Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981
Yfirnefndin fundar
Nýtt íiskverð átti að taka gildi 1. október, en nú er
ljóst að engin fiskverðsákvörðun verður tekin fyrr
en ríkisstjórnin hefur gert ráðstafanir til stuðn-
injís fiskvinnslunni og þá sérstaklega frystingunni.
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur
undanfarið komið af og til saman til funda, en þeir
fundir hafa yfirieitt ekki verið langir, þar sem
Ljóxm. Mbl.: RAX.
nefndin hefur ekki fengið tilllögur frá ríkisstjórn-
inni i hendur.
Þessi mynd var tekin á fundi Yfirnefndar Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins í vikunni. Talið f.v.:
Sveinn Finnsson, framkvæmdastj. Verðlagsráðs
sjávarútvegsins, Arni Benediktsson, Eyjólfur fsfeld
Eyjólfsson, ólafur Daviðsson, sem er formaður
nefndarinnar, Ingólfur Ingólfsson og Kristján
Ragnarsson.
Starfsemi Sigló-síld-
ar að hef jast að nýju
með hálfum afköstum
REIKNAÐ er með að starfsemi
hefjist á ný i verksmiðju Sigló-
síldar á Siglufirði eftir langt hlé og
verði þá framleitt í fjögur þúsund
kassa af gaffalbitum, en með eðli-
lcgum afköstum er það fjögurra
vikna framleiðsla. Eins og sakir
standa núna gæti þó tekið mun
lengri tima að framleiða þetta
magn, en dósalokunarvél, sem var i
endurbyggingu i Noregi og átti að
koma til landsins með skipi 1. sept-
ember siðastliðinn, hefur ekki skil-
að sér þrátt fyrir mikla eftir-
grennslan hérlendis og i Noregi.
Pálmi Vilhjálmsson, fram-
kvæmdastjóri Sigló-síldar, sagði, að
í byrjun árs hefði verið samið við
Sovétmenn um kaup á nokkru
magni af gaffalbitum og af þeim
samningi hefðu rúmlega 11 þúsund
kassar komið í hlut Siglfirðinga. I
síðasta mánuði var síðan samið um
4 þúsund kassa fyrir Siglfirðinga til
viðbótar, en þessar sölur eru mun
minni heldur en reiknað hafði verið
með. Menn eru ekki bjartsýnir á að
samið verði um meira magn af gaff-
Kaup Landakots á húsi prentsmiðjunnar Odda:
Jákvætt svar ekki borist
frá heilbrigðisráðuneytinu
„VIÐ IIÖFUM enn ekki fengið
svar frá heilbrigðisráðuneytinu
um það hvað verður.“ sagði Logi
Guðhrandsson framkvæmda-
stjóri Landakotsspítala i samtali
við Morgunhlaðið i gær, en hann
var spurður um fyrirhuguð kaup
Landakotsspitala á húseign
prentsmiðjunnar Odda h/f.
„Við sendum ráðuneytinu bréf á
sínum tíma, en við gerðum kaup-
samning við prentsmiðjuna Odda
h/f með fyrirvara um samþykki
ríkisstjórnarinnar, og var gert ráð
fyrir því að ríkissjóður yrði kaup-
andi að húsinu. Við sendum kaup-
samninginn ásamt ýmsum gögn-
um varðandi húsið, til heilbrigðis-
ráðuneytisins og óskuðum eftir
því að húsakaupin yrðu heimiluð.
Við höfum ekki fengið svar við því
bréfi ennþá, það er ekkert form-
Manhattan
Nýtt diskótek
NÝR skemmtistaður var opnaður í
Kópavogi i gærkvöldi, og hefur
hann hlotið nafnið Manhattan. Er
Manhattan til húsa á þriðju hæð við
Auðbrekku 55 í Kópavogi. Staðurinn
er diskótek, þar sem þó verður unnt
að koma fyrir hljómsveit ef svo ber
undir.
Staðurinn mun taka milli þrjú og
fjögur hundruð gesti. Hönnun inn-
réttinga annaðist Teiknistofan Arko
hf.
legt svar komið,“ sagði Logi Guð-
brandsson.
