Morgunblaðið - 04.10.1981, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1981
c o * ^ J
*föi Brdr. Hansen
'rr».vr \ferktojsmaskiner
Strandskadevej 14
Dk 2650 Hvioövre
Denmaik
komu til Reykjavíkur í dag. Búa á Hótel Loftleiöum alla næstu
viku.
Höfum fastan viötalstíma milli 4—7 alla daga.
Svaraö veröur á íslensku ef óskaö er. Heimsækjum fyrirtæki
eftir nánara samkomulagi.
Aö vanda eru á boöstólum notaöar og nýjar járnsmíöavélar
á ævintýralega hagstæöu veröi, svo sem:
RENNIBEKKIR
FRÆSIVÉLAR
SAGIR
SÖX
BEYGJUVÉLAR
KANTPRESSUR
O.FL. O.FL.
iSrV
< O i Brdr. Hansen
■rtlvr \ferktojsmaskiner
StrandskadevejM
Dk 2650 Hvkfovre
Denmaik
VÉLALAGERINN Smiðjuvegi 54,
símar 77740 og 73880,
veitir nánari upplýsingar um heimsóknina.
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
tP
ÞL’ ALGLYSIR LM AI.LT
LAND ÞEGAR ÞL ALG-
LÝSIR I MORGLNBLAÐINL
Jón Arason, verk-
stjóri - Minning
Fa-ddur 8. febrúar 1916.
Dáinn 28. september 1981.
Á morgun, mánudan, verður
jarðsunginn frá Fossvogskapell-
unni samstarfsmaður minn og
vinur Jón Arason verkstjóri. Jón
andaðist á Grensásdeild Borg-
arspítalans á mánudaginn var eft-
ir 16 mánaða löng og erfið veik-
indi.
Jón fæddist á Suðureyri við
Súgandafjörð og voru foreldrar
hans Ari Jónsson, verkamaður, og
Þórdís Magnúsdóttir. Jón ólst upp
á Suðureyri við Súgandafjörð og
stundaði sjósókn þaðan.
Árið 1935 flutti hann til Akra-
ness þar sem hann stundaði sjó-
mennsku. Vafalaust hefur Jón
ekki dregið af sér við að sækja gull
i greipar Ægis við sjómennsku-
störfin frá Akranesi. En til Akra-
ness sótti hann einnig annað, sem
var gulli dýrmætara, en þar
kynntist Jón stúlkunni, sem síðar
varð eiginkona hans, Jórunni Eyj-
ólfsdóttur.
Jórunn er fædd á Akranesi 18.
mars 1921 og voru foreldrar henn-
ar þau Eyjólfur Jónsson, skip-
stjóri á Akranesi, og kona hans,
Guðrún Guðnadóttir. Þau Jón og
Jórunn gengu í hjónaband 12.
október 1940 á Akranesi og reistu
sér þar heimili. í janúar 1949
fluttu þau síðan til Reykjavíkur og
hafa búið þar síðan.
Börn þeirra Jóns og Jórunnar
eru þrjú. Elsta barnið er Eyjólfur
Jónsson, fæddur á Akranesi 1941,
hann starfar sem verkstjóri hjá
Hraðfrystistöðinni í Reykjavík,
eiginkona hans er Sigríður Sigurð-
ardóttir. Börn þeirra eru Hjördís,
Jón og Anna. ^
Dóttir Jóns og Jórunnar er
Arndís, lyfjatæknir, fædd 1945 á
Akranesi, gift Valdemar Jörgens-
syni, afgreiðslumanni. Börn þeirra
eru Jörgen, Jórunn og Gunnar.
Yngst barna þeirra Jóns og Jór-
unnar er Gunnar, deildarstjóri hjá
Mjólkursamsölunni, og er hann
kvæntur Ernu Sigtryggsdóttur,
hjúkrunarkonu og eiga þau tvær
dætur: Hörpu Hrönn og Heiði
Björk.
Nokkrum mánuðum eftir að Jón
fluttist til Reykjavíkur 1949, hóf
hann störf hjá Harðfisksölunni í
Reykjavík. Eigendur þess fyrir-
tækis stofnuðu síðar heildsölufyr-
irtækið Skipholt hf. í Reykjavík og
starfaði Jón hjá því fyrirtæki allt
til dauðadags.
SVEFNHERBERGISHUSGOGN
í geysimiklu
úrvali
Einnig geysigott úrval
af alls konar húsgögn-
um af ýmsum geröum.
husgögn,
Langholtsvegi 111,
sími 37010 — 37144.
■ '■ :'r' . >'■:
Eftir að faðir minn gerðist aðili
að og síðar aðaleigandi Skipholts
hf. lágu leiðir okkar Jóns saman
meðan ég var ungur drengur.
Nokkur sumur vann ég undir
verkstjórn Jóns og var það að
mörgu leyti mjög lærdómsríkur
tími. Jón gerði miklar kröfur til
vinnusemi og dugnaðar þeirra sem
með honum unnu, enda fórst hon-
um að gera slíkar kröfur. Jón var
einstakur dugnaðarforkur og at-
orkusamur starfsmaður, að hverju
sem hann gekk. Ósérhlífni hans,
trygglyndi og trúmennska við
vinnuveitendur sína og samstarfs-
menn var miklu meiri en almennt
gengur og gerist. Manni og
mannkostum af þessari gerð var
heppilegt fyrir ungan dreng að
kynnast. Jón var hvorki margmáll
maður né þaulsætinn á manna-
mótum, en þeir sem náðu vináttu
hans áttu að einlægan og fölskva-
lausan vin, sem ávallt mátti
treysta á.
Samhliða því að kynnast Jóni
heitnum kynntist ég einnig Jór-
unni eiginkonu hans, sem hefur nú
í ein 20 ár unnið við sama fyrir-
tæki og eiginmaður hennar. Mér
hafa ávallt fundist þau Jón og Jór-
unn sérstaklega samhent og sam-
valin hjón. Engin erum við full-
komin og þau bættu hvort annað
vel og skemmtilega upp, mynduðu
í sameiningu sterka og samhenta
einingu. Allt far þeirra bar ávallt
vott um sterkar tilfinningar og
gagnkvæma virðingu. Þau störf-
uðu saman bæði á vinnustað og
heimili, þannig að í raun reyndi
enn meir á samheldni þeirra og
samhug en gengur og gerist í
flestum hjónaböndum. BÍörn
þeirra þrjú bera foreldrum sínum
líka gott og fagurt vitni. Ég hef
kynnst þeim öllum nokkuð, mis-
mikið, en þó öllum nóg til þess að
geta fullyrt að barnalán þeirra
Jóns og Jórunnar hefur verið mik-
ið og börn þeirra eru öll sómakært
manndómsfólk. Börn þeirra Jóns
og tengdabörn hafa ávallt verið
tengd þeim Jóni og Jórunni sterk-
um böndum svo ekki sé nú minnst
á barnabörnin níu, sem ávallt áttu
a.m.k. annað heimili sitt hjá afa
sínum og ömmu.
Ég held að það sé því á engan
hátt ofmælt þótt sagt sé að Jón
Arason hafi verið gæfumaður
bæði í starfi og einkalífi.
Hann vann mikinn meirihluta
starfsævi sinnar á sama vinnustað
og naut þar trausts og virðingar
starfsfélaga sinna og rækti störf
sín óaðfinnanlega.
Hann eignaðst úrvalskonu og
með henni heimili og fjölskyldu
sem umvafði hann hlýju og ástúð
allt til síðustu stundar. Þau veik-
indi Jóns, er drógu hann til dauða
á rúmu ári, bar brátt að og voru
ekki fyrir séð. Ég efast ekki um að
veikindi hans voru honum mikil
andleg og líkamleg raun og oft án
efa illbærileg, en ástúð og um-
hyggja eiginkonu og fjölskyldu
létti honum byrðina. Við sem höf-
um fylgst með högum Jóns þessa
síðustu mánuði höfum sérstaklega
veitt athygli og dáðst að styrk og
einlægri ást Jórunnar, eftirlifandi