Morgunblaðið - 01.10.1981, Page 17

Morgunblaðið - 01.10.1981, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981 17 Guðmundur Hansen: Tillagan út í hött Málið sótt af meira kappi en forsjá „Mér finnst þessi tillaga, að menntaskólinn taki yfir húsnæðið hérna en nemendur Þing- hólsskóla fari út um hvippinn og hvappinn, fáránleg og raunverulega út í hött“, sagði Guðmundur Hansen skólastjóri Þinghóls- skóla. „Með þessu væri gengið gróflega á hlut grunnskólanema og þeirra kostur þrengdur svo mjög að það gengi hreinlega ekki. Ég hef starfað í 24 ár að fræðslumálum unglinga og var með Þinghólsskóla á götunni fyrstu árin sem hann var starfræktur, — ég þekki það því vel hvernig er að starfa við slíkar aðstæð- ur og veit að með þessu myndum við stíga stórt skref afturábak. Þessi húsnæðisvandi menntaskólans er bú- inn að vera lengi til umræðu hér og áður komið upp hliðstæð deila. í febrúar sl. var MK með áþreifingar um að komast inn í Víghólaskóla. Þá urðu mikil fundarhöld í Víghólaskóla og þeim tókst að hrista þetta af sér, en eftir það byrjuðu spjótin að beinast að okkur. Nú skilst mér að skólameistari menntaskólans hafi farið framá, ef ekkert verður af þessum flutningum, að MK fengi einhverjar kennslustofur í Kópavogsskóla. Þannig er sífellt leitað á grunnskólann til að bjarga menntaskólanum við. Þeir kennarar sem um málið hafa fjallað, telja hins vegar að grunnskólinn þurfi á öllu sinu að halda og þýði ekki að leysa vandamál menntaskólans á kostnað grunnskólans. Stuðningsmenn tillögunnar hafa bent á, að veruleg fækkun hefur að undanförnu orðið á nemendum hér í Þinghólsskóla, — hér eru nú um 250 nemendur en voru mest 450. Hér er líklega á ferð svonefnd 30 ára sveifla — fjöl- mennasti árgangurinn hér var 145 nemendur, en núna í haust komu 61 nemandi í sjöunda bekk, svipaður fjöldi mun koma inn í skólann næstu ár en í yngstu árgöngum eru börn hinsvegar fleiri. Þannig væri ekki ólíklegt að aðsókn yrði frá 90 til 100 í árgangi næstu árin. Þá er á það að líta, að nú stendur til að bygKja um 250 íbúðir í Austurbænum og verður um 100 úthlutað í vetur. Þetta hefur að sjálfsögðu þau áhrif að nemendafjöldi Þinghólsskóla mun fara vaxandi. Þannig er ég búinn að sýna fram á, að þörf er fyrir þennan grunnskóla hérna og ef menntaskól- inn flyttist í þetta húsnæði, þyrfti einfaldlega að reisa nýjan skóla handa börnunum hér í Austurbænum. Menntaskólinn yrði illa staðsettur hér og í þessu húsnæði hefði hann ekki neina mögu- leika á að þróast yfir í fjölbrautaskóla eins og ætlast er til að hann geri. Það gefur því auga leið að þessi tillaga fellur um sjálfa sig. Þessi tilhögun að leggja Þinghólsskóla niður sem grunnskóla og flytja starfsemi menntaskólans þangað, hefur verið sótt fast af ýmsum aðilum — mennamálaráðuneyti, skólameistara MK og bæjarstjórn. Ég tel að það hafi verið gert af meira kappi en forsjá, eins og auðséð er ef málið er skoðað í heild sinni." Þór Steinarsson: Vinnuað- staða kenn- ara mjög slæm Husanleg lausn að MK flytjist í Víghólaskóla „Það verður ekki annað sagt en vinnuað- staða kennara i Menntaskólanum í Kópavogi sé mjög slæm eins og húsnæði skólans er háttað," sagði Þór Steinarsson formaður Kennarafélags MK. „Við höfum t.d. aðeins eitt herbergi þar sem vinnuaðstaða er fyrir kennara. Þar erum við með skrifborð fyrir þrjá og þrjár ritvélar en jafnframt er þarna fjölritunarvél til afnota fyrir kennara. í þessu herbergi geta mest unnið fjórir menn í einu en við skólann eru 22 kennarar. Þá eru kennslustofur skólans mjög þéttsetnar og að- staða til kennslu mjög slæm. Sú aðstaða sem við fengjum í Þinghóls- skóla yrði mun rýmri. Kennarastofan þar er t.d. þrisvar til fjórum sinnum rýmri og þar eru ein fjögur vinnuherbergi fyrir kennara, og auk þess önnur vinnuaðstaða. Mér skilst reyndar að eins og málum er komið sé mjög hæpið að af flutningunum verði. Húsnæðis- vanda menntaskólans verður hins vegar að leysa og ekki er nein önnur skyndilausn fyrir hendi en að fá annað skólahúsnæði í bænum undir starfsemi menntaskólans. Það tekur langan tíma að byggja og ef ráðist verður í byggingu hlyti hún að miðast við fjölbrauta- skóla. Ég sé ekki að Kópavogskaupstaður hafi peninga í slíka byggingu næstu árin. Að vísu myndi það létta nokkuð á mennta- skólanum ef leigt væri húsnæði undir verk- menntabrautir en það myndi þá engan veginn leysa vanda hans að fullu. Hugsanleg bráða- birgðalausn er að menntaskólinn fengi hluta af húsnæði Vighólaskóla — þar eru nú þegar starfandi fjölbrautir með um 100 nemendum en veruleg fækkun grunnskólanema við skól- ann er fyrirsjáanleg. Mætti hugsa sér að nemendafjöldi á námsbrautum þar yrði auk- inn eða að menntaskólinn fengi hluta af kennsluhúsnæði skólans. En það er að sjálfsögðu alltaf mjög óhent- ugt að starfrækja skóla á mörgum stöðum og eru skólamenn yfirleitt ekki hrifnir af slíkri tilhögun. Varðandi fundinn sem haldinn var í Þing- hólsskóla vil ég segja það að fundarstjórn var þar næsta bágborin og ekki eins og hún á að vera. Það var búið að fara fram á það við fundarboðendur að við hjá menntaskólanum fengjum að halda framsöguræðu ef skólinn kæmi mikið inn í umræðurnar. Þeir voru búnir að segja að svo yrði ekki en það brást. Þó höfnuðu þeir þeirri málaleitan okkar að við fengjum framsögumann og sögðu að við gætum skýrt okkar mál í almennum umræð- um — en þar var tími hvers ræðumanns takmarkaður við fimm mínútur. Þá hafði formaður skólanefndar beðið um að fá að halda stutta ræðu til að kynna innihald til- lögunnar en var neitað um það. Þetta hvort tveggja tel ég að hafi spillt fyrir þessum fundi, hann hefði getað farið betur fram ef stjórnendur hefðu viljað. Það er rétt að geta þess hér að við í Kenn- arafélagi MK höfum sent frá okkur samþykkt þar sem segir að við tökum ekki neina ákveðna afstöðu til tillögunnar um að Menntaskólinn í Kópavogi flytjist í Þing- hólsskóla, en förum hins vegar fram á að bæjarstjórn og menntamálaráðuneyti leysi vandamál fjölbrautaskólans hér sem allra fyrst. Óskalausn okkar er sú að Kópavogsbær ráðist í ásamt ríkinu að byggja nýtt skólahús fyrir fjölbrautaskólann. I þessu sambandi má benda á að í tillögum framhaldsskólanefndar, sem lagðar voru fram fyrir nokkrum árum, er gert ráð fyrir að um 1990 verði allt fram- haldsskólanám í Kópavogi komið saman á Víghólaskólalóðinni og gæti það þannig verið hentug lausn að Menntaskólinn yrði fluttur þangað á þessum áratug," sagði Þór. Albert Einarsson: Tillagan forkastanleg Vantar fjölbrautaskóla fyrst og fremst „Þetta er alveg forkastanlegt, að láta sér detta í hug að flytja MK í Þinghólsskóla og leggja grunnskólann þar niður — þetta er engin lausn heldur er verið að velta vandan- um yfir á grunnskólana hér í Kópavogi,“ sagði Albert Einarsson formaður Kennarafé- lags Víghólaskóla. „Vandi framhatdsskólans yrði heldur alls ekki leystur með þessu, því menntaskólinn á enga þróunarmöguleika í þessu húsnæði og þess ekki að vænta að hann geti þróast þar í fjölbrautaskóla. Það mætti hins vegar hugsa sér þá lausn að settur yrði á stofn fjölbrautaskóli hér í Kópa- vogi — menntaskólinn myndi hverfa inn í hann sem bóknámskjarni en fjölbrautaskól- inn starfa á þrem stöðum til að byrja með: í Víghólaskóla, í húsnæði Menntaskóla Kópa- vogs og Þinghólsskóla. Þetta væri hugsanlegt bráðabirgðaúrræði þar til byggt hefur verið yfir fjölbrautaskólann. Eins og þessi mál standa núna eru 100 nemendur við nám á 4 brautum hér í Víghóla- skóla og næstu ár er rými fyrir nokkurn fjölda framhaldsskólanema i Þinghólsskóla. Þessari tilhögun fjölbrautaskólans mætti koma við án þess að það yrði verulegur baggi á grunnskólanum. Verknámsdeildir fjöí- brautaskólans geta hins vegar ekki komist í neinn þessara skóla — það þyrfti að vinda hráðan bug að koma þeim fyrir og mætti t.d. leigja handa þeim iðnaðarhúsnæði þar til b.vggt hefur verið. Það hefur allt ofmikið verið um það talað að leysa húsnæðisvanda menntaskólans hér í Kópavogi en of lítið verið hugað að því að það er fjölbrautaskóli sem okkur vantar fyrst og fremst. Meðan þetta mál hefur verið í deigl- unni hafa fjölbrautir í Víghólaskóla vaxið upp í að verða 100 nemenda skóli meðan nem- endur MK eru 350. Þannig érum við raun- verulega þegar komnir nokkuð á veg með að byggja upp fjölbrautafyrirkomulag. Varðandi þessa gagnrýni sem þú segir að hafi komið fram á fundinn sem við héldum í Þinghólsskóla vil ég segja eftirfarandi: Þessir aðilar sem standa að tillögunni eru búnir að vera með þetta mál í sínum höndum frá því í sumar og hafa haft alla möguleika til að kynna málið frá sinni hlið — en það hafa þeir hins vegar látið undir höfuð leggjast. Á borg- arafundi sem haldinn var mánudaginn 14. þ.m. var líka ákaflega lítið gert til að upplýsa fólk um þennan fyrirhugaða flutning menntaskólans. Við töldum það fyrst og fremst skyldu okkar að vára fólk við hætt- unni og upplýsa fólk um okkar afstöðu til málsins. Þá var Ólafur Jens Pétursson með greinargott yfirlit yfir sögu þessa máls í framsöguræðu sinni á fundinum og reifaði það frá flestum hliðum. Nú hefur trúlega verið komið í veg fyrir að Þinghólsskóli verði lagður niður sem grunnskóli og tel ég þennan fund hafa átt sinn þátt í því. Nú liggur raunverulega fyrir að stofnsetja fjölbrautaskóla hér í Kópavogi og vona ég að menn snúi sér heilshugar að því verkefni og láti ekki gamlar væringar hamla sér við að ná samstöðu í því máli,“ sagði Albert. Þórir Hallgrímsson: Vonlaus tilhögun hvernig sem á hana er litið „Samkvæmt þessari tillögu átti mennta- skólinn að flytjast í Þinghólsskóla en stór hluti nemenda Þinghólsskóla að flytjast hingað í Kársnesskóla," sagði Þórir Hall- grímsson skólastjóri Kársnesskóla. „Með þessu átti að leysa húsnæðisvanda mennta- skólans, sem vissulega er fyrir hendi, á kostn- að grunnskólans — og skerða þar með stór- lega starfsaðstöðu grunnskólans og framtíð- arþróunarmöguleika. Hvað Kársnesskóla varðar, er skólahúsið einkum hannað með það fyrir augum að yngri börn sitji skólann, en hér hafa jafnan verið börn frá 6 til 12 ára. Ef hingað kæmu nem- endur úr Þinghólsskóla yrðu þeir á aldrinum frá 13 til 16 ára. Þegar nemendur eru á svona víðu aldursbili í einum skóla, þarf hann að vera þannig úr garði gerður, að hægt sé að skipta nemendum alveg í tvo hópa bæði í skólanum sjálfum og eins á leiksvæði skólans. Þá má einnig nefna að skólastofurnar hér eru mjög litlar og þó hægt sé að hafa 25 börn í hverri stofu, gildir það ekki um unglinga. Þetta átti að leysa með því að flytja hingað ? lausar kennslustofur frá menntaskólanum en með því móti yrði leiksvæði barnanna skert verulega. Enn má nefna, að ef skólamörkum milli Kársnesskóla og Kópavogsskóla verður breytt eins og rætt hefur verið um, þannig að nemendur sæki skóla í Austurbæ, verða þeir að fara yfir hættulegustu umferðaræðar bæj- arins. Það hefur verið kvartað undan því að margsett sé í MK eins og er og nemendur séu við nám fram á kvöld. Verði nemendur Þing- hólsskóla settir í Kársnesskóla, þá sé ég ekki annað en hér verði að kenna frameftir kvöldi framvegis. Þannig er þessi tilhögun vonlaus hvernig sem á hana er litið — og það versta er að hún leysir alls ekki vandamál mennta- skólans, því það sjá allir að starfsemi hans yrði allt of þröngur stakkur sniðinn í Þing- hólsskóla og þar gæti hann aldrei þróast í fjölbrautaskóla eins og almennur vilji er fyrir að hann geri,“ sagði Þórir. Þórir Ólafsson: MK staðið sig með prýði en húsnæðisskortur heft þróun hans „Foreldrafélag Menntaskólans í Kópavogi var ekki stofnað í tilefni af umræðu sem stað- ið hefur að undanförnu um málefni mennta- skólans heldur var stofnun þess ákveðin sl. vetur,“ sagði Þórir Ólafsson, stjórnarmeðlim- ur hins nýstofnaða Foreldrafélags MK. „Við höfum ekki tekið afstöðu til hugsanlegs flutn- ings menntaskólans yfir í Þinghólsskóla, áhugamál okkar er aðeins að styðja mennta- skólann í öllu sem til framfara horfir. Menntaskólinn í Kópavogi hefur staðið sig með prýði — sem menntaskóli hefur hann þrátt fyrir þröngt húsnæði og erfið skilyrði fyllilega staðist samkeppni við aðra mennta- skóla. Hugmynd okkar var að reyna að stuðla að því að eitthvað yrði gert til úrbóta varð- ar.di húsnæðismál skólans. Við höfum ekki enn komið saman neinum tillögum varðandi það hvernig vandi mennta- skólans yrði bezt leystur. Hins vegar finnst manni að æskilegast hefði verið að það hefði verið byggt yfir hann þegar að það stóð til fyrir nokkrum árum. Við höfum þannig ekki sett okkur inn i hver væri heppilegasta lausn- in í dag, enda ekki nema nokkrir dagar síðan við héldum fyrsta stjórnarfundinn. Við tökum því ekki afstöðu til Þinghóls- skólamálsins en skiljum ákaflega vel afstöðu Foreldra- og kennarafélags Þinghólsskóla. Ég var ekki á fundinum í Þinghólsskóla og get ekkert um hann sagt. Hins vegar hefur mér svona á köflum, af því sem ég hef séð bæði af blaðagreinum og þar sem vitnað er í fundinn, að það hafi verið ráðist að ósekju á menntaskólann, því hann hefur þrátt fyrir húsnæðisskortinn staðið ágætlega fyrir sinu sem menntaskóli. Auðvitað er æskilegt að hann fái tækifæri til að þróast sem fjöl- brautaskóli, eins og almenn samstaða er um. En meðan húsnæðismálum skólans er háttað eins og nú, er ekki við því að búast að það gæti gengið.“ Arinbjörn V. Clausen: Skólastarf- ið mjög erf- itt vegna þrengsla Verður að gera úrbætur fyrir næsta haust „Við styðjum það eindregið og heilshugar að MK fái betra og rýmra húsnæði — eins og búið er að skólanum er skólastarfið mjög erf- itt,“ sagði Arinbjörn V. Clausen formaður Nemendafélags MK. „Ef ég lýsi t.d. þeirri aðstöðu sem Nemendafélagið hefur, til að byrja með, þá höfum við starfsemi okkar í smá kompu sem á sínum .tíma var dæmd óhæf sem vinnustofa kennara. Ef við þurfum að halda fundi þurfum við að bíða eftir að losni skólastofa. Hátíðarsalur skólans, sem svo er nefndur, er aðeins á stærð við eina og hálfa kennslustofu, og þar er að sjálfsögðu kennt alla daga. Skólinn er tvisetinn — kennsla hefst kl. 8 á morgnana en lýkur kl 7:15 á kvöldin. Þrengsli eru mikil í kennslustofum, þær eru tiltölulega litlar en samt er troðið inn í þær frá 25—30 nemendum. Það er að sjálfsögðu mjög erfitt að kenna við þessar aðstæður og torvelt fyrir nemendur að fylgjast með. Við í Nemendafélaginu erum eindregið á móti því að Menntaskólanum verði skipt niður í marga skóla hér í Kópavogi — það myndi þýða hrun á öllu sem gæti kallast fé- lagslíf. Ef byggt væri yfir skólann gæti hann haldið áfram að þróast yfir í fjölbrautaskóla og æskilegast væri auðvitað að öll skóla- starfsemin yrði á sama stað. Við stöndum einhuga á bak við þá kröfu að byggt verið yfir fjölbrautaskóla hér í Kópavogi, bæði nem- endur og kennarar. Hins vegar er ekki hægt að bíða lengur eftir auknu skólahúsnæði — það verður að gera einhverjar úrbætur í síð- asta lagi fyrir næsta haust. Yrði MK fluttur í Þinghólsskóla myndi það leysa okkar vanda, allavega næstu árin. öll aðstaða myndi þá batna verulega, bæði fyrir kennara og nemendur. Þarna gæti jafnvel verið um lausn að ræða sem dygði næsta ára- tuginn. Ef sú leið yrði farin yrði verknámið að sjalfsögðu að vera á öðrum stað. Ég tek það hins vegar skýrt fram, að það vorum ekki við sem lögðum til að Þinghólsskóli yrði tek- inn undir menntaskólann eins og gefið hefur verið í skyn — við viljum aðeins fá fram viðunandi lausn á húsnæðisvandanum hér. Á fundinum í Þinghólsskóla lögðum við nemendur MK fram tillögu sem samþykkt var samhljóða, og var hún þess efnis, að skor- að var á menntamálaráðuneyti og bæjaryf- irvöld að le.vsa húsnæðisvanda menntaskól- ans þannig að hann gæt þróast yfir í fjöl- brautaskóla. Á þessum fundi voru allir sam- mála um að leysa þyrfti vanda menntaskól- ans en hinsvegar var ekki smkomulag um hvernig ætti að gera það. Um það má náttúr- lega þrátta endalaust — aðalatriðið er hins- vegar að eitthvað verði gert í málinu og það sem allra fyrst,“ sagði Arinbjörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.