Logi sagði að spítalinn væri
ekki með aðra eign í takinu, þetta
væri sú eign sem gert hefði verið
ráð fyrir að kaupa og ekkert yrði
af kaupum á meðan jákvætt svar
frá ráðuneytinu bærist ekki.
albitum til Rússlands í ár, en hins
vegar hefjast væntanlega viðræður
um samninga næsta árs í desember-
mánuði.
Pálmi sagði, að þessi eilífu stopp á
starfseminni væru mjög erfið og
skemmdu mikið fyrir. Hjá fyrirtæk-
inu hafa að undanförnu starfað átta
manns fyrir utan skrifstofufólk, en
þegar reksturinn er með felldu
starfa þar um 70 manns og verður
sá fjöldi væntanlega í vinnu hjá
fyrirtækinu eftir helgi.
Aætlað hafði verið að byrja
starfsemina á ný í byrjun þessarar
viku, en af því gat ekki orðið þar
sem unnið var að viðgerðum á gufu-
katli. Þá hefur dósalokunarvél, sem
var í endurnýjun í Noregi ekki skil-
að sér, en hún fór frá Bergen í lok
síðasta mánaðar. Pálmi sagði, að
allir pappírar hefðu komið fram og
svo virtist, sem vélin hefði farið um
borð í skip í Bergen, en vélin „gufaði
upp“ á leiðinni til íslands. Hann
sagði að þetta væri mjög bagalegt.
Fyrirtækið hefði skilað vél, sem það
hafði á leigu og aðeins yrði hægt að
hefja framleiðslu á hálfum afköst-
um eftir helgina ef vélin fyndist
ekki. Auk þess mætti ekki mikið út
af bregða til að reksturinn stöðvað-
ist.
Eyrarbakki og Stokkseyri:
Vinna við hitaveit
una gengur vel
Eyrarbakka, 3. okt.
VEL GENGUR að leggja hitaveitu
á Eyrarbakka og Stokkseyri. Að-
vcituæðar eru þegar fullgerðar og
nú er unnið að þvi að skola þær.
Lokið er lögn dreifikerfis á Eyr-
arbakka og rösklega hálfnað á
Stokkscyri. Fyrstu hús munu
væntanlega fá heita vatnið um
miðjan október, en nú er unnið að
því að setja upp mæligrindur i
húsum, en húseigendur undirbúa
tengingu við veituna, greiða
stofngjöld og vinna að þeim breyt-
ingum sem til þarf innanhúss.
Verktakar Hitaveitu Eyra hafa
verið Víkurverk hf., sem leggur
dreifikerfi í bæði þorpin, og rækt-
unarsamband Flóa og Skeiða sem
lagði aðveituæð til beggja þorp-
anna frá bæjarmörkum Selfoss.
Allar verkáætlanir þessara verk-
taka hafa staðist með mikilli prýði
og efnissöluaðilar hafa gengið hart
fram við efnisútvegun þegar verk-
takar hafa verið á undan áætlun.
Set sf. á Selfossi hefur séð um ein-
angrun og innkaup stálröranna að
öðru leyti en því að % hlutar að-
veituæðarinnar voru unnir hjá Úr-
etaneinangrun á Akureyri.
— Óskar
Laufásborg:
Grjótkast yfir
girðingu
skapar vanda
NOKKUR brögð munu hafa
verið að því að börn á dag-
hcimilinu að Laufásborg hafi
af óvitaskap hent steinum yfir
girðingu sem umlykur leik-
svæðið og hafa einhverjir
steinanna hafnað á bilum sem
við girðinguna standa. Svo
rammt hefur kveðið að þessu
að málið hefur verið rætt í
umferðarnefnd.
Samkvæmt upplýsingum
sem Morgunblaðið fékk hjá
Guttormi Þormar verkfræð-
ingi, hefur m.a. verið lagt til að
grjót á leiksvæði barnanna
verði fjarlægt, en einnig hafa
komið upp hugmyndir um að
lækka svæðið innan girðingar
eða setja einhverskonar girð-
ingu á grindverkið, til varnar
bílunum. Ekki hefur þó verið
tekin ákvörðun um þetta enn.
