjúkrahússins,
er ekki að vænta þátttöku hins
opinbera í byggingu hjúkrunar-
heimilis aldraðra.
Undirbúningsnefnd, sem hóf
störf sl. vor að tilhlutan samtaka
áhugamanna um lausn þessa
vanda, hefur hafið undirbúning að
breytingu hjúkrunarkvennabú-
staðarins Systrasels, sem lítið hef-
ur verið notaður, í hjúkrunar-
heimili. Tilskilin leyfi hafa feng-
ist, bæði til viðbyggingar og
rekstrardeildarinnar innan véb-
anda FSA, og er nú hafin fjársöfn-
un til að ljúka megi verkinu og
hefja rekstur eigi síðar en á miðju
næsta ári.
Send voru út bréf til fyrirtækja
og félaga, og hafa margir brugðist
vel og rausnarlega við. Framlög
hafa borist síðustu vikur, allt frá
nokkrum krónum, sem börn hafa
komið með, upp í 50.000 króna
framiög, frá kvenfélaginu Fram-
tíðinni og Útgerðarfélagi Akur-
eyringa. Margir aðrir hafa lagt
fram rausnarlegan skerf, og má
segja að nú hafi borist fé og loforð
um allt að þriðjungi þeirrar upp-
hæðar, sem talin er þörf á, en
stefnt er að tveim milljónum
nýkróna.
Stórt átak verður nú um helg-
ina, þegar gengið verður í öll hús
— og má segja að fyrirmynd þess-
arar fjársöfnunar sé að verulegu
leyti komin frá framtaki félaga í
Kópavogi, sem riðu á vaðið með
slíku framtaki einstaklinga og fé-
laga til að gera myndarlegt átak í
úrlausn brýnustu öldrunarvanda-
málanna.
Einar Sigurðsson, skipasmiður (t.v.), sem tók fyrstu skóflustung-
una að íhúðum aldraðra á Fáskrúðsfirði, ásamt Jóni G. Sigurðs-
syni, sveitarstjóra. (Ljósm. Aibert.)
F áskrúðsf jörður:
Ibúðir fyrir aldraða
Fáskrúðsfirði. 28. soptomhrr.
I GÆR. sunnudag. var tekin
fyrsta skóflustungan að íhúðum
fyrir aldraða á Fáskrúðsfirði. l>að
var Einar Sigurðsson. skipasmið-
ur. sem það gerði. en hann er heið-
urshorgari Búðahrepps og nú
áttatíu og fjögurra ára gamall.
Ilúsið. sem er á tvcimur ha’ðum. er
alls 630 fermetrar. 360 fm á efri
ha"ð og 264 fm á neðri ha-ð. Á cfri
hæð eru sex íbúðir cn á þcirri
neðri er gert ráð fyrir tveimur ein-
staklingsíhúðum og aðstöðu til
ýmiss konar félagsstarfsemi fyrir
ihúa hússins. Ilúsið er teiknað af
teiknistofunni „Óðinstorgi" og er
arkitekt hússins Helgi Vilhjálms-
son. en verkfra-ðitcikningar ann-
aðist Vífill Oddsson og sá hann
m.a. um útboð á verkinu.
Tvö tilboð bárust og var því
lægra tekið, en það hljóðaði upp á
2,1 milljón kr. Verktaki er Þor-
steinn Bjarnason, húsasmiður hér
á Fáskrúðsfirði. Fyrsti áfangi sem
var boðinn út, er að gera húsið
fokhelt og fullgera það að utan og á
því verki að vera lokið í ágúst á
næsta ári.
í ávarpi Jóns G. Sigurðssonar,
sveitarstjóra, sem hann hélt við at-
höfnina, kom fram, að sveitar-
stjórn Búðahrepps hefur áætlað til
verksins um 450 þús. krónur á
þessu ári, en á móti koma aðrar 450
þús. kr. frá Húsnæðismálastjórn,
sem lánar þannig helminginn af
heildarverði hússins. Sveitarstjór-
inn lét í Ijós í ávarpi sínu þá ósk til
íbúa staðarins og félaga og fyrir-
tækja, að allir legðust á eitt um að
verki þessu yrði lokið á sem allra
skemmstum tíma. Allmargt manna
var við skóflustunguathöfnina.
— Albcrt
Systrasel, sem breyta á í hjúkrunarheimili.