Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981 Yfirþjóðin í SH og SÍS Stjórn KvenfélaKs Bústaðasóknar. Sitjandi frá vinstri: Hólmfridur Einarsdóttir. varaformaður. Danmar Gunnlaugsdóttir, formaður o)í Fjóla Kristjánsdóttir ritari. Standandi frá vinstri. Björx Jakobsdóttir, Stella Guðnadóttir, Kjaldkeri, Laufey Kristjánsdóttir og Jóhanna Þorgeirsdóttir. Hjá okkur þarf engum að leiðast Litið við hjá Kvenfélagi Bústaðasóknar Kvenfélön kirknanna vinna mikil störf, sem sjaldan er getið í fjölmiðlum. KvenfélaK Bú- staðasóknar rekur öflutft fé- laffslif og var stjórnin að ræða vetrarstarfið, er fréttamaður rakst þar inn, og smellt var aí þeim mynd. — Þótt félagið sé nú orðið 28 ára gamalt, stofnað 17. maí 1953, þá batnaði starfsaðstaðan gíf- urlega þegar við fyrir 10 árum fengu aðstöðu í Bústaðakirkju, en þar eru fjórir salir misstórir, sem við höfum aðgang að með ýmsa starfsemi, auk þes sem við leggjum okkur til starfa í kirkj- unni sjálfri. Lásujn til dæmis bænina við messu allt kvennaár- ið og konur lesa siðan annan mánuðinn á móti körlunum og sjá um ýmis störf á messudög- um. Jólafundinn höfum við alltaf í kirkjusalnum. Bústaðakirkja á 10 ára afmæli á þessu ári. — Tilgangurinn með stofnun kvenfélagsins var að efla kristi- legt safnaðarlíf og vinna að menningar og mannúðamálum á hvern þann hátt sem heppi- legastur er á hverjum tíma, út- skýrðu konurnar í Bústaðasókn. Þetta hafa þær gert á margvís- legan hátt. Hafa t.d. efnt til ým- iss konar námskeiða, bjóða öldr- uðum upp á fótsnyrtingu á hverjum fimmtudagsmorgni og hárgreiðslu 1—2 sinnum í viku, hvort tveggja í kirkjunni, auk þess sem safnaðarráð hefur opið hús fyrir aidraða á miðvikudög- um, þar sem kvenfélagskonurnar leggja til vinnu. Þá hafa þær safnað fyrir ýmsu því sem kirkj- an þarf á að halda. Síðast keyptu þær þráðlausan mikrafón til að hafa í kirkjunni og safnaðar- heimilinu. Og nú eru þær að fá tónmöskvakerfi í alla kirkjuna, svo að heyrnarskertir með heyrnartæki geti notið alls þess sem fram fer. En öll heyrnar- tæki munu vera hægt að stilla á þessa tíðni. Slík tæki eru ekki víða, þótt þau séu komin á nokkra staði, og eru ómetanleg fyrir heyrnarskerta. I kvenfélagi Bústaðasóknar eru um 230 konur, sem halda uppi líflegu félagslífi innbyrðis. Á sumrin er til dæmis alltaf far- ið í 3—5 daga ferðalag. Nú síðast í sumar var farið norður Sprengisand að Egilsstöðum, út í Borgarfjörð eystri og svo um Hornafjörð og Suðurlandsund- irlendi. — Skemmtilegar ferðir. Við erum held ég búnar að fara um allt landið, nema Vest- mannaeyjar segja þær stjórnar- konur. Þær sögðust alltaf hafa almennan fund annan mánudag- inn í mánuðinum, frá september til maí og þá alltaf eitthvað til skemmtunr. Sumt hafa þær séð um sjálfar, meira að segja fært' upp revíu „Síðasti vagninn í Sogamýrina". Á maífundinn bjóða þær jafnan öðrum kvenfé- lögum, hafa haft gesti úr Garða- bæ, Árbæjarhverfi, Selfossi og Þykkvabænum. — Allir eru vel- komnir á fundina okkar, og okkur væri mikil ánægja að sjá fleiri konur úr hverfinu. Það er engin skylda að ganga í félagið, en hjá okkur þarf engum að leið- ast. Eru Kjarvalsstaðir sýningar- staður eða barnaleikvöllur? eftir Árna M. Emils- son, Grundarfirði Yfirþjóðin í SH og SÍS Nú, þegar allt er í ani í þjóðfé- laginu eftir doða sumarleyfanna; er það ugglaust eitthvað á skjön, að vera að velta fyrir sér prinsip- máli svona mitt í umræðunni um tap frystihúsanna og uggvænlegt undanhald einkaframtaksins á Suðureyri og víðar. En þessu skylt eru sölumál okkar mikilvægu sjávarafurða, en þau eru reyndar meira til umræðu um þessar mundir en oft áður, og er það vonum seinna. Vísast er að miklu skiptir hvernig til tekst á þessum vett- vangi viðskiptalífsins. Hér er um