Fau) SflvhfNKKi iflfivRfFflSflflPð11
Fannst látinn
Indriði Jónsson, sem leitað hefur
verið frá því á miðvikudag, fannst
látinn um hádegi í gær við Lága-
fell í Mosfellssveit. Indriði heitinn
var 62ja ára gamall.
Eigendur stærri báta en 10 tonna
geta sótt um ný leyfi til síldveiða
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið, að gefa eigendum báta
stærri en 10 brúttólestir, sem
stundað hafa sildveiðar i net,
kost á að sækja um leyfi til síld-
vciða í rcknet eftir 5. október nk.
Er þetta gert vegna þess mis-
skilnings sem gætt hefur varðandi
skilyrði fyrir leyfisveitingum til
síldveiða í net.
Öll leyfi til lagneta- og rekneta-
veiða, sem gilda áttu til 20. októ-
ber nk., eru jafnframt afturkölluð
frá og með 5. október nk.
Þórshöfn á Langanesi:
Mikil atvinna í sumar en
búist við atvinnuleysi í vetur
IVirshofn. 2. október.
ÞÓTT ENN scu þrjár vikur til
vetrar samkva^mt almanakinu.
þá hefur hann herjað á okkur
síðustu daga með hvassri norðan-
átt og éljum. Reyndar hefur
haustið verið afskaplega leiðin-
legt. nær látlaus austan- og norð-
austanátt með slyddu og rign-
ingu.
Sumarið var fremur kalt og úr-
komusamt, en þó komu í það góðir
kaflar. Ágætur afli var í sumar á
handfæri við Langanes, og var
meirihlutinn ufsi. I ágústmánuði
og fram í september fékkst nær
eingöngu ufsi, en hann var fremur
smár og verðlítill.
Núna eru gerðir héðan út níu
minni þilfarsbátar, 7 til 18 tonn,
og tveir stærri bátar, 36 og 51
tonn. Flestir eru byrjaðir á línu,
tveir eru á dragnót, og stærsti
báturinn, Fagranes, er á síldveið-
um. Sæmilegur afli er þegar gef-
ur, en ógæftir hafa hamlað mjög
sjósókn síðustu vikur.
Dýpkunarskipið Grettir var hér
um þriggja vikna skeið, og dýpk-
aði hann bæði innsiglinguna og
höfnina að hluta. Var orðin full
þörf á þessu, og hefði reyndar
þurft að grafa upp úr allri höfn-
inni, því sandur og leir berast inn
í höfnina og grynnka hana smám
saman og er smábátabryggjan
orðin ónothæf vegna þessa.
Á vegum sveitarfélagsins er
verið að byggja þrjú hús, með átta
íbúðum, og er ætlunin að fullgera
þær allar á næsta ári. Þessar
íbúðir eru byggðar samkvæmt
lögum um verkamannabústaði. í
ágúst fluttist Byggingavöruversl-
un Kaupfélags Langnesinga í nýtt
og glæsilegt verslunarhúsnæði, og
stendur hin nýja verslun við
Langanesveg gegnt aðalverslun-
inni. Þá eru hafnar framkvæmdir
við Hraðfrystistöð Þórshafnar við
svokallaða viðbyggingu, við
frystihúsið, en þar verður salt-
fiskverkun og stækkun á fiskmót-
töku. Grunnflötur hennar verður
um 1200 fm. Aðstaða til saltfisk-
verkunar hjá HÞ er mjög léleg, og
nánast ónothæf vegna slæmra
húsakynna. Er þessi bygging því
löngu orðin tímabær. Atvinna
hefur verið mikil á Þórshöfn i
sumar og oft hefur sárvantað fólk,
einkum í fiskiðnaðinn, en nú nálg-
ast vetur, bátarnir eru litlir og má
því búast við að atvinnuleysi geri
vart við sig þegar líða tekur á ár-
ið- Togarinn okkar margfrægi er
ekki væntanlegur fyrr en í mars á
næsta ári og kemur hann því ekki
aó gagni á hinum svonefnda
dauða tíma að þessu sinni.
Bændur lentu i miklum erfið-
leikum í göngunum, fengu hið
versta veður og gátu ekki smalað
né komið fé til byggða á tilsettum
tíma. Áætlað er að slátra um 14
þúsund fjár hjá Sláturhúsi KL í
haust.
- Ó.Þ.