Morgunblaðið - 01.10.1981, Page 39

Morgunblaðið - 01.10.1981, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981 39 Minning: BenediktS. Guðmunds- son Sandgerði Hinn 21. ágúst síðastliðinn and- aðist á Landspítalanum í Reykja- vík Benedikt S. Guðmundsson, vél- stjóri í Sandgerði. Hafði hann átt við erfiðan sjúkdóm að stríða síð- ustu tvö ár ævi sinnar og gekk þess ekki dulinn að hverju mundi draga. Benedikt Sigurður Guðmunds- son, eins og hann hét fullu nafni, fæddist að Nýjabæ, Brimilsvöllum í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi 16. apríl 1925. Foreldrar hans voru hjónin Sumarrós Einarsdóttir og Guðmundur Ólafsson. Fluttist hann drengur með foreldrum sín- um til Ólafsvíkur og tók að stunda sjó ungur að árum. Þegar hann hafði aldur til sótti hann vélstjóranámskeið í Reykja- vík og aflaði sér réttinda á 500 tonna bátum og minni. Mun faðir hans hafa flutt að Hólabrekku í Garði um svipað leyti og sneri Benedikt því ekki aftur til átthag- anna. Tók hann að róa sem mótor- isti frá Keflavík og kynntist þar mörgum dugandi skipstjórnar- mönnum, sem hér verða ekki tald- ir. Árið 1951 kvæntist Benedikt eftirlifandi konu sinni, Sigríði Gunnarsdóttur frá Akurgerði í Garði, og bjuggu þau nokkur ár í Reykjavík, en fluttu alfarin til Keflavíkur 1953. Eignuðust þau sex mannvænleg börn sem öll eru á lífi: Þórunn f. 1950, Gift Jóhann- esi Jóhannessyni tollverði í Kefla- vík; Guðmunda f. 1954, gift Erlingi Jónssyni verkstjóra í Sandgerði; Einar f. 1955, sjómaður ókvæntur; Leiðbeiningar- stöð um gerð þjóðbúninga TEKIN er til starfa leiðbeiningar- stöð um gerð íslenzkra þjóðbúninga á Laufásvegi 2, Reykjavík. annarri hæð. í húsakynnum Ileimilisiðnað- arskólans. Leiðbeiningarstöðin er starfrækt á vegum Samstarfsnefnd- ar um islenzka þjóðbúninga, sem starfað hefur frá 1970. 1 nefndinni eru aðilar frá Heimilisiðnaðar- félagi íslands, Kvenfélagasam- handi fslands. Þjéiðdansafélagi Reykjavikur og Þjóðminjasafni Is- lands. Þjóðhátíðarsjóður hefur veitt styrk til að hefja starfsemi leiðbein- ingarstöðvarinnar. Fríður Ólafsdóttir, fatahönnuður og handavinnukennari, er starfs- maður leiðbeiningarstöðvarinnar. Mun hún veita leiðsögn um eldri og yngri gerðir þjóðbúninga, æskilegt efnisval, snið og munstur og auk þess safna heimildum og skrásetja heimildir um íslenzka þjóðbúninga. Leiðbeiningarstöðin er opin mánu- daga klukkan 16—18 og miðvikudaga klukkan 10—12. Þjóðbúningur er einn þáttur þjóð- legra menningarverðmæta, sem ástæða er til að vernda og leggja rækt við, svo að þeir afskræmist ekki, og traust, fagleg leiðsögn gerir fólki auðveldara að eignast búninga, sem fylgja hinum upphaflegu gerð- Eiríkur f. 1960, stundar nám í Fjölbrautarskólanum í Keflavík; Katrín f. 1961, unnusti hennar er Hilmar Hilmarsson sjómaður í Sandgerði; Gunnar f. 1964, heima. Eins og fyrr er getið var Bene- dikt vart af barnsaldri er hann tók að stunda sjómennsku. Hneigðist hann mjög að því starfi og fékk snerrtma brennandi áhuga á út- gerð. Keypti hann tvo báta 1962, vélbátana „Tý“ og „Guðmund Ólafsson". Reyndust þeir ekki vel og lauk þeirri útgerð með því að Benedikt varð að selja gott einbýl- ishús sem hann hafði brotist í að koma sér upp í Keflavík. En það var Benedikt síst að skapi að gef- ast upp þó á móti blési og 1972 kaupir hann í félagi við nafna sinn, Benedikt B. Guðmundsson, vélbátinn „Fram“ KE 105. Ráku þeir hann í sameiningu í nokkur ár, en 1975 kaupir Benedikt heit- inn hlut nafna síns í bátnum. Gekk þessi rekstur vel, enda skipið gott, og 1978 réðist Benedikt í, ásamt vini sínum og félaga Svav- ari Ingibergssyni, að koma upp beitingarhúsi og veiðarfæra- geymslu. Virtist nú sem bjartari tímar í efnalegu tilliti færu í hönd. En því miður naut Benedikt ekki lengi þessa meðbyrs, því haustið 1979 reið fyrsta áfallið yf- ir er hann hné niður við vinnu sína. Mun hann þá þegar hafa kennt vanheilsu nokkra hrlð, þó ekki hefði hann það í hámælum. En svo var áhuginn mikill, að eftir fyrstu spítalaleguna hélt hann áfram að vinna að verkun aflans, eins og lítt eða ekki hefði í skorist. Hafði honum þó verið gert ljóst að hann gæti ekki átt langt líf fyrir höndum. Það sem mest var áberandi I fari Benedikts var stilling og æðruleysi. Fæstir þola fjárhagsleg áföll án þess að tapa gleði sinni að nokkru, en aldrei fannst það á, að Benedikt brygði skapi sínu þó að óvænlega horfði. Er ekki ósenni- legt að Ægir konungur hafi snemma kennt honum að taka með stillingu ágjöfum á lífsins báti. Og það hefur Jóhannes tengdasonur Benedikts heitins sagt mér, að þægilegri manni á sjó hafi hann sjaldan kynnst, né betri leiðbeinanda óvaningum og yngri mönnum. I einkalífi sínu var Benedikt farsæll sem best var á kosið. Var ætíð rausnarskap og gestrisni að mæta á heimili þeirra hjóna, og ekki annað að sjá en þar byggi góður andi innan veggja. Börnum sínum var Benedikt fremur sem vinur en strangur stjórnari og er það fjölskyldunni allri þungur missir að sjá honum á bak, löngu fyrir aldur fram. En minningin um góðan dreng mun lifa í hug- skoti allra sem til hans þekktu. 18. sept. 1981. Ingólfur Pálmason Hártoppar frá Trendman Eðlilegir, léttir, þægi- legir, auðveldir hirðingu og notkun Engin verðhækkun Sérfræðingur frá Trendman verður til viötals á rakarastofu minni, laugardaginn 3. október, sunnudaginn 4. október og mánudaginn 5. október. Pantið tíma í síma 21575 og 42415. Villi rakari Miklubraut 68. Skotveiðimensa Harrington & Richardsson Inc., RIFFLAR Boltaction 22 cal., 5 skota, kr. 1610,- HAGLABYSSUR Einhleypur 28“ og 30“ hlauplerigd. Kr. 1417 og 1555 Einnig SABALA tvíhleypur 3“ magn. Kr. 6888,- Mikið úrval af skotfærum og byssupokum. SHtSfflgl ÚTILÍF 'Glæsibæ, sími 82922. BJARGVEIÐIHÁTÍÐ 81 Eyjakvöld að Hótel Loftleiðum föstudaginn 2.9. og laugardaginn 3.9. Fyrsta átthagagleði Hótels Loftleiða verður tileinkuð bjargveiðimönnum og öðrum Vestmannaeyingum. Hátiðinni stjórnar Árni Johnsen, en honum til lið- sinnis verða m.a. þeir Ási í Bæ og Guðjón Ármann Eyjólfsson. Kjami matseðilsins verða kræsingar sem aldrei hafa sést í veitingasölum áður. Hlaðborðið kemur til með að svigna undir heitum og köldum Eyjaréttum s.s. reyttir, steiktir, marineraðir og reyktir lundar, létt- reyktar og nýjar súlur, lundakjötseyði með eyjaberj- um, o.fl. Auk þess verður auðvitað gimilegt úrval af salötum, rófustappa, asíur, agúrkur og ýmsir meginlandsávextir. Valdir bjargveiðimenn verða matreiðslu- mönnum hótelsins til halds og trausts við matargerðina. Nú mæta allir bjargveiðisinnaðir íslendingar á föstudags- eða laugardagskvöldið. Sumir koma jafnvel bæði kvöldin. f Boröapantanir í s. 22321 og 22322. VERIÐ VELKOMIN! HOTEL LOFTLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.