að tefla 90% alls útflutnings ís- lendinga hvorki meira né minna. Núverandi fyrirkomulag Eins og alþjóð veit er sölu freð- fisks hagað á þann veg, að einung- is SH og SÍS njóta þeirrar náðar að selja á Bandaríkjamarkað. Og nú fyrir skömmu bættist íslenska umboðssalan hf. í hóp þeirra út- völdu, en hefur þó aðeins heimild til að selja framleiðslu 2ja frysti- húsa. Hinsvegar hafa nokkrir aðilar á óæðri bekknum, að manni virðist, haft heimild stjórnvalda, til þess að selja á markaði Evrópu, enda hafa stóru sölusamtökin ekki haft umtalsverðan áhuga á þeim til þessa. Ymsum og þ.á m. þeim sem þetta ritar finnst þessi þáttur ís- lenskrar verslunar nokkuð kúnst- ugur og mjög fjarskyldur frjálsri verslun sem flestir aðhyllast þó, og margir bera mjög fyrir brjósti. Vonbrigði Eftir nokkur kynni af innviðum Sölumiðstöðvarinnar minnist ég reynslu meistara Þórbergs frá þeirri tíð, er hann gerðist nemandi í Kennaraskólanum. Hann hafði ímyndað sér að kennarar þeirrar stofnunar væru allir jafn miklir andans- og gáfumenn og Bjarni frá Vogi. Þetta reyndist hinsvegar á allt annan veg, og olli meistar- anum miklum vonbrigðum. Ég hélt í einfeldni minni að SH, sem herbergjast með sjálfu Morg- unblaðinu í hjarta höfuðborgar- innar, væri brjóstvörn einka- framtaks og frjálsrar verslunar í þessu landi. En allt er þetta öðru- vísi, þegar grannt er skoðað og sver sig miklu frekar í ætt við ein- okun, þar sem frjálst framtak má sín lítils. Talsmenn sölusamtakanna segja að vísu, að hverjum og einum sé frjálst að vera meðlimur þeirra og því sé fráleitt að tengja þau við einokun og aðra miður góða við- skiptahætti. Hið rétta er að frystihúsin eiga í mesta lagi um tvo kosti að velja, SH eða SIS. Ef hvorugur kostur- inn er þeim að skapi eiga þeir ekk- ert val. Þetta heitir á máli þessara „frjálshyggjumanna" fullkomið at- hafnafrelsi. Maður getur sér til um viðbrögð ritstjóra Morgunblaðsins, ef Is- lendingum væri allt í einu gert að lesa annaðhvort Tímann eða Þjóð- viljann. Það væri nóg, enda gætu þeir valið á milli. Frystihúsin búa við mismun- andi skilyrði, sum eru vel upp- byggð, en önnur skammt á veg komin. Hagsmunir sölusamtak- anna og viðkomandi frystihúsa fara ekki einatt saman. Það hefur komið fyrir að litlar frystigeymsl- ur hafa fyllst og sölusamtökin engu getað bjargað, hvorki geymt „Hið rétta er að frysti- húsin eiga í mesta lagi um tvo kosti að velja, SH eða SÍS. Ef hvorug- ur kosturinn er þeim að skapi. eiga þeir ekkert val. Þetta heitir á máli þessara „frjálshyggju- manna“ fullkomið at- hafnafrelsi.“ eða selt vöru framleiðandans. í slíku tilfelli er naumast annað úr- ræði til en að leita fanga á önnur mið, eða stöðva reksturinn ella. Framleiðandi sem ber sig eftir björginni við slíkar aðstæður fær bágt fyrir hjá sölusamtökunum og má þakka fyrir, ef starfsmenn hans þar beita hann ekki fésektum eins og dæmi eru til um. Gallinn er sá að sölusamtökin hafa glatað uppruna sínum og telja sig hafa umráðarétt yfir frystihúsunum en ekki öfugt, eins og upphaflega var ætlast til. Ég er eindregið þeirrar skoðun- ar að sölusamtökin hafi unnið gott starf í gegnum tíðina og geri enn. Hitt er svo annað mál, að mikið vatn er runnið til sjávar síðan þau Árni M. Kmilsson voru stofnuð og þær þjóðfélags- breytingar, sem hafa orðið á þeim tíma, kalla á framþróun í þessum efnum sem öðrum, ella standa slík samtök uppi eins og nátttröll fyrr heldur en síðar. Það er skilyrðislaust réttur þeirra, sem líkar vistin hjá þeim, að ráða sig áfram. En hinir, sem vilja beina viðskiptiim sínum í aðrar áttir, eiga auðvitað að vera frjálsir að því. Menn skyldu einnig minnast þess að þjóðarhagur krefst þess að jafnan séu það hæfustu mennirnir ÉG STÓÐ agndofa. Hvar var ég staddur? Var ég ekki inni á árlegri sýningu Félags ís- lenzkra myndlistarmanna? Og þá, hvað var ég að horfa á? Þvílík sóun á tíma og þreki. Þvílíkt virðingarleysi við list og listaheiminn. Þrjú skúlptúrverk unnin af Hauki og Herði skemmd og eitt verkið algerlega lagt í rúst. á hverjum tíma, sem fást við þessi mikilvægu viðskipti. Hver tryggir það að þessa menn sé að finna innan veggja SH og SÍS? Það kemur ekki í ljós fyrr en aðrir fá að reyna sig. Fiskfram- leiðendum er nauðsyn að skapa þessum sölusamtökum aðhald, ekkert annað tryggir besta verðið á hverjum tíma og betur sjá augu en auga þegar skimað er eftir nýj- um mörkuðum. Hvað merkir frjáls verslun? Þessar hugleiðingar eru settar á þrykk, þegar fyrir dyrum stendur að flokkur einkaframtaks og frjálsrar verslunar, Sjálfstæðis- flokkurinn, endurskoði og móti stjórnmálastefnu sína. Þegar Steinn Steinarr heyrði orðið „menning" í fyrsta skipti spurði hann ömmu sína hvað það þýddi. Hún svaraði honum því til, að það væri rímorð, sem þeir not- uðu fyrir sunnan til þess að ríma á móti þrenningunni. En hvað þýðir þetta hugtak frjáls verslun í hug- um sjálfstæðismanna? Jónas Haralz bankastjóri hefur verið ráðunautur flokksins í efna- hagsmálum um langt skeið. í bréfi til Eykons sem birtist í Frelsinu bls. 1., 244 1. árg. 1980, segir Jónas: „Ég er sammála því að utanríkis- verslunin eigi að vera frjáls og hömlulaus. Það á ekki lengur að hlusta á útflutningssamtökin í þessum efnum. Þau eru nógu öflug til að geta spjarað sig án sérstakr- ar verndar og hafa ekki nema gott af samkeppni." Því miður hefur Sjálfstæðis- flokkurinn ekki numið þessi sann- indi. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt formann Sjálfstæðisflokks- ins né aðra forystumenn hans legga þessu máli lið, enda eru þeir allir uppteknir í sinni innansveit- arkróniku og lætur ekki að tala um stjórnmál, hvað þá að fylgja eftir stefnumálum Sjálfstæðis- flokksins. Ég man heldur ekki eftir því, að Morgunblaðið hafi tekið afstöðu i þessu máli, sem svo mjög varðar athafnafrelsi einstaklingsins, ‘og blaöið lætur sig miklu varða að öðru jöfnu, sem betur fer. En ef til vill ruglar nábýlið við SH og SÍF blaðið eitthvað í ríminu. Ég hirði ekki um að forvitnast um skoðanir minni spámanna, en hitt væri vissulega fróðlegt að vita, hvað þetta hugtak „frjáls verslun" merkir í hugum hús- bændanna í flokknum okkar og málgagni hans, Morgunblaðinu. Felst frelsið ef til vill í því að allir skuli hafa sama rétt til þess að flytja inn danskt bakkelsi og skylt kruðirí, eða er það kannski bara rímorð, sem þið notið þarna fyrir sunnan? Árni M. Kmilsson Grundarfirði Svona með mér hafði ég hugsað að á virðulegri sýningu sem FIM stendur fyrir væri listaverkum óhætt og þroskað fólk gen^i þar um og skoðaði verkin. Abyrgðarleysi forráða- manna slíkrar sýningar er mikið og ofangreint atvik sýn- ir óhæfi þeirra til að sjá um slíka sýningu. Þarna voru hlaupandi börn um sýningarsvæðið og var greinilegt að foreldrum stóð á sama um gjörðir þeirra. Ég var sjálfur vitni að er eitt barnið, líklega um 6 ára gam- alt, tók upp einn part af einu verka Hauks og Harðar. Hefði barnið misst hlutinn í gólfið hefði það kostað nokkra mán- aða vinnu. Ég vildi aðeins benda fólki á að þessi verk máttu alls ekki missa sín á þessari sýningu. Ég hafði tal af Hauki og Herði á sýningunni og fannst þeim það ansi leitt að geta ekki sýnt list sína og það í miðstöð listar á Islandi. Og vonandi sýna for- ráðamenn FÍM og Kjarvals- staða betri hugsun og umhirðu um listaverk sem sett eru á sýningar hjá þeim. Það er orð- ið slæmt ástand ef listamenn þurfa að fara að tryggja lista- verk sín áður en þeir sýna hér í heimahlaðinu. Guðni Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.