Morgunblaðið - 01.10.1981, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981
27
Klara Tryggva-
dóttir - 75 ára
Fyrir sjötíu og fimm árum bjó
vestur í Gufudal bóndi sá er
Tryggvi hét. Hann var hið bezta á
sig kominn og gekk mjög í augu
kvenna. Það með öðru varð til
þess, að hinn 1. október 1906 fæddi
Ágústína Magnúsdóttir í Garpsdal
meybarn fritt og fagureygt.
Kristjana, kona Tryggva, hefur
ekki verið neitt smámenni. Þegar
hún spurði fáum vikum síðar, að
barnsmóður bónda hennar fengi
ekki haldið barninu, brá hún
skjótt við og sótti reifarstrangann
og fór með sem sinn eiginn. Þetta
er það fyrsta sem segir af Klöru
Tryggvadóttur. — Hún ólst svo
upp á vegum föður síns og fóstru
næstu ár og fluttist með þeim að
Kirkjubóli í Skutulsfirði fimm eða
sex ára gömul. Þegar hún var svo
komin á tíunda ár, var móðir
hennar komin til Reykjavíkur og
farin að búa. Eflaust hefur hana
langað til að kynnast dóttur sinni
og að vera henni eitthvað, a.m.k.
óskaði hún að fá hana til sín.
Umskiptin urðu Klöru ekkert
fagnaðarefni. Bæði var það, að
móður sína þekkti hún þá ekki
neitt, og svó reyndist stjúpinn
óreglusamur. Þótt að vísu væri
samt úr nægu að spila heima
fyrir, þá er hitt líka víst að ekki
fékk Klara notið þess skólalær-
dóms sem hún þráði; má vera
vegna þess, að hún var ekki nema
sautján ára, þegar móðir hennar
dó.
Næst kann ég það með vissu að
segja, að Klara flyzt til Vest-
mannaeyja með manni sínum,
Hallgrími Júlíussyni, sem hún
unni hugástum — og ann enn.
Hallgrímur skipstjóri fórst ásamt
öllum skipverjum sínum, er skip
hans, Helga frá Vestmannaeyjum,
rak með bilaða vél í aftaka veðri
upp í Faxasker hinn 7. janúar
1950.
Það þarf engan speking til að
gera sér í hugarlund hve harmur
þetta var Klöru, og auðvitað bætt-
ust aðrir erfiðleikar við. Húsið var
t.d. í skuld, en með ótrúlegri út-
sjónarsemi komst Klara hjá að
þurfa nokkru sinni að taka lán,
þótt börnin væru fimm og tveir
yngstu synirnir í bernsku. Allt
hefur þetta blessast; börnin kom-
ust upp og eru dugnaðarmann-
eskjur, — þingmaðurinn, sonur
hennar, er t.d. sá manndómsmað-
ur að snúa sér að þjóðþrifastörf-
um milli þinga og stundar sjó í
alvöru, og er enda skipstjórnar-
lærður. Valmennið Óskar er sjó-
maður, Hallgrímur er viðriðinn
flug og Tryggvi, sem er elztur, er
vélstjóri. Arndís er húsfreyja í
Kópavogi. Þar er löngum fullt hús
af gestum, enda finnst hverjum,
sem þar stígur inn fyrir dyr, hvort
heldur er til langrar dvalar eða
stuttrar, að hann sé heima hjá sér
og veiti helzt engann átroðning
hinum raunverulegu heimamönn-
um. Því er þessa getið, að svona
mun það hafa verið hjá Klöru í
Vestmannaeyjum. Fyrir utan al-
menna gesti og unglinga, sem
komið var fyrir hjá henni, fyllti
hún hjá sér kjallarann og meira
til af einstæðingum og einnig
fólki, sem enginn vildi hafa eða
gat haft, og lét búa þar. Ætli
mannkostunum verði nokkuð bet-
ur lýst, þótt orðin þar um verði
höfð fleiri?
Frá því um gos hefur Klara búið
í Reykjavík. Hún býr í notalegri
og fallegri íbúð, þar sem hún les
fagurbókmenntir, sagnfræði og
ættfræði og á það reyndar til að
skenkja gestum nýja frændur. Það
sem hún les, brýtur hún til mergj-
ar, og hún kann auðvitað m.a.
glögg skil á helztu bókmennta-
verkum íslenzkum. Næm tónlist-
argáfa er henni gefin og að auki
mjög fogur söngrödd, eins og þeim
víst öllum Kirkjubólssystkinum.
Og ekki má gleyma því, að Klara
er afar orðheppin og talar fagurt
mál og kjarngott. Hugsun hennar
er bein og brotalaus, og hljómmik-
il röddin kemur því öllu til skila,
en viðtakandinn þarf þá að hafa
vit til að lesa úr blæbrigðum radd-
arinnar, því Klara kann að beita
fyrir sig háði, þegar henni ofbýður
einhver endileysan, og stundum
segir innileg hlýjan meira en orð-
in.
Nú er Klara orðin hvít fyrir
hærum en augun skær sem fyrr og
reisnin hin sama, — drottningar-
fas. — Þess má svo geta í lokin,
þótt ættfærslum sé sleppt, að í
Klötu mætast frá báðum foreldr-
um nokkrar þekktustu fyrir-
mannaættir landsins.
Héðan úr Lárborg eru Klöru
sendar hugheilar árnaðaróskir á
þessum degi með ósk um, að fram-
undan séu mörg góð ár og hún
megi um alla framtíð vera umvaf-
in nærveru Hallgríms, eins og
hingað til, unz þau hittast að nýju
á öðru lífsplani — ung og fögur.
Þór.Jóh.
SPEQLABUÐIN
LAUGAVEGI 15 PÓSTHÖIF 1Z97 SÍMI 1963S 121 REYKJAVlK
baövörur nýkomnar
Hvítt — Beige —
Rautt — Brúnt —
Onyx
lr
S'í *• *
HAUKUR-
MORTHENS
Tilhugalíf/Hvert liggur leið
Hinn síungi söngvari, Haukur Morth-
ens, syngur tvö hugljúf lög á nýju
plötunni sinni. Titillagiö er hiö fallega
lag „Tilhugalíf“, eftir Nönnu Jóns-
dóttur og Hjördísi Morthens og á
bakhliöinni syngur Haukur lagiö
„Hvert liggur leiö?“
Hljómsveitin Mezzoforte annast
undirleikinn af sinni alkunnu snilld,
og er þetta plata viö allra hæfi.
Heildsöludreifing
stoÍAorhf
Simar 85742 og 85055
á heJv>mdfild
OmKARNABÆR
L augavegi 66 — Giæs.bae — Austurstrsti 22
' Sími trá skiptiboröi